Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1982 27 Sími Frumsýnir , spennumynda _ (When a stranger callsj Dulartullar símhrlnglngar I Sirntnfvr i éltÍM ' Þessi mynd er ein spenna frá upphafi til enda. Ung skólastúlka er fengin til aó passa börn á kvöldin, og lifsreynslan sem hún lendir i er ekkert grin. BLAÐAUMMÆLI: Án efa mest spennandi mynd sem óg hef séö. (After dark Magazine) Spennumynd ársins. (Daily Tribute) Aöalhlutverk: Charles Durning. Carol Kane, Colleen Dewhurst. Bönnuö börnum innan 16 ára. Svnd kl. 5, 7,9og11. Lli'iiM Blow Out Hvellurinn John Travolta varö heims- frægur fyrir j myndirnar Sat- urday Night | Fever og Gre- I ase Núna aftur ' kemur Travolta fram á sjón- arsviöiö i hinni heimsfrægu mynd De Palma, Blow Out. Aöalhlutv: John Travolta Nancy Allen John Lithgow I Þeir sem stóöu aó Blow Out: Kvikmyndataka: Vilmos Zsign- ond (Deer Hunter, Close En'- counters). Hönnuóur: Paul Sylbert (One Flew Over the Cuckoo's Nest, | Kramer vs. Kramer, Heaven Can Wait). Klipping: Paul Hirsch Myndin er tekin i Dolby stereo og sýnd i 4 rása Starscope. Sýnd kl. 5, 7, 9.05 og 11.10. Hækkaó mióaveró. Bönnuó börnum innan 12 ára. Frumsýnir Óskarsverölaunamyndina Amerískur varúlfur í London Hinn skefjalausi húmor Johri Landis gerir Amerískan varúlf i London aö meinfyndinni og einstakri skemmtun. S.V. Morgunblaðiö. Aðalhlv.: David Naughton, Jenny Agutter, Gritfin Dunne. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuö börnum. Hækkaö miöaverð. Píkuskrækir | Aöalhlv : Penelope Lamour, Nils Hortzs. Leikstjóri: Frederic Lansac. | Stranglega bönnuö börnum innan 16 éra. Sýnd kl. 11. Flugstjórinn > Pilot) ii ssjooo F««ir Alcohol aml Aelatlon . A DMdly Mliturv ciiff ! Rooertson ... The Pilot er byggö á sönnum atburðum og framleidd í Cin- I emascope eftir metsölubók Robert P. Davis. Mike Hagan I er frábær flugstjóri en áfengiö gerir honum lífiö leitt. Aöalhlutv: Cliff Robertson, Di- | ane Baker, Dana Andrews. Sýnd kl. 5, 7 og 11.20. rv Being There (6. mánuður) Sýnd kl. 9. Allar maö ial. taxta. I Lifum lífinu lifandi OKKAR A MILLI. Há.skólabíó og Laugarásbió. ís- len.sk, gerð 1982. Handrit og leikstjórn: Hrafn Gunnlaugsson. Aðalhlutverk: Benedikt Árnason, Valgarður Guðjónsson, Margrét Gunnlaugsdóttir, María Kllingsen, Andrea Oddsteinsdóttir og Sirrý Geirs. Að þessu sinni tekur Hrafn Gunnlaugsson fyrir efni beint úr samtíðinni, líf og lund miðaldra verkfræðings, Benjamíns Eiríks- sonar (Benedikt Árnason). í myndinni fer hann í gegnum erf- ið tímamót í lífi sínu. Besti vinur hans og samstarfsmaður fellur frá, börnin tvö eru allt í einu orðin fullorðnar manneskjur sem eru að halda út í lífið og sú hin illræmda tilfinningakrísa, sem kennd er við miðaldurinn, byrgir honum sýn. Höfundur samdi handritið að einhverju leyti jafnóðum og myndin var tekin. Þau vinnu- brögð hafa sínar góðu og slæmu hliðar. Höfundur er ekki bund- inn fyrirfram ákveðnum sögu- þræði né hugmyndum en ekki er laust við að það komi örlítið niður á heildarsvip myndarinn- ar. Benjamín er skýrt dregin persóna, ég held að flestir eigi auðvelt með að skilja og setja sig í spor hans. Fyrsta áfallið er skyndilegt fráfall vinarins er þeir eru að hvíla lúin bein í gufu- baðinu á Laugarvatni. Sá skellur er óvæntur og kemur miklu róti á sálarlíf Benjamíns, en lífs- mynstur hans hefur fram að þessu verið að líkindum all- fastmótað. Sonurinn fer til náms erlendis og allt í einu er dóttirin farin að fara sínar eigin leiðir í óþökk foreldranna. Og sú staða kemur upp í heimilislífinu sem ku vist algeng undir þessum kringumstæðum; þegar börnin eru farin kemur i ljós að þau hafa haldið saman hjónaband- inu og heimilinu. Það dregur ekki úr örvænt- ingu Benjamíns að hann á óvænt ástarævintýri með ungri dóttur hins nýlátna vinar. Hún á svo reyndar þátt í því að sýna Benja- mín inní pönkveröld sinnar kynslóðar, veröld sem skelfir hann og eykur á einmanaleik- ann. I vinnunni er ekki allt sem skyldi, það hefur verið gengið framhjá honum við veigamikla ákvarðanatöku, og Benjamín verður tíðhugsað til orða vinar síns, „það eina sem okkar kyn- slóð skilur eftir er steinsteypa, milljón tonn af steinsteypu". Benjamín gengur illa að ná fótfestu á nýjan leik. Það tekst ekki fyrr en eftir stranga leit sem lýkur austur í Haukadal. Ánægjulegt er hversu skýrum, óýktum og sennilegum augum Hrafn lítur á samtíðina. Einkum þá sem eru af kynslóð Benja- míns, eins gægist hann inní Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson heim hinna yngri af hreinskilni. Með Okkar á milli hefur Hrafn rutt úr vegi öllum landamæra- hindrunum, skapað alþjóðlegt verk af innsýni og vandvirkni, sem getur gerst hvar sem er í hinum vestræna heimi. Þá er höfundur næmur á feg- urð landsins sem hér birtist í mildum litum og frá nýjum, for- vitnilegum sjónarhornum. Dreg- in er skýr mynd af íslandi ní- unda áratugarins, nútímalegu landi geysilegra orkuvirkjana og ægifegurðar. Landi fólks sem í hraða uppbyggingarinnar gleymdi að vera til. Þrátt fyrir örfáa hnökra í framvindunni held ég að hafi aldrei glitt jafn- vel í snillinginn í afkastamann- inn Hrafn Gunnlaugsson sem í Okkar á milli. Kvikmyndatakan er vand- virknisleg, fjölbreytilegri en maður á að venjast, og sumir kaflar myndarinnar eru með því fegursta sem fest hefur verið á filmu hérlendis. Hljóðupptakan var misgóð. Stundum var erfið- leikum háð að greina tal leikar- anna. Hinsvegar er hér bryddað uppá skemmtilegum nýjungum í mögnun á hljóðum og hljóðeff- ektum. Tónlistin er sitt úr hverju horninu, túlkar mismun- andi hugarheim og umhverfi persónanna með ágætum, enda samin og flutt af góðu fólki. Ég fæ ekki skilið að nokkur hluti hennar ætti að koma mönnum alvarlega úr jafnvægi. Leikurinn er nokkuð ójafn. Benedikt Árnason vinnur hér glæsilegan leiksigur í erfiðu hlutverki verkfræðingsins Benjamíns Eiríkssonar, það er sama hvar og hvernig hlífðar- laus myndavélin kemur að hon- um, Benedikt á ekki dauðan punkt, yfir manninum er verald- arvant atvinnumannsfar stór- leikara. Það skal tekið með í reikninginn að Benedikt ber hita og þunga myndarinnar, hlutverk hans er langstærst og best unn- ið. Það var að einhverju leyti skrifað með leikarann í huga, en þess er ekki getið hér til að rýra hlut hans. Þvert á móti er erfitt að hugsa sér Okkar á mílli án Benedikts, leikur hans er einn af burðarásum myndarinnar. Valgarður Guðjónsson kemst vel frá sínu sem aðstoðarmaður Benjamíns og andstæða. Val- garður er óvanur leik en áralöng reynsla hans af sviði sem söngv- ari með Fræbbblunum hefur ör- ugglega komið til góða. María Ellingsen og einkum Margrét Gunnlaugsdóttir, í hlut- verki dótturinnar, eiga ágæta spretti, er Andreu Oddsteins- dóttur vantar heldur dýpri tján- ingu í hlutverki móðurinnar. Sirrý Geirs vekur ekki samúð manns í litlu hlutverki eigin- konu vinarins sem varð bráð- kvaddur. Persónan er líka óljóst dregin í handriti. Lokaatriðið er fagurt og fá- gætt og þar held ég megi gleggst skynja meginboðskap myndar- innar. Þeir, verkfræðingurinn og aðstoðarmaðurinn, eru austur við Geysi sem að lokum tekur að gjósa. Hér bráir loks örvænting- in og efinn af Benjamín. Nú er hann ekki lengur í álögum sinn- ar steinsteyptu virkjunar- veraldar, hér stendur hann frammi fyrir óbeisluðum nátt- úruöflunum, frjálsum og tignar- legum. Maður skyldi varast að temja sig um of, því við verðum öll endrum og eins að gjósa — og lifa lífinu lifandi. I HQLLUWOOD ÓDAL í alfaraleið Opið fra 18—01 SÝNISHORN Skötuselssúpa Salat Glóðarsteikt blálanga í rósavínssósu Verð kr. 85 ARNARMÓLL Hvíldarstaður í hádegi höll aðkveldi Ath. Opnumkl. 11.30 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁER ÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.