Morgunblaðið - 19.08.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.08.1982, Blaðsíða 1
48 SIÐUR MEÐ MYNDASOGUBLAÐI 180. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Seychelles-eyjar: Uppreisnartil- raun bæld niður Naíróbí, Kenýa, 18. ágúst. AP. HKRMKNN hollir ríkisstjórninni á Seychelles-eyjum bældu í dag niður uppreisnartilraun hluta hersins og náðu aftur á sitt vald útvarpsstöóinni á eyjunni og öðr- um mikilvægum mannvirkjum, sem uppreisnarmenn höfðu tekið. Hundruð fanga drepin daglega í íran? París, 18. ágúst. AP. HUNDRUÐ pólitískra fanga hafa verið tekin af lífi á hverju kvöldi í Kvin-fangelsinu í Teh- eran undanfarna þrjá daga, að því er skýrt var frá á París- arskrifstofu skæruliðahreyf- ingar marxista í íran í dag. í tilkynningu frá Mujahedeen Khalq-hreyf- ingunni, sem gefin var út í París, segir að lík þeirra, sem drepnir hafa verið, hafi verið flutt í vörubílum til út- hverfa Teheran, þar sem þau séu dysjuð. í tilkynningunni er hvatt til þess, að alþjóð- legir eftirlitsmenn verði sendir til írans til að fylgj- ast með framferði klerka- stjórnarinnar í landinu. Annar hópur útlaga frá Iran sagði í yfirlýsingu í dag, að nýlega hefðu 70 for- ingjar í íranska hernum ver- ið teknir af lífi. í tilkynningu stjórnarinnar um atburðina segir ekkert um mannfall í uppreisnartilraun- inni, en uppreisnarmenn höfðu sagzt hafa 239 manns í gíslingu og hótað að drepa fólkið, ef stjórnarherinn réðist gegn þeim. Ekki hefur komið skýrt fram hvað vakti nákvæmlega fyrir uppreisnarmönnunum á Seych- elles-eyjum eða hvort þeir hygðust koma á annars konar þjóðskipulagi á eyjunum en þar er nú. Einn leiðtoga uppreisn- armanna sagði þó í útvarpsvið- tali, að mikilvægast væri að koma forseta landsins, France Albert René, frá völdum. René, sem er sagður sósíalisti, komst til valda með byltingu, sem hann gerði í júní 1977. Seych- elles-eyjar hlutu sjálfstæði frá Bretum árið 1976. ítalskir hermenn úr hinu alþjóðlega gæzluliði, sem von er á til Beirút, halda til skips í hafnarborginni Brindisi í gær. (Sím»mynd ap.) Ítalíæ Ný stjórn Spadolinis í sjónmáli Kóm, 18. ágúst. AP. GIOVANNI Spadolini, fráfarandi forsætisráðherra Ítalíu, sem nú reynir að mynda 42. ríkisstjórn ít- aliu frá stríðslokum, sagðist í dag langt kominn með að mynda stjórnina. Hann vildi þó engu spá um það hvenær stjórnarmyndunin yrði endanlega komin í höfn. Gert er ráð fyrir að sömu flokkar og studdu fyrri stjórn Spadolinis myndi hina nýju, þ.e. flokkar kristilegra demókrata, sósíalista, jafnaðarmanna og frjálslyndra, auk Lýðveldis- flokks Spadolinis. Stjórnar- myndunartilraunir Spadolinis fengu byr undir báða vængi í gær, þegar ljóst varð að sósíal- istar undir forystu Bettinos Craxis hygðust ekki bregða fæti fyrir þessar tilraunir, eins og margir höfðu óttast, eftir að þeir rufu fyrra stjórnarsam- starf. Átökin 1 Líbanon á enda: Gæzluliðar væntanlegir til Beirút á næstu dögum Beirút, Jerúsalem, 18. ágúst. AP. FLEST bendir nú til þess, að brottflutningur skæruliða frelsissamtaka Palestínu, PLO, geti hafizt á laugardag og von er á fyrstu hermönn- unum í alþjóðlegu gæzluliði til Beirút á föstudag. Allir að- ilar að málinu hafa nú fallizt á samkomulagsdrög Habibs, hins sérlega sendimanns Bandaríkjanna í deilunni, að ísraelsstjórn undanskilinni, en stjórnin kemur saman til fundar á morgun og er búizt við því að hún samþykki til- lögurnar þá formlega. Shafik Wazzan forsætis- ráðherra Líbanons sagði í dag að hann byggist við því að brottflutningur skæruliðanna tæki 15 daga. Hann sagði einn- ig að stjórn sín hefði óskað eft- ir því við stjórnir Bandaríkj- anna, Frakklands og Ítalíu, að þær legðu til menn í hinn al- þjóðlega herafla, sem fylgjast mun með brottflutningnum og halda uppi öryggi í Beirút á meðan á honum stendur. Franskir og ítalskir hermenn munu koma til Beirút þegar á föstudag, en bandarískir land- gönguliðar eru væntanlegir nokkrum dögum síðar. (Símamynd AP) Mótmæli í Póllandi Ungir mótmælendur hrópuðu í gær ókvæðisorð að pólskum embættismönnum, sem komu til móttöku í tilefni þjóðhátíð- ardags Indónesíu, og hrópuðu jafnframt lof um Bandaríkin. Lögreglan kom fljótt á vett- vang búin kylfum og dreifði mannfjöldanum. Myndin er frá mótmælaaðgerðum pólsks almennings síðastliðinn föstu- dag. Mannfjöldi hefur safnast saman á Sigurtorginu í Varsjá og kveikt á kertum á blóma- krossi til minningar um Wysz- insky kardinála. Margir viðstaddra gera sigurmerkið með fingrunum, en sveit lög- reglumanna hefur raðað sér upp og býr sig undir að dreifa fólkinu. Gert er ráð fyrir því að ísra- elskur flugmaður, sem verið hefur í haldi hjá PLO, verði látinn laus á föstudag og jarðn- eskar leifar nokkurra ísra- elskra hermanna jafnframt af- hentar ísraelskum yfirvöldum sama dag. Verður þá búið að ganga að öllum helztu skilyrð- um Israelsstjórnar fyrir því að samþykkja samkomulagsdrög Habibs. Arafat leiðtogi PLO og aðrir þeir sem fara landleiðina til Sýrlands munu verða fluttir í langferðabílum eftir þjóðveg- inum frá Beirút til Damaskus fljótlega eftir að brottflutning- urinn hefst. Nokkrum ísraelskum her- mönnum var í dag gert umsát- ur í Vestur-Beirút og féllu tveir þeirra og aðrir særðust. Her- menn Israels brugðust við hart og höfðu hendur í hári þriggja skæruliða, sem hér voru að verki. Engar loftárásir voru fyrirskipaðar vegna þessa at- burðar í dag, eins og oft hefur verið gert áður af svipuðu til- efni, og þykir það benda til þess að ísraelsstjórn telji sig sjá fyrir endann á átökunum í Beirút. Fimm bílsprengjur sprungu í Vestur-Beirút í dag og ollu miklu tjóni. Ekki er þó vitað hvort manntjón varð. Sjá „PLO lýsir sig sigurveg- ara“ og „Matarbirgðir Rauða krossins uppurnar“ á bls. 18 oglfl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.