Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI OG HUÓMBÆJARBLAÐ 184. tbl. 69. árg._______1>RIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982_Prentsmiðja Morgunblaðsins. Talsmenn útgerðar, iðnaðar, verzlunar og verkalýðssamtaka andmæla bráðabirgðalögunum: Engin töfrabrögö duga til aö tryggja rekstur útgeröar — segir Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands ísl. útvegsmanna Erlendur gjaldeyrir hækkar um allt að 18% — helmings skerðing verðbóta 1. desember — hækkun vörugjalds Kfnahagsaðgerðir ríkisstjórnar- innar, sem kynntar voru á laugar- dagskvöldið, hafa sætt harðri gagn- rýni talsmanna atvinnuveganna og verkalýðssamtakanna. Kristján Kagnarsson, formaður LÍÚ, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag, að „það eru engin þau töfrabrögð til, sem gera útgerðinni mögulegt að halda rekstri áfram við þessi skil- yrði“. í ályktun miðstjórnar ASÍ er því mótmælt „harðlega, að nú skuli enn einu sinni gripið til vísitölu- skerðingar á kaupi almenns verka- fólks“. Víglundur Þorsteinsson, for- maður Félags ísl. iðnrekenda, seg- ir í Morgunblaðinu í dag að verði Pólland: Þolinmæði her- stjórnarinnar á þrotum Varsjá, 23. á^Visl. AP. I’OLSKA herstjórnin virðist nú orðin mjög uggandi um sinn hag, en í dag var birt eindregin aðvörun um að þol- inmæðin gagnvart andófi Samstöðu væri á þrotum, um leið og þess var krafizt að vestrænar útvarpsstöðvar hættu að senda „óhróður" inn í Pól- land á stuttbylgju. Þá var sendiherrum Kandaríkjanna, Krakklands, Kretlands og V-Þýzkalands stefnt í utanríkisráðu- neytið í Varsjá til að taka við mótmæl- um vegna „áróðursstarfsemi sem stefnt væri gegn Póllandi". Aðvörunin til Samstöðu var birt á forsíðum tveggja helztu málgagna stjórnarinnar, en stjórnmálaskýr- endur leggja þá merkingu í boðskap- inn að yfirvöld hyggist nú reyna að einangra hina svokölluðu „öfgasinn- uðu leiðtoga neðanjarðarhreyfingar- innar" og aðra andófsmenn frá fjöld- anum. Hin friðsamlegu mótmæli gegn stjórninni héldu áfram um helgina, en mótmælendur láta sem fyrr mest að sér kveða í hinni gömlu miðborg Varsjár. Lögreglan hafði-að vanda mikinn viðbúnað og stóð með vatns- þrýstitæki sín við mannfjöldann en ekki kom til þess að þeim yrði beitt. Gullverð hækkar London, 23. ágúst. AP. IX)LLARINN styrktist nokkuð gagn- vart evrópskum gjaldmiðli í dag eftir nokkra óvissu í síðustu viku og er það rakið til örlítið hærri vaxta í Kandaríkj- unum. tjlull hækkaði einnig i verði. Gullkaupmenn í Sviss segja, að brátt muni gullið komast yfir 400 dollara fyrir únsuna og að ástæðurn- ar séu fyrst og fremst minnkandi vextir og óvissa í alþjóðlegum bankamálum. Þegar viðskiptum lauk í dag fengust 396,50 dalir fyrir úns- una, 11 fleiri en sí. föstudag. ekki gerðar frekari ráðstafanir „þá er erfiður, langur og harður vetur framundan í mörgum iðnfyrirtækjum". Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS, segir að „miklir erfiðleikar verði því samfara fyrir verzlunina að taka á sig skerðingu verzlunar- álagningar vegna dreifingar nauð- synjavöru". Erlendur Einarsson gagnrýnir harðlega lengingu orlofs og segir: „Ég trúi því ekki að ríkisstjórnin sé þeirrar skoðun- ar, að íslendingar sigrist á efna- hagsvandanum með því að taka sér lengri frí.“ Jón Karlsson, formaður verka- lýðsfélagsins á Sauðárkróki segir Líbanon: Kristnir fagna nýjum forseta Ik-irúl, 23. ácúst. AP. MIKILL fögnuður varð í hverfum kristinna manna í Beirút í dag þegar tilkynnt var um kjör nýs for- seta. Kashir Gemayel, en hann er 34ja ára gamall foringi úr her kristinna hægri manna. Gemayel og menn hans hafa verið hand- gengnir ísraclska innrásarliðinu í landinu og eru múhammeðstrú- armenn afar óánægðir með kjör hans. Samkvæmt stjórnarskrá Líb- anons skal forseti landsins koma úr röðum kristinna manna en forsætisráðherrann úr röðum múhammeðstrúar- manna. Það eru þingmenn sem kjósa forsetann og til að kosning sé lögmæt þurfa % hlutar þing- manna að taka þátt. Þegar kjör- fundur hófst í morgun leit út fyrir að fundarsókn fullnægði ekki settum skilyrðum, en þing- menn tindust inn hver af öðrum þar til mættir voru 62, sem er tilskilin tala. í fyrstu atrennu hlaut Gemayel 58 atkvæði, en í annarri lotu þar sem einfaldur meirihluti ræður úrslitum hlaut frambjóðandinn, sem var sá eini í framboði, 57 atkvæði og var þar með kjörinn. að sig vanti „skýringu á því ennþá hvers vegna félögin voru ekki hvött til að segja upp samningum af miðstjórn Alþýðusambandsins ...“ Aðgerðirnar hafa einnig verið harðlega gagnrýndar af tals- mönnum stjórnarandstöðunnar, Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks. Þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins hefur sett fram kröfu um að Alþingi verði kallað saman til fundar. Þá lýsir Eggert Hauk- dal, alþingismaður, yfir því í Morgunblaðinu í dag, að hann styðji ekki lengur núverandi ríkis- stjórn. Helztu atriði í efnahagsaðgerð- Brottflutningi PLO-manna frá Beirút var í dag haldið áfram, en síðdegis lagði skip af stað til Suð- ur-Jemen með viðkomu á Kýpur með um þúsund PLO-liða innan- borðs. Sprengjutilræði við höfnina seinkaði komu bílalestar sem flyt- ur skæruliða úr PLO-búðunum að skipsfjöl, en cngan sakaði og fleiri sprengjur sprungu ekki. Þegar PLO-mennirnir fóru um götur borgarinnar skutu stuöningsmenn þeirra af vélbyssum og loftvarna- um ríkisstjórnarinnar eru þessi: Helmingur verðbótahækkana á laun 1. desember næstkomandi er felldur niður. Þá eru ákvæði um ráðstöfun gengismunar vegna 13% gengisfellingar, sem ákveðin var á laugardag. Mælt er fyrir um hækkun vörugjalds á ákveðnum vörutegundum og hækkar það úr 24% í 32% og úr 30% í 40% eftir tegundum, gildir hækkunin til 28. febrúar 1983. Þá er mælt fyrir um 2,9% frádrátt á verðbótum á laun 1. september nk. Loks er ríkis- stjórninni heimilað að verja 50 millj. króna til láglaunafólks. I yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lýst forsendum efnahagsað- gerðanna og áhersla lögð á ört vaxandi erfiðleika íslensks efna- hagslífs á síðustu mánuðum. Þýð- ingarmest telur ríkisstjórnin að draga úr viðskiptahallanum. Þá hefur yfirlýsingin að geyma 21 byssum í kveðjuskyni, auk þess sem skothríð kvað við í hverfum kristinna manna er þeir lognuðu kosningu Gemayels, svarnasta óvinar PLO í Beirút, i forseta- embætti. Um þriðjungur PLO-manna hefur þá verið fluttur frá Beirút á þeim þremur dögum sem liðnir eru frá því að brottflutningur hófst, en þegar samkomulag um flutninginn tókst voru skærulið- ar í borginni um 7.100. Búizt ér við því að einhvern atriði um stefnumál ríkisstjórnar- innar, sem hún hefur ákveðið að standa að. Þar má nefna nýtt við- miðunarkerfi fyrir laun miðað við þróun framfærslukostnaðar og tveggja ára bann við innflutningi á fiskiskipum. Með skerðingu verðbóta á laun stefnir ríkisstjórnin að því að draga úr víxlgangi kaupgjalds og verðlags. Með aukinni skatt- heimtu á að draga úr viðskipta- halla og jafna lífskjör. Með geng- isfellingunni á að styrkja stöðu atvinnuveganna og draga úr inn- flutningi, gengismuni á að helm- ingi að ráðstafa í þágu sjávarút- vegs, einkum vegna erfiðleika í togaraútgerð, segir í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Sjá ennfremur um bráúabirgða- lojf ríkisstjórnarinnar á bladsíðum: 2,3, 12, 13, 14. 15, 16, 17, 20, 29, 30, 34, 35, 36 og 37. næstu daga komi um 150 PLO- leiðtogar og starfsmenn samtak- anna til Túnis, en þar er mikill viðbúnaður vegna komu þeirra. PLO-forystan kemur að líkindum flugleiðis frá Damaskus, en í Túnis er ætlunin að samtökin setji upp nýjar aðalstöðvar í húsakynnum Arababandalagsins í borginni. Þó er búizt við því að „þjóðarráð Palestínumanna" sem er nokkurs konar þing þeirra verði eftir í Damaskus. Sjá ennfremur á bls. 18 og 19. Vopnlausir PLO-liðar á Larnaca-flugvelli á Kýpur rétt áður en þeir stigu um borð í flugvélar sem fluttu þá til Jórdaníu og Irak. Þriðjungur PLO-liða er farinn frá Beirút Beirút, 23. ágúst. AP. AP-símamynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.