Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1982 7 Éy þaklca öllum þeim, er sendu mér ámaðaróskir og sýndu mér á ýmsan hátt frábcera vinsemd í tilefni af sjötíu og fimm ára afmœli mínu. Megi heill og hamingja ætíðfylgja ykkur á lífsleiðinni. Gudmundur Jóhannsson Frá stóðhestastöð Búnaðarfðlags íslands, Gunnarsoddi Eftirtaldir stóöhestar, allir tamdir, eru til sölu. Ýmir 951 frá Ystabæli, fæddur 1976, grár. 1. verðlaun. Steinn frá Steinum, fæddur 1976, grár. 2. verðlaun. Ái frá Nýjabæ, Borg, f. 1976, jarpur. 2. verölaun. Mósi frá Flugumýri, f. 1977. Mósóttur. 2. verölaun. Hafiö samband viö hrossaræktarráöunaut í síma 99-6162, sem veitir upplýsingar. Kynbótanefnd. HEILSU- OG HEILSUVERND Verzlunarmannafélag Reykjavíkur gengst fyrir nám- skeiöi í heilsurækt og heilsuvernd fyrir félagsmenn sína. Námskeiöið veröur á miðvikudögum kl. 18.30—20.30 og hefst 8. sept. nk. Fariö verður yfir eftirfarandi efni: 1. Starfsstööu og líkamsbeitingu. 2. Streita — fyrirbygging og meöferö. 3. Leikfimi á vinnustaö. 4. Næring og fæðuval. Námskeiöiö er eingöngu ætlað félagsmönnum í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur og veröur endur- gjaldslaust. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu V.R. í síma 26344 til 6. sept. Nánari upplýsingar um námskeiöiö veittar í síma. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Ánægja Sovétmanna Eins og kunnugt er gefur sovéska sendiráöiö á íslandi út árööursblaö á íslensku, sem nefnist Fréttir frá Sovétríkjunum. í júli-tölublaöi þess birtíst grein eftir yfirmann áróöursskrifstofu Sovétmanna hér á landi um sovéska efnahagssamvinnusamning- inn sem undirritaöur var i Reykjavík 2. júlí sl. Sovétmenn voru mjög þögulir um samninginn og nauösyn hans í opinberum um- ræöum um hann, áöur en til undirritunarinnar kom. En af grein- inni i Fréttum i Sovetríkjunum má ráöa, aö Kremlverjar séu mjög ánægöir meö hinn nýja samning, því aö hann opni þeim nýjar leiöir hór á landi s.s. viö orkuframkvæmdir og stóriöju. Jafnframt geta áróöursmeistarar Kremlverja ekki duliö gleöi sína yfir þvi, aö samningurinn um efnahagssamvinnu fókk stuöning „aaöstu útflytjenda" landsins eins og þaö var oröaö á sínum tima. í Staksteinum er birtur kafli úr greininni i Fréttum frá Sovétrikjun- um. Samningurinn opnar „nýja möguleika“ Evgeni Barbukho, for- .stöðumaður fréttastofu sovéska sendiráðsins á ís- landi, segir þetta m.a. í grein í blaði Kremlverja á Islandi um nýgerðan samn- ing milli Islands og Sov- étríkjanna um efnahags- samvinnu: „Samningurinn sem undirritaður var í Reykja- vík opnar íslendingum og Sovétmönnum nýja mögu- leika á enn frekari þróun ýmiss konar viðskipta, þar á meðal á sviði kaupskap- ar. í samningnum er lögð áhersla á aukna efnahags- samvinnu sem hafi heilla- rík áhrif á verslunina og styrki fyrirkomulag henn- ar. Svo virðist sem hin gamla sögn að fiskurinn brauðfcði fslendinga eigi við enn í dag. l»ó er hér af síauknum krafti unnið að uppbyggingu nýrra iðnfyr- irtækja og þeirra á meðal fyrirtækja sem ekki byggja á fiskvinnslu. I>egar hafa verið byggðar og eru starf- ræktar í landinu verksmið- jur sem framleiða ál, sem- ent, kisiljárn, tilbúinn áburð, skipasmíðastöðvar sem fást jafnt við nýsmíðar og viðgerðir, húsgagna- verksmiðjur, ullarvinnsla og prjónaverksmiðjur og matvælaframleiðsla er vel þróuð. íslendingar hafa mikla reynslu í jarðhita- virkjun. A næstu árum stendur til að reisa hér mörg ný framleiðslufyrirtæki sem byggja á auðugri vatnsorku og hitaorkulindum. fslend- ingar hafa með öðrum orð- um allar forsendur til þess að koma á efnahagslegri samvinnu við aðrar þjóðir. I’jóðirnar hafa reyndar þegar nokkra reynslu af slíku samstarfi, því við vatnsorkuverið við Sigöldu hafa nú þegar um margra ára skeið snúist sovéskar túrbinur með ágætum árangri og hjálpuðu sov- éskir sérfræðingar til við að setja þær niður. Nýi samningurinn gefur íslandi og Sovétríkjunum færi á að skiptast á reynslu með íslenskum og sovésk- um stofnunum og fyrir- Uekjum og ákvarða sér þau svið þar sem þau gætu með gagnkvæman hag beggja fyrir augum efnt til aukinn- ar efnahagslegrar sam- vinnu. Ilvað Sovétríkin áhrærir þá eru þau reiðubúin að hefja viðræður við þennan sinn gamla og ágæta við- skiptaaðila. fslendingar hafa einnig tjáð sig hlynnta frekari þróun efnahags- samvinnunnar. Við erum þess fullvissir að þessi samningur verður til þess að auka og treysta verslun- arsambönd okkar í SSSR og styðjum eindregið að undir hann verði ritað óbreyttan — sögðu full- trúar áhrifamikilla við- skiptafyrirtækja á fslandi, Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, Síldarútvegs- nefndar, Norðurstjörnunn- ar, sem fæst við niðursuðu, Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, Seðlabankans og ullariðnaðarfyrir- tækisins Alafoss í erindi sínu til utanríkis- máladeildar Alþingis. I*etta mál er því hér með komið í hendur þeirra sem hag gætu haft af því að breyta orðum í aðgerðir.“ Varðskipti við gullkisturnar f Svarthöfða var í fyrra- dag fjallað um þær svipt- ingar sem nú eru innan Al- þýðubandalagsins vegna þess að Ragnar Árnason er að taka við af Inga R. Ilelgasyni sem gullkistu- vörður flokksins. Svart- höfði segir meðal annars: „Gullkistuvörður Al- þýðubandalagsins, Ingi R. flelgason, er smám saman að afhenda bitlingakrón- prinsi flokksins fleiri ráð og nefndir. I>að er ekki nóg með að Ragnar fái hina og þessa bitlinga i arf frá Inga, heldur sér íngi R. til þess, að Ragnar fái ýmislegt í viðbóL Nú síðast skipaði Ingi R. svo fyrir, að Ragnar skyldi verða stjórnarformaður í Sjúkrasamlagi Reykjavík- ur. Svavar formaður emj- aði fyrst í stað og benti á, að (iuðjón llansen, trygg- ingafra'ðingur, hefði gegnt þessu starfi lengi og ekkert verið undan honum kvart- að. Kn gullkistuvörðurinn hélt fast við sitt og skipaði heilbrigðisráðherra að koma Ragnari i stöðuna strax. Svavar sendi málið til Tryggingaráðs til um- sagnar, en þar fékk Ragn- ar aðeins atkvæði fulltrúa Alþýðubandalagsins. Aðrir vildu hafa Cuðjón áfram. f framhaldi af því skipaði Svavar auðvitað Ragnar í stöðuna. iH'tta siðleysi er í fullu samræmi við annað þegar kommúnlstar eru annars vegar. I>eir ætla að ná kverkataki á heilbrigðis- þjónustunni og nota hana i áróðursskyni nú þegar ítök þeirra í verkalýðshreyfing- unni fara þverrandi. Ef ein- hver vogar sér að minnast á sparnað í ríkiskerfinu öskrar Svavar á móti: Hvar á að spara? Á kannski að spara i heilbrigðiskerfinu og láta sjúkt fólk borga fyrir læknlsmeðferð og sjúkrahússvist?" Sirkusatríði á heimsmœlikvaröa Það er ekki á hverjum degi sem íslendingum gefst kostur að sjá þvílíka skemmtikrafta: Töfra- manninn snjalla Arutún Akopian, þokkafulla Akrobat parið Tatyönu og Gennady Bondarchuk og ofurhugann Roy Fransen. Þau koma fram sem hér segir: Laugardag og sunnudag: Kl. 13.30 Akopian (á útisvæði) — 14.00 Ofurhuginn Ray Fransen — 20.00 Akopian Akrobatarnir Tatyana og Gennady Bondarchuk — 22.45 Ofurhuginn Roy Fransen Húsið opnar kl. 13 en miðasala hefst kl. 12. Virka daga: Kl. 16.00 Akopian AkrobatarnirTatyana og Gennady Bondarchuk. — 20.00 Akopian AkrobatarnirTatyana og Gennady Bondarchuk. — 22.45 Ofurhuginn Roy Fransen Húsið opnar kl. 15 en miðasala hefst kl. 14.30. Aðgöngumiðasölu lýkur alla daga kl. 22, en svæðinu er lokað kl. 23.00. Fvrirvari er á stökki Roy Fransen ef veður hamlar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.