Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1982 Leiðin í urslitin Úrslit leikja ÍA i bikarnum hingað til í sumar eru þessi: I»róttur R. — ÍA 1—5 IIHK - ÍA 1—2 Víkingur — ÍA 1—2 Hvernig verða liðin skipuð? Lið IA verður skipað eftirtöldum leikmönnum: Davíð Kristjánsson Guðjón l'órðarson Jón Askelsson Jón Gunnlaugsson Sigurður Lárusson Sigurður Jónsson Sveinbjörn llákonarson Arni Sveinsson Guðbjörn Tryggvason Júlíus P. I ngólfsson Sigþór Omarsson Kristján Olgeirsson var dæmdur i eins leiks bann vegna 10 refsistiga og kemur (iuðbjörn Tryggvason næsta örugglega inn í liðið i staðinn. Fer bikarinn til Kefla- Skaga? október 1960 og var það fyrsti leikur beggja liða í keppninni. Skagamenn unnu þann leik 6—0. í þeim 99 leikjum sem liðin hafa leikið hafa Skagamenn unnið 43 sinnum, Keflvíkingar 38 sinnum og 16 sinnum hefur orðið jafntefli. Þessar uppiýsingar komu fram á blaðamannafundi sem KSÍ hélt í vikunni. Skýrði Haraldur Stur- laugsson, formaður knattspyrnu- ráðs Akraness, frá þessu, og sagði hann ennfremur að markatalan úr leikjunum væri 192:155 Akurnes- ingum í hag. á fundinum hjá KSI sagði George Kirby, þjálfari í A, að hann vonaðist eftir skemmtilegum og vel leiknum leik, en ekki treysti hann sér til að spá um úrslit hans. Karl Hermannsson, kollegi hans hjá Kelfvíkingum, tók í sama streng, vildi engu spá um úrslitin en lagði áherslu á að liðin byðu upp á góða knattspyrnu. —SH. víkur eða upp á Úrslitaleikur hikarkeppni KSÍ verður á Laugardalsvcllinum kl. 14.00 á morgun eins og við höfum reyndar áður skýrt frá. Það verða lið ÍA og ÍRK sem leiða saman hesta sína að þessu sinni. Þetta verður í þriðja sinn sem Keflvíkingar leika til úrslita um bikarinn. Þeir töpuðu fyrir Fram 1973 og unnu síðan ÍA 1975 (1—0). Akurnesingar eiga því harma að hefna síðan þá. Þeir hafa leikið oftast allra liða til úrslita, og verður þetta tíundi úrslitaleikur þeirra. Þeir hafa aðeins einu sini unnið, í níundu tilraun, er þeir unnu Val (1—0) árið 1978. Leikurinn nú er sá 23. í röðinni. Keppnin var fyrst haldin 1960 og sigruðu KR-ingar þá fyrstu fimm árin. Valsarar unnu síðan 1965, KR-ingar tvö ár í röð þar á eftir en ekki hefur þeim tekist að sigra síðan. Svo skemmtilega vill til að leik- urinn á sunnudaginn verður 100. leikur liðanna innbyrðis. Fyrst mættust þau árið 1958 og sigruðu Akurnesingar þá 3—1. Liðin mættust fyrst í bikarkeppninni 2. • l'essl m/nd v*r tekln er l,ðin mættust í úrslitaleik bikarkeppninnar 1975. Keiivíkingar sigruou þá 1-0, og Þorsteinn Olafsson gómar hér knöttin af öryggi. Hann er nú hættur að leika með Kenvíkingum og einnig GréUr Magnusson, sem er lengst til vinstri, en Skagamennirnir Árni Sveinsson og Jón Gunnlaugsson verða báðir í fullu fjöri a morgun med sínu liði. Leiðin í úrslitin Úrslit í bikarleikjunum hjá Kefl- vikingum í sumar eni: Víðir — ÍBK 0—2 ÍBK — Fram 3—0 ÍBK - KR 2—1 Hvernig verða liðin skipuð? LIÐ Kcflvíkinga verður ekki valið fyrr en i dag. Gamla kempan Ólafur Júlíusson verður ekki með frekar en undanfarið vegna meiðsla, en ef aðr- ir eru heilir verður liðið væntanlega þannig skipað: Þorsteinn Bjarnason Kristinn Jóhannsson Rúnar Georgsson Ingiber Óskarsson Gisli Kyjólfsson Sigurður Björgvinsson Einar Ásbjörn Ólafsson Magnús Garðarsson Kagnar Margeirsson Óli Þór Magnússon Kári Gunnlaugsson Sigurður Lárusson: „Held að mikið verði skoraó“ — Leikurinn leggst mjög vel í mig, ég hef trú á að þetta verði skemmtilegur leikur. Við komum mjög vel undirbúnir til leiksins og höfum fengið góða hvild, sagði Sigurður Lárusson, fyrirliði Skagamanna. er blm. spjallaði við hann í gær. — Það er reyndar ekki alltaf víst að maður hagnist á því að fá svona hvíld. Keflvík- ingarnir hafa spilað tvo leiki nú í vikunni og ga-ti það komið þeim til góða að vera i betri leikæf- ingu. — Ég er viss um að þetta verður mjög erfiður leikur, það er alltaf erfitt að leika við Keflvíkingana. Þeir eru miklir baráttumenn og oft er erfitt að ná upp góðu spili á móti þeim, sagði Sigurður. — Við erum langt frá því að vera öruggir með sigur, og við þurfum á góðum stuðningi áhangenda okkar að halda. Þeir hafa verið ansi dyggir, t.d. í leiknum við Víking í undan- úrslitunum. Viltu nokkuð spá um úrslitin? — Nei, ætli ég sleppi því ekki. Eg gæti trúað því að 4—5 mörk yrðu skoruð í leiknum, en ég vil ekki spá neitt nánar. Þetta er tíundi úrslitaleikur ÍA, og hefur liðið aðeins einu sinni sigrað. Sigurður var spurð- ur, hvort menn væru ekki ákveðnir í að sigra. — Jú, síðasti úrslitaleikur vannst og við munum auðvitað reyna að halda því áfram. Við munum berjast alveg fram í rauðan dauðann, sagði Sigurð- ur að lokum. — SH. • Sigurður Lárusson, fyrirliði Skagamanna. • Kristján Olgeirsson var dæmdur í eins leiks bann fyrr í vikunni og verður þar af leiðandi ekki með Skagamönnum í úrslitaleiknum. Er það mikil blóðtaka fyrir liðið, þar sem Kristján hefur einmitt verið mjög iðinn við að skora í bikarnum. Hann skoraði 5 mörk í tveimur leikj- um, þrjú gegn Þrótti og síðan tvö gegn Breiðabliki. • Magnús V. Pétursson dæmir úr- slitaleikinn, og verður það síðasti stórleikur hans hér á landi. Magnús lætur af störfum eftir þetta keppnis- tímabil vegna aldurs. Gísli Eyjólfsson: „Við leikum sókn- arleik til sigurs“ — Það er mjög ákveðinn hug- ur i okkar mönnum i eina átt — að sigra í leiknum, sagði Gísli Eyjólfsson, fyrirliði Keflvíkinga, er Mbi. spjaílaði við hann i gær um úrslitaleikinn. Gísli sagðist sannfærður um að leikurinn yrði mjög jafn og spennandi, og sagði hann það lið vinna sem næði að skora á und- an. — Við munum ekki láta Skagamcnnina skora nein út- • Gísli Eyjólfsson, fyrirliði Keflvíkinga. sölumörk eins og síðast, er við lékum við þá. Það kemur til með að ráða gangi leiksins, hvort liðið nær tökum á miðjunni, ég held ekki að neinn einn maður muni ráða úrslitum leiksins, heldur hvernig liðsheildin kemur út. Gísli sagði, að ekki væri betra fyrir Keflvíkingana að hafa leikið þessa tvo leiki í vik- unni. — Það er alltaf einhver þreyta sem situr í mönnum og einnig er um einhver meiðsli að ræða hjá okkur. Skaginn hefur að vísu ekki leikið síðan síðasta laugardag, þannig að þeir eru kannski ekki í alveg eins góðri leikæfingu og við, en þeir hafa fengið góða hvíld. Heldurðu að mörg mörk verði skoruð í lciknum? — Nei, ég held ekki. Ég hef trú á að ekki verði skoruð nema 1—2 mörk í leiknum, en ég ætla alveg að láta það vera að spá um úrslitin. Ég er sannfærður um að leikurinn verður jafn og spennandi og við munum leika sóknarleik til sigurs. Ég vona bara að Akur- nesingar geri það líka og ég held að ég þurfi ekki að vera hræddur um, að þeir geri það ekki, þar sem þeir reyna yfir- leitt að leika sóknarknatt- spyrnu, sagði Gísli. — SH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.