Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.10.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1982 9 ftttaiM ffiáO Umsjónarmaður Gi'sli Jónsson 169. þáttur Ágúst Karlsson í Vestmanna- eyjum sendir mér bréf, og eftir vinsamleg ávarpsorð, sem ég þakka gömlum nemanda, segir hann: „Tilefni þessa bréfs er að í 167. þætti þínum ... lýsir þú eftir nafni á fyrirbæri það, er ensku- mælandi menn nefna spooner- ism. Svo er nefnilega mál vaxið, að ég er sonarsonur Kristmanns heitins Þorkelssonar í Ishúsinu hér í Eyjum. Hann var þekktur hér í pláss- inu fyrir mismæli, og leyfi ég mér að senda með tilskrifi þessu Ijósrit úr búnaðarblaðinu Frey, þar sem ein góð og sönn saga af afa er prentuð. Sýnir það kannski útbreiðslu sagna af gamla manninum, að hún birtist í þessu blaði." Hér slítur umsjónarmaður í sundur bréf Ágústs og birtir klausuna úr Frey: „Kristmann Þorkelsson var starfsmaður Isfélags Vest- mannaeyja á fyrstu áratugum aldarinnar og gekk undir nafn- inu Kristmann í Ishúsinu. Hann þótti mismælagjarn og eru um það ýmsar sögur. Ein er þannig: Eitt sinn kom skip til Eyja með vörur til Isfélagsins. Um það leyti, sem uppskipun átti að hefjast, fór rafmagnið. Krist- mann snaraöist þá í símann og hringdi í rafveituna og mælti: „Þetta er ísmann í Kristhúsinu. Það er komið skip með ol og kolíu og ekkert hægt að gera fyrir dimmuleysi." Síðan gef ég Ágústi aftur orð- ið: „Einhverju sinni skipaði afi verkamanni í Ishúsinu, eða „Kristhúsinu", að fara með hest- inn og skola hann að innan og setja hestvagninn á beit! Margar fleiri góðar sögur eru til, en ég læt þetta duga. — í framhaldi af þessu leyfi ég mér að stinga upp á því, að talað verði um „Kristmennsku“ í stað spoonerism á ensku, eða jafnvel „Ismennsku". Með bestu kveðjum og óskum um langlífi þáttarins íslenskt mál.“ Enn þakka ég Ágústi þetta skemmtilega bréf og kem uppá- stungum hans á framfæri. Hafi menn ekki lesið 167. þátt, þá er þess að geta, að spoonerism er dregið af nafni ensks prests sem Spooner hét. Nokkrum sinnum hefur í þess- um þáttum verið minnst á svo- kallaða sagnfælni. Hún er fólgin í því að nota fremur orðasam- bönd, þar sem nafnorð vega þyngst, í stað þess að nota eina merkingarsterka sögn. Einföld dæmi: Að gera könnun í stað þess að kanna, að taka eitthvað til athugunar, eða jafnvel skoð- unar, í stað þess að athuga eða íhuga, að framkvæma rannsókn í stað þess að rannsaka. Nú virðist mér einnig sem nafnorð séu tek- in að reka lýsingarorð á flótta, eða fæla þau burt, svo að einnig mætti tala um lýsingarorða- flótta eða -fælni. Ég tek hér dæmi úr fréttatilkynningu frá góðum félagsskap og undirstrika dæmið af þessu tagi, ennfremur dæmi um margfrægan staglstíl: „Samkvæmt skýrslu fá lögr- eglunni hefur 327 reiðhjólum verið stolið á Akureyri á sl. 3 árum. Af þeim hafa aðeins 87 fundist aftur. Vegna þessarar háu tíðni reiðhjólaþjófnaða ættu allir reiðhjólaeigendur að athuga hvort reiðhjól þeirra séu búin nægilega góðum lás, þannig að það freisti ekki reiðhjólaþjófa." I staðinn fyrir orðasambandið „þessarar háu tíðni reiðhjóla- þjófnaða", hefði ég kosið að segja vegna þessara mörgu o.s.frv. Lýsingarorðið margur kæmi þarna í staðinn fyrir há tíðni. Það er einfaldara og eðli- legra mál. Ég gæti vissulega bætt við þetta ýmsum skringilegum dæmum úr stofnanamálinu margnefnda, og Ingólfur Gunn- arsson á Akureyri hefur í bréfi til mín gert að gamni sínu í þess- ari klausu: „Konur settu vægi á konur og bættu lífi við árin, svo möguleik- arnir yrðu raunhæfari og árang- urinn léti ekki á sér standa." Hann hefði að skaðlausu mátt skjóta því inn í, að þær hefðu verið méðvitaðar um það sem þær voru að gera. Ingólfur kenndi mér líka vísu sem hann segist hafa lært barn að aldri: Maður kominn úti er, undrun vekur mína. Heilanum úr höfði sér hann er búinn að týna. Um höfund veit hann ekki, en vísan rifjaðist upp fyrir honum, er tölvunotkunin kom til. Fannst þá Ingólfi að minna væri lagt á heilann, og færi ef til vill svipað með hann og botnlangann, að hann (heilinn) minnkaði, þó að langt myndi til þess að hann yrði numinn burt. Einhvern veginn minnti þessi vísa mig á aðra sem ég veit ekki heldur höfund að. Þar gætir orðaleiks, sem því aðeins verður leikinn að menn eru hættir að greina á milli framburðar i-hljóðs og y-hljóðs: Nú er hann Einar orðinn ber, — alveg stend ég hissa. — Alla synina (sinina) undan sér er hann búinn að missa. 29555 29558 Akranes — einbýli Höfum fengið til sölumeðferöar stórglæsilegt einbýl- ishús á Akranesi. Húsið er 172 fm og allt á einni hæð. Skiptist í 5 svefnherb., stóra stofur og sjónvarpshol. Mjög vandaðar innréttingar í etdhúsi. Mikiö skápa- pláss í herb. Bílskúrsplata. Hugsanlegt aö taka minni eign á Reykjavíkursvæðinu uppí kaupverö. Allar nán- ari uppl. á skrifstofunni. Eignanaust SkiPh.m s. . Þorvaldur Lúðvíksson hrl., Sími 29555 og 29558. ÞIMOLT Fasteignasala — Bankastræti Símar 29455 — 29680 — 4 línur Opiö í dag. 29555 — 29558 29555 — 29558 SKOÐUM OG VERÐMETUM EIGNIR SAMDÆGURS. Opiö í dag frá 10—3 2ja herb. íbúðir Álftahólar 2ja 75 fm íbúö á 6. hæö. Suður svalir. Verð: tilboö. Bergþórugata 2ja herb. 50 fm ' íb. á jarðhæð. Verð 450 þús. Kambasel 2ja herb. 63 fm ib. á 2. hæð. Suður svalir. Vandaöar innréttingar. Verð 780 þús. Krummahólar 2ja herb. 50 fm íb. á 3. hæð. Bílskýli. Verö 740 þús. Laugavegur 2ja herb. 50 fm ibúð á 1. hæð. Verö 520 þús. Skúlagata 2ja herb. 65 fm íb. á 3. hæð. Suður svalir. Mikið endurnýjuö eign. Verð 720 þús. 3ja herb. íbúðir Barðavogur 3ja herb. 100 fm íbúð á 1. hæð. 30 fm bílskúr. Verð 1400 þús. Hraunbær 3ja herb. 70 fm íb. á 1. hæð. Verð 950 þús. Krummahólar 3ja herb. 90 fm íb. á 5. hæð. Suður svalir. Vandaðar innréttingar. Verð 950 þús. Njörvasund 3ja herb. 75 fm íb. í kjallara. Sér inng. Verð 800 þús. Sólheimar 3ja herb. 95 fm ib. á 1. hæð. Bilskúrssökklar. Verö 1300 þús. Vesturberg 3ja herb. 85 fm íb. á jarðhæð. Sér garður. Verð 940 þús. Vesturvallagata 3ja herb. 80 fm ib. á 1. hæð. Verð 900 þús. Æsufell 3ja — 4ra herb. 94 fm íb. á 2. hæö. Mikil sameign. Verð 950 þús. 4ra herb. íbúðir og stærri Arahólar 4ra herb. 110 fm ib. á 1. hæð. Verð 1150 þús. Fagrabrekka 4ra herb. 120 fm íb. á 2. hæö. Verð 1200 þús. Grettisgata 4ra. herb. 100 fm íb. á 3. hæð. Verð 900 þús. Hagamelur 4ra herb. 115 fm íb. á 1. hæð. Verð 1350 þús. Hraunbær 4ra herb. 110 fm ib. á 3. hæð. Verð 1200 þús. Kleppsvegur 4ra—5 herb. 115 fm íb. á 2. hæö. Laus e. nokkra daga. Verð 1250 þús. Laugarnesvegur 4ra herb. 80 fm ib. i risi. Verð 820 þús. Maríubakki 4ra herb. 117 fm ib. á 3. hæð. Verð 1150—1200 þús. Sundlaugarvegur 4ra herb. 96 fm íbúð í risi. Verð 1100 þús. Gnoðarvogur 5 herb. 145 fm ib. á 1. hæð. Sér inng., bílskúr. Verð 1800 þús. Grænahlið 5 herb. 140 fm íb. á 1. hæð. Sér inngangur. 30 fm bílskúr. Fæst eingöngu í maka- skiptum fyrir stærri séreign. Kjarrhólmi 4ra—5 herb. 120 fm ib. á 2. hæð. Suöur svalir. Verð 1250 þús. Einbýlishús og raðhús Ásgarður 3 x 60 fm endaraöhús sem skiptist í 3 svefnherb. stofu, þvottahus, eldhus og wc. Verð 1450 þús. Bakkasel 3 x 80 fm endaraöhús sem skiptist í 4 svefnherb., eldhús, baö og þvottahús, 3ja herb. séríbúð í kjallara. Verð 2,2 millj. Gamli bærinn 3 x 67 fm einbýl- ishús, sem skiptist í 3 svefn- herb., tvær samliggjandi stofur, eldhús og wc, 2ja herb. séribúö i kjallara. Hugsanlegt aö taka 4ra herb. íb. uppi kaupverö. Gamli bærinn Hæð og ris sem er samtals ca. 120 fm sem skiptist í 3 svefnherb., stofu, eldhús og wc, 30 fm bílskúr. Hugsanlegt aö taka 2ja, 3ja eöa 4ra herb. íbúö uppi hluta kaup- verðs. Eignanaust Þorvaldur Lúðvíksson hrl. Skipholti 5. Sími: 29555 og 29558. Dyngjuvegur Góð ca. 130 fm hæð í þríbýlishúsi. Svalir i suöur og austur. Teikn. af góðum bílskúr fylgja. Stór og góö lóð. Verð 1,7 millj. Möguleiki á lágri útb. og verötryggöum eftirst. Brekkulækur Góö ca. 140 fm hæð í 13 ára gömlu húsi. Eldhús með búri innaf. Flísalagt baðherb. Svalir í suövestur og austur. Verö 1650 þús. Miðbraut Seltj. Stórglæsileg ca. 140 fm sérhæð. íbúðin er mikið endurnýjuð m.a. nýtt gler, eldhús, bað og huröir. Parket og steinflísar á gólfum. Suðursvalir. Verð 1650 þús. Lækir 130 fm efri sérhæð ásamt bílskúr, stofa, sér boröstofa, gott hol, herb. og baö á sér gangi, forstofuherb. og snyrting, eldhús meö búri innaf. Suövestur svalir. Mjög góö íbúö. Verö 1,9 millj. Hliðar Ca. 110 fm endurnýjaö eldh. og bað herb. í kjallara. Bílskúrsréttur. Skipti æskileg á 3ja herb. íbúö. Verð 1.050 þús. Kelduhvammur Hf. Ca. 118 fm sérhæö. Ný eldhúsinnrétting. Nýtt gler aö hluta. Bíl- skúrsréttur. Verð 1250 þús. Oldugata Ca. 100 fm 3ja til 4ra herb. Upplyft stofuloft meö viðarklæöningu. Endurnýjað bað og fl. Skemmtileg ibúð. Verð 1 millj. Sólheimar Ca. 110 fm í lyftuhúsi. Stofa, sér boröstofga, 3 herb. Lítil geymsla í íbúöinni. Lagt fyrir þvottavél á baöi. Sér geymsla og vélaþvottahus í sameign. Stórar suður svalir. Engihjalli 90 fm íbúö stofa stórt hol 2 herb. svalir í suöur og austur. Þvottahús á hæðinni. Mikil sameign. Verð 950 þús. Furugrund Mjög góð 70 fm ibúö á 3. hæð. Flísalagt baöherb., eldhús meö góöri innréttingu og borökrók. Parket á gólfum. Friórik Stefánston, viðskiptafr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.