Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 27 stöðu. — Hann hefir staðist þessa miklu raun með þeim hætti að það hlýtur að undirstrika þá miklu virðingu og tiltrú sem hann nýtur í hugum manna. — Með þessu hef- ir Geir risið svo hátt, að fordæmi hans skín sem gull í samlífi þess- arár þjóðar, því það er ekki mörg- um gefið að kunna að fórna með þessum hætti í þágu einingar og samstöðu. En um leið og þetta á sér stað, verður ekki komist hjá að benda á tvö atriði: 1. Sú ábyrgð, sem hvílir á hinum almenna flokksmanni, bæði Sjálfstæðisflokksins og ann- arra stjórnmálaflokka, gerir það að verkum að þessa þróun í prófkjörsmálum verður hrein- lega að stöðva. Þau eru stór- hættuleg og geta, eins og ég hefi áður bent á, hreinlega sprengt hvaða stjórnmálaflokk sem er, eins og núverandi dæmi sannar gleggst. Þarna verður að finna annað form. Það er til ef menn aðeins vilja hugsa og kanna málið. 2. Þeir frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík, sem höfnuðu fyrir ofan Geir Hallgrímsson á listanum, sem svo bindur kjörnefnd að hún getur sig hvergi hrært, ættu nú að sýna sömu reisn og Geir með því að bjóðast til sjálfir að færa sig niður um eitt sæti, svo Geir geti komið í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavík. — Þetta væri flokknum samboðið og myndi auka reisn hans með sama hætti og reisn Geirs hefir vaxið - við hans viðbrögð. Fordæmi sem þetta myndi sýna svo ekki yrði um villst, að mannvit væri það afl sem væri leiðandi í stærsta stjórnmálaflokki lands- ins. Slíkt myndi auk þess vafalítið mælast vel fyrir hjá hinum al- menna kjósanda og spurning hvort það væri ekki sterkara með- al fyrir flokkinn til að auka fylgi sitt og vinsældir hjá almenningi en nokkurn varir? Sveinn Ólafsson Silfurtúni: Finnsku listakonurnar Rita Karpo og Eveliina Pokela. Fullveldishátíð Finn- landsvinafélagsins MANUDAGINN 6. desember kl. 20.30, mun Finnlandsvinafélagið Suomi efna til fullveldishátíðar á þjóðhátíðardegi Finna í Norræna húsinu. Hinn nýskipaði sendiherra Finnlands, Martin Isaksson, mun flytja ræðu, Borgar Garðarsson leikari lesa upp og finnska þjóð lagasöngkona Rita Karpo syngjí við undirleik Eveliina Pokela, sen leikur á kantele. Að lokinni dagskrá verður bor inn fram heitur réttur í veitinga sal hússins. Félagar eru hvattir til að fjöl menna og taka með sér gesti. Almanak Eimskips í 25.000 eintökum EINS OG skýrt hefur verið frá hér í hlaðinu, er dagatal Eimskips fyrir árið 1983 komið út. Verður því dreift til hluthafa, viðskiptavina og velunn- ara Eimskips á næstu dögum. Fallegar litmyndir prýða daga- talið að venju. Eru tvær myndir með hverjum mánuði. Stærri mýndirnar eiga það sameiginlegt að tengjast sjónum. Þar eru skip, bátar, sjávarútvegur og byggðalög við sjávarsíðuna. Minni myndirn- ar bregða upp svipmynd úr starf- semi félagsins, en stuttur texti minnir á fáeinar staðreyndir. Þeir sem eiga myndir á dagatal- inu að þessu sinni eru Sigurður Þorgeirsson, Rafn Hafnfjörð, Grétar Eiríksson, Björn Rúriks- son og Snorri Snorrason. Eimskipafélagið hefur gefið út dagatal í hálfan sjötta áratug og ávallt vandað til þess. Nú er upp- lagið 25 þúsund eintök og gengur fljótt til þurrðar. Hverjum hlut- hafa er sent eitt eintak af dagatal- inu, en fjöldi hluthafanna er sam- kvæmt síðustu ársskýrslu um 13 þúsund. Þau eru því mörg íslensku heimilin þar sem dagatal Eim- skips er innan veggja. Sumum er dagatalið dýrmætur safngripur. (ílr rréllalilkynnin^u) Prófkjörin og mannvitið afsláttur í dag veitum við 10% afslátt af t.d. jólastjörnu, jólakaktus og pottaplöntum. Full búð af sérkennilegum gjafavörum. Opiö alla daga og um helgar frá kl. 9—9. Næg bílastæði. Hafnarstræti 3, sími 12717 — 23317. ATH: Sjaldan hefir það sannast jafn rækilega og afgerandi sem undir- ritaður hefir haldið fram í tveim blaðagreinum á sl. ári, hvílík vandræðabörn prófkjörin í raun- inni eru. Greinilegt er, svo ekki verður um villst, að það vantar í þau eitt undirstöðuatriði, en það er mannvitiö. — Hrikalegt er að þurfa að horfa upp á þau mistök henda stærsta og traustasta stjórnmálaflokk íslands, Sjálf- stæðisflokkinn, að láta sér verða þau mistök á að kalla yfir sig van- virðu og hættu við það að setja sjálfan formann flokksins niður svo að til hreinnar skammar er. — Hvað sannar betur, að þetta form er hrein vitleysa, sem enginn viti- borinn maður ætti að aðhyllast, þótt hið óviðráðanlega afl vitleys- unnar hafi hér tröllriðið öllu og vitibornir menn ekki getað haml- að á móti því að prófkjör yrðu viðhöfð um uppstillingar nú? — Athyglisvert er, að einn mætur prestur og sjálfstæðismaður á Norðurlandi, fyrrverandi alþingis- maður, telur prófkjörin vera til þess fallin nánast „að skemmta skrattanum". Þá er og ljóst, að útkoman úr prófkjörinu hefði auðveldlega get- að nánast sprengt Sjálfstæðis- flokkinn, ef ekki hefði komið til hið mikla mannvit Geirs Hall- grímssonar, að beygja höfuð sitt og taka niðurstöðu „vitleysunnar", — sem er ekki lítil prófraun á hæfileika og víðsýni manns í hans Líttu við og sjáðu okkar sérstæðu jólaskreytingar \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.