Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 Gestaleikur í Þjóðleikhúsinu SUNNUDAGINN 12. desember nk. kl. 20.00 verdur gestaleikur í Þjódleik- húsinu. Það er finnska leik- og söngkonan Arja Saijonmaa sem flytur blandaða dagskrá í tali og tónum, leikin atriði og sungin. Eru þar m.a. verk eftir Mikis Theodorakis, Bertolt Brecht, Kurt Weill, Márta Tikkanen, Erl- and Josephson, Jean Sibelius, Lars Huldén, Violeta Parra, Cole Porter og Berndt Egerbladh. Með Arja Saijonmaa í fór er fimm manna hljómsveit undir stjórn Egerbladh, en leikstjóri er Vivica Bandler og leikmynd, búninga og lýsingu gerir Ralf Forström, einn fremsti leikmyndateiknari á Norður- löndum. Hópurinn sem kemur hingað til lands. Söng- og leikkonan Arja Saijonmaa. Dagskrá þessi var saman sett gagngert vegna Scandinavia To- day í Bandaríkjunum og er þess vegna flutt á ensku. Hópurinn kemur hingað á heimleið frá New York og sýnir aðeins í þetta eina skipti. Miðasala hefst sunnudag- inn 5. desember kl. 13.15. Arja Saijonmaa leik- og söng- kona er frá Mikkeli í Austur- Finnlandi. Hún lærði leiklist, bókmenntir og tónlist við háskól- ann í Helsinki og stundaði einnig nám í Bandaríkjunum. Hún lauk einleikaraprófi á píanó frá Sibeli- usar-tónlistarskólanum í Hels- inki. Hún hefur starfað við ýmis finnsk leikhús, bæði sem leikari og söngvari og var um skeið leikhús- stjóri nemendaleikhúss háskólans í Helsinki. Hún hefur haldið tón- leika um alla Skandinavíu og flutt ein dagskrár á sviði og í sjónvarpi. Hún söng aðalhlutverkið í óperu Brecht og Weill Dauðasyndirnar sjö, í finnsku þjóðaróperunni. Þá lék hún dóttur Púntila í kvik- myndinni Púntila og Matti, sem Ralf Lángbakka gerði eftir sam- nefndu leikriti Brechts, en sú kvikmynd var sýnd hér á síðustu kvikmyndahátíð. Hún lék hlutverk Önnu Swárd í framhaldsþættinum Charlotta Löwenskjöld, sem byggður er á sögu Selmu Lagerlöf og sýndur var í íslenska sjónvarp- inu í fyrravetur. Hún hefur sungið inn á nokkrar hljómplötur í Finn- landi, Svíþjóð og Vestur-Þýska- landi. Þá fór hún i hljómleikaför um heiminn með Mikis Theodor- akis og starfaði einnig með París- ar óperunni og ferðaðist með henni um 14 Asíulönd og kom ÞJÓNUSTU' MIÐSTÖÐ s ^ ÁRTÚNSBREKKA J ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ VÉLADEILDAR SAMBANDSINS KYNNIR VÖRUBÍLA ■ OG TÆKJAVERKSTÆÐI SITT: Á þessu nýja verk- stæði þjónustu- miðstöðvarinnar sem er sérhæfí í viðhaldi og viðgerðum á vélum frá IH (International Harvester) er boðið upp á sömu gæða- þjónustuna fyrir vöru- bíla, gröfur, ýtur, dráttarvélar, lyftara og aðrar gerðir vinnu- véla. Nýjung í smur- þjónustu hérlendis Vörubíla- og tækja- verkstæði þjónustu- miðstöðvarinnar er svo í stakk búið að það getur boðið við- skiptavinum sínum að koma með vöru- bifreiðar sínar ásamt dráttar- og/eða tengi- vögnum, ekið þeim beint í gegnum verk- stæðið og látið smyrja bæði bílinn og vagninn samtímis innandyra. Á þennan hátt sparast bæði tími og erfiði og að sjálfsögðu eru gæði þjónustunnar ávallt hin sömu. Hjólbarðasala f tengslum við hið nýja verkstæði þjónustumiðstöðvar- GÆÐAEFTIRLIT MF.Ð GÆÐAVÖRUM innar er hjólbarðasala þar sem bjóðast allar stærðir og gerðir hinna viðurkenndu Yoko- hama og Franco hjól- barða fyrir vöru- flutningabíla á ótrú- lega góðum kjörum. <gsVÉlADEILP ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ Höfðabakka 9 0 38900 fram á tónleikum í Olympia-höll- inni í París. Vivica Bandler er leikstjóri sýn- ingarinnar. Hún fæddist í Hels- inki og var aðstoðarleikstjóri við franskar kvikmyndir fyrir stríð, m.a. hjá Jacques Feyder og Maur- ice Cloche. Gegndi herþjónustu 1939-1943. Við nám í Frakklandi eftir stríðið hjá Jean-Louis Barr- ault og Louis Jouvet. Leikstjóri við ýmis leikhús, sjónvarp og útvarp í Finnlandi 1947—1955. Leikhús- stjóri Lilla Teatern í Helsinki 1955—67. í stjórn Oslo Nye Teater í Noregi 1967—69. Leikhússtjóri Borgarleikhússins í Stokkhólmi 1969—1979. Forseti sænska leik- listarsambandsins og í fram- kvæmdanefnd Alþjóðaleiklistar- sambandsins. Setti nýlega upp sðyningu á Dramaten í Stokk- hólmi og leikstýrði kvikmyndinni Avskedet. Ralf Forsström gerir leikmynd, búninga og lýsingu fyrir þessa sýningu. Hann hefur gert leik- myndir og búninga fyrir hátt á annað hundrað sýningar á óper- um, leikritum og ballettum og fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Hann hefur verið leikhússtjóri fyrir Pistol Teater og Sænska leikhúsið í Abo, yfirleikmynda- teiknari við Sænska leikhúsið í Helsinki og Borgarleikhúsið í Stokkhólmi. Hann starfar nú við Borgarleikhúsið í Helsinki. Næsta stóra verkefni hans verður að gera leikmynd og búninga fyrir frum- uppfærslu á nýrri óperu eftir Aul- is Sallinen fyrir Savonlinna- óperuhátíðina og Covent Garden- óperuna og BBC-sjónvarpið. Berndt Egerbladh píanóleikari, tónskáld, útsetjari og hljómsveit- arstjóri fæddist í Svíþjóð. Hann var upphaflega jassleikari og hef- ur sem slíkur haldið einleikstón- leika um alla Evrópu, en einnig leikið með mönnum eins og Dexter Gordon, Phil Woods og Art Farm- er. Hann hefur samið tónlist fyrir fjölmargar kvikmyndir og sjón- varpsleikrit, en auk þess eru á hljómplötum um 200 laga hans í flutningi ýmissa söngvara. Skáldsaga um „heitan snjó“ BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hf. hefur sent frá sér skáldsöguna „Heitur snjór“ eftir Viktor Arnar Ingólfsson og er það önnur skáldsaga höfundarins. Saga Viktors Arnar er samtíma- saga og gerist að mestu í Reykjavík, þótt sögusviðið sé reyndar einnig í útlöndum, segir í frétt útgefanda og ennfremur: I bókinni fæst Viktor Arnar við mál sem segja má að brenni heitt á mörgum um þessar mundir — eiturlyfjavandamálið, en heitur snjór er einmitt það fíkniefni kallað sem nú stendur mest ógn af, þ.e. heróínið. Eftir lestur bókarinnar mun sú magnþrungna spurning myndast hvort þvílíkt gerist í raun í Reykja- vík — hvort slík „dýragarðsbörn" séu til í raunveruleikanum. Svarið er til. Það þarf ekki annað en að fylgj- ast með blaðafréttum til að vita að allt sem gerist í þessari skáldsögu gæti verið raunveruleiki." „Heitur snjór“ er sett, umbrotin, filmuunnin og prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Arnarfelli hf. Kápuhönnun önnuðust Karl Óskarsson og Fanney Val- garðsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.