Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 shire-deildinni og vann hana, en lenti svo í því að greiða 127 pund fyrir nýjan bikar, þar sem sá er þeir unnu týndist einhverra hluta vegna. Þannig hófst saga þessa fé- lags — félags sem í gegnum tíðina hefur eignast óteljandi áhangend- ur víðs vegar um heim, auk þeirra fjölmörgu sem dá liðið í hafnar- borginni miklu við Mersey-ána — heimaborg liðsins. Kvenskörungurinn mikli, Vikt- oría Englandsdrottning, lést í janúar 1901 og ríkti þá að vonum mikif sorg í landinu, og það var einmitt um svipað leyti sem Liv- erpool varð Englandsmeistari í fyrsta skipti. Titilinn tryggði fé- lagið sér 30. apríl sama ár með sigri á West Bromwich Albion. Dauði Viktoríu og hin almenna sorg varð þes valdandi að niður- röðun leikja deildarkeppninnar riðlaðist að miklu leyti, og í síð- asta mánuði timabilsins kom upp sú staða að Liverpool og Everton urðu bæði að leika heimaleik sama daginn, nokkuð sem ekki hefur komið fyrir síðan. í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar er knattspyrnan fór í gang aftur var tekin upp sú tilhögun að leika tvöfalda umferð — þar sem tvö lið mættust heima og að heiman með átta daga millibili. Þetta fyrir- komulag var lagt niður eftir fimm keppnistímabil — en hafi aðferðin verið misheppnuð, var þessi tími minnisverður fyrir Liverpool. Lið- ið varð tvívegis meistari (1921—22 og 1922—23) og hafnaði tvivegis í fjórða sæti. Unnu strax að stríðinu loknu Meðan á síðari heimsstyrjöld- inni stóð var að sjálfsögðu ekki um skipulagða knattspyrnukeppni í Englandi að ræða en er hún fór í gang á ný lenti titillinn á Anfield eins og eftir fyrra stríð. Þetta var tímabilið 1946—47, og meðal leik- manna liðsins þá var enginn ann- ar en Bob Paisley — fram- kvæmdastjórinn í dag. Eitilharður varnarmaður sem þarna var að byrja hjá félaginu. Hann kom á Anfield 1939 — og er þar enn, 43 árum síðar. Eftir að hann hætti að leika hefur hann gegnt ýmsum störfum hjá félaginu og unnið sig upp í framkvæmdastjórastólinn, sem hann settist í 1974 er Shankly hætti. Nú hefur Paisley gefið út þá yfirlýsingu að yfirstandandi keppnistímabil sé hans síðasta sem stjóra, en hann mun þó ekki yfirgefa Anfield, heldur starfa sem ráðgjafi hjá félaginu. mikið hefur verið rætt og ritað um það hver hreppi starf Paisley og marg- ir nefndir í því sambandi. þar á meðal eru John Toshack, marka- skorarinn mikli sem lék með lið- inu um árabil, og núverandi stjóri Swansea, Emlyn „Crazy Horse" Hughes, fyrrum fyrirliði liðsins, og núverandi stjóri Rotherham. Aðrir fyrrverandi Liverpool- leikmenn og núverandi fram- kvæmdastjórar knattspyrnuliða hafa einnig verið nefndir svo sem Gordon Milne hjá Leicester. Ekki kæmi á óvart þó einhver þessara manna hreppti hnossið, en Liverpool hefur haft orð á sér fyrir að vera eins og ein stór fjöl- skylda, þar sem völd gangi í arf, og aðstoðarmenn Paisley, þeir Joe Fagan og Ronnie Moran, koma því báðir til greina. Þá er eins manns ógetið; hann er enn ungur að ár- um, aðeins 32 ára, Roy Evans heit- ir sá og hefur verið með varalið félagsins í nokkur ár og náð þar frábærum árangri. Evans var leik- maðúr félagsins en varð að leggja skóna snemma á hilluna vegna meiðsla. Fátækt I Liverpool og nálægum sveitum er mikil fátækt — einhver sú mesta í Englandi, en þrátt fyrir það á liðið trygga aðdáendur sem fylgja því hvert sem það fer. Það þótti saga til næsta bæjar er 26.000 dyggir stuðningsmenn liðs- ins fylgdu því til Rómar fyrjr úr- „Hefur þig einhverntíma langað svo mikið í einhvern hlut að þegar þú loksins fékkst hann vissirðu ekki hvað þú áttir að segja eða gera? Þannig leið mér einmitt þegar blásið var til leiksloka á Ólympíuleikvanginum í Róm á þeim stórkostlega degi er Liver- pool vann Evrópubikar meistara- íiða. Það er erfitt að útskýra við- brögð manns við einhverju eins og þessu — þetta gerir mann í raun- inni algerlega orðlausan. Ég man eftir því er ég opnaði öskjuna og skoðaði verðlaunapeninginn. Ég man að ég hugsaði: „Þetta er alveg það sama og þegar við unnum UEFA-keppnina.“ En áletrunin á baki peningsins gerði mér ljóst á hverju ég hélt: „Coup des Clubs Champions Eour- opéens“. Minn æðsti draumur — sem ég hafði beðið eftir í 13 ár — hafði ræst.“ Þannig lýsir Ian Callaghan, einn kunnasti leikmaður enska liðsins Liverpool um árabil, augnabliki því sem hvað áhrifa- ríkast var á margra ára ferli hans. Augnablikinu þegar ljóst var að liðið hafði tryggt sér sigur í Evr- ópukeppni meistaraliða í fyrsta skipti. Það gerðist 25. maí 1977, aðeins fjórum dögum eftir að liðið hafði tapað í úrslitaleik ensku bik- arkeppninnar (FA Cup) fyrir Manchester United á Wembley- leikvanginum í London. Liverpool hafði þegar tryggt sér enska meistaratitilinn og hafði því möguleika á hinni ótrúlegu þrennu sem ensku liði hefur aldrei tekist að vinna — og tekst örugg- lega aldrei — meistaratitlinum, bikarnum og Evrópukeppninni. Urslitaleikurinn í Róm var 83. Evrópuleikur Callaghans ... sinn fyrsta hafði hann leikið í Reykja- vík gegn KR, en það var einmitt fyrsti Evrópuleikur beggja liða. „Evrópuævintýri" Liverpool-liðs- ins hófst því í Reykjavík, en síðan hefur liðið þrívegis sigrað í Evrópukeppni meistaraliða, tví- vegis í UEFA-keppninni og einu sinni Super Cup-keppni milli sig- urvegara meistarakeppninnar og keppni bikarhafa — auk margra glæstra sigra heima fyrir. Fyrir núlifandi kynslóð hófst saga Liverpool liklega í desember 1959, er maður að nafni Bill Shankly var ráðinn framkvæmda- stjóri hjá félaginu. Bill, sem lést síðastliðinn vetur, gerði Liverpool að því stórveldi sem það er í dag, lagði í það minnsta grunninn að velgengni liðsins. Hann hætti störfum eftir að félagið sigraði í bikarkeppninni vorið 1974, og við tók aðstoðarmaður hans, Bob Paisley, sem náð hefur frábærum árangri síðan. „Liverpool var byggt til að standa að eilífu“ Hvað framtíðin ber í skauti sér getur auðvitað enginn sagt til um, en telja verður miklar líkur á því að Liverpool verði á meðal stór- velda í knattspyrnuheiminum um ókomna framtíð. „Liverpool var byggt til að standa að eilífu," sagði Shankly einhvern tíma, og vist gæti það ræst. Mönnum þykir það kannski ótrúlegt, en nafn félagsins hafði verið skráð á spjöld sögunnar löngu áður en Shankly kom til skjalanna, og hafði félagið m.a. fimm sinnum orðið Englands- meistari. Saga Liverpool Football Club hófst í rauninni næstum því fyrir einni öld. Félagið var stofnað árið 1892, en upphafið má rekja aftur til 1878, er félag að nafni St. Domingo FC var stofnað. Sex ár- um síðar var nafninu breytt í Ev- erton FC, og var völlur félagsins nefndur Anfield Road. Árið 1892 hófust deilur milli félagsins og eiganda vallarins, sem enduðu með því að Everton FC fluttist til Goodison Park, þar sem liðið er enn þann dag í dag. Sama ár yfir- tók nýtt félag Anfield Road — Liverpool FC. Liðið hóf þá að leika í Lanca- Leikmenn Liverpool hafa ósjaldan haft ástæðu til að fagna innilega. Ilér hefur David Johnson skorað gegn Borussia Mönchengladbach í Evrópukeppni. Johnson liggur á vellinum en aðrir á myndinni eru Souness, Ray Kennedy, Neal, Case, Thompson og Callaghan. Liverpool-liðið keppnistímabilið 1976—77, liðið sem næst allra liða hefur komist að vinna hina ótrúlegu þrennu — deildina, bikarinn og Evrópukeppnina. Aftari röð frá vinstri: Joey Jones, John Toshack, Ray Clemence, Phil Thompson og Phil Neal. Miðröð: Joe Fagan, aðstoðarframkvæmdastjóri, Alec Lindsay, David Fairclough, Ray Kennedy, David Johnson, Peter Cormack og Ronnie Moran þjálfari. Fremsta röð: Jimmy Case, Steve Heighway, Ian Callaghan, Bob Paisley, framkvæmdastjóri, Emlyn Hughes, Kcvin Keagan, Terry McDermott. Á myndina vantar Tommy Smith. Verðlaunagripir eru uppskera keppnistímabilsins á undan. Frá vinstri: UEFA-bikarinn, Góðgerðar- skjöldurinn og Englandsmeistarabikarinn. „Liverpool yar byggt til að standa að eilífti“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.