Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 18
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 Tungutal, sem svo er nefnt, hefur verid tryggur fylgifiskur trúariökana mannsins allt frá því aö sögur hófust. Það tíökað- ist í frumskógum Afríku við frumstæðar trúarat- hafnir jafnt og við guðs- þjónustur safnaða á vest- urlöndum, og tíðkast enn um allan heim. Það hefur verið álitið tungumál drauganna, forfeðranna, Shaker-söfnuöurinn í Bandaríkjunum viðhefur taktfastan dans við guðsþjónustur sínar og kemur ekki ósjaldan fyrir að safnaðarmeðlimir fara að tala tungum, er þessu hefur farið fram um stund. Er tungutal álitið merki um sérstaka náð. andanna, hinna heilögu dýra eða goða - allt eftir því hvert tilbeiðslunni eða særingunni hefur verið stefnt. Hin ginn- helga véfrétt í Delfí ástundaði það á mektar- dögum Hellas - hún hélt samhengislausar ræður, sem hún rausaði út i blá- inn, en prestarnir túlkuðu síðan og þótti spásögn þessi undraverð. Glossolalía Eftir efni má greina tungutal í ýmsar tegundir. Stundum er um að ræða venjulegt mál, sem talað er ósjálfrátt — þannig sagði Mú- hameð t.d. fram Kóraninn, sem skrifaður var upp eftir honum jafnóðum. Þekktasta gerð tungu- tals er hins vegar svonefnd „gloss- olalía“ sem minnst er á í biblíunni og gætir víða meðal safnaða. Af lýsingum tungutalara á reynslu sinni má ráða hversu ósjálfrátt og sjálfkrafa tungutalið er. Kunnur þýzkur tungutalari, séra Paul, birtir eftirfarandi lýsingu í tíma- riti sínu „Die Heiligung": Milli kl. 10 og 11 urðu áhrifin á munn minn svo sterk að neðri kjálkinn, tung- an og gómarnir hreyfðust til máls, án þess að ég ylli þar nokkru um“. Annar tungutalari, séra Barratt, skrifar: „Hinn ósýnilegi máttur Guðs heilagi andi, grípur kjálka þína og tungu og flytur sjálfur boðskapinn." Tungutal samanstendur oft af röð óskiljanlegra orða og virðist ekki hafa í sér fólgna skynsamlega merkingu, en þessi tegund tungu- tals virðist hafa verið útbreidd í söfnuðum frumkristninnar. Víkur Páll að þessu í 1. Korinþubréfi, 14. kapftula: „Ef þér mælið ekki með tungu yðar fram skilmerkileg orð, hvernig verður það þá skilið sem talað er?,“ og enn fremur „Eg j þakka Guði, að ég tala tungum öll- ! um yður fremur; en á safnaðar- samkomu vil ég heldur tala fimm orð með skilningi mínum, til þess að ég geti frætt aðra, en tíu þús- und orð með tungu". Ymsir söfnuðir hafa viðurkennt tungutal sem þátt í trúariðkunum sínum, og sértrúarsöfnuðir s.s. Mormónar og „The Shakers" byggja trúarkenningar sínar að nokkru á tungutali frumkvöðla sinna. Tungutal Teresu Neumann i vakti mikla athygli á sínum tíma. Á föstudaginn langa 1926 komu sár á líkama hennar líkt og eftir krossfestingu og virtist sumum sem hún gengi í gegnum pínu Krists, og endurtók þetta sig ár- lega. Talaði hún þá orð og setn- ingar, sem sumir töldu óyggjandi að væri aramíska er töluð var í Gyðingalandi á dögum Krists. Sálkönnun tungutalara En hvað segja sálfræðingar um tungutal? Prófessor Harald Schelderup segir í bók sinni „Furður sálarlífsins": „Frá sál- fræðilegu sjónarmiði er það at- hyglisvert um tungutal, að orða- skvaldur.sem virðist alveg mein- ingarlaust, getur verið útrás djúpstæðrar dulvitaðrar starf- semi, og það má nota til rannsókn- ar á dulvitundinni ... Tungutalið sem ég kannaði, virðist fullkom- lega merkingarlaust: Bosche, bosche, maino/ Veine bine momo/ lana-lana meina/ bichta-butta, Taina!/ dutta-kaaada o.s.frv. Ég notaði hugtengslaaðferð sálkönnunarinnar sem rannsókn- artækni. — Athygli tungutalar- ans, sem var í fullkominni hvíld, var beint að hinum ýmsu hljóðum og skyldi hann láta í ljós allt sem honum kæmi ósjálfrátt í hug í sambandi við þau. Á meðan á þessari greiningu stóð, urðu und- arlegar vitundarbreytingar. Tungutal skipar virðulegan sess í sögu Mormónakirkjunnar, sem stofnuð var af Joseph Smith. Tungutalarinn lýsir sjálfur ástandi sínu á meðan á þessari hljóðgreiningu stóð: „Þegar ég byrja að tala um hljóðin er eins og ég hljóti að loka mig inni í dimmu herbergi til að komast í snertingu við þau — ég verð að afmá meðvit- undina — það er eins og að fara í gegnum aldir — ég verð jafnvel að gleyma að ég er fullorðin". Öðru hvoru lýsir hún þessu svo, að það sé eins og hún kafi niður í löngu liðna bernsku og lifir hana sem nálæga og virka. „Mér finnst ég skilja sjálf hljóðin og er undrandi að aðrir skuli ekki skilja þau. Mér finnst ég vera barn, þegar ég tala tungum, og ég er aleinangruð, því að það hæfir ekki að tala nokkurt- annað mál“. Teresa Neumann var sögð tala aramísku er andinn kom yfír hana á föstudaginn langa. „í þessu ástandi urðu hugtengsl, sem vörpuðu ljósi á tungutalið, skrifar Schjelderup.“ Það er var hægt að skilja hvernig einstök orð tungutalsins urðu til, og hvað þau merktu og hvernig þau veittu út- rás flóði endurminninga og hugar- flugs aftan úr frumbernsku. Þetta efni er geymt við venjulegt sálar- ástand, en hafði vaknað til DUL- VITAÐRAR VIRKNI vegna sér- stakra kringumstæðna í lífi tungutalarans“. Tungutal miðla Spíritistar höfðu tungutal mjög í hávegum um eitt skeið og lögðu margir miðlar það þá fyrir sig. Dæmigert tilfelli er miðillinn „Rosemary" sem í kringum 1930 tók að rifja upp fyrir sér fyrri jarðvistir sínar, og reyndist hin þýðingarmesta þeirra hafa átt sér stað á Egyptalandi hinu forna. Og þó hún skildi ekkert í egypsku þjálfaði „Rosemary" með sér „raddskyggni" egypskra orða og talaði málið reiprennandi. Áður en langt leið byrjaði Nora, andi Egypta nokkurs, sem hún hafi verið í kunningsskap við í þessu jarðlífi, að tala í gegnum hana. Egyptalandsfræðingurinn How- ard Hulme var meðal þeirra sem rannsökuðu „Rosemary." Voru gramófónsupptökur gerðar á mið- ilsfundum hennar — á einum þeirra svaraði Nora spurning- umHulmes í tvo tíma samfleytt á hinu dularfulla tungumáli sem týndist fyrir 3000 árum. — En því miður vissi enginn, þá frekar en nú, hvernig hið fornegýþska tungumál var borið fram og fékk málskraf „Rosemary" tvíræða dóma hjá sérfræðingum, vægast sagt. Oft er unnt að rekja tungutal til afbökunar einhvers tungumáls eða tungumála, þó tungutalarinn bæti venjulega einhverjum at- kvæðum inní frá eigin brjósti. Stundum hefur því verið haldið fram að „tvíburamál" — mál sem tvíburar eða samrýnd börn taka stundum að tala sín á milli og eng- inn annar skilur — eigi sér upp- haflega svipaðar rætur og tungu- tal. Að tungutal sem fyrst eigi sér eingöngu tilfinningalegar rætur verði með tímanum grundvöllur að frumstæðu tungumáli sem síð- an er alltaf hægt að auka við. Sæunnarmál Fyrir um það bil 200 árum kom upp allsérstætt tilfelli af þessu tagi hér á landi — svonefnt „Sæ- unnarmál". Sæunn, sem kölluð var Jónsdóttir, en var reyndar laun- dóttir Þorláks Magnússonar prests í Þingeyraklausturspresta- kalli, fæddist á Geitaskarði í Langadal um 1790. Hún var mál- laus með öllu fram eftir aldri en á sjöunda ári byrjaði hún skyndi- lega að tala óskiljanlegt babl og var orðin vel talandi á þessu hrognamáli sínu um tíu ára aldur. Athyglisvert er að Sæunn mælti sín fyrstu orð sjö ára gömul, er systkini hennar höfðu gert nokkuð á hluta hennar, og var Sæunni mikið niðri fyrir er þetta varð. Sæunn varð rúmlega sjötug að aldri en hún náði aldrei að skilja orð í móðurmáli sínu, né heldur var hún læs á nokkurt orð. Systk- ini hennar og þeir sem voru henni nákomnir um æfina skildu hins vegar margir það mál sem hún talaði, og bar þeim saman um að Sæunn væri bæði greind og hugkvæm. Ekki fór hjá því að Sæunn lenti í ýmsum vandræðum vegna þess- arar sérstöðu sinnar, og voru ein- hver þau fyrstu að ekki voru nokkrar horfur á að hún gæti fermst og hryggði það hana mjög. „Það reið baggamuninn, að á hennar máli hét guð IFFA, engl- arnir FÚFFA HUJA (karlmenn ljóssins), og himnaríki IFFA KU- KU“, skrifar Jón Helgason um þetta í ritverki sínu „Islenzkt mannlíf“, en þar er gerð ítarleg grein fyrir Sæunni og máli hennar í þættinum „Hæja umah igg avv- avv“. Fyrir velvilja og áhuga sókn- arprestsins fékk Sæunn þó að fermast um síðir, eftir að biskup

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.