Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983 17 búöarhúsið í Hognerud. að kenna 29 stundir á viku. Eins og áður er sagt er býli þeirra allstórt sé miðað við norsk- ar aðstæður. Þau hafa 15 ha undir kornrækt og fá þau 2,30 n.kr. fyrir hvert kg af höfrum, en þá rækta þau aðallega. Þau eru laus við mjög erfitt illgresi er flóðhafrar nefnast, en það lítur út tilsýndar sem venjulegir hafrar, en gefur enga uppskeru. Einnig rækta þau dálítið af epl- um, en þau eru frekar smá en bragðið er ágætt. Húsið þeirra er 50 ára gamalt timburhús og 150 fermetrar að grunnfleti og á tveimur hæðum. Stofan þeirra er til dæmis 75 fer- metrar. Húsinu er nú verið að breyta í nýtísku húsnæði með öll- um nútíma þægindum, en öll stíl- einkenni látin halda sér. Þau hita hús sitt upp með rafmagni, en rafmagnsverð er hér lágt eða 17 til 22 aurar norskir fyrir hverja kíló- wattstund. Einnig eru viðarofnar í hverju herbergi og stór arinn í stofunni. Þau hjón hafa 2 dráttarvélar og önnur þeirra er ný 88 hestafla með drifi á öllum hjólum, en hin er um 40 hestöfl. Auk þess hafa þau marga fylgihluti svo sem korn- þreskivél, plóga og herfi. Einnig hafa þau snjóblásara og snjóplóg sem hægt er að tengja við drátt- arvélarnar. Einnig hafa þau 5 tonna vörubíl, sem notaður er fyrir heimilið og við búrekstur. Á vetrum stundar Gjermund skógarhögg í skógi sínum, en hann er 90 ha stór og eru aðallega greni og fura sem þar vaxa og dálítið af björk. Afkastageta skógarins er frekar lítil að sögn Gjermund eða um 1,6 rúmmetrar af trjávið af hverjum ha yfir árið. Ástæðan er sú hve hátt skógurinn stendur, eða um 200 metra yfir sjávarmáli. Eg fæ að fara með Gjermund í skóginn, en þar hjó hann, eða rétt- ara sagt, hann sagaði tré með handhægri japanskri vélsög. Hann var vel búinn til þessarar vinnu og var klæddur buxum sem voru fóðraðar þannig að sögin stoppaði af sjálfu sér ef hún kom við þær. Þessi útbúnaður hefur komið í veg fyrir mörg slys að sögn Gjermund. I skóginum er gróður að megin- stofni sá sami og hér heima. Þar var mikið af aðalbláberjalyngi, bláberjalyngi, beitilyngi og fjalla- grösum, en nafninu höfðu þeir týnt og kallast þau nú íslandslav en á síðari tímum hafa Norðmenn fengið vitneskju um notkun þeirra frá Islandi. Eftir þessa ferð í skóginn með Gjermund er mér betur ljós sú staðreynd að á Islandi er hægt að rækta skóg ef vilji er fyrir hendi, en það tekur um 80 til 100 ár. Gjermund segir að verð á timbri fari nú lækkandi og munu því margir skógarbændur ekki höggva skóg í vetur, en Svíar borga hærra verð fyrir óunninn trjávið en fæst fyrir hann í Noregi og munu skóg- arbændur, sem næst landamærun- um búa, notfæra sér það. Hins vegar selja Svíar unnar trjávörur til Noregs á lægra verði en Norð- menn geta gert sjálfir. Gjermund má veiða 9 elgsdýr í skógi sínum og virðist nú stofninn vera í jafnvægi. Einnig má hann veiða 1 dádýr. Þau hjón hafa nú engin húsdýr, enda offramleiðsla hér vandamál ekki síður en á Íslandi og Gjer- mund segir að norskir bændur fái 700 n.kr. fyrir að slátra kálfum sínum nýfæddum og er það gert til þess að hamla gegn offramleiðslu á nautakjöti. Þau hjón vinna bæði mikið að félagsmálum innan kirkjunnar og Gjermund fyrir félag kristin- fræðikennara í Noregi. Sjaldan er því vinnudegi þeirra lokið fyrr en klukkan 9 til 10 að kvöldi. Á sunnudögum vinna þau ekki, en fáir helgidagar munu það vera sem þau fara ekki til kirkju. Þau hjón eru bæði miklir ís- landsvinir og vita meira um ísland og íslendinga en mörg okkar vita um Noreg. Hlýjum blæ andar frá hjónun- um í Hognerud til frænda sinna í vestri. VIÐ HGUM NUNA VAWELAR .OGWÍ ALAGER Við eigum fyrirliggjandi vax og vaxvélar fyrir grafíska iðnaðinn, Leitaðu upplýsinga hjá okkur. Asetning Husið opnar kl. 7. — Borðhald kl. 8. Borðapantanir @ 23335 URVAL URVAL í Þórscafé sunnudagskvöld 13. febrúar. FERÐAKYNNI Sumaráætlun 1983. ★ Úrvalskvikmynd frá Mallorca og ★ Kynning á Mallorcá og Ibizaferð ★ Bingó — 2 sólarlandaferðir í vi ★ Skemmtiatriði: Þórskabarett.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.