Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983 Atvinnumálin í brennidepli — eftir Björn Dagbjartsson Atvinnumálin munu brenna enn heitar á mönnum á næstu misser- um en verið hefur lengi. Verðbólg- an og aðgerðarleysi stjórnvalda er að ganga af flestum atvinnuvegum okkar dauðum. f stað þess að að- laga starfsskilyrði atvinnuveg- anna þörfum þeirra hefur verið látið undan stöðugt vaxandi kröf- um um aukin lífsgæði og félags- lega þjónustu án tillits til þess hvort atvinnuvegirnir og þar með verðmætasköpunin í þjóðféiaginu geti staðið undir þessum kröfum. Þessi ríkisstjórn og reyndar allar ríkisstjórnir síðan 1971 með einni heiðarlegri tilraun til undantekn- ingar árið 1976 og 1977 hafa rekið dæmigerða undanláts- og bráða- birgðapólitík. En nú trúa held ég færri því að komist verði lengra á þessari braut. Það, sem allir erlendir hag- spekingar hafa sagt okkur undan- farin ár, að verðbólgan muni fyrr eða síðar leika atvinnuvegina það grátt að það hljóti að leiða til at- vinnuleysis, blasir nú við. Það var lítill vandi að forðast atvinnuleysi meðan hægt var að treysta á stöð- ugt vaxandi sjávarafla, en þeir verða ósköp ráðalitlir nú, spái ég, sem hafa þóst vera að koma í veg fyrir atvinnuleysi meðan þeir gátu aukið þensluna í þjóðfélaginu vegna vaxandi framleiðslu. Samdráttur í hefðbundnum atvinnu- greinum — tafir í orkuframkvæmdum Ég held að engum dyljist lengur að fiskveiðar muni dragast saman, a.m.k. frá meðaltali síðustu ára. Ég held líka að landbúnaðar- framleiðsla, þ.e. dilkakjötsfram- leiðslan, muni dragast saman hægt og bítandi þar til hún sam- svarar nokkurn veginn þörfum okkar sjálfra, á sama hátt og jafn- vægi er nú að nást í mjólkurfram- leiðslu. Bændur eru sjálfir að leit- ast við að ná þessu jafnvægi og þeir munu ná því, en sú viðleitni verður af augljósum ástæðum ekki atvinnuskapandi. Við þessar að- stæður er ofur eðlilegt að menn líti til þeirra auðlinda okkar sem að mestu eru ónýttar ennþá, þ.e. orkunnar í fallvötnum og jörðu. Ég tel að í virkjunarframkvæmd- um og stóriðju hafi sérlega illa til tekist á undanförnum árum. Dreg- ist hefur úr hömlu að ákveða virkjanaröð og hefja undirbúning, þannig að nú blasir við eyða í framkvæmdum. Einnig virðist val á hugsanlegum næsta eða næstu orkukaupendum hafa verið mis- heppnað, viljandi eða óviljandi. Leita þarf strax leiða til að hraða orkuframkvæmdum og ekki hika við að komast að samningum við erlenda orkukaupendur í þeim efnum. Reynslan að undanförnu sýnir að menn ná ekki miklum árangri einir á báti með þjóðar- rembu eina í veganesti. Áhættu- fjármagn, sem nauðsynlegt er í þessum efnum, er ekki til á ís- landi. En við verðum líka að sýna aðgæsiu í þessum efnum eins og öðrum. Ef við höfum látið fara illa með okkur í samningum við Alu- suisse á sínum tíma, þá vitum við bara þeim mun betur nú. Og mengunarvarnir, eða skortur á mengunarvörnum, sem viðgengust fyrir 15 árum eru einfaldlega ekki til umræðu nú á tímum. En meðan við vinnum að framgangi orkunýt- ingar, og auðvitað samhliða henni í framtíðinni, verðum við að efla hinar svokölluðu úrvinnslugrein- ar. Nýjar fram- leiðslugreinar Um þýðingu þess, að staðið sé rétt að hefðbundinni útgerð, fisk- vinnslu og sölu sjávarafurða hefur verið margt rætt og ritað, og það vinnst ekki tóm til að gera því skil hér sem betur mætti fara í þeim efnum. Þegar rætt er um nýjar fram- leiðslugreinar t.d. í fiskiðnaði er átt við að fara nýjar leiðir í nýt- ingu á sjávarfangi, annaðhvort á hefðbundnu hráefni eða á van- nýttum hráefnum. Markmiðið með allri nýbreytni er eitt eða fleiri af eftirfarandi atriðum: auk- in nýting, aukin atvinna, aukin verð- mætasköpun, aukin vinnuhagræðing og framleiðni, aukin hlutdeild inn- lendrar orku og aukin þekking. Það eru nánast engin takmörk fyrir þeim hugmyndum sem menn brydda upp á í þessu sambandi. Spurningin er bara hvaða hug- myndir verða ofan á. Ef við athugum hvaða svigrúm er til fyrir nýjungar rekumst við fljótt á hindranir. Við erum að króast af á milli endimarka auð- linda hafsins annars vegar og þess hámarksverðs, sem viðskiptavinir Björn UagbjartsKon „Ef við athugum hvaða svigrúm er til fyrir nýj- ungar rekumst við fljótt á hindranir. Við erum að króast af á milli endimarka auðlinda hafsins annars vegar og þess hámarksverðs, sem viðskiptavinir vilja greiða okkur fyrir afurð- ir hins vegar. Aukin verðmætasköpun í fiski- ðnaði hlýtur því fyrst og fremst að byggjast á betri meðferð og betri nýtingu þess afla sem kemur um borð í veiði- skipin.“ vilja greiða okkur fyrir afurðir hins vegar. Aukin verðmætasköp- un í fiskiðnaði hlýtur því fyrst og fremst að byggjast á betri með- ferð og betri nýtingu þess afla sem kemur um borð í veiðiskipin. Margt af því sem hér hefur ver- ið sagt um nýjungar í fiskiðnaði gildir í raun fyrir vinnslu land- búnaðarafurða, þar á meðal ullar og skinna. Um annan iðnað, þenn- an svokallaða samkeppnisiðnað, gegnir að því leyti öðru máli að frumhráefnin eru sjaldnast inn- lend, en þar er að engu síður rúm fyrir nýjungar. Það skal undirstrikað að mögu- leikarnir á nýjum framleiðslufyr- irtækjum í úrvinnslugreinum og samkeppnisiðnaði eru misjafnlega nærtækir og álitlegir. En á þess- um sviðum eru möguleikar á at- vinnurekstri, sem eru fjárhags- lega viðráðanlegir fyrir einstakl- inga og smærri fyrirtæki. Hver þorir í nýjan rekstur og hverjir eru útvaldir? Það er þó svo að það þarf mikið áræði, harðfylgi og óbilandi trú á árangri til að ráðast í nýjan rekst- ur á þessum síðustu og verstu tím- um. Sem betur fer er ekki enn búið að drepa niður alla sjálfsbjargar- viðleitni með þessum endalausu ríkisafskiptum, en menn eru greinilega meira hikandi nú en oft áður við að fitja upp á einhverju nýju. Til að snúa þessari þróun við og endurvekja bjartsýni á at- vinnurekstur verður að grípa til nokkuð róttækra ráðstafana. Það verður að taka upp rétta gengisskráningu sem þýðir óhjákvæmilega verulega gengis- lækkun eins og nú er ástatt. Það verður að taka upp vaxta- stefnu, sem er í samhengi við arð- semi þess að taka lán, en ekki ein- göngu háð falsaðri vísitölu. Það verður ennfremur að auka ábyrgð fyrirtækja í fjárfest- ingamálum, leyfa mönnum að hagnast á skynsamlegum fjárfest- ingum og vel reknum fyrirtækj- um, t.d. með breytingum á skatta- og afskriftareglum, en láta líka óábyrga fjárglæframenn sæta fullri ábyrgð. Til þess að þetta megi verða verður að leggja niður Fram- kvæmdastofnun og pólitískar stjórnir fjárfestingarlánasjóða. Auðvitað getur bankakerfið sjálft séð um þá lánastarfsemi sem Framkvæmdastofnun hefur rekið. Við höfum Hagstofu til að sjá um gagnasöfnun og matreiðslu ým- issa upplýsinga. Áætlanagerð er sérsvið margra sjálfstæðra fyrir- tækja nú orðið. Ýmsar fjárfest- ingar sem Framkvæmdastofnun hefur staðið að í nafni byggða- stefnu hafa verið vægast sagt um- deildar og óþarft að rekja það hér. Hins vegar hefur enginn getað sýnt mér fram á það að margar gagnlegar og arðsamar fram- kvæmdir út um land hefðu ekki komist á nema fyrir tilverknað einhverrar sérstakrar Fram- kvæmdastofnunar. Við verðum að láta arðsemi og hagkvæmni ráða ferðinni í fjár- festingarmálum framvegis. Arð- bær og hagkvæm fyrirtæki eru jafngóðir atvinnuveitendur hvar sem er á landinu. Hins vegar geta og eiga ýmsir aðrir þættir, eins og ódýrar lóðir og rúmgott athafna- svæði, nálægð við hráefni og ódýr- ar orkulindir (t.d. fiskimið og heitt vatn), nægilegt starfslið og stöðugt og sanngirni og sam- starfsvilji sveitarfélaga, að ráða úrslitum um það hvar fyrirtæki eru staðsett. Með bættum sam- göngum verður svo að jafna þann aðstöðumun, sem felst í ójöfnum kostnaði við aðdrætti og mark- aðssetningu. Hvar skal byrja? Það vefst örugglega fyrir mörg- um þrátt fyrir góðan vilja að hefj- ast handa við nýja framleiðslu og nýjan iðnað. Fyrst verður auðvit- að til hugmyndin. Sjálfsagt er að ganga með hana í maganum um tíma, ræða hana við trúnaðarvini og byrja síðan að leita upplýsinga. Það er margt sem þarf að skoða. Kannski er það sem allra fyrst: Verður þetta seljanleg vara og þá hvar og á hvaða verði? Hvað um hráefnisaðdrætti og hvað kostar það? Hvaða aðstöðu, þ.e. hús, búnað og vélar, þarf til fram- leiðslunnar, og hve mikinn mann- afla? Flestar þessar upplýsingar geta menn náð í sjálfir og það er engin ástæða til að ofurselja sig einhverjum sérfræðingum á þessu stigi. Ef svörin við ofangreindum spurningum eru jákvæð að eigin dómi og trúnaðarvina, þá er næst að hyggja að fjármögnun og þá getur þurft sérfræðiaðstoð vegna sjóða og banka, vegna tilboða í vélar og tæki, vegna hönnunar og markaðsleitar o.s.frv. Þó geta menn furðu margt sjálfir og mér finnst t.d. sveitarfélög oft óþarf- lega fljót að leita til sérfræðinga. Og ég held að það sé alröng byrjun að leita til stjórnvalda og biðja um hugmyndir að nýjum atvinnu- rekstri. Það má sjálfsagt finna dæmi sem hafa gengið upp þrátt fyrir slíka byrjun, en það eru líka til mörg sorgleg dæmi um fyrir- tæki sem hefur verið allt að því þröngvað upp á sveitarfélög og hafa aldrei fest þar rætur. Ein- hver þarf að bera hag fyrirtækis fyrir brjósti. Annars verður það olnbogabarn sem allir níðast á. I dag fimmtudag 10. veisla febrúar opnum við aftur eftir breytingar. í tilefni dagsins bjóðum við ykkur í bolluveislu. BAKARÍIÐ Kringlan Starmýri 2, sími 30580.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.