Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1983 Lerby fer til Ajax: Liöin hafa þegar undirritað samning í stórfrétt í danska blaðinu BT fyrir nokkrum dögum er sagt fré • Sören Lerby því að danski landsliðsmaðurinn Sören Lerby, sem nú leikur meö Ajax, fari örugglega til Bayern Mtinchen í vor og komi í staö Paul Breitner sem mun hætta að leika knattspyrnu er þessu keppnistímabili lýkur. Blaðiö segir að Lerby, sem er 25 ára, fari til þýska liðsins í júlí. Síö- an segir blaðið: „Þó Þjóðverjarnir hafi beðið bæði Sören og Ajax aö þegja yfir leyndarmálinu fram yfir leiki Bayern í undanúrslitum Evr- ópukeppni bikarhafa í næsta mán- uði, getur BT afhjúpaö þaö, aö bæði Villi O. Hoffmann, forseti Bayern, og yfirmaður Ajax, Tom Harmsen, hafa þegar skrifað undir fyrirframsamning í sambandi viö söluna á Lerby." Bayern mun greiða Ajax 1,6 milljónir þýskra marka (um ellefu og hálf milljón íslenskra króna) fyrir Lerby aö sögn blaösins, og að sjálfsögðu mun hann hafa gríöar- lega mikil laun hjá liðinu eins og allir helstu leikmennirnir í Þýska- landi. Lerby segir í samtali við BT aö hans undirskrift vanti raunar undir samninginn en liðin tvö hefðu aldr- ei gert samning sín á milli heföi hann ekki veriö búinn aö sam- þykkja félagaskiptin. „Ég hef nú veriö í sjö og hálft ár hjá Ajax og vil gjarna reyna eitthvað nýtt. Bayern hafði fyrst samband viö mig fyrir tveimur árum og síðan hefur verið stööugt samband okkar á milli," segir Lerby. — SH. Loks var sigurganga Þróttar í blaki stöðvuð ÍS SIGRADI Þrótt í 1. deild karla ó þriðjudagskvöldiö í hörkuspenn- andi leik þar sem þurfti fimm hrinur til aö fá fram úrslit. Meö þessum sigri stöðvuðu stúdentar fádæma sigurgöngu Þróttar, en þeir höfðu unniö 63 leiki í röð. Mikill fögnuöur var í röðum stúd- enta að leik loknum og er þetta þeim örugglega gott veganesti til Þýskalands en þangað halda þeir um helgina, ásamt kvennaliöi sínu, í tíu daga keppnisferöalag. En snúum okkur að leiknum. ÍS liöið mætti mjög ákveöiö til leiks og var greinilegt aö þeir ætl- uöu aö selja slg dýrt að þessu sinni. Þeir unnu fyrstu hrinuna fremur auðveldlega 15—7 og voru þeir með forustu allan tímann. í næstu hrinu snéru Þróttarar dæm- inu við og unnu 15—7. Þróttur vann einnig þriöju hrinuna en að þessu sinni 15—9. í þeirri fjóröu komst Þróttur í 4—2 og var staðan mjög lengi þannig eöa þar til Þor- varöur Sigfússon hóf aö smassa af fullum krafti, en Þróttur réð ekkert viö hann í þessum leik. Lokatölur uröu 15—5 og þurfli því oddahrinu til að skera úr um hvorir færu með sigur af hólmi. j henni sáust á töfl- unni tölur eins og 1 — 1, 3—3, 4—4 og 6—4 fyrir Þrótt en þá hófst annar þáttur Þorvaröar í þessum leik og breyttist þá staöan á skömmum tíma í 6—14. Þrótti tókst aö vísu aö rétta sinn hlut nokkuð en úrslitin uröu 15—10 og sigur ÍS í höfn. Bestu menn ÍS auk Þorvaröar voru Friöbert Traustason og Hol- lendingurinn Wim Buys. Hjá Þrótti voru þeir Lárentsínus Ágústsson og Jón Árnason bestir og var Jón aö mínu mati besti maöur vallar- ins. í 1. deild kvenna léku sömu fé- lög og uröu úrslit þau aö Þróttur vann 3—2. Fyrstu hrinuna unnu Þróttarar 15—13 eftir aö (S haföi veriö yfir 13—10. Næstu hrinu vann ÍS 15—9 og þá þriöju 15—10. í fjóröu hrinu komst Þrótt- ur í 8—0 og unnu án teljandi erfið- leika 15—9. Urslitahrinuna unnu þær einnig 15—9 og viröist nú fátt geta komiö í veg fyrir sigur þeirra í deildinni. Einn leikur var í 2. deild karla um helgina sem láöist aö geta um í þriðjudagsblaöinu en þaö var leikur Þróttar Nes. og HK sem leik- inn var á Neskaupstað og lauk meö sigri HK 15—4, 15—4 og 15—11. SUS. Liverpool í úrslitin? Landsliðin okkar í golfi hafa ekki slegið slðku við að undanförnu þó aðstaða til golfiðkunar hafi ekki verið fyrir hendi. Til að undirbúa sig sem best fyrir sumarið hafa landsliðin þrjú, karla-, kvenna- og ungl- ingalandsliðið æft þrek af fultum krafti í allan vetur ásamt frjálsíþrótta- fólki úr Ármanni undir stjóm Stefáns Jóhannssonar, þjálfara Ármenn- inga. Þessi mynd var tekin á einni æfíngunni. Liverpool er nú svo gott sem komiö í úrslit mjólkurbikar- keppninnar, en liöið hefur leikið til úrslita í keppninni síðastliðin tvö ár. Liverpool sigraöi Burnley í fyrrakvöld á Anfield, 3:0, í fyrri • Úr leik Þróttar og ÍS í meistaraflokki kvenna, en þar sigraði Þróttur, 3—2. Og fátt getur nú komið í veg fyrir sigur Þróttar-stúlknanna í íslandsmótinu í blaki. L|ó«m. RAX. undanúrslitaleík liðanna, en sá seinni fer fram á Turf Moor næsta þriðjudag. Tvö mörk á síöustu átján mínút- unum i gær geröu þaö aö verkum aö möguleikar Burnley á aö kom- ast í úrslitin eru nánast engir. Graeme Souness skoraöi fyrsta markiö á 41. mín. Phil Neal skoraöi annaö markiö úr vttaspyrnu á 72. mín. eftir aö lan Rush haföi verið felldur innan teigs og þriöja markið geröi David Hodgson 10 mín. fyrir leikslok. Liverpool er nú meö í baráttunni á fernum vígstöövum. Liöiö er svo gott sem komið í úrslit í mjólkur- bikarnum, það hefur nú 12 stiga forystu í ensku 1. deildinni, og einnig eru þeir meö í ensku bikar- keppninni og Evrópukeppni meist- araliöa og mikið álag veröur á leik- mönnum liðsins á næstu mánuö- um ef aö líkum lætur. Önnur úrslit á Bretlandi í fyrra- kvöld uröu þau aö Plymouth Ar- gyle og Walsall geröu markalaust jafntefli í 3. deild, Aberdeen burst- aöi Jóhannes Eðvaldsson og fé- laga, 5:1, i úrvalsdeildinni skosku og í annarri deild í Skotlandi sigr- aöi Clyde Alloa 3:1 á útivelli. Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Urslitaleikur í kvöld í KVÖLD fara fram tveir leikir í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Annar er viðureign ÍBK og Vals í Keflavík og má segja aö þar sé um úrslitaleik deildarinnar aö ræða. Valur hefur nú tveimur stigum meira en Keflvíkingar eft- ir jafn marga leikí, þannig að ör- ugglega verður hart barist í kvöld. í Hagaskólanum mætast svo KR og UMFN og má búast viö hörkuviðureign þar einnig. KR er á botni deildarinnar og verður að fara aö spjara sig ef liðið á ekki aö falla. Njarövíkingar gætu blandað sér í toppbaráttuna vinni liðið í kvöld, en þaö veltur nokk- uö á úrslitunum í leiknum í Kefla- vík. Staðan í þessi: úrvalsdeildinni er nú Valur 14 11 3 1281—1160 22 ÍBK 14 10 4 1162—1146 20 UMFN 14 6 7 1139—1158 14 ÍR 15 6 9 1155—1192 12 Fram 15 5 10 1311—1332 10 KR 14 4 10 1186—1286 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.