Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR 40. tbl. 70. árg. FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Korsætisráöherra, Gunnar Thoroddsen, og frú Vala Thoroddsen í hádegisverðarboði hjá Ingiríði ekkjudrottningu í Amalíuborg í gær, ásamt forsætisráðherrahjónum Dana, Poul og Lisbeth Schluter. Ingiríður gegnir ríkisstjórastarfi í fjarveru Margrétar drottningar. Sjá í miðopnu „Danir bjartsýnni nú en áður um stöðu efnahagsmála“. Og ennfremur: íslenzkir landvættir taka dönskum vinum og frændum með útbreiddan faðminn. Ljósm. Nordfoto. Francis Pym, utanríkisráðherra Breta: Vestur-Evrópa verður að tryggja varnir sínar llouslon. Washinglon, 17. febrúar. Al*. FRANCIS Pym, utanríkisráðherra Breta, sagði í gær, að Vestur-Evrópubúar yrðu að bæta hervarnir sínar og venja sig af því að treysta eingöngu á Bandaríkjamenn í þeim efnum. Hann sagði útilokað, að Rússar myndu semja við Vesturveld- in um meðaldrægar eldflaugar á meðan í það stefni, að andstæðingar kjarnorkuvarna á Vesturlöndum tryggi útkom- una „ekkert fyrir okkur en eitthvað fyrir þá“. „Það er því miður svo, að ein- hliða aðgerðir í afvopnunarmál- um auka ekki friðarlíkurnar, þær ýta undir ófriðarhættuna," sagði Pym. Hann lagði áherslu á, að hugsjón Atlantshafsbandalags- ins væri ekki að fara í stríð, held- ur koma í veg fyrir það. „Þess vegna verðum við að axla þær byrðar,. sem vörnunum fylgja. Aðrir munu ekki verða til að bera þær fyrir okkur." Reagan, Bandaríkjaforseti, ít- rekaði í gær fyrri tillögur um brottflutning allra kjarnorku- vopna frá Evrópu en kvaðst um leið fús til að kanna allar „raunhæfar" tillögur Sovét- manna. Hann sagði þó Sovét- menn ekki hafa lagt fram slíkar tillögur enn sem komið væri. Reagan sagði ennfremur, að það yrði mikið áfall fyrir framgang afvopnunarviðræðnanna ef Vestur-Þjóðverjar neituðu að koma fyrir meðaldrægum eld- flaugum í landi sínu. Ef svo færi hefðu Sovétmenn ekki um neitt að semja lengur við Vesturveldin og gætu ógnað Vestur-Evrópu með svo mörgum kjarnorku- flaugum sem þá lysti. Hans-Jochen Vogel, kanslara- efni vestur-þýskra jafnaðar- manna, sagði í Bonn í dag, að flokkur sinn væri andvígur „sjálfvirkri" staðsetningu eld- flauga í Vestur-Þýskalandi og væri því aðeins hlynntur henni, að samningar við Sovétmenn bæru engan árangur. Tass- fréttastofan rússneska sakaði Reagan í dag um að vera að reyna að villa um fyrir fólki með því að segjast fús til að ræða til- lögur Sovétmanna. Hún sagði einnig, að Reagan hefði gerst sekur um „augljósa íhlutun í vestur-þýsk innanríkismál" með ummælum sínum um meðal- drægu eldflaugarnar, sem fyrir- hugað er að koma upp þar. Pólland: Dómar í mál- um Sam- stöðumanna Varsjá, 17. Tebrúar. AP. HGRDÓMSTÓLL í Y'arsjá kvað í dag upp dómayfir níu mönnum, sem stóóu að baki „Utvarpi Samstöðu", og hljóð- aði þyngsti dómurinn upp á fjögur og hálft ár í fangelsi. Þykja dómarnir vægari en búist var við og saksóknar- inn hafði krafist. „Útvarp Samstöðu" hóf sendingar á síðasta ári, fjórum mánuðum eftir að herlög voru sett í Póllandi. Sak- borningarnir níu voru allir hand- teknir á síðasta ári og lögðust þá sendingar niður en þær voru aftur teknar upp 24. janúar sl. þegar rétt- arhöldin yfir mönnunum hófust. Zbigniew Romaszewski, sem sagð- ur var foringi Samstöðumannanna, var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi og kona hans, Irena, í þriggja ára fangelsi. Aðrir fengu vægari dóma og þrír skilorðsbund- inn dóm. Austur-Þýskaland: Herferð gegn friðarsinnum Krankfurt, 17. febrúar. AP. YFIRVÖLD í Austur-Þýskalandi hafa skorið upp herör gegn friðarsinnum innan austur-þýsku mótmælenda- kirkjunnar og hafa handtekið a.m.k. 14 manns, að því er vestur-þýska blaðið Frankfurter Allgemeine skýrði frá í dag. Þessar upplýsingar koma fram í bréfi 18 „kristinna Austur-Þjóð- verja", sem smyglað hefur verið út úr Austur-Þýskalandi og komið í hendur embættismanna vestur- þýsku mótmælendakirkjunnar. „Við biðjum fyrir þeim, sem hafa verið fangelsaðir hér,“ segir í bréf- inu, „og leitum hjálpar fyrir ætt- ingja þeirra." Bréfritararnir gagn- rýna einnig yfirvöld kirkjunnar í Austur-Þýskalandi fyrir að hafa ekki tekið einarðari afstöðu í bar- áttunni fyrir friði. í bréfinu segir einnig, að Roland Jahn, listamaður í Jena, sem hand- tekinn var í september sl. fyrir að hjóla um með pólska fánann og fyrir að hafa málað „óviðunandi" myndir, hafi í síðasta mánuði verið dæmdur í 22 mánaða fangelsi. Friðarhreyfingin í Austur- Þýskalandi sækir einkum styrk sinn til kirkjunnar og hefur það að einkunnarorðum „að smíða plóg- járn úr sverðunum". Khadafy segist ætla að verja Sidra-flóa Tripoli, l.íbvu, 17. Tebrúar. AP. MOAMMAR Khadafy, Líbýuleiðtogi, fyrir, að bandarísk herskip sigldu inn í gær skýrði talsmaður Bandaríkjafo Nimitz og fylgiskip þess stefndu í átt Larry Speakes, talsmaður Reag- ans, og heimildir innan Pentagon skýrðu frá því í gær, að Nimitz og fylgiskip þess væru á siglingu fyrir utan Sidra-flóa og fyrr hafði Bandaríkjastjórn tilkynnt ríkis- stjórnum landanna við Miðjarð- arhaf, að flugæfingar yrðu haldn- ar yfir Sidra-flóa dagana 14.—19. febrúar. Á fundi, sem Reagan hélt með blaðamönnum í gær, bar hótaði því í dag, að komið yrði í veg Sidra-flóa, sem gengur inn í Líbýu, en rseta frá því, að flugvélamóðurskipið il flóans. hann þó á móti því, að nokkuð fréttnæmt væri við ferðir banda- rísku herskipanna nú. Sagt er, að ferðir bandarísku herskipanna eigi að vera Líbýu- mönnum nokkur aðvörun og vega upp á móti miklum viðbúnaði flugflota þeirra við landamærin við Súdan. Bandaríkjamenn hafa í sama skyni sent ratsjárflugvélar til Egyptalands og fréttir voru um sameiginlegar heræfingar þeirra og Egypta. Því neita þó Egyptar. „Við munum ekki leyfa Banda- ríkjamönnum eða öðrum aðgang að Sidra-flóa og Líbýumenn eru reiðubúnir að verja land sitt, haf- svæðin og lofthelgina,“ sagði Khadafy í dag. { ágúst 1981 skutu bandarískar herþotur niður tvær líbýskar flugvélar, sem réðust á þær bandarísku þegar þær voru að æfingum yfir flóanum. Líbýu- menn' gera tilkall til 100 mílna siglingalandhelgi sums staðar en Bandaríkjamenn viðurkenna að- eins þrjár mílur. Ástralíumenn berjast nú harðri baráttu við gíf- urlega kjarrelda, sem þegar hafa kostað um 70 manns lífið. Fjöldi þorpa hef- ur brunnið til ösku og þúsund- ir manna misst heimili sín. t>essi hjón standa á kulnuðum rúst- um heimilis síns og leita styrks hvort hjá öðru. — Sjá bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.