Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 1
56SÍÐUR 46. tbl. 70. árg. FÖSfTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983 Prentsmidja Morgunblaðsins Vetrarhörkur í Líbanon: Ellefu létust í snjóflóði Beirút, 24. febrúar. AP. STÓRT og myndarlegt þriggja hæða skíðahótel í Cedars-fjöll- unum í Líbanon varð fyrir geysi- miklu snjóilóði í gær, nokkur hús í nærliggjandi smáþorpi urðu einnig flóðinu að bráð. Þeir tíu manns sem voru innandyra í þorpshúsunum, létu lífið, og síð- ast er fréttist, hafði eitt lík verið grafið úr rústum gistihússins. Ekki var vitað hve margir voru lífs eða liðnir í rústunum, en fjölmennt björgunarlið leit ekki upp frá björgunarstörfum. Þar með er tala látinna í vetrarhörkunum í Líbanon komin í 76 svo vitað sé. Margra er enn saknað, t.d. er ekkert vitað um afdrif 140 manna herdeildar úr sýrl- enska hernum sem ekkert hef- ur spurst til í Cedars-fjöllun- um í fjóra daga. Enn snjóar víða mikið og ekkert lát er á kuldunum. Veðurspáin í Líb- anon lofar heldur ekki góðu. Tíminn runninn út fyrir Times Beach A þessari loftmynd má sjá hluta bæjarins Times Beach í Montana í Bandaríkjunum en alríkisstjórnin hefur nú ákveðið að kaupa hann með húð og hári, þ.e.a.s. hvert einasta hús og öll önnur mannvirki í bænum. Er það vegna þess að þar hefur orðið vart mikillar dioxin-mengunar, sem stjórnvöld bera ábyrgð á. EBE-löndin: Yamani olíumálaráöherra Saudi-Arabíu: „Úti um OPEC ef ekki semst um verðlækkun" Riyadh, Saudi Arahíu, 24. febrúar. AP. SAUDI ARABAR reyna nú af öllum kröftum að sameina OPEC-löndin í afstöðu sinni til hinnar óumflýjanlegu olíuverðlækkunar. Segja Saudi-Arab- arnir að takist það ekki, sé úti um OPEC sem voldug samtök. Ahmed Zaki Yamani, oliumála- ráðherra Saudi-Arabíu, hefur setið hvern fundinn af öðrum að undan- förnu og í gær ræddi hann í tvær og hálfa klukkustund við Kamel Hass- an Maghur, olíuráðherra Líbýu, en Líbýumenn eru einmitt f sambandi við þann arm OPEC, sem er and- snúinn forystuhlutverki Saudi- Arabíu. Maghur hefur því ráðfært sig við olíuráðherra írans, Alsír og Nígeríu. Yamani sagði fréttamönnum í gær, að Saudi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kuwait, Quatar, írak og Indónesfa hefðu náð samkomulagi um verðlækkun sem gengi jafnt yfir alla. OPEC væri úr sögunni ef hinn armur OPEC samþykkti ekki sömu lækk- un. Hann nefndi engar tölur, en meðalverð á tunnuna hjá OPEC hefur verið 34 dollarar. Nígería, OPEC-land, hefur þegar lækkað sitt verð f 30 dollara og Mexíkó, sem ekki tilheyrir OPEC, lækkar verð sitt Ifklega í dag. Bretar höfðu áður lækkað tunnuna af Norðursjávar- ollunni f 30,50 dollara og þannig mætti áfram telja, t.d. hafa Sov- étmenn, Bandarfkjamenn og Egypt- ar einnig lækkað sfn verð. En þó olíulækkunin komi sér illa fyrir þær þjóðir sem byggja mjög á olfusölu, mun verðlækkunin koma sér afar vel fyrir mjög margar þjóð- ir, skuldum vafnar iðnaðarþjóðir ekki síður en fátæk þróunarríki. Hagfræðingar í Bandarfkjunum hafa reiknað út, að lækki verðið á olfutunnunni um fimm dollara að meðaltali, myndi það spara Banda- ríkjunum 27 milljarða dollara og rétta viðskiptahalla þeirra um 8 milljarða dollara. Lönd eins og Brasilía, sem er næstum gjaldþrota og gengur hreinlega fyrir risalán- um, myndu fagna mjög, en Brasilía flytur inn nær alla sína olíu. Verðhrunið kæmi sér auðvitað ekki vel fyrir alla. Flestar olíuþjóð- irnar eru vel stæðar og myndu ekki bíða mjög alvarlegan hnekki. Á hinn bóginn má nefna Mexikó og Venezuela, sem eru stórskuldug lönd og byggja allt sitt á olfusölu. Lækki verðið mikið er ekki víst að löndin geti greitt sfn erlendu lán. Atvinnuleysi aldrei meira Luxemborg, 24. febrúar. AP. ATVINNULEYSI í aðildarlöndum Efnahagsbandalags Evrópu varð mest til þessa í janúarmánuði, 10,9 prósent voru þá atvinnulaus í löndunum tíu, eða 12,4 milljónir manna. Til viðmiðunar voru 10,3 pró- sent, eða 11,8 milljónir, atvinnu- laus í desember 1982 og ef miðað er við janúar 1982, þá nam atvinnuleysið 9,3 prósentum, eða 10,7 milljónum. Atvinnuleysið hef- ur farið stigvaxandi síðan í júní á síðasta ári og mánaðarlega hafa ný met verið sett. Hvergi jókst atvinnuleysið meira en í Vestur-Þýskalandi, eii aukningin nam 11,9 prósentum í janúar síðastliðnum, eða tæplega 2,5 milljónum manna. I saman- burði kom fram að atvinnuleysið í Bretlandi jókst um 4,1 prósent og minnst varð aukningin í Hollandi, þar sem atvinnuleysi jókst um 1,5 prósent. Frakkland var með sér- stöðu, þar dró úr atvinnuleysi, að vísu mjög lítið eða 0,1 prósent, einnig í Belgíu. Ítalía: Annar njósnar- inn á tæpum mánuði gómaður Róm, 24. febrúar. AP. SOVÉSKUR kaupsýslumaður, hinn 38 ára gamli Victor Koniaev, var hand- tekinn í Róm í gærmorgun og sakaður um njósnastarfsemi. Hann er annar Sovétmaðurinn sem gripinn er á Ítalíu fyrir sömu sakir í þessum mánuði. Koniaev hefur starfað sem hátt- settur embættismaður hjá hinu sovésk/ ftalska olíufyrirtæki Nafta-Italia, en það höndlar olfu- sðlu Sovétríkjanna til Ítalíu og frekari vinnslu sovéskrar hráolíu á ítalskri grund. Talið er að Koni- aev hafi misnotað aðstöðu sína þar mjög til njósnastarfsemi sinn- ar. Hann er sérstaklega sakaður um að vera samstarfsmaður Vict- or Pronine, sem gripinn var fyrir meintar njósnir fyrr í mánuðin- um. Pronine var handtekinn, er ft- alskur kaupsýslumaður var í þann mund að afhenda honum hernað- arlega mikilvæg skjöl og filmur um hernaðarmannvirki NATO í norðurhluta Ítalíu. Talsmenn sovéska sendiráðsins og Nafta-Italia vildu ekkert láta hafa eftir sér, en ítalska lögreglan gerði húsleit á skrifstofu fyrir- tækisins og hafði ýmis skjöl á brott með sér sem hugsanlega verða notuð sem sönnunargögn. ítölsk blöð hafa fjallað mikið um þetta nýjasta njósnamál og gefið í skyn að þau hafi í raun verið fleiri en almenningur gerir sér grein fyrir. Segja blöðin að allt að átta Sovétmenn hafi verið reknir úr landi á síðustu mánuðum fyrir njósnir. Utanríkisráðuneytið við- urkenndi að einum Sovétmanni hafi nýlega verið vikið úr landi og öðrum meinað að koma aftur til Ítalíu eftir að hafa farið til Sov- étríkjanna, á þeim forsendum að þeir hafi haft allt annað fyrir stafni en starfstitlar þeirra gáfu til kynna. Slíkt orðalag af hálfu ráðuneytisins þykir undirstrika að um njósnara hafi verið að ræða. Náði stálflís úr höföi sínu með rafmagnsbor Toronto, 24. febrúar. AP. „MÍN BANASTUND virtist hreinlega ekki vera runnin upp,“ sagði hinn 54 ára gamli David Wright í samtali við fréttamenn í gær, eftir að hafa komið til meðvitundar á ný eftir tvo heilauppskurði. Writht, sem er bygginga- verktaki, var að vinna við íbúð vinar síns á dögunum. Hún var mannlaus, en í sama fjöl- býlishúsi og hans eigin íbúð. Hann stóð uppi í stiga, er hon- um varð fótaskortur. Hann féll harkalega í gólfið og missti meðvitund. Er hann fékk rænu, gerði hann sér grein fyrri því að 7,6 senti- metra stálbiti var genginn á kaf í hægra gagnaugað. Hann brölti að baðherberg- isspeglinum, tók rafmagnsbor sinn og renndi honum í fullum gangi inn í höfuð sitt á eftir bitanum. „Ég hugsaði með mér, guð minn góður, mér má ekki mistakast, þá eru það endalokin." Síðan, með því að taka á öllu sínu, náði hann stálinu úr höfðinu og komst síðan við illan leik til eigin húsnæðis. Kona hans hringdi á sjúkrabíl og síðan gekkst hann undir tvo uppskurði þar sem læknar námu burt úr heilabúi hans beinflísar. Donald Wright sýnir þeim sem sjá viljs sporin f höfuóleóri sínu eftir Slysið Og uppskuröina. Sfmamynd AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.