Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.05.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1983 33 Hagnaður hjá Honda jókst um 29% sl. ár Guðjón Emil Aanes — Minning HAGNAÐUR japanska stórfyrirtæk- isins Honda Motor Co. jókst um lið- lega 29% á uppgjörsárinu 1983, sem endaði 1. apríl sl., samkvæmt upplýs- ingum sem kynntar voru á fundi með blaðamönnum fyrir skömmu. Um methagnað var að ræða á síðasta ári, þegar hann var sam- tals um 131,8 milljónir Banda- ríkjadollara, eða um 31,32 millj- arðar japanskra yena. Til saman- burðar var hagnaður fyrirtækis- ins árið á undan um 24,25 millj- arðar japanskra yena. Heildarsala Honda jókst á árinu um 13% og var um metsölu að ræða. Hún var að fjárhæð samtals um 1.747,0 milljarðar japanskra yena, borið saman við 1.544,0 milljarða japanskra yena sölu árið á undan. Það kom fram á blaðamanna- fundinum, að fyrirtækið gerir ráð fyrir að hagnaður þess verði um 30 milljarðar japanskra yena á yfir- standandi ári, eða dragist saman um 4,2% og gert er ráð fyrir, að sala fyrirtækisins muni aukast um 5,9% og verða 1.850 milljarðar japanskra yena. Talsmaður Honda sagði að- spurður, að ýmiss konar innflutn- ingshöft í viðskiptalöndum fyrir- tækisins og spá um gengisþróun- ina væru aðalástæðurnar fyrir spáðum minnkandi hagnaði fyrir- tækisins. Fæddur 24. júlí 1930 Dáinn 8. maí 1983 Kallió er komiö, komin er nú stundin, vina.skilnaöar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. (Vald. Briem) í dag verður til moldar borinn frá Landakirkju í Vestmannaeyj- um, bróðir minn Guðjón Emil Aanes. Hann fæddist 24. júlí 1930 í Vestmannaeyjum og var hann því aðeins tæplega 53 ára gamall er hann lést. Guðjón og ég vorum hálfsystk- ini og áttum við sömu móður, sem er Ragnheiður Jónsdóttir frá Brautarholti. Lífið var ekki allt dans á rósum. Það skiptust á skin og skúrir í lífi Guðjóns en árið 1952 steig Guðjón gæfuspor í lífinu. Hann gekk að eiga eftirlifandi eiginkonu sína Unu Þórðardóttur frá Norðfirði. Þau eignuðust saman 6 mannvæn- leg börn, en þau eru: Ragnar, vél- stjóri, giftur Gunnhildi Ólafs- dóttur, Þóra húsmóðir, gift Sveini R. Valgeirssyni, Sigurður Víg- lundur læknir, giftur Ásdísi Har- aldsdóttur, Helga húsmóðir, gift Tryggva Sveinssyni, Krístin nemi í lyfjatækni og Sverrir nemi í netaiðn. Mér þótti ávallt vænt um kæran bróður minn, og að leiðarlokum er margt að þakka. I hjarta mínu varðveiti ég góðar minningar. Frá fjölskyldu minni og mér fylgja þessum fáu orðum hugheil- ar samúðarkveðjur til Unu og barnanna. Gerður Sigurðardóttir Vinnumiðlun í Kópavogi Nú þegar skólum er að ljúka að halda geta haft samband við mun Vinnumiðlun Kópavogs hafa Vinnumiðlunina sem er til húsa að milligöngu um ráðningar skóla- Digranesvegi 12 og sími hennar er fólks til starfa. Þeir atvinnu- 46863. rekendur sem þurfa á starfsfólki * Ibúðaverð hækk- aði um 143%, kaup- taxtar um 89% ÆTLA MÁ að í september 1982 hafi launþegi þurft að vinna tæpiega þriðjungi lengri vinnudag til að greiða fyrir venjulega íbúð, en í janúarmánuði 1981, samkvæmt upp- lýsingum 1 bæklingi Fasteignamats ríkisins um „Framreikniathuganir 1982“, sem nýlega kom út. íbúðaverð hækkaði á þessú tímabili um 143%, en kauptaxtar um 89%. fbúðin hækkaði því um 28,6% meira en kaupið á þessu tímabili. Lánskjaravísitala fylgdi kaupinu hins vegar nokkurn veg- inn á þessum tíma. Hún hækkaði um 95% eða 3,1% umfram kaup- taxtana. Ef verðlag er mælt í unnum klukkustundum hefur greiðslu- byrði af verðtryggðum lánum hækkað á umræddu tímabili um 1,9% á ári. Fasteignaverð mælt á sama hátt hefur hins vegar hækk- að um 16% á ári. Aframhaldandi góður gangur hjá Chrysler á L ársfjórðungi: Rekstrarhagnað- urinn um 89,3 milljónir dollara Kekstrarhagnaður Chrysler-bfla- verksmiðjanna á 1. ársfjórðungi þessa árs var um 89,2 milljónir Kandaríkjadollara, en til saman- burðar var um 89,1 milljón Banda- ríkjadollara rekstrartap hjá fyrir- tækinu á sama tíma í fyrra. Chrysler, sem hefur sl. fimm ár átt í gríðarlegum rekstrarerfið- leikum, virðist óneitanlega vera að ná sér á strik. Rekstrarhagnaður varð hjá fyrirtækinu á öllum ársfjórðungum sl. árs, nema þeim fyrsta og markaðshlutdeild þess fer stöðugt vaxandi í Bandaríkj- unum. Reyndar varð umtalsverður rekstrarhagnaður hjá Chrysler, þegar litið var á allt árið í fyrra. Robert S. Miller forstjóri fjár- mála hjá Chrysler, sagði á blaða- mannafundi fyrir skömmu, að augljóst væri, að stefna fyrirtæk- isins væri rétt. Hjólin væru farin að snúast mjög á réttan veg. „Þá getum við ekki verið annað en ánægðir að lausafé og varabirgðir jukustu um liðlega 450 milljónir Bandaríkjadollara á 1. ársfjórð- ungi þessa árs og voru í lok hans um 1,35 milljarðar Bandaríkja- dollara." Hagstætt verð góðir greiðslu- skilmálar í dag kl. 10 til 4 og á morg- un sunnudag kl. 2-5. Við sýnum sumarhús- gögnin okkar ILJI Bláskógar ARMULI 8 SIMi: 86080 t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.