Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.05.1983, Blaðsíða 1
 56 SÍÐUR 117. tbl. 70. árg. FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tók við í gær: Fyrsti rfkisrá&sfundur foraeta íslands med ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar á Bessa- I Hermannsson, forsætisrádherra, Ragnhildur Helgadóttir, mennUmálaráöherra, Matthías Á. stöóum í gær. Frá vinstri: Matthías Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Alex- Mathiesen, viðskipUráðherra, Jón Helgason landbúnaðar-, dóms- og kirkjumálaráðherra, ander Stefánsson, félagsmálaráðherra, Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, Geir Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, Sverrir Hermannsson, orku- og iðnaðarráðherra. Hallgrímsson, utanríkisráðherra, frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, Steingrímur | Morgunbl»ðií/ól»fur k. M»gnús»or. Höfuðáherzla verður lögð á efnahagsmálin Ekki gengið til kosninga fyrr en mikill og góður árangur hefur náðst, segir forsætisráðherra Á 326. ríkisráðsfundi sem haldinn var á Bessastöðum kl. 16 í gær skip- aði forseti íslands Steingrím Her- mannsson forsætisráðherra og und- irritaði skipunarbréf ráðherra í ráðu- neyti hans. Á fyrri fundi ríkisráðs sem hófst kl. 11.30 í gærmorgun leysti forsetinn Gunnar Thoroddsen og ráðuneyti hans frá störfum, en ríkisstjórn hans hafði þá verið við völd frá 8. febrúar árið 1980. Steingrímur Hermannsson sagði m.a. í viðtali við Mbl. eftir að hann tók við forsætisráðherraembættinu, að hann væri mjög ánægður með þá samstöðu sem náðst hefði við Sjálfstæðisflokkinn um ríkisstjórn- armyndunina. Hann sagði þá leggja höfuðáherslu á efnahagsmálin og kvað aðila sammála um að ekki yrði gengið til nýrra kosninga á næst- unni — ekki fyrr en mikill og góður árangur hefði náðst í efnahagsmál- um. Höfrungar bjarga manni Jarkaonville, Florida, 26. maf. AP. MAÐIJR nokkur, sem féll útbyrðis þeg- ar báti hans hvolfdi úti fyrir ströndum Florida, sagði í dag, að hann ætti höfr- ungum líf sitt að launa. Þar sem maðurinn, Jeffery Barry, 36 ára gamall flugumferðarstjóri, féll í sjóinn úði allt og grúði af hættu- legum hákörlum en hann var ekki fyrr kominn í vatnið en höfrunga- hjörð kom að honum og skipaði sér f órofa fylkingu allt f kringum hann. Barry, sem er vel á sig kominn og syndur sem selur, átti ekki annars úrkosta en að reyna að synda til lands og það tókst honum eftir tólf stunda sund, örmagna og aðfram- komnum. Allan þann tima hvikuðu hvalirnir ekki frá honum og héldu hákörlunum, sem fylgdu þeim eins og skugginn, í hæfilegri fjarlægð. „Höfrungarnir björguðu lífi mínu. í tólf klukkutíma syntu þeir við hlið mér. Hafi ég ekki verið trúaður mað- ur áður, þá er ég það nú,“ sagði Barry eftir að hann hafði jafnað sig á þoí- rauninni. Ráðherrar ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen komu f fylgd eigin- kvenna sinna til Bessastaða laust fyrir kl. 11 í gærmorgun. Síðasti ríkisstjórnarfundur þeirra hófst kl. 11 og kl. 11.30 ríkisráðsfundur þar sem Gunnar Thoroddsen lýsti því yfir að stjórnarathafnir hefðu verið afgreiddar eins og forseti Islands hefði óskað á ríkisráðsfundi 28. apr- íl 1983. Að lokinni afgreiðslu fyrir- liggjandi mála leysti forsetinn rík- isstjórnina frá störfum. Að því loknu var fráfarandi ráðherrum og eiginkonum þeirra boðið til hádeg- isverðar. Þeir yfirgáfu Bessastaði um kl. 14. Rétt fyrir kl. 16 komu viðtakandi ráðherrar að Bessastöðum, en mik- ill fjöldi fréttamanna beið komu þeirra fyrir utan forsetasetrið. Fyrstur kom Matthías Á. Mathie- sen viðskiptaráðherra, þá Ragn- hildur Helgadóttir menntamálaráð- herra, Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra, þá Geir Haligríms- son utanríkisráðherra. Næstur kom Alexander Stefánsson félagsmála- ráðherra, þá Jón Helgason land- búnaðar-, dóms- og kirkjumálaráð- herra. Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra kom næstur, þá Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra, litlu síðar Sverrir Her- mannsson iðnaðarráðherra og á mínútunni fjögur renndi Matthias Bjarnason heilbrigðis- og félags- málaráðherra í hlað. Ríkisráðsfundur var síðan settur og er Steingrímur Hermannsson hafði lesið upp ráðherralista sinn og lagt hann fyrir forsetann, féllst hún á tillögu hans og gaf út úrskurð um skipan og skiptingu starfa ráð- herranna. Áð loknum ríkisráðs- fundinum var haldinn stuttur ríkis- stjórnarfundur, en engar afgreiðsl- ur voru á honum. Áður en hið nýja ráðuneyti yfirgaf Bessastaði þáðu ráðherrarni- léttar veitingar. Nýju ráðherrarnir fóru flestir frá Bessastöðum í ráðuneyti sín og tóku við lyklavöldum af fráfarandi ráð- herrum. Ríkisstjórnarfundur er boðaður kl. 10.30 árdegis og að sögn forsætisráðherra Steingríms Her- mannssonar verðnr þ?r gengið frá 5 bráðabirgðalögum vegna efna- hagsraðstafana nkissljói nari mar. Sjá viðtöl við ráðherra hinnar nýju ríkisstjórnar á blaðsíðum 10, 16 og 17 og viðtöl við fráfar- andi ráðherra á bls. 18 og 19. Sýrlendingar ögra ísraelum Vopnahléð í Líbanon „á bláþræði“ Tel Aviv, Beinit, Amman, 26. maí. AP. VOPNAHLÉIÐ, sem er á milli Sýr- lendinga og ísraela í Líbanon, var i dag sagt hanga „á bláþræði" eftir að sýrlenskar orrustuvélar höfðu skotið á ísraelska flugvél. Sýrlensku orrustuvélarnar skutu tveimur flugskeytum að ísraelsku flugvélinni en misstu marks að því er talsmaður ísraelsku herstjórnarinnar sagði. Kvað hann þetta vera „alvar- legasta atvikið í stöðugum vopna- hlésbrotum Sýrlendinga". Blöð og aðrir fjölmiðlar í Sýr- landi sögðu í dag, að einskis yrði látið ófreistað í baráttunni gegn samkomulaginu um brottflutning erlends herliðs frá Líbanon og að ef til átaka kæmi milli Sýrlend- inga og Israela yrði þar ekki um að ræða takmarkaðar skærur heldur allsherjarstríð. óháða dagblaðið An-Nahar í Beirut sagði í dag, að líbanska rík- isstjórnin hefði verið vöruð við hugsanlegum tilraunum til að ráða Gemayel forseta af dögum í þeim tilgangi að koma af stað borgara- styrjöld í landinu og knýja fram skiptingu landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.