Morgunblaðið - 07.07.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.07.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1983 13 Skilmannahreppur: Morgunblaíið/HBj. Þéttbýliskjarni að Borgarnesi, 5. júlí. VÍSIR að þéttbýli hefur myndast í Skilmannahrepppi í Borgarfírði, á síðustu árum, sem nefnist Haga- raelur. Er það við vegamót Akra- nes- og Vesturlandsvegar, skammt frá Stóra-Lambhaga. Um hálfur tugur íbúðarhúsa er þegar risinn þar, eru það aðallega starfsmenn járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga sem þarna hafa setst aö, en einnig býr skólastjóri myndast Heiðarskóla í einu húsanna. Á myndinni sést þéttbýliskjarninn en á innfelldu myndinni er skilti sem vísar veginn að honura. HBj. Hveragerði: Flötu þökin reynast ill Hveragerði, 1. júlf. Á UNDANFÖRNUM 2 til 3 áratug- um héfur mikið verið byggt hér í Hveragerði af húsum með „flötum þökum“ og hafa flest þeirra reynst illa, lekið og verið mikið áhyggjuefni fyrir husaeigendurna. Eru þeir nú hverjir af öðrum aö byggja ný þök yfir húsin og járnklæða þau upp á gamla móðinn. Einn þessara húseigenda er Halldór Guðmundsson, Dynskóg- um 32 hér í bæ. Spurði ég hann hvað nýja þakið myndi kosta. Halldór kvaðst hafa keypt þetta hús fyrir 2'/2 ári og sér hefði þá þegar verið ljóst, að byggja yrði nýtt þak, því flest þessi flötu þök dygðu ekki nema 10—16 ár, að sögn sérfróðra manna. Nýja þakið mun kosta hátt í tvö hundruð þús- und krónur, en húsið er 143 fer- metrar. Kvaðst Halldór þó vera ánægður með vel unnið verk og að hafa nú „alvöru þak“ yfir höfði sér. Og ekki veitir af, óvíða á land- inu er eins úrkomusamt og hér í Hveragerði. Sigrún. Eldur við Rauðavatn UM HÁLFTVÖLEYTIÐ á mánudag kom upp eldur í húsi viö Rauðavatn. Ekki var búiö í húsinu, en þaö notað sem geymsla. Slökkvistarfi lauk um hálffjögur, en vakt var á staönum fram til fimm. Aö sögn slökkviliösins gekk vel aö slökkva eldinn og var aöalvinnan fólgin í því aö koma því út sem geymt var inni og slökkva í því. Eldsupptök eru ókunn. VITfl Hvaö er út í VITA “sVITA Kíkiö inn KARNABÆR LAUGAVEGI 66 - GLÆSIBÆ - AUSTURSTRÆTI 22 SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 85055 Og umboðsmenn um allt land í Reykjavík: Austurstræti 22 — Laugavegi 20 — Laugavegi 66 — Glæsibæ. Úti á landi: Epliö — isafiröi, Eyjabær — Vestmannaeyjum, Fatavai — Keflavik, Alfhóll — Siglufiröi, Nína — Akranesi, Ram — Húsavik, Bakhúsiö — Hafnarfirði, Austurbær — Reyöarfiröi, Kaupfél. Rang- æinga — Hvolsvelli, Sparta — Sauöárkróki, Skógar — Egilsstööum, isbjörninn — Borgarnesi, Lea — Ólafsvík, Lindin — Selfossi, Paloma — Vopnaflrði, Patróna — Patreksfirði, Báran — Grindavík, Þórsham- ar — Stykkishólmi, Hornabær — Höfn Hornafirði, Aþena — Blöndu- ósi, Nesbær — Neskaupstaö. Versl. Magnúsar Rögnvaldssonar — Búöardal. Batamerki júlímánaðar kemur á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.