Morgunblaðið - 07.07.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.07.1983, Blaðsíða 48
BILLINN BfLASALA SlMf 79944 SMIOJUVEGI4 KÓFAVOGI Siðumúla 22 Slmi 31870 Keflavík Simi 2061 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1983 Varaforsetinn veiðir í Þverá George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, kastar fyrir lax í Þverá í gær. Hann fékk einn físk og Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, annan. Hinni opinberu heimsókn bandarísku varaforseta- hjónanna lýkur í dag. Árdegis skoða þau handrit á stofnun Árna Magnússonar, síðan heldur varaforset- inn fréttamannafund og að honum loknum fara þau til Kefíavíkurfíugvallar, þar sem þau kynna sér þá starfsemi, sem þar fer fram og munu þau þá m.a. hitta starfslið varnarliðsins og fjölskyldur þess. Að því loknu verður kveðjuathöfn á flugvellinum og síðan fara Bush og föruneyti af landi brott áleiðis til Washington D.C. Sjá frásögn í miðopnu. Vélkryddað lamba- kjöt frá Húsavík í KJÖTIÐJU Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík hefur um nokkurt skeið verið framleitt lambakjöt með nýrri verkunar- aðferð. Kjötið er hlutað niður á venjulegan hátt en síðan fer það í gegnum sérstakar vélar sem velta kjötinu uppúr tilbún- um massa úr kryddi og olíum, sem gengur inn í kjötið, en hluti fítunnar skilst frá. Tekur þessi verkun um 20 mínútur en eftir það er kjötinu pakkað í loftþéttar umbúðir og það sett í kæli eða frysti. Steindór Haraldsson, mat- reiðslumaður á Akureyri, sem þró- að hefur þessa framleiðslu síðast- liðið ár, sagði í samtali við Mbl. að kjötið hefði verið á markaði í Þingeyjarsýslu um nokkurt skeið en yrði á næstunni selt um allt land. Kjötið hefði undantekn- ingarlaust líkað mjög vel. Sagði Steindór að kjötið tæki á sig sér- stakan keim og ullarbragðið sem alltaf vildi loða við íslenska lambakjötið fyndist ekki eftir þessa meðhöndlun. Geymsluþol kjötsins sagði Sigurður að yrði margfalt meira en með hinni hefðbundnu verkun. Sigurður sagði að ekki væri hægt að segja að þessi verkun væri marinering, hún væri frekar súrpæklun, en hann vildi helst nefna verkunina vélkryddun. Hann sagði að verkunin væri eftir Skattaálagn- ingin kynnt í júlflok SKATTÁLAGNINGU er um þaö bil að Ijúka í flestum skattumdæmum landsins, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Gert er ráð fyrir, að niðurstöð- urnar verði kynntar samtímis í síðustu viku júlí. Janúar — maí: Iðnadarvöruútflutn- ingur jókst um 39% Heildarútflutningur dróst saman um 7% Iðnaðarútflutningur jókst á fyrstu fímm mánuðum ársins, í magni talið, um 39%, þegar út voru fíutt samtals um 86.495,7 tonn, borið saman við 62.003,7 tonn á sama tíma í fyrra. Verð- mætaaukningin milli ára er um 145%, eða tæplega 1.600 milljónir króna á móti tæplega 654,2 millj- ónum króna. Til þess að afla sama gjaldeyris í dollurum þarf útfíutningurinn að aukast um í námunda við 100% krónum milli ára. í íslenzkum Sprengjuhótun í Menning- arstofnun Bandaríkjanna Sprengjuhótun var í gærdag skil- in eftir í plastpoka á þriðju hæð bandarísku menningarstofnunar- innar við Neshaga. Hvorki blaða- fulltrúi stofnunarinnar né yfirmað- ur hennar, Ken Yates, vildu nokk- uð tjá sig um mál þetta. Fyrirlestur var fyrirhugaður í menningarstofnuninni kl. 16 í gær. Var hann færður yfir í sendiráðið án nokkurra útskýr- inga, en þeir, sem fyrirlesturinn sóttu, beðnir afsökunar á til- færslunni og hugsanlegum óþægindum. Heildarútflutningur lands- manna dróst saman um 7% fyrstu fimm mánuðina, í magni talið, þegar út voru flutt sam- tals 230.390,6 tonn, borið saman við 247.651,3 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 95%, eða 5.714,3 milljónir króna á móti 2.926,3 milljónum króna. Af einstökum þáttum iðnað- arvöruútflutningsins má nefna ál og álmelmi, en útflutningur þess jókst um 59%, í magni tal- ið, fyrstu fimm mánuði ársins, þegar alls voru flutt út 47.450,8 tonn, borið saman við 29.827,9 tonn á sama tíma í fyrra. Verð- mætaaukningin milli ára var um 207%, eða 1.104 milljónir króna á móti 359,2 milljónum króna. Kísiljárnsútflutningur dróst saman um 47%, í magni talið, fyrstu fimm mánuði ársins og verðmætasamdrátturinn var um 17%. Ullarvöruútflutningur jókst um 1% milli ára í magni talið. Útflutningur á skinnavör- um dróst hins vegar saman um 31% í magni talið. Útflutningur á vörum til sjávarútvegs jókst um 31% í magni talið, en út- flutningur á niðurlögðum sjáv- arafurðum dróst hins vegar saman um 21% í magni talið. Útflutningur á vikri og gjalli jókst um 542% í magni talið og útflutningur á þangmjöli jókst um 285% í magni talið. Þá má nefna, að útflutningur á brota- járni jóst um 63% í magni talið. algerlega nýrri aðferð, og væri þetta fyrsta afurð sinnar tegundar hér á landi og jafnvel í heiminum. Þá sagði Sigurður að hollusta kjötsins eftir þessa verkun væri fólgin í því að enginn saltpétur né reykur væri notaður og aðeins lág- markssaltmagn. Sigurður sagðist hafa farið út í þessa tilraunavinnslu, þrátt fyrir að hann hefði verið einn og óstuddur og hvergi getað fengið aðstoð í landbúnaðarkerfinu, vegna þess að honum hefði runnið það til rifja hvað illa væri komið fyrir íslenskum landbúnaðl. Lambakjötið væri selt úr landi fyrir smánarverð, þrátt fyrir að hægt sé að gera úr því fyrirtaks- vöru. Sagði hann að ef sala næðist erlendis, til dæmis til hótela, þá gæti þetta orðið mikil búbót fyrir landbúnaðinn. Islenzk kópa- skinnskápa „ÞAÐ er auðvitað áhugamál okkar að kanna allar nytja- leiðir varðandi selskinn," sagði Björn Dagbjartsson for- maður hringormanefndar í samtali við Mbl. í gær, af því tilefni, að japönskum kaup- sýslumanni var í gær sýnd kápa úr skinnum af íslenzkum landselskópum, sem Guð- mundur Halldórsson á Húsa- vík lét súta og sauma í Þýzka- landi. Skinn af landselskópum seljast ekki á þýzkum markaði lengur, vegna andstöðunnar þar í landi gegn kópadrápi, en Björn sagði að Guðmundur hefði látið gera kápu þessa til að kanna undirtektir hér heima og hefði þótt tilvalið að sýna Japananum kápuna, ef áhugi skyldi vera þar í landi á svona flíkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.