Morgunblaðið - 17.07.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.07.1983, Blaðsíða 40
BILLINN BILASALA SIMI 79944 SMIOJUVEGI4 KOPAVOGI Allt fyrir gluggann Siðumula 22 Simi 31870 Keflavík Sími 2061 SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 1983 Hraðfrystihús Ólafsfjarðar: Kaupir fiskimjöls- verksmiðju úr fær- eysku fiskiskipi HRAÐFRYSTIHÚS Ólafsfjarðar hef ur nú fest kaup á fískimjölsverk- smiðju úr færevska verksmiðjuskip- inu Gullfínni. Verksmiðjan er fremur afkastalítil en vönduð og mun geta komið í stað gömlu fískimjölsverk Omar M. Shams Arabískur prins væntanlegur UM MIÐJAN næsta mánuð er væntan- legur hingað til lands arabískur prins, H.K. Sheikh Omar M. Shams. Prinsinn er fyrrverandi dómsmálaráðherra Saudi-Arabíu og fyrirtæki á hans veg- um befur með höndum umfangsmikil viðskipti f Arabalöndunum og víðar. Fyrirtæki hans er um þessar mundir meðal annars að Ijúka við að reisa gríð- armikla kæligeymslu í Aleiandrfu í Eg- yptalandi. Omar M. Shams kemur hingað til lands í þeim tilgangi að ræða við ís- lenska matvælaframleiðendur um kaup á matvælum héðan. Mun það aðallega vera lagmeti, lambakjöt og frystur fiskur sem hann hefur áhuga á að kaupa og ræðir hann að öllum líkindum við Sölustofnun lagmetis, Búvörudeild Sambandsins, Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna og Sjávaraf- urðadeild SÍS. Heimir Hannesson, framkvæmda- stjóri Sölustofnunar lagmetis, sagði í samtali við Mbl., að Sölustofnunin væri reiðubúin til viðræðna við Shams og sagðist hann binda vonir við slfkar viðræður. smiðjunnar, sem nú er komin til ára sinna. Kostar verksmiðjan 500.000 krónur en með uppsetningu og hús- byggingu er kostnaður áætlaður ura 6 milljónir króna. Gullfinnur kom til Ólafsfjarðar fyrir skömmu og síðastliðinn mánu- dag var byrjað að losa verksmiðj- una úr skipinu. Er það mikið verk. Til að ná stærstu hlutunum úr skip- inu, en þeir eru nálægt 20 lestum að þyngd, þarf að sjóða göt á þilfar og síðu skipsins. Síðan er ætlunin að byggja upp nýtt hús við hlið gömlu fiskimjölsverksmiðjunnar, sem einnig er í eigu Hraðfrystihússins. Sú verksmiðja er orðin gömul og talsverður mengunarvaldur. Var málum þannig komið, að annað- hvort varð að leggja hana niður eða byggja nýja. Fullkomnar mengun- arvarnir verða settar upp við þá nýju. Verður verksmiðjan notuð til að bræða fiskúrgang og afkastar um 150 lestum á sólarhring. Ástæða þess, að Færeyingar selja verksmiðjuna úr skipinu er sú, að það var búið til bræðslu á loðnu og kolmunna, en eftir að sú vinnsla er ekki lengur fyrir hendi, hafa eig- endur skipsins ákveðið að setja frystitæki í skipið í stað bræðslu- tækjanna. Verksmiðjan var seld hingað til lands meðal annars vegna þess, að eigendur skipsins vildu losna við hana sem fyrst og er reiknað með því að verksmiðjan ná- ist úr skipinu á hálfum mánuði. Gullfinnur er mjög fullkomið og stórt skip og ber um 2.000 lestir. Eru þeir að fá ’ann? Ungir sem aldnir taka þátt í því að draga björg í bú og vonandi verða þeir aflasælir. Guðjón Birgisson, Ijósmyndari Morgunblaðsins, tók þessa mynd er börn af einum af starfsvöllum borgarinnar brugðu sér niður að höfn og reyndu við þann gula. Sjá nánar á bls. 32. Þingvallahringurinn: Slitlag fyrir 20 milljónir Á VEGUM Vegagerðar ríkisins er nú unnið við lagningu varanlegs slitlags á Þingvallahringinn. í samtali við Mbl. sagði Jón Birgir Jónsson, yfirverkfræð- ingur Vegagerðar ríkisins, að nú væri verið að leggja slitlag á vegaspotta sem væri 1 6 km að lengd og lægi undir Ingólfs- fjalli. Hann kvað spottann ná inn að Sogi en þar væri verið að byggja brú sem taka ætti í notkun í haust. Jón Birgir sagði að kostnaður við þessar fram- kvæmdir, brúna og slitlagning- una, væri samtals 17,5 millj. kr. Jón Birgir sagði að í haust yrði lagt slitlag á vegakafla sem væri 2 km og væri sá kafli í beinu framhaldi af því slitlagi sem búið er að leggja að vega- mótum við bæinn Stardal í Mosfellsdal. Áætlað er að kostnaður við þennan kafla verði um 4 millj. kr., en auk þess að leggja slitlag þarf að ganga frá undirbyggingu þess. Að framkvæmdunum á þessu ári loknum er eftir að leggja slitlag á 15 km frá Stardal á Þingvöll og um 30 km frá Þing- völlum og niður á Suðurlands- veg. Ráðgert er að ljúka við slit- lagningu á veginum frá Stardal á næstu þremur árum og er áætlað að það muni kosta um 43 millj. kr. Að þeim framkvæmd- um lokum er áætlað að hefjast handa við slitlagningu á veginn frá Þingvöllum og að Sogi. Steinullarverksmiðjan Sauðárkróki: Ræðir við Sambandið um að það fái einkasölurétt — Fráleitt að SIS fái einokunarumboð, segir fjármálaráðherra „ÉG TEL fráleitt að Samband ís- lenzkra samvinnufélaga fái eins konar einokunarumboð á sölu fram- leiðslu Steinullarverksmiðjunnar, við verðum að vernda athafnafrelsi einstaklingsins. Það þýðir ekkert að vera að tala um það í kosningabar- áttunni, á Alþingi, í ríkissstjórn og á fleiri opinberum stöðum, að við stöndum vörð ura frelsi einstaklings- ins tii athafna og orða, ef menn gera svo ekkert í því, þegar þeir komast til valda,“ sagði Albert Guðmunds- son, fjármálaráðherra, í samtali við Mbl. í gær. Víðtækar sovéskar, flota- æfingar í nágrenni íslands SOVÉSKI flotinn stundar nú víð- tækar æfíngar á Barentshafi og Noregshafí. Herskip, kafbátar og flugvélar í Norðurflota Sovétríkj- anna á Kóla-skaga taka þátt í þess- um æfíngum. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins ná þær að varnarsvæði íslands og hefur ferð- um sovéskra vígvéla í nágrenni landsins fjölgað mjög síðustu sól- arhringa. Sérfræðingar telja of snemmt að leggja mat á það hvaða hernaðaraðgerðir Sovétmenn æfí að þessu sinni, en æfíngin þykir óvenju viðamikii. Flugvélar varn- arliðsins á íslandi fylgjast með æf- ingunum. Eftirliti Atlantshafsbanda- lagsríkja með ferðum sovéskra flugvéla, herskipa og kafbáta frá Kóla-skaga er þannig háttað, að yfirleitt verður vígdrekanna fyrst vart frá stöðvum í Noregi og þaðan berast aðvaranir til eftirlitsstöðva annars staðar. Síðan taka flugvélar frá Kefla- víkurflugvelli og Bretlandseyj- um þátt í eftirlitinu. AWACS- ratsjárvélarnar hér á landi geta „séð“ yfir stórt svæði en þær starfa í samvinnu við Phantom- orrustuþoturnar sem geta at- hafnað sig á þrengra svæði en AWACS-vélarnar. Varnarsvæði íslands nær 300 km frá strönd- um landsins og við þau mörk hafa Sovétmenn staðnæmst að þessu sinni. Eins og fram hefur komið hindrar það stöðugt eftir- lit út af Norðurlandi að þar eru ekki ratstjárstöðvar á landi. Á fimmtudag lenti sovésk vél á leið til Kúbu á Keflavíkur- flugvelli og nýlega dvöldust tvö sovésk rannsóknaskip í Reykja- vík. Á föstudag bárust fréttir af ferðum ókunns kafbáts á Diskó- flóa við vesturströnd Grænlands og er staðfest að hann sé ekki frá neinu vestrænu ríki. Sama dag sást ókunnur kafbátur við Sundsvall í Svíþjóð, en Sovét- menn hafa nýlokið víðtækum flotaæfingum á Eystrasalti þar sem meðal annars var æfð í fyrsta sinn landganga að næt- urlagi. Heimildir Morgunblaðsins herma að ekki hafi sést land- gönguskip í sovéska flotanum á Noregshafi enda er sovéski flot- inn þar búinn stýriflaugum sem skjóta má á skotmörk á landi með aðstoð Bear-flugvéla og í flugvélum flotans eru stýriflaug- ar sem skjóta má á skip og landstöðvar úr 300 til 800 km fjarlægð. „Ég veit að það eru einhvers konar drög að samkomulagi milli Sambandsins og væntanlegrar Steinullarverksmiðju á Sauðár- króki um umboð fyrir íslenzkan markað á framleiðslunni. Mér er hins vegar ekki kunnugt um hvort það samkomulag sé skilyrði Sam- bandsins fyrir hlutdeíld í fyrir- tækinu að það fái einkasölurétt á framleiðslunni," sagði Albert. Þorsteinn Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Steinuliarverk- smiðjunnar, sagði í samtali við Mbl., að viðræðurnar við Sam- bandið myndu að líkindum standa nokkra næstu mánuði og um ástæðu þess að leitað var til SÍS um dreifingu sagði Þorsteinn, að ekki hefði þótt ástæða til þess að verksmiðjan byggði upp sitt eigið dreifikerfi um landið, þar sem slíkt kerfi væri þegar til. Að öðru leyti vildi Þorsteinn ekki tjá sig uhi málið. Þorsteinn var spurður um hvort erlendir aðilar hefðu lýst áhuga sínum á að gerast hluthafar í verksmiðjunni og sagði hann svo vera; að bandarískur aðili og ann- ar finnskur hefðu lýst áhuga á þátttöku, en það mál væri á við- ræðustigi. Hefði verið rætt um að þeir eignuðust um 18 millj. króna hlut í fyrirtækinu, en það myndi nema um 25% af hlutafé fyrirtæk- isins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.