Morgunblaðið - 07.10.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.10.1983, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR Sakar ísraela um samkomulagsbrot Beirút, 6. október. AP. SHAFIK WAZZAN forsætisráðherra Líbanon, sagði í dag, að hann útilokaði ekki möguleikann á endurskoöun samkomulagsins, sem gert var við ísraela þann 17. maí. Sagði Wazzan, að brot ísraela á umræddu samkomulagi hefði leitt til þess að átök blossuðu upp í landinu að nýju í þrjár vikur eftir að allt hafði verið með kyrrum kjörum um skeið. Með ummælum sínum vitnaði forsætisráðherrann til þeirrar ákvörðunar fsraela að kalla hluta herliðs síns brott frá fjallahéruð- unum í nágrenni Beirút þann 4. september. Skelltu ísraelar skolla- eyrum við beiðni líbönsku stjórn- arinnar og fuiltrúa Bandaríkja- stjórnar um að kalla herliðið ekki brott. Ummæli Wazzan koma á sama tíma og illa gengur að halda Ritari sænsku akademíunnar, Lars Gyllenstein, skýrir frá ákvörðun hennar í gærmorgun. Bókmenntaverðlaun Nóbels 1983: W. Golding hlotn- aðist heiðurinn Stokkhólmi, 6. október. AP. BRESKI rithöfundurinn William Golding hlaut í morgun bókmennta- verðlaun Nóbels. Hann er annar breski handhafi þessara verðlauna á þremur árum. I»egar Elias Canetti hlaut verðlaunin 1981 voru 30 ár liðin frá því Breta hafði hlotnast þessi heiður. Winston Churchill hlaut verðlaunin 1951. Sagði m.a. í álitsgerð sænsku akademíunnar, að skáldsögur Golding bæru vott um ríka frá- sagnargáfu og vörpuðu skíru ljósi á þær aðstæður, sem mannkynið býr við á vorum tímum. „Segja má, að William Golding sé rithöf- undur goðsagna. Það er einhver dulúð, sem einkennir ritstíl hans,“ sagði ennfremur í álitsgerðinni. Utnefning Golding kom talsvert á óvart og nafn hans var ekki nefnt í umræðum um hugsanlega rithöfunda fyrir útnefninguna. Flestir voru þeirrar skoðunar, að landar hans, Graham Greene og Anthony Burgess, kæmu helst til greina af rithöfundum Breta. Golding er 72 ára gamall, fædd- ur í Cornwall þann 19. september 1911. Hann segist sjálfur aðeins 7 ára gamall hafa ákveðið að verða rithöfundur. Fyrsta skáldsaga hans leit hins vegar ekki dagsins ljós fyrr en 1954, „Lord of the Flies“. Hlaut hún afbragðs viðtök- ur og hefur selst í milljónum ein- taka víða um heim. A meðal nýrri verka hans má nefna „Darkness Visible" frá ár- inu 1979 og „Rites of Passage" frá 1980. í fyrra kom svo út ritgerða- safnið „The Moving Target". Skáldsögur hans eru alls 11 tals- ins. Golding hefur einnig skrifað leikrit og nokkrar smásögur. Hafa sum verka hans verið kvikmynd- uð. Sjá nánar á bls 19: „Verk hans varpa Ijósi á aðstæöur nútíma- mannsins." Símamyndir AP. Handhafi bókmenntaverðlauna Nóbels 1983, William Golding. vopnahlé það, sem samið var fyrir skemmstu. Má heita að það sé rof- ið daglega. Þá gengur stjórnvöld- um í Líbanon erfiðlega að brjóta á bak aftur andstöðu Sýrlendinga gegn því að efnt verði til ráðstefnu um málefni þjóðarinnar. Sýrlendingar tilkynntu Banda- ríkjamönnum í dag, að ekki kæmi til greina af þeirra hálfu að sam- þykkja að eftirlitssveit frá Sam- einuðu þjóðunum yrði send til Líb- anon til sjá um að umsömdu vopnahléi verði framfylgt. Khadd- am, utanríkisráðherra landsins, sagði, að í Líbanon geisaði borgar- astyrjöld og ekki kæmi til mála að SÞ færu að blanda sér í innanrík- ismál. Slíkt væri hættulegt for- dæmi. Sækja bygg- ingarefni í Kínamúrinn Peking, 6. október. AP. SVO VIRÐIST sem skörð séu tekin að myndast í Kínamúrinn heimsfræga og það án þess að nokkuð sé aðhafst. Dagblaði alþýðunnar í Peking barst fyrir skömmu bréf frá bónda, sem sagðist hafa orðið vitni að því er rafmagnsstarfsmenn og hópur jarðfræðinga sprengdu skörð i múr- inn, samtals 180 metra breið. Notuðu þeir steinana til að byggja skýli yfir rafal. Sagði bóndinn þetta athæfi hafa verið látið óátalið, sér og öðrum til undrunar. Yfirvöld í Kína munu nú hafa tek- ið við sér og gripið til harðra að- gerða eftir að fréttist að óbreyttur almúginn hefði notað tækifærið og sótt sér byggingarefni í múrinn. Cecil Parkinson gengur á fund Margaret Thatcher í gær. Símamynd ap. Breskur ráð- herra flækt- ur í hneyksli Lundúnum, 6. október. AP. FRÍXTIR dagblaða í morgun þess efnis, að Cecil Parkinson, fyrrum formað- ur breska íhaldsflokksins og nú ráðherra í stjórn Margaret Thatcher, hafi orðið uppvís að ástarsamhandi við fyrrum ritara sinn, Söru Keays, ollu miklu fjaðrafoki í Bretlandi í dag. Ráöherrann hefur viðurkennt víxlspor sitt. Talsmaður Margaret Thatcher, forsætisráðherra, sagði í dag, að hún liti á þetta sem einkamál Parkinson. Jafnframt hafði tals- maðurinn eftir forsætisráðherr- anum, að „ekki hefði komið til tals að hann segði af sér og til slíks myndi ekki koma“. Þrátt fyrir yfirlýsingu Thatch- er töidu bresku síðdegisblöðin víst, að framhjáhald ráðherrans yrði honum dýrkeypt. Ársþing breska íhaldsflokksins hefst í næstu viku og að öllu óbreyttu hefði Parkinson mátt eiga von á hrósyrðum fyrir vel unnin störf í embætti. Parkinson er 52 ára gamall, lögfræðingur að mennt, kvæntur og þriggja barna faðir. Hann gegnir embætti verslunar- og iðn- aðarráðherra í stjórn Thatcher og hefur átt sæti á þinginu frá árinu 1970. Breskum blöðunum bar al- mennt saman um að fréttin um framhjáhald ráðherrans yrði Thatcher verulegt áfall. Parkin- son er í miklum metum hjá for- sætisráðherranum og frami hans á stjórnmálasviðinu hefur farið ört vaxandi. Það var seint í gærkvöldi, að Parkinson viðurkenndi áralangt ástarsamband við hinn 36 ára gamla fyrrum ritara sinn. Hann upplýsti jafnframt, að um tíma hefði hann verið að hugsa um að kvænast ungfrú Keays, en hefði horfið frá þeirri hugmynd og ákveðið að fórna ekki hjónabandi sínu. Ritarinn á von á barni Park- inson í janúar. Enn mótmæli á Filippseyjum — Reagan víttur fyrir að hætta við för sína þangað Manila og Washington, 6. október. AP. TIL MÓTMÆLA KOM í Manila, höfuðborg Filippseyja, í dag á sama tíma og Marcos forseti bað fólk í landinu að sýna stillingu. Marros hélt ræðu í morgun í kjölfar gengisfellingar pesoans. Sagðist hann þess fullviss að leysa mætti efnahagsvandamál þjóðarinnar á farsælan hátt. Ræðu forsetans var útvarpað beint. Um leið og hún hófst var eins og sprengju hefði verið varpað inn í Makati-verslunar- hverfið í höfuðborginni. Öku- menn þeyttu horn bifreiða sinna og fólk þusti út í glugga og hróp- aði ókvæðisorð í garð forsetans. Slíkar uppákomur eru nánast orðnar daglegar í Manila. Margir starfsmenn í hverfinu hlupu út á götur og þegar fjöl- mennast var er talið að um 4.000 manns hafi verið saman komin á einum stað. Salvador H. Laur- el, leiðtogi stjórnarandstöðunn- ar, ávarpaði mannfjöldann og sagði m.a., að þótt Marcos færi með völd, réði yfir vopnum og fjármunum væri alþýðan að baki stjórnarandstöðunni. Var honum ákaft fagnað. Fyrr í morgun hafði lögregla beitt táragasi til að tvístra minni hópum, sem safnast höfðu sam- an. Nefnd innan Bandaríkjaþings samþykkti í dag að víta Reagan forseta fyrir að hætta við för sína til Filippseyja. Jafnframt varaði nefndin Marcos forseta við vegna morðsins á Aquino, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Þá var samþykkt samhljóða í undirnefnd fulltrúadeildar þingsins, sem fer með málefni Asíu, áskorun um að Banda- ríkjamenn hefji sjálfstæða rannsókn á dauða Aquinos.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.