Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.10.1983, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 230. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins „Það dásamlegasta sem við höfum orðið vitni að“ Pólskir verka- menn fagna friðarverðlaun- unum (•dansk, 7. október. AP. VÍST ER TALIÐ, að úthlutun friðarverðlauna Nóbels til Lech Walesa eigi eftir að auka enn á þær vinsældir og virðingu sem hann nýtur í Póllandi. Hins vegar er talið ólíklegt, að verðlauna- veitingin eigi eftir að flýta fyrir því að svo komnu, að frjáls verkalýðsfélög fái að starfa í Póliandi. Því veldur andstaða stjórnvalda þar í landi, sem lýst hafa því yfir, að verðlaunaveit- ingin sé að þeirra mati fráleit. Pólska kirkjan og mikill meirihluti þeirra Pólverja, sem þorað hafa að tjá sig um frið- arverðlaunin, hafa aftur á móti ákaft fagnað úthlutun þeirra til Walesa. „Þetta er það dá- samlegasta, sem við höfum nokkru sinni orðið vitni að,“ var haft eftir verkamönnum í Statoil selur ísraelum olíu Mikill og almennur fögnuður varð á meðal stuðningsmanna Lech Wal- esa, leiðtoga Samstöðu í Póllandi, er það fréttist, að hann hefði hlotið friðarverðlaun Nóbels að þessu sinni. Þessi mynd var tekin í borginni Gdansk og sýnir Walesa í hópi stuðningsmanna, sem samfagna honum. Gdansk i dag er þeir voru spurðir álits á verðlaunaveit- ingunni. Walesa sagði í gær, að það væri með öllu óvist, hvort hann ætti sjálfur eftir að veita frið- arverðlaununum móttöku í Osló 10. desember nk., því að engin trygging væri fyrir því, að pólsk stjórnvöld leyfðu hon- um þá að snúa aftur heim. Þörf væri á því að skipuleggja og móta störf og starfsaðferðir Samstöðu á næstunni, en fyrir- hugað væri að efna til mikilla mótmælaaðgerða 16. desember nk. Þann dag fyrir 13 árum kom til mikilla átaka milli verkamanna og stjórnvalda í Gdansk með þeim afleiðingum, að tugir verkamanna voru drepnir. Leiðtogar norsku stjórn- málaflokkanna jafnt til hægri sem til vinstri hafa látið í ljós mikla ánægju með að Walesa hafi verið veitt friðarverðlaun- in. Arne Jörgensen, leiðtogi norska kommúnistaflokksins,. var þó ekki sama sinnis. Hann sagði í dag, að úthlutun verð- launanna til Walesa væri vitn- isburður um hugsunarhátt kalda stríðsins. Friðarhreyf- ingin í Vestur-Þýskalandi hefði t.d. verið miklu eðlilegri verð- launahafi. Menandez hershöföingí Menandez handtekinn Buenos Aires, 7. október. AP. MARIO Menandez, sem var yfirmaóur argentinska herins í Falklandseyja- stríðinu við Breta 1982, hefur verið handtekinn. Skýrði móðir hans frétta- mönnum frá þessu í dag og tók fram, að Menandez hcfði fyrir skömmu gefið út bók um stríðið og stæði handtakan greinilega í tengslum við útkomu þess- arar bókar. Sagði hún, að hermenn hefðu komið til heimilis hans í morgun og handtekiö hann og síðan farið með hann til aðalstöðva hersins. Heföi henni síðan verið tjáð, að hann yrði hafður í haldi næstu tvo mánuði í hcrstöðinni í Magdalena, sem er um 100 km fyrir utan Bucnos Aires. Menandez var skipaður landstjóri á Falklandseyjum fljótlega eftir að Argentínumenn höfðu hernumið eyj- arnar 2. apríl 1982 og gegndi þeirri stöðu á meðan stríðið við Bretland stóð yfir. Hann gafst upp fyrir breska hershöfðingjanum Jeremy Moore 14. júní 1982 í Port Stanley, höfuðborg Falklandseyja. STATOIL, norska rfkisolíufyrirtæk- ið, hefur samið um að selja ísraelum hálfa milljón tonna af hráolíu. Segir Hákon Lavik, blaðafulltrúi Statoil, að samningurinn sé ekki af stjórn- málalegum toga spunninn, heldur eingöngu viðskiptalegs eðlis. Statoil hefur ekki áður selt ísra- elum hráolíu þótt leitað hafi verið eftir því nokkrum sinnum og er ástæðan sú, að sögn Hákonar, að fyrirtækið hefur ekki verið aflög- ufært fyrr en nú. Þessi hálfa milljón tonna er um 5% hrá- olíunnar, sem Statoil vinnur úr Norðursjó. Verðið fyrir hverja tunnu er um 30 dalir og heildar- söluverðið 106 milljónir Banda- ríkjadala. Norðmenn leggja mikla áherslu á, að þessi samningur sé ekki for- dæmi fyrir frekari samningum síðar meir. Svíþjóð: Deilt um úthlutunina á bókmenntaverðlaununum Stokkhólmi, 7. október. AP. ARTUR LUNDKVIST, sem sæti á í sænsku akademíunni, sagði í dag, að „mjög skiptar“ skoðanir hefðu verið um, hvort William Golding væri hæfur til þess að hljóta bókmenntaverðlaun Nóbels. Er þetta í fyrsta sinn, sem hefðbundin leynd um afstööu einstakra manna innan sænsku akademíunnar varðandi úthlutun bókmenntaverðlaunanna hefur verið rofín. „Golding er mjög virðingarverð- ur rithöfundur, en varla nógu góð- ur til þess að hljóta bókmennta- verðlaun Nóbels," sagði Lundkvist í viðtali við blaðið Dagens Nyheter í dag. „Á alþjóðavettvangi skiptir Golding engu máli,“ sagði Lund- kvist ennfremur og bætti því við, Fá Sýrlendingar SS-21 eldflaugar frá Rússum? Washington, 7. október. AP. RÚSSAR VIRÐAST ákveðnir í því að koma fyrir nýjum, öflugum eld- flaugum í Sýrlandi, sem kynnu að fela í sér mikla ógnun fyrir ísrael. Er þetta haft eftir heimildum drægar, að með þeim yrði Sýr- innan bandarísku leyniþjónust- unnar. Þessar nýju eldflaugar eru af gerðinni SS-21, en áður hefur slíkum eldflaugum ekki verið komið fyrir í neinu landi utan aðildarríkja Varsjár- bandalagsins í Evrópu. Þessar nýju eldflaugar eru það lang- lendingum kleift að skjóta á borgir og bæi í ísrael og Líban- on. í kjölfar ófara Sýrlendinga fyrir ísraelsmönnum í Bekka-dal í Líbanon í fyrra, hafa Sovétrík- in ekki aðeins látið Sýrlending- um í té fjölda herflugvéla, skriðdreka og annarra hergagna, heldur jafnframt eldflaugar af gerðinni SAM-5, sem Sýrlend- ingar réðu ekki yfir áður. Þá hafa Sovétríkin einnig sent Sýr- lendingum þá sérfræðinga, sem þarf til þess að stjórna þessum eldflaugum. Fái Sýrlendingar þar að auki eldflaugar af gerð- inni SS-21, yrðu þeir öflugri en nokkru sinni fyrr. William Golding að höfundur eins og Frakkinn Claude Simon væri miklu meiri og merkilegri rithöfundur. Hélt Lundkvist því fram, að sjálfur hefði hann ekki verið hafður með í ráðum, er endanleg ákvörðun um úthlutun bókmenntaverðlaunanna fór fram. Lars Gyllenstein, ritari sænsku akademíunnar, vísaði í dag um- mælum Lundkvists á bug og sagði þau mjög undarleg. Ekki hefðu verið meiri deilur innan akademí- unnar um úthlutun bókmennta- verðlaunanna nú en oft áður. Kvaðst Gyllenstein vona, að um- mæli Lundkvists yrðu ekki til þess að rýra hlut Goldings, sem Gyll- enstein lýsti sem „gagnmerkum rithöfundi". Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn, sem Lundkvist hefur verið ósammála öðrum meðlimum sænsku akademíunnar um úthlut- un bókmennatverðlauna Nóbels. Þannig á hann að hafa verið mjög andvígur veitingu þeirra til Eug- enio Montale 1975 og Elias Canett- is 1981. Það, sem athygli vekur nú, er, að mótmæli Lundkvists hafa verið kunngerð opinberlega. Slíkt hefur aldrei gerst áður,.enda eru nieðlimir sænsku akademíunnar bundnir þagnarheiti að þessu leyti. Þá mun það einnig vera opinbert leyndarmál í Svíþjóð, að í reynd hafi Lundkvist útilokað Graham Greene, samlanda Gold- ings, frá því ár eftir ár að koma til greina við úthlutun bókmennta- verð’aunanna, og sagt, að til þess að hl óta þau, dugi ekki að bækur viðkomandi rithöfundar seljist vel......................

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.