Morgunblaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 1
236. tbl. 70. árg._______ Reynt að ögra gæslu- liðum Beirut, 14. október. AP. BANDARÍSKUR hermaður féll og annar særðist alvarlega þegar leyni- skyttur skutu á þá skammt frá flug- vellinum í Beirut-borg. Yfirmenn bandaríska gæsluliðsins óttast, að með árásinni sé verið að ögra Bandaríkjamönnum vísvitandi og neyða þá til að grípa til vopna. Leið- togar shíta og drúsa drógu í dag full- trúa sína út úr vopnahlésnefndinni. Tveir bandarískir hermenn urðu í dag fyrir skotum frá leyniskytt- um og lést annar þeirra samstund- is en hinn er alvarlega særður. Alla þessa viku hafa bandarísku gæsluliðarnir orðið fyrir svipuð- um árásum og telja yfirmenn þeirra, að hér sé um að ræða skipulagða aðgerð. Vaki það fyrir leyniskyttunum að spilla vopna- hléinu með því að þvinga Banda- ríkjamennina til að verja hendur sínar. Leiðtogar drúsa og shita drógu í dag fulltrúa sína út úr vopnahlés- nefndinni „til bráðabirgða" en kváðust þó áfram mundu fylgjast með því, að haldið yrði vopnahléið, sem nú er þriggja vikna gamalt. Ollu þessu deilur um þátttöku ít- ala og Grikkja í eftirlitinu með vopnahléinu. Nískan var næg ástæða London, 14. október. AP. TANNLÆKNIRINN Derek Allen gaf Mary, seinni konu sinni, tvær gjafir í öll þau 29 ár, sem þau voru gift. Var önnur gjöfin kartöfluflysj- ari en hin hárþurrka. Kom þetta fram í skilnaðarrétti í London og að vitnaleiðslum loknum var Mary gefið fullkomið frí frá manni sínum eins og hún hafði farið fram á. Allen var engum likur í nánas- arhætti sínum. Svo naumur var hann á fé við konu sína, að hún varð að vinna þrjú hlutastörf samtímis til að hafa i sig og börnin, sem eru sex talsins, og trúlofunarhringurinn hennar reyndist vera sá sami og fyrri kona Allens hafði sett upp á sín- um tíma. Aldrei kom það fyrir, að tannlæknirinn byði konu sinni eða börnum út eða í frí og eftir afmælum og öðrum merkisdög- um mundi hann aldrei. Þá sjald- an hann yrti á konu sína var það til að skamma hana og ekki þoldi hann, að hún svaraði fyrir sig. Fjölskyldan bjó í stóru húsi, 20 herbergja, en af því að Allen hafði aldrei tímt að halda því við, hélt það hvorki vatni né vindum. Mary Allen kvaðst hafa haldið þetta út vegna barnanna en nú, þegar þau væru farin að heiman, vildi hún gera það líka. Dómar- inn var alveg á sama máli og sagði það „óréttlátt, að nokkur kona þyrfti að búa með svona manni". 48 SIÐUR OG LESBÓK LAUGARDAGIIR 15. OKTÓHER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vetur er að ganga í garð og farið að kólna verulega. Þessir þrestir virtust þó ekkert vera neitt á förum þegar Friðþjófur smellti mynd af þeim í góða veðrinu, sem verið hefur sunnanlands að undanförnu. Thatcher ræðst á Rússa en hvetur til samninga Rlackpool, 14. október. AP. ÞINGI breska íhaldsflokksins í Blackpool lauk í dag með ræðu Margaret Thatchers, forsætisráðherra, þar sem hún hvatti til samkomulags í viðræðum stórveldanna um takmörkun kjarnorkuvopna. Sagði hún, að ef Rússar vildu einlæglega semja um þessi mál „myndu þeir koma að opnum dyrum“. Cecil Parkinson, verslunar- og iðnaðarráðherra, sagði í dag af sér embætti eftir að fyrrum hjákona hans birti opinbera yfirlýsingu um ástamál þeirra og sagði hann hafa hallað réttu máli. Thatcher fór allhörðum orðum um leiðtoga Sovétríkjanna í ræðu sinni, sagði þá tortryggna og fjandsamlega Vesturlöndum og einskis svífast í afskiptum sínum af alþjóðamálum. Hún bætti því þó við, að „við verðum að búa sam- Tilboð Sovétmanna kemur fram í yfirlýsingu, sem utanríkisráð- herrar Varsjárbandalagsríkjanna sendu frá sér I dag, en þeir hafa verið á fundi í Sofia, höfuðborg Búlgaríu, síðustu tvo dagana. „Ef samningar takast ekki fyrir árslok er nauðsynlegt, að viðræðurnar haldi áfram á næsta ári að því tilskildu, að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í NATO hætti við að koma upp meðaldrægum an á þessari jörð“ og kvað rétt að ræða við og semja við Sovétmenn. Thatcher sagði Atlantshafsbanda- lagið reiðubúið að teygja sig langt í samkomulagsátt um meðaldrægu eldflaugarnar en á hinn bóginn væru aðildarríkin líka staðráðin í eldflaugum í Vestur-Evrópu í des- ember nk.,“ sagði í yfirlýsingunni. Vestrænir sendimenn í Moskvu kváðust í dag efast um, að þetta tilboð Sovétmanna breytti nokkru um áætlun NATO-ríkjanna og bar þeim saman um, að yfirlýsingin væri að öðru leyti mjög óljós og í hálfgerðum véfréttarstíl. Þann skilning mætti t.d. leggja í hana, að Sovétmenn ætluðu að hætta að koma upp eldflaugum sér til varnar í desember nk. ef samning- ar tækjust ekki. í innanlands- málum ítrekaði Thatcher stefnu stjórnar sinnar og sagði kosn- ir.gasigur flokksins í vor hafa „breytt farvegi breskra stjórn- mála“. Þremur klukkustundum áður en Thatcher flutti ræðu sína var þingheimi greint frá afsögn Cecil Parkinsons, viðskipta- og iðnað- arráðherra, og að forsætisráð- herrann hefði fallist á hana. í viðræðunum ef NATO héldi fast við fyrri ákvörðun og einnig, að ef NATO léti það ógert að efla varnir sínar með meðaldrægum eldflaug- um myndu Sovétmenn ekki fjölga SS-20-eldflaugunum, sem þeir beina nú að Vestur-Evrópu. Um þetta væri þó ekkert sagt berum orðum. Bandaríkjamenn hafa boðist til að fækka þeim eldflaugum, sem fyrirhugað er að setja upp í des- ember, ef Sovétmenn fallast á að fækka sínum að sama skapi og það þótt Sovétmenn hefðu eftir sem áður yfirburði hvað varðar fjölda kjarnaodda. Þessu tilboði hafa Sovétmenn vísað á bug. gærkvöldi var Parkinson og konu hans vel fagnað á flokksþinginu og kvaðst hann þá ákveðinn í að segja ekki af sér. í morgun birtist hins vegar á forsíðu The Times of London yfirlýsing frá Söru Keays, fyrrum ástkonu Parkinsons, þar sem hún sagði hann hafa sagt rangt frá málum þeirra í mörgum greinum. Skömmu síðar sagði Parkinson af sér. Parkinsons-málið hefur skyggt mjög á önnur mál á þinginu og voru viðbrögðin við afsögn hans nokkuð misjöfn. Flestir kváðust sjá eftir hæfum manni, sem nú hefði bundið enda á pólitískan fer- il sinn, en aðrir fögnuðu henni. Fyrrum samráðherrar hans sögð- ust harma tíðindin en vona jafn- framt, að þetta mál heyrði nú sög- unni til. Sjá ennfremur „Parkinson bað á bls. 22. ('ecil Parkinson, viðskipta- og iðnað- arráðherra í bresku stjórninni, sem sagði af sér embætti í gær. Var myndin tekin þegar hann kom til heimilis síns í Northaw en hann vildi ekkert við fréttamenn ræða þótt þeir legðu hart að honum. AP. Sovétmenn um meðaldrægu eldflaugarnar: Viðræðurnar haldi áfram eftir áramót — ef NATO hættir við uppsetningu eldflauga í desember Moskvu. 14. október. AP. SOVÉTMENN hafa boðist til að halda áfram viðræðunum um takmörkun á fjölda meðaldrægra eldflauga í Evrópu eftir næstu áramót ef samningar takast ekki fyrir þann tíma. Þetta vilja Sovétmenn þó því aðeins, að NATO- ríkin fresti um sinn að koma upp varnareldflaugum í Vestur-Evrópu en uppsetning þeirra á að hefjast í desember nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.