Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.10.1983, Blaðsíða 1
238. tbl. 70. árg. ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Gerard Debreu Hagfræðiverð- laun Nóbels: Vestur um haf í 6. sinn í röð Stokkbólmi, 17. október. AP. GERARD Debreu, kennari í hagfræði við Kaliforníuháskóla, hlaut í gærmorgun hagfræði- verðlaun Nóbels. Er þetta sjötta árið í röð sem Bandaríkjamaður hlvtur þessa útnefningu. Hag- fræðiverðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1968. Verðlaunin fékk Debreu fyrir rannsóknir sínar á markaðsjafnvægi. Sagði m.a. í álitsgerð sænsku akademí- unnar, að verðlaunin féllu Debreau í skaut vegna „nýrra skilgreininga hans og aðferða við rannsóknir á markaðs- jafnvægi". Gerard Debreu er af frönsku bergi brotinn og fæddist í Calais í Frakklandi 4. júlí 1921. Hann varð banda- rískur ríkisborgari 1975. Njósnamál í Bandaríkjunum: Vopnahlésbrotum fjölgar daglega í Líbanon: Shítar hlaupa skelfingu lostnir í skjól eftir að viðvörunarskotum hafði verið hleypt af. Símamynd AP. Saa Francisco, 17. október. AP. BANDARÍKJAMAÐUR var í dag ákærður fyrir að hafa stolið leyniskjölum um hina svonefndu „Minuteman“-flaug og aðrar vopnarannsóknir Bandaríkjahers og selt þau pólskum milligöngumanni, sem síðan kom þeim áfram til Sovétríkjanna. Maðurinn, sem hér um ræðir, James Durward Harper yngri, var handtekinn á laugardag. Er hon- um gefið að sök að hafa stolið leyniskjölum frá því í maí árið 1979 og þegið alls 250.000 dollara að launum (tæplega 7 millj. fsl. króna). Harper á yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi verði hann sekur fundinn. Að sögn FBI, bandarísku alrík- islögreglunnar, voru leyniskjölin, sem Harper komst yfir, flest varð- andi varnarflaugar Bandaríkja- hers. Voru skjölin afhent á ýmsum stöðum; m.a. í Kaliforníu, Varsjá, Genf og Vín. Naut Harper um tíma aðstoðar konu sinnar. Hún lést í fyrra, en starfaði áður hjá verktaka á vegum varnarmála- ráðuneytisins. Þá upplýsti talsmaður alríkis- lögreglunnar, að hún hefði komist á sporið er lögmaður nokkur hafði samband við hana í september 1981. Kvaðst hann vera milli- göngumaður fyrir Harper, sem þá var ónafngreindur. Bauðst Harper þá til samvinnu við FBI gegn því að hann yrði ekki ákærður. Það tilboð hans var ekki samþykkt. Seldi leyni- skjöl fyrir stórupphæðir Endurteknar árásir á bandaríska gæsluliða Beirút og Washin^ton, 17. október. AP. TALSMAÐUR Reagan Bandaríkjaforseta sagði hann I dag hafa lýst yfir stórfelldum áhyggjum sínum vegna sícndurtekinna árása leyniskytta á bandaríska friðargæsluliða í Beirút. Einn gæsluliði var skotinn til bana af leyniskyttu í gær og fimm hafa særst í svipuðum árásum undanfarna daga. Með dauða gæsluliðans í gær er tala þeirra Bandaríkjamanna, sem 700.000 hand- tökur í Peking, 17. október. AP. TALIÐ er a.m.k. 700.000 manns hafi verið handteknir í Kfna frá því yfir- völd þar í landi skáru upp herör gegn glæpum í ágúst. Fjöldi manns hefur verið tekinn af lífi, en ná- kvæmar tölur um fjölda látinna liggja ekki fyrir. Talsmaður stjórnvalda vildi ekki staðfesta ofangreindan fjölda, 700.000 handtökur, í sam- tali við AP-fréttastofuna, en sagði mikla herferð hafa verið farna gegn afbrotamönnum í landinu. Ibúar Kína eru rúmur milljarður. Þá vildi talsmaðurinn ekkert láta hafa eftir sér vegna ummæla áhangenda Dalai Lama þess efnis, að önnur aftökuherferð stæði fyrir dyrum í Lhasa í Tíbet nú um miðj- an mánuðinn. Rúmur tugur Tíbeta hóf í dag mótmælaföstu við sendiráð Kín- verja i Nýju Delhí. Segist hópur- inn vera að mótmæla aftökum pólitískra fanga í Tíbet á laugar- dag. Kínversk yfirvöld segja sér einungis kunnugt um aftökur Kína tveggja tíbetskra afbrotamanna fyrr í þessum mánuði. Cohen-Orgad f embætti fjármálaráð- herra seint í kvöld virðist því fara fjarri, að hætt sé að hrikta í undir- stöðum stjórnar hans, sem þó er ekki nema vikugömul. Djúpstæður ágreiningur ríkti innan stjórnarinnar um eftir- mann Yoram Aridor. Hann sagði af sér fyrir helgina vegna mikillar andstöðu við nýjar tillögur hans til úrbóta í efnahagsmálum þjóð- látið hafa lífið við friðargæslu- störf í Beirút komin upp í sjö. All- ir nema einn hafa fallið fyrir kúl- um leyniskytta. Sá sjöundi lét Iífið er hann reyndi að gera sprengju óvirka. Skothríð og sprengingar heyrð- ust af og til í allan dag i Beirút og svo virðist sem skammt sé í að umsamið vopnahlé verði endan- lega rofið. Vopnahlésbrot hafa færst mjög í aukana undanfarna daga. Síðdegis í dag bárust svo af þvi fregnir, að lfbanski herinn hefði látið til skarar skríða gegn leyni- skyttum í dögun og sprengt í loft upp fjölda vígja þeirra. Fylgdu að- arinnar. Onafngreindir forvígis- menn flokks frjálslyndra höfðu sagt fyrr í dag, að fengi Cohen- Orgad embættið væru dagar stjórnarinnar taldir. Tveir af frammámönnum frjáls- lyndra, Yitzhak Modai, orkumála- ráðherra, og Gideon Patt, iðnaðar- ráðherra, voru sagðir líta embætt- ið hýru auga. Cohen-Orgad er leið- togi Herut-flokksins. Stjórnarandstaðan, með Verka- mannaflokkinn í fylkingarbrjósti, hyggst á morgun leggja fram til- gerðir eftir að stríðandi fylkingar höfðu skipst á skotum í nótt. „Það er augljóst á framgangi mála í Líbanon að ákveðin öfl eru staðráðin í þvi að brjóta umsamið vopnahlé með öllum tiltækum ráð- um. Þessi sömu öfl leggja alla áherslu á að gera bandarískum friðargæsluliðum skráveifu," sagði talsmaður Bandaríkjafor- seta einnig. Hann bætti því við, að þrátt fyrir þessi áföll hefði ekki komið til tals að kalla bandarísku gæslu- liðana heim. „Þeir eru þarna í ákveðnum erindagjörðum og verða þar á meðan forsetinn telur þörf fyrir þá,“ sagði hann jafnframt. lögu um vantraust á stjórn Sham- ir vegna óánægju með úrræðaleysi í efnahagsmálum. Talið er nokkuð víst, að tillagan verði felld, en á hinn bóginn er talið, að skipan Cohen-Orgad kunni að draga dilk á eftir sér. Þrátt fyrir fyrri ummæli full- trúa frjálslyndra í dag árnaði Patt hinum nýja ráðherra velfarnaðar í starfi í kvöld og kom það mjög á óvart. Virtist engin haldbær skýr- ing á skyndilegri stefnubreytingu frjálslyndra. Hriktir í stoðum stjórnar Shamir Jerúsalcm, 17. október. AP. ÞRÁTT fyrir að Yitzhak Shamir, for- sætisráðherra Ísrael, tilnefndi Yigal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.