Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 Söluskattur felldur niður af bókum? „I»AÐ ER rétt að mér hefur borist ósk frá bókaútgefendum um að sölu- skattur verði felldur niður af bók- um. I»etta er í skoðun í ráðuneytinu og hefur ekki verið tekin ákvörðun í málinu," sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra, er Mbl. spurði hann hvort f athugun væri að fella niður söluskatt af bókum. Albert sagði ennfremur: „Ef ég sé möguleika á því, án þess að koma ríkissjóði í erfiðari vanda en hann er í núna, þá lækka ég það sem ég get lækkað. Til þess þarf ég að geta lækkað eitthvað í útgjöld- um á móti.“ Fossborgina rak upp í grjótgarðinn Kyrarbakka, 21. október. FOSSBORGIN, sautján lesta bátur frá Eyrarbakka, slitnaði upp þar sem skipið var bundið við bryggju á Eyr- arbakka og rak upp í brimgarðinn í fyrrinótt. I gær tókst að ná bátnum úr grjótgarðinum og reyndust skemmdir ekki alvarlegar en bátur- inn brotnaði eitthvað. Fossborgin hefur verið á snur- voð og aflað nokkuð vel. Ekki bæt- ir það ástandið á Eyrarbakka að báturinn skilar ekki afla á land á næstunni, en svo sem fram kom í Mbl. í gær, þá hefur 135 manns verið sagt upp störfum í Hrað- frystihúsinu vegna afla- og gæfta- leysis. Fréttaritari. Björn Árnason ráðinn þjálfari Víkings Þorsteinn Ólafsson með Þór á Akureyri VÍKINGUR hefur ráðið Bjöm Árnason til þess að þjálfa 1. deild- ar lið Víkings f knattspyrnu næsta sumar. Björn þjálfaði 1. deildar lið l»órs síðastliðið sumar með góðum árangri. Hann starfaði um skeið í Færeyjum, um tíma stjórnaði hann færeyska landsliðinu. Hann lék á árum áður með KR og þjálf- aði hjá vesturbæjarliðinu. Björn hefur störf í nóvember. Víkingar hafa því eins og mörg félög horfið að því að ráða innlendan þjálfara, en 10 ár eru liðin síðan félagið hafði innlend- an þjálfara. Öll þau félög í 1. deild, sem gengið hafa frá ráðn- ingu þjálfara, hafa innlenda þjálfara á sínum snærum. Fram hefur ráðið Jóhannes Atlason, KR Hólmbert Friðjónsson, Breiðablik Magnús Jónatansson, Þróttur Ásgeir Elíasson, Akra- nes Hörð Helgason, Víkingur Björn Árnason og loks Þór á Akureyri Þorstein Ólafsson. Sjö ára dreng- ur slasaðist SJÖ ÁRA drengur slasaðist alvar- lega þegar handknattleiksmark féll á hann á leiksvæði KFUM og K við Holtaveg. Tildrög slyssins eru þau, að drengir voru að leik við markið, héngu í því með þeim afleiöingum að markið féll fram yfir sig og skall á höfði drengsins. Hann missti með- vitund en er nú á batavegi. Mbl. er kunnugt um að slys höfðu áður orðið þegar þetta sama mark féll, en það var mjög óstöð- ugt. Þá hlutust ekki alvarleg slys. Markið hefur nú verið fjarlægt af leiksvæðinu. VEGNA smávægilegrar bilunar i prentvél Morgunblaðsins, er stærð blaðsins takmörkuð við 80 síður í dag, tvö 40 síðna blöð. Undanfariö hefur verið unnið að lagfæringum á veginum upp f Bláfjöll, en brátt fer að líða að þvf að nægur snjór verður kominn í skíðalönd Reykvíkinga, sem þar eru. Fleiri umbætur hafa verið þar efra, m.a. hefur verið bætt við stólalyftu á svæðinu. Myndin er tekin af vegaframkvæmdunum á leiðinni upp í Bláfjöll. Dómsátt í máli íbúða við Háberg og Hamraberg: Ríkissjóður greiðir um 2 milljónir í skaðabætur DÓMSÁTT hefur tekist milli ríkissjóðs og eigenda parhúsa við Háberg og Hamraberg vegna galla, sem komu fram í húsunum, sem byggð voru á vegum Framkvæmdanefndar verkamannabústaða. Kíkissjóður hefur fallist á aö greiða um 2 milljónir króna í bætur til eigenda húsanna. Alls er um að ræða eigendur 20 íbúða parhúsa og hefur dómsátt tekist í málum 17 þeirra og er búist við að þeir, sem eftir eru, fylgi fljótlega í kjölfarið. Gallar komu fram á húsunum, á þaki og gólfum. Þökin voru ekki klædd heldur var járnið sett beint á sperrur og var loftið óeinangrað. Raki myndast þegar kalda loftið mætir heita loftinu, sem streymir upp, og lekur vatn niður í íbúðir húsanna. Þegar fór að bera á þessu veturinn eft- ir að húsin voru afhent — árið 1980. Þá komu fram gallar í gólfi. Parket var lagt á sand, svokall- að fljótandi parket. Við vatns- Náttfari 776 frá Ytra-Dals- gerði boðinn til kaups NÚ FYRIR skömmu spurðist það út að stóðhesturinn Náttfari 776 frá Ytra-Dalsgerði væri til sölu. í samtali við Morgunblaðið staðfesti eigandi hestsins, Sigurbjörn Ei- ríksson, að þetta væri rétt og sagði hann jafnframt að hann hefði átt og notað hestinn í tæp tíu ár og hefði ekki þörf fyrir hann lengur. Ennfremur sagðist hann vona að ekki þyrfti til þess að koma aö selja yrði hestinn úr landi, en það réðist að einhverju leyti af þeim tilboðum sem hugsanlega litu dagsins Ijós. „Ýmsir aðilar hafa sýnt áhuga, en verðhugmyndir hafa ekki verið ræddar að svo komnu máli. Einnig er rétt að það komi fram að mín einlæga von er sú, að hesturinn hafni hjá áhuga- sömum hrossaræktarmanni eða hrossaræktarsambandi," sagði Sigurbjörn að lokum. Náttfari hlaut sína fyrstu frægð á Landsmótinu 1974, þeg- ar hann stóð efstur af fjögurra vetra stóðhestum og var það fyrst og fremst yfirburða skeið- geta sem athygli vakti hjá svo ungum hesti. Eftir mótið álitu margir að hestinum hefði verið ofgert í sýningunni, en fjórum árum seinna á Landsmótinu á Skógarhólum kom í ljós, að svo var ekki. Þá var Náttfari sex vetra gamall og stóð hann efstur í sínum flokki. Hlaut hann hæstu einkunn, tíu, fyrir skeið og 9,5 fyrir geðslag. Fyrir hæfi- leika samanlagt hlaut hann 9,08, sem mun vera hæsta einkunn sem einstaklingur hefur fengið á kynbótasýningu. í umsögn dóm- nefndar á Skógarhólamótinu segir eitthvað á þá leið, að Nátt- fari sé fremstur gæðinga í röð- um stóðhesta. Enn sem komið er hefur Náttfari ekki verið sýndur með afkvæmum, en undan hon- um hafa komið góðir hestar og má þar nefna Eldjárn frá Hvassafelli, sem efstur stóð í A-flokki gæðinga á síðsta lands- móti, og Höð frá Hvoli, sem efst- ur stóð af fjögurra vetra stóð- hestum á sama móti. Iagnir bólgnaði parketið og af- lagaðist. Eigendur báru fram kvartanir þegar í stað en þegar ekki náðist samkomulag voru matsmenn til kvaddir. Þeir skil- uðu mati á skemmdum fyrir ári. Um áramótin var stefnt í málinu fyrir Bæjarþingi Reykjavíkur. Mál tveggja eigenda voru tek- in út úr sem prófmál. Eigendur féllust á sáttatilboð sem fram kom fyrir skömmu. Um er að ræða eigendur parhúsanna Hamraberg 3—21, og eigendur húsanna Háberg 4—22. Tekist hefur sátt í málum 17 af 20 eig- endum húsanna. Ríkissjóður hef- ur tekið að sér að greiða þann 1. nóvember rúmar 82 þúsund krónur í bætur til eigenda hvers húss og 15 þúsund krónur í máls- kostnað fyrir hvert mál. Alls nema bætur sem ríkissjóður hefur tekist á hendur að greiða um tveimur milljónum króna. Björn Halldórsson fv. fram- kvœmdastjóri SH látinn BJÖRN Halldórsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, er látinn, 65 ára að aldri. Hann var fæddur 28. júní 1918 að Hvanneyri í Borgarfirði, sonur hjónanna Halldórs Vilhjálmssonar, skólastjóra þar, og konu hans, Svövu Þórhallsdóttur. Björn varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík ár- ið 1939. Hann lauk BA-prófi í hagfræði frá háskólanum í Minneapolis í Minnesota árið 1945 og MA-prófi í hagfræði frá Harvard í Massach- usetts árið 1946. Hann hóf störf hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna í Reykjavík árið 1947 og var framkvæmdastjóri frá 1948. Hann lét af störfum árið 1977 vegna veikinda. Björn heitinn átti sæti í stjórn Coldwater Seafood Corp. um langt árabil. Björn Halldórsson Árið 1948 kvæntist hann Mörtu Pétursdóttur. Kristsvakning 1983 „HVAÐ viltu mér, Kristur" er yfirskrift Kristsvakningar ’83, sem er samkomuvika 23.—30. okt., á vegum KSS, KSF, KFUK, KFUM og Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Samkomur eru haldnar að Amtmannsstíg 2b alla daga vikunnar og hefjast kl. 20.30, þar sem fjallað er um erindi Krists við nútímamanninn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.