Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 21 2ttur0it Útgefandl ní»Tnbttí hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Alþýðubandalag er ekki lengur verkalýðsflokkur Alþýöubandalagið er ekki lengur verkalýðs- flokkur. í nokkur undan- farin ár hafa verkalýðsfor- ingjar flokksins staðið höll- um fæti í atkvæðagreiðsl- um innan flokksins. Nú síð- ast gerðist það, við kjör fulltrúa á landsfund Al- þýðubandalagsins í flokks- félaginu í Reykjavík, að helsti forystumaður Al- þýðubandalagsins í verka- lýðssamtökunum, þingmað- ur flokksins í Reykjavík og innsti koppur í búri um áratugaskeið, Guðmundur J. Guðmundsson, náði kjöri á landsfundinn með hlut- kesti. Þrír aðrir kunnir for- ystumenn Alþýðubanda- lagsins í verkalýðshreyf- ingunni, náðu með naum- indum kjöri með minnsta atkvæðamagni þeirra, sem kosningu hlutu. Þetta er ekki einstakt tilvik, þetta getur ekki lengur talizt til- viljun, vegna þess, að það hefur gerzt of oft. Hin augljósa niðurstaða er sú, að Alþýðubandalagið er að segja skilið við uppruna sinn, sem verkalýðsflokkur og stefnir í þess stað markvisst að því að verða flokkur vinstri sinnaðra menntamanna. Þetta eru merkileg tíma- mót í íslenskum stjórnmál- um. í rúma hálfa öld eða allt frá því að Kommún- istaflokkur íslands var stofnaður hefur stjórn- málaflokkur sósíalista á ís- landi lagt höfuðáherzlu á að rækta tengsl sín við verkalýðssamtökin. Þetta einkenndi starf Kommún- istaflokksins og sömuleiðis starf Sameiningarflokks alþýðu-Sósíalistaflokksins. Alþýðubandalagið sjálft var stofnað beinlínis með samstarfi milli Sósíalista- flokksins og þáverandi for- ystumanna Alþýðusam- bands íslands. Áratugum saman var höfuðkapp lagt á, að full- trúar úr verkalýðshreyf- ingunni væru jafnframt fulltrúar þessa flokks á Al- þingi. Þar komu við sögu menn á borð við Sigurð Guðnason, Eðvarð Sigurðs- son og Hannibal Valdi- marsson, eftir að hann gekk til samstarfs við Sósíalistaflokkinn um stofnun Alþýðubandalags- ins, svo og Björn Jónsson. Nú er öldin önnur. Nú er markvisst unnið að því að niðurlægja eina verkalýðs- foringjann, sem eftir er á Alþingi í röðum Alþýðu- bandalagsmanna, Guð- mund J. Guðmundsson. Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar, að formaður Dagsbrúnar og formaður Verkamanna- sambands íslands yrði að sæta því að ná kjöri á landsfund Alþýðubanda- lagsins með hlutkesti. En svo er komið nú og það er engin tilviljun. Það er svo önnur saga, að ekki sýnir Alþýðubandalag menntamannanna gömlum baráttumönnum flokksins á borð við Einar Olgeirsson meiri virðingu en svo, að það munaði aðeins tveimur atkvæðum, að hann yrði einnig að sæta því, að hlutkesti færi fram um það, hvort hann einn af Sigur Sigur Vöku, félags lýð- ræðissinnaðra stúd- enta, í kosningum til hátíðanefndar 1. desember er ánægjulegur. í rúman áratug hafa vinstri menn ráðið hátíðarhöldum stúd- enta á fullveldisdaginn og sinnt því verkefni þannig, að bæði háskólinn og há- skólastúdentar hafa orðið stofnendum Alþýðubanda- lagsins 1956, fengi að sitja næsta landsfund flokksins. Nú kann einhver að spyrja, hvort Alþýðu- bandalagið verði kannski betri og viðræðuhæfari flokkur, þegar mennta- mennirnir hafa náð þar öll- um tökum. Því er fljót- svarað. Alþýðubandalagið verður verri flokkur vegna þess, að gömlu verkalýðs- foringjarnir höfðu jarð- samband sem hinir vinstri sinnuðu háskólamenn, sem nú ráða þar öllu, hafa ekki. Hnignunarskeið Alþýðu- flokksins hófst, þegar hann hætti að rækta tengsl sín við verkalýðssamtökin og varð í þess stað flokkur embættismanna og menntamanna. Alþýðu- bandalagið er á sömu leið. Vöku fyrir álitshnekki. Nú má búast við, að hátíðarhöldin 1. desember fari á ný fram með þeirri reisn, sem þess- um degi ber og verði jafn- framt stúdentum og Há- skóla íslands til sóma. Fögnuður yfir þessum úr- slitum mun ná langt út fyrir raðir háskólastúd- enta. voff voff voff segi ég við manninn sem starir á hundlausa ólina í hendi sér og hrópar hvað á þetta eiginlega að þýða voff voff voff segi ég aftur og urra vinalega eins og Neró í Gagni og gaman þetta er hundamál sem þýðir að ég standi með öllum heimsins hundum af því að hundarnir eiga annað og betra líf skilið en mannleg yfirráð voff Svo mælir Árni Larson í Leik- fangi vindanna fyrir munn hundsins. Þeir eru sýnilega margir um þessar mundir sem mæla fyrir munn hundsins. Það sá ég þegar ég kom heim úr sumarfríinu og fletti þriggja vikna skammti af dagblöðum, sem væn kona jafnan tekur úr pósthólfinu mínu og staflar snyr- tilega upp fyrir mig. Það er ávallt dálítið spennandi að líta í bunk- ann. Hvað skyldi nú hafa gerst meðan maður var fjarverandi? Hvað ætli þessari þjóð liggi nú mest á hjarta? Jú, hundar. Raunar höfðum við líka verið að tala um hunda í sólinni og 35 stiga hita suður í Portúgal. Til- efnið er hundakórinn á kyrrum hlýjum nóttum. Hundaskarinn í Algarve ku sofa í hitanum á dag- inn, þegar þessir horuðu vesal- ingar eru ekki að sníkja mat af baðgestum á ströndinni, og safn- ast svo saman á nóttunni til að taka lagið. Það mun vera í góðu samræmi við upprunaeðli hunda að spangóla þá er tungl er á lofti. En þetta eru mest fjrálsbornir flækingshundar sem þarna eru á ferð. Var sagt þegar ég spurði að þeim væri þó smalað saman einu sinni á ári og auglýst eftir eig- endum í hálfan mánuð áður en eigendalausir væru látnir sofna svefninum langa. Enda kunna tvífættir ekki allir að meta eðlis- lægar athafnir þeirra ferfættu. Slíkur yfirgangur herra jarðar- innar kom berlega fram er ég fór að tíunda gamla reynslusögu í spjalli úti við sundlaugina og áheyrendur tóku greinilega málstað þess tvífætta. Atburðurinn gerðist í París fyrir allmörgum árum. Ekkert hótelherbergi var að fá þegar ég kom til borgarinnar. Loks leitaði ég í vandræðum mínum í eitt af þessum litlu hótelum í lista- mannahverfinu við Montparn- asse, Hótel Blois, rétt handan hornsins hjá Café Select, sem ís- lendingar hafa gert að setustað sínum í áratugi. Þetta er eitt af þessum litlu hótelum þarna, þar sem neðsta hæðin hefur gjarnan viðskiptavini sem ekki dvelja lengi nætur og nýting á herbergj- um því yfir 100 %. En þeim mun meiri áhersla er lögð á að halda uppi sæmd og virðingu hótelsins á öllum hinum hæðunum. Og í bakgarði — gengið í gegn um hót- elið — eru leigðar út nokkrar vinnustofuíbúðir. I einni þeirra bjó árum saman Högna Sigurð- ardóttir arkitekt og maður henn- ar. Madame hafði því miður ekk- ert laust herbergi á efri hæðum. En þar sem hún kvaðst vita hve ágæt manneskja ég væri (hefði á sendiráðsárunum sent henni gesti í námsmanna og lista- mannaherbergin hennar uppi undir þaki) vildi hún endilega koma í veg fyrir að ég yrði að sofa úti á bekk. Þannig stæði á að am- erísk kona sem hefði vinnustofu- íbúðina í bakgarðinum við hliðina á Högnu vinkonu minni væri í Ameríku og hana gæti ég fengið í nokkrar nætur. Þetta var ágæt úrlausn. Um morguninn fór ég í morgunkaffi út á Select kaffihús- ið með morgunblöðin. Kom til baka, greip lykilinn og dinglaði honum um fingur mér á leiðinni yfir húsagarðinn. Þar mætti mér urrandi Schefferhundur, sem hafði verið hleypt út til að viðra sig. Þar sem ég er ekki hrædd við hunda, labbaði ég hin rólegasta í sveig fram hjá honum. En fyrr en varði kom þetta flykki á bakið á mér og urrandi kjafturinn fram fyrir öxlina, svo að rautt ginið með beittum hundstönnum var beint við augum. Ég stóð graf- kyrr undir farginu. Þorði mig ekki að hreyfa. Urrið og lætin svo mikil að allt hótelfólkið kom hlaupandi. Hóteleigandinn ætlaði aldrei að fá hund sinn af bakinu á mér. Hann krafsaði svo í æsingn- um að rispur komu eftir bakinu gegn um peysuna. En hann hlýddi og var lokaður inni. En hundurinn var ekki búinn að sætta sig við mig. Hann var bara að gera það sem skyldan og hundseðlið bauð. Hann vissi að ég átti ekki þarna heima og nú kom ég vingsandi lyklum. í hvert skipti sem ég kom við útihurðina skynjaði hann það og gelti sem óður í eldhúsinu. Af hverju mátti hann ekki gegna skyldu sinni? Hollenski ritstjórinn sem ég borðaði með um kvöldið og heyrði söguna, vildi tryggja það að ég yrði ekki etin af hundi, a.m.k. kvöldið sem hann æki mér heim. Ætlaði að skila mér að dyrunum. Ég greip lykilinn af snaganum í hótelafgreiðslunni og opnaði dyrnar út í garðinn. Þá kom hin siðavanda Madame. „Hér er bannað að fara inn með karl- menn.“ Enda verður að halda með hörku uppi virðingu á réttum stað, og horfa fram hjá henni þar sem það á við. Þetta var hennar sjónarmið, sem hún varði vitan- lega af sama kappi og Scheffer- hundurinn varði sitt hlutverk. Mér þótti að visu dulítið skrýtið að hún skyldi hafa af því meiri úhyggjur að ég færi með gest inn en að ég væri etin af grimmum hundi. En hver verður að fá að gegna því hlutverki sem hann hefur í lífinu, Schefferhundurinn sínu, Madame sínu. Mitt hlutverk var þarna óljóst, enda lagði ég á flótta. Hagsmunir hundsins fóru greinilega ekki saman við mína. Meira að segja leyfði ég mér að ía að því að það væri hundurinn sem væri á röngum stað þarna í fjöl- býli í borg en ekki ég. En eins og lögregluhundurinn hans James Thurbers í sögunni um tvo hunda segir: „Mér var kennt að gera það sem ég geri, og ekki að gera það sem ég ekki geri. Það kalla þeir aga. Þegar ég veiði - ketti þá halda þeir kettir áfram að vera veiddir." Og blóðhundur- inn vinur hans, sem ætlað er ann- að hlutverk svaraði: „Ég veiði þá ekki, ég finn bara hvar þeir eru.“ Enda stansaði sá ágæti hundur hálfan metra frá opnum glugga, þar sem slóð innbrotskattarins endaði, því hlutverk blóðhunds er ekki að stökkva heldur að rekja slóð. Það skiptir nefnilega höfuð- máli að hver hundur sé á sínum stað. Hvað á t.d. fjárhundur að reka, þegar rollur hafa verið bannaðar í heimkynnum hans? Finna eitthvað annað til að smala? Og hvað á aumingja Schefferhundur að verja ef alls konar fólk er að flandra í þéttbýli þar sem það ekki á heima? Ekki að furða þótt hundar verði ráð- villtir — og ekki einu sinni sál- fræðiþjónusta fyrir taugaveikl- aða ferfætlinga, eins og tvífætl- inga, sem villast út úr hlutverk- inu sínu í lífinu. Þetta hlýtur að vera hundalíf. Líklega er þetta orðið efni í annan umgang af hundgreinum. Mætti vera í sam- kvæmisleikjastíl: Hver átti rétt- inn, hundurinn, Madame eða gesturinn? ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Rey kj a víkurbréf ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 22. október ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Gagnrýnin á ríkisstjómina Mörgum þykja stjórnmálafundir með afbrigðum leiðinlegir og að litla þýðingu hafi að sækja þá, þar sem fátt fréttnæmt komi fram. Auðvitað eru ræður stjórnmála- manna á slíkum fundum misjafn- ar, en þó er það svo, að oft er forvitnilegt að fylgjast með þeim svo og spurningum, sem fram koma hjá fundarmönnum til ræðumanns. Þær gefa oft tölu- verða vísbendingu um, hvað fólk er að hugsa í sambandi við stjórn- mál, atvinnumál og kjaramál. Stjórnmálafundur, sem Sjálf- stæðisflokkurinn efndi til í Stapa í Njarðvíkum sl. mánudagskvöld, var fyrir margra hluta sakir fróð- legur. Fundarmenn veittu athygli miklum pólitískum styrk, sem fram kom hjá Geir Hallgrímssyni, utanríkisráðherra, í framsögu- ræðu hans á fundinum og í svör- um við fyrirspurnum. Mikil póli- tísk reynsla ráðherrans og yfirsýn kom vel í Ijós á þessum fundi, sem sóttur var af um 300 manns. En hvað var mest áberandi í fyrirspurnum fundarmanna í Stapa? Ríkisstjórnin var gagn- rýnd á fundinum fyrir það að kalla Alþingi ekki saman strax á sl. vori til þess að fjalla um að- steðjandi vandamál. Þessi gagn- rýni heyrðist víða. Nokkrir fund- armenn gerðu sérstaklega að um- talsefni ákvæði bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar um afnám samningsréttar um kaupgjaldsliði fram til 1. febrúar nk. og þótti ístöðulaust og fremur til bölvunar. Þá töldu nokkrir ræðumenn að of geyst væri farið í sakirnar og skynsamlegra hefði verið að ná þeim árangri, sem að væri stefnt í áföngum. Nokkrir fundarmenn töldu, að kjaraskerðingin hjá lág- launafólki hefði átt að verða minni en hjá öðrum og loks komu fram raddir um, að við núverandi aðstæður væri ástæðulaust að borga alla þessa peninga í sjóði verkalýðsfélaganna. Meiri ástæða væri til að þeim peningum yrði varið til þess að bæta kjör lág- launafólks. Allir þessir þættir hafa verið til umræðu á undanförnum mánuð- um, og mátti finna á fundar- mönnum í Stapa, að þetta þætti helst aðfinnsluvert í stefnu og störfum núverandi ríkisstjórnar. Áhyggjur við sjávarsíðuna Á fundinum í Stapa kom fram, að við sjávarsíðuna hafa menn verulegar áhyggjur af stöðu sjáv- arútvegsins. Þær eru kannski meiri á Suðurnesjum en annars staðar, vegna þess, að saltfisk- verkun skiptir þar miklu máli og raunar skreiðarverkun einnig, en þetta eru þær greinar fiskvinnsl- unnar, sem nú eiga við hvað mesta erfiðleika að etja. Utanríkisráðherra var spurður um það, hvort gengislækkun væri í bígerð. Einn ræðumanna sagði, að hann væri út af fyrir sig á móti gengislækkun, en það væri vitlaus pólitík að borga 29 krónur fyrir hvern Bandaríkjadollar, þegar það kostaði 39 krónur að framleiða hann. Þá var því sterklega haldið fram á fundinum, að Samvinnuhreyf- ingin stefndi að því að yfirtaka sjávarútveginn allt í kringum landið. Var vísað til Suðureyrar við Súgandafjörð og Patreksfjarð- ar í þeim efnum. Jafnframt var sú skoðun áberandi, að lenti fyrir- tæki í einkarekstri í sjávarútvegi í erfiðleikum, væri engu hlíft, en þegar Sambandsfyrirtæki ættu við erfiðleika að etja, svo sem frystihúsið á Patreksfirði, væri því bjargað með einhverjum hætti, og þá ekki síður fyrirtæki sem ríkið ætti hlut að, eins og Þormóð ramma á Siglufirði. I sjávarútveginum væri ekki eitt látið yfir alla ganga. Utanríkisráðherra tók það mjög skýrt fram á fundinum, að gengis- lækkun væri ekki í bígerð. Hann kvað það ásetning ríkisstjórnar- innar að halda genginu stöðugu, en til þess að það mætti takast þyrfti að beita bæði aga og aðhaldi svo að atvinnuvegir okkar yrðu samkeppnisfærir á erlendum mörkuðum. Efnahagsstefna ríkis- stjórnarinnar byggðist að veru- legu leyti á stöðugu gengi. En hvernig verða vandamál sjávar- útvegsins leyst? Framtíð ríkis- stjórnarinnar veltur á því, að hún finni svarið við þeirri spurningu. Sú skoðun er áreiðanlega orðin útbreidd við sjávarsíðuna og ekki að ástæðulausu, að Samvinnu- hreyfingin stefni að mikilli út- þenslu í sjávarútveginum. Þar skipti rekstrarsjónarmið venju- lega litlu máli, heldur sú pólitíska aðstaða, sem það skapi Samvinnu- hreyfingunni og Framsóknar- Morgunblaðið/Rax. flokknum að ná undir sig hverju atvinnufyrirtækinu á fætur öðru í sjávarplássum allt í kringum landið. Sú krafa er augljóslega gerð til forvígismanna Sjálfstæð- isflokksins, að þeir komi í veg fyrir að Framsóknarflokkurinn misnoti aðstöðu sína í þessu skyni. Mismunandi ástand Stendur efnahagsstefna ríkis- stjórnarinnar, sem þegar hefur borið þann árangur að skapa stöð- ugt verðlag og lækka fjármagns- kostnað, af sér þá erfiðleika, sem augljóslega eru að koma upp í sjávarútveginum? Fyrir nokkru átti höfundur þessa Reykjavíkur- bréfs tal við kunnugan mann við ísafjarðardjúp sem sagði, að þar væri nú mjög dauft hljóð í mönnum, ekki síst vegna þess, að lítill afli bærist að landi og lítil bjartsýni væri ríkjandi um fram- tíðina. Hið sama varð ferðalangur var við á Akureyri nú í vikunni, þar sem vaxandi uggur er í fólki vegna atvinnuástands og upp- sagna í Slippstöðinni. Þar við bæt- ist að ekki berst nægilegur afli að landi til vinnslu, sem veldur auð- vitað erfiðleikum í atvinnulífinu í höfuðborg Norðurlands. Vafalaust er svipað ástand víða um landið. Aflabresturinn á þorskveiðum á mikinn þátt í því. Þjóðarbúið hefur orðið fyrir geig- vænlegu áfalli á tveimur árum, þar sem þorskaflinn hefur minnk- að um 200 þús. tonn, eða úr um 480 þús. tonnum í um 280 þús. tonn, sem nú er áætlað að veiðist á þessu ári. Ekki er þó alls staðar ríkjandi svartsýni. Þannig er t.d. ánægju- legt að tala við forystumenn í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum um þessa mundir. Vestmanney- ingar hafa átt við margvíslega erf- iðleika að stríða i atvinnulífi sínu frá gosi 1973. Nú telja Vestmann- eyingar, að í fyrsta sinn á þessu tíu ára tímabili sé atvinnulíf þeirra að ná sér á strik. Forvígis- maður í atvinnulífi þar sagði bros- andi á dögunum aðspurður um það, hvort Vestmannaeyingar græddu nú mikið, að tapið væri minna en áður! Einhvern tíma var sagt, að enginn væri búmaður nema hann berði sér og kannski á það við um Vestmanneyinga, en þeir gefa m.a. þá skýringu á vel- gengni í atvinnulífinu þar, að þeir séu ekki háðir einni vinnsluaðferð umfram aðra, þeir hafi verið bæði i frystingu, saltfiski og skreið og geti fært nokkuð á milli þessara vinnslugreina eftir því hvað best gefst á hverjum tíma. Á ad leggja skipunum? Allmargir forystumenn í sjáv- arútvegi hafa verið spurðir um það að undanförnu, hvort þeir séu almennt farnir að horfast í augu við þá staðreynd að fiskiskipaflot- inn sé of stór og eina raunverulega lausnin á vandamálum sjávarút- vegsins sé sú að fækka skipum, hvernig sem það verði gert. Yfir- leitt hafa menn svarað þeirri spurningu játandi. í Morgunblaðinu í gær, föstu- dag, segir Halldór Asgrímsson, sjávarútvegsráðherra: „Það eru mörg fyrirtæki sem standa illa. Það er svo illa komið, að það tekur langan tíma fyrir þessi fyrirtæki að ná sér á strik aftur og það er ekkert auðvelt við að eiga, þegar afli dregst svona saman og fram- leiðslan minnkar eins og nú er að gerast. Sjávarútvegurinn er svo illa staddur, að þetta eru hlutir, sem maður getur átt von á hvenær sem er á allmörgum stöðum á landinu." f Morgunblaðinu í fyrradag er frétt þess efnis, að togaranum Bjarna Herjólfssyni hafi verið lagt, en hann hefur verið gerður út frá Stokkseyri og landað afla þar og á Eyrarbakka og í Þorlákshöfn. Útgerðarstjóri togarans, Kristinn Halldórsson, segir í samtali við Morgunblaðið: „Rekstrarskilyrði útgerðarinnar eru með þeim hætti í dag, að ógerlegt er að halda þess- um rekstri áfram. Það hefur lítið sem ekkert veiðst að undanförnu og því var þessi ákvörðun tekin. Það er ógerlegt á þessari stundu að segja til um það, hvenær skipið verður sent á veiðar, en til þess að svo verði, þurfa aðstæður í mál- efnum útgerðarinnar að breytast verulega." Bersýnilega hafa útgerðaraðilar Bjarna Herjólfssonar komist að raun um það, að kostnaðarminna væri að leggja togaranum en halda honum í rekstri, það segir auðvitað töluverða sögu um ástandið í sjávarútvegi okkar. Það borgar sig að láta þessi afkasta- miklu atvinnutæki standa ónotuð. Kostnaðurinn í sjávarútvegin- um er orðinn of mikill. Fjárfest- ingarkostnaðurinn í sjávarútveg- inum er orðinn of mikill og veldur því, að rekstur nokkurra nýrra togara er vonlaus fyrirfram. Rekstrarkostnaður er orðinn allt- of mikill, þar sem of mikil olía er notuð á of mörgum skipum til þess að sækja minnkandi afla. Vandi sjávarútvegsins og þar með þjóð- arbúsins verður ekki leystur nema þessi kostnaður verði skorinn verulega niður. Gengislækkun hef- ur ekki þau áhrif. Hún virkar ein- ungis á sjávarútveginn eins og eiturlyfjaskammtur á fíkniefna- sjúkling, hún friðar hann í stuttan tíma, eins og Geir Hallgrímsson benti á í Stapa á dögunum. Fjárfestingarkostnaðurinn verður ekki minnkaður nema reynt verði að selja hluta togar- anna úr landi. Vel má vera að ekki sé hægt að finna kaupendur að þessum skipum. Þá kemur til greina að leigja þau og fá þannig eitthvað upp í fjárfestingarkostn- aðinn. Umtalsverð fækkun skip- anna leiðir til þess að minni kostnaður í olíu og veiðarfærum kemur til við öflun sama fiski- magns og áður. Þá kallar sjávar- útvegurinn ekki á gengislækkun, vegna þess að 29 krónur fyrir doll- ar duga honum. Búast má við mikium pólitísk- um hávaða frá vinstri flokkunum verði slíkri stefnu fylgt fram. Hann má hins vegar ekki verða til þess að hræða rikisstjórnina frá því að taka í alvöru á þessu þrúg- andi vandamáli. Fækkun fiski- skipa kallar að sjálfsögðu á marg- víslegar aðrar ráðstafanir svo sem fiskmiðlun milli vinnslustöðva í hinum fjölmörgu sjávarplássum, þar sem afkoma fólks byggist al- gerlega á fiskinum. Við verðum að finna leiðir til slíkrar hráefnis- miðlunar. Þessa stundina hefur núverandi ríkisstjórn frekar byr- inn með sér, þótt henni hafi verið mislagðar hendur um margt. Þann byr á hún að nota til þess að ráð- ast að rót vandans í okkar atvinnulífi og efnahagslífi, sem er ævintýraleg offjárfesting í sjávar- útvegi og margfalt meiri kostnað- ur við hráefnisöflunina en vera þyrfti. Ríkisstjórnin hefur tæki- færi til að skipa sér veglegan sess í íslandssögunni, en hefur hún yf- irsýn og kjark til þess?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.