Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 35
MORGUNRLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 35 Minning: Ingunn Sigríður Tómasdóttir Fædd 13. desember 1899 Dáin 15. nóvember 1983 Þegar barst sú sorgarfregn að Inga amma væri látin, komu margar minningar upp í huga okkar. Ingunn var reyndar ömmusystir okkar, en við kölluðum ætíð ömmu og það var hún í augum okkar al- veg frá bemsku aldrei annað en besta amma. Heimsóknum okkar systkin- anna sem börn til ömmu gleymum við aldrei, alltaf rikti yfir henni þessi fjörlegi og káti andi sem náði svo vel til okkar barnanna. Henni var einkum svo ljúft að gera gott úr öllu, það var nánast eins og hún lifði á björtu hliðun- um í lífinu. Að kvarta og kveina var ekki að hennar skapi. Þannig að í návist ömmu leið öllum fjarska vel, og hún vakti okkur oft til umhugsunar um ýmislegt í líf- inu og tilverunni sem við sjálf höfðum varla komið auga á áður. Amma var mjög félagslynd og naut þess að vera innan um annað fólk og var ætíð „hrókur alls fagn- aðar", enda átti hún mjög auðvelt með að ná til flestra og hjá henni var ekkert kynslóðabil til. Hún gætti þess yfirleitt að hafa meira en nóg að starfa, það var henni svo mikils virði, og var oft með „stranga áætlun" langt fram í tímann. Það var með eindæmum hve gott samband amma hafði við ætt- ingja sína, hún vildi fylgjast með hvernig öllum liði og sjá til þess að allir hefðu það eins gott og unnt væri. Hvort sem það voru hennar eigin börn, barnabörn, barnabarnabörn, ættingjar, vinir eða annað fólk, alltaf var amma tilbúin til aðstoðar og hjálpar. Með heimsóknum sínum og velvild má segja að hún hafi styrkt mjög fjölskyldu-, ættar- og vinatengsl okkar allra sem kynntumst henni. Amma var mjög trúhneigð og kirkjurækin og við trúum því að hún sé nú komin á þann stað sem hún talaði oft um við okkur. Við þökkum ömmu að lokum innilega fyrir það dýrmæta vega- Sigurborg Bjarna- dóttir — Minning Fædd 31. desember 1905 Dáin 14. október 1983 Á morgun, 24. október, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði Sigurborg Bjarna- dóttir frá Stykkishólmi er bjó að Hverfisgötu 35b í Hafnarfirði. Með fáum orðum vil ég þakka henni öll þau ár, sem ég hef þekkt hana. Sigurborg eða Borga, eins og hún var alltaf kölluð, var fædd 31. desember 1905 að Ormsstöðum í Dalasýslu. Foreldrar hennar voru Kristín Guðmundsdóttir og Bjarni Magn- ússon, járnsmiður og fangavörður í Stykkishólmi. Borga var ein af átta börnum þeirra hjóna. Af þeim eru þrjú enn á lífi, Margrét, Magnús og María. Heimili Borgu var annað heimili Mariu alla tíð og reyndist hún henni vel. Borga ólst upp í foreldrahúsum, ásamt systkinum sínum, til tvítugsald- urs, en þá flutti hún til Reykjavík- ur. Þegar móðir hennar lézt stuttu síðar, fór hún aftur til Stykkis- hólms og hélt þar heimili með föð- ur sínum og nokkrum systkinum, sem voru þá sum á unga aldri. Einnig ól hún upp systurson sinn, er lézt 9 ára gamall og varð henni mikill harmdauði og minntist hún hans oft með miklum söknuði. Borga kynntist í Reykjavík manni sínum, Jóni Ásgeirssyni, vélstjóra frá Eiði við Isafjarðar- djúp. Þau giftust árið 1949 og stofnuðu heimili að Hverfisgötu 35b í Hafnarfirði. Þrem árum síð- ar tók hún að sér dóttur Jóns, Kolbrúnu, og ól hana upp, sem dóttir væri alla tið og er hún enn á heimili Borgu í Hafnarfirði. Jón, maður Borgu, lézt árið 1960. Að lokum vil ég þakka henni all- ar þær góðu móttökur, sem ég fékk á heimili hennar og það góða samband, sem var alla tíð okkar á milli. Einnig vil ég minnast allra þeirra góðu stunda, sem foreldrar mínir og hún áttu. Móður minni var hún ætíð sem bezta systir, hjálpleg í öllum hennar veikindum og ekki stóð á þvi að taka upp saumavélina, ef við komum i heimsókn. Og eftir að móðir mín, Alda Valdimarsdóttir, lést, var henni ávallt umhugað að Magnús bróðir hennar hefði það sem bezt. Guð blessi minningu hennar. Kristín Magnúsdóttir Lárus Sigurðsson, Tindum — Minning Lárus Sigurðsson bóndi á Tind- um er allur. Með honum er geng- inn mætur bændahöfðingi. Lárus kom í sýslunefnd 1962 eftir harðar og tvísýnar kosningar í sveit sinni. Báðir frambjóðendur voru fram- sóknarmenn og því kosningarnar persónulegri og harðari fyrir bragðið.Þá hófst samstarf okkar, sem stóð liðlega áratug. Ég fann fljótt að þar sem Lárus var fór traustur og ráðhollur maður. Hann var gætinn í fjármálum, en samt framfarasinnaður. Sýslan hafði mörg verkefni með að gera, en úr litlu fé að spila. Gæta varð því ítrustu sparsemi, en samt dugði ekki bara að neita. Lárus hafði skilning á þessu, sem og fleiri sýslunefndarmenn, og tókst að rata hinn gullna meðalveg að halda uppi hóflegri starfsemi og leggja ekki óhóflega á. Lárus var mikill framsóknar- maður. Þegar hann kom inn í sýslunefnd fann einn flokksmaður hans ástæðu til þess að vara mig við honum. Hann væri kafbátur, eins og hann orðaði það. Ef til vill hefi ég fyrst til að byrja með verið á varðbergi, en ég fann fljótt að Lárus var hollráður og þar kom aldrei fram pólitík. Samstarf okkar var með ágætum, þótt hvor hefði sínar ákveðnu skoðanir, þeg- ar um þær var að ræða. Lárus var einnig mikill og ein- lægur samvinnumaður. Hér í sýslu er sérstakt framleiðslu- samvinnufélag, Sölufélag Austur- Húnvetninga. Hann vildi sjálf- stæði þess mest gagnvart neyt- andafélaginu, kaupfélaginu. Var hann því ekki ætíð sammál flokksbræðrum sínum að þessu leyti.En hann vildi hag bænda- stéttarinnar sem mestan, ekki bara efnalega, heldur vildi hann auka virðingu fyrir bústörfum og lífinu í sveitinni. Vafalítið verða margir til þess að minnast Lárusar, svo ég hefi þetta ekki lengra. Hann lifði á umrótartímum, þegar tæknin tók við af aldagömlu búskaparlagi. Honum tókst að aðlaga sig og búskap sinn breyttum tímum og skila af sér góðu og nýtískulegu býli. Það er því I sjálfu sér ekki sorgarefni að hann er farinn. Heilsan var búin og aðeins biðin eftir. Hún var sem betur fer stutt. Hins vegar er ávallt skarð fyrir skildi er mætir menn ganga á vit feðra sinna. Ég votta minningu Lárusar virðingu mína og þakka samfylgd- ina og góða viðkynningu á undan- förnum árum. Ég og kona mín sendum Kristínu og börnum þeirra samúðarkveðju. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. nesti sem hún hefur gefið okkur, og sendum börnum hennar og öðr- um aðstandendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Birgir, Rirna, Guðbjörg og Ellert Róbertsbörn. Mánudaginn 25. október nk. verður amma mín til hinstu hvíld- ar lögð, við hlið afa í Fossvogs- kirkjugarði. Amma mín fæddist í Reykjavík 13. desember 1899, dóttir Rann- veigar Gissurardóttir og Tómasar Klog Pálssonar. Á þeim árum sem amma ólst upp, var dugnaður og áræði þær dyggðir sem mest á reyndi í lífs- baráttu þeirra tíma, og voru þetta ríkir þættir í hennar fari. Einnig fóru þeir, sem um sárt þurftu að binda, ekki varhluta af góðvild og hjálpsemi sem hún átti í ríkum mæli, og öllum vildi hún vel. Amma var gift Guðmundi H. Þorlákssyni húsateiknara, og lifðu þau saman í góðu hjónabandi uns hann lést 31. ágúst 1958. Þau eign- uðust fjögur börn, þau Ragnar, Margréti, Ingu Dóru og Guðlaugu. Einnig áttu systursynir hennar, þeir Róbert og Guðmundur Sig- mundssynir, ætíð öruggt athvarf hjá ömmu og afa á sínum upp- vaxtarárum. Ég minnist ömmu minnar sem dugnaðar konu sem hvergi var á því að gefast upp þó á móti blési. Ég minnist ömmu með gleði og hlýju og hugsa til þess hve hún var alltaf lífleg og kát, og alltaf tilbúin að hjálpa til þar sem hjálp- ar var þörf. Ég þakka ömmu minni allar þær góðu minningar, og öll þau góðu ár sem ég naut samvista við hana, og ég kveð hana þakklát i huga í þeirri vissu að hún, búin að lifa heilt æviskeið gleði og sorga, fékk hægt andlát og gengin er glöð og sátt á vit hans sem hún trúði á og treysti. Blessuð sé minning hennar. Margrét Björnsdóttir t Innilegustu þakkir (ærum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför SIGRÍDAR R. JÓNSDÓTTUR frá Svínafelli í Öræfum. Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki á delld A7 á Borgarspital- anum fyrir frábæra hjúkrun og aöhlynningu. ' Ólöf Runólfsdóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir, Ragnar Þórhallsson, Jón Þórhallsson, Jónina Runólfsdóttir. t Innilegar þakkir til þeirra er vottuöu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa, ÓLAFS ÞÓRARINSSONAR, fyrrverandi stöóvarstjóra, Gufuskálum. Þórarinn Ólafsson, Björg Karlsdóttir, Magnús Ólafsson, Inga H. Ólafsdóttir, Christian Staub og barnabörn. t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur vináttu og hlýhug bæöi í oröi og verkl vlö fráfall sona okkar og bræðra, ÞÓRDAR MARKÚSSONAR og SIGFUSAR MARKÚSSONAR, sem fórust meö Bakkavík ÁR 100, sérstaklega þökkum viö öllum leitarmönnum þeirra miklu hjálp. Guö blessi ykkur öll. Aöalheiöur Sigfúsdóttir, Ási Markús Þóröarson, Vigfús Markússon. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför JÓNÍNU S. ÁSBJÖRNSDÓTTUR, Holtagerói 6, Kópavogi. Sérstakar þakkir sendum viö starfsfólki Landspitalans, svo og öörum sem hjúkruöu henni í veikindum hennar. Magnús Loftsson, ---***' | Kristinn Magnússon, Guömar Magnússon, Sigurbjörg Mgnúsdóttir, Ragnar Snorri Magnússon, Loftur Magnússon, Ástráöur Magnússon, Hjördis Árnadóttir, Ragna Bjarnadóttir, Vilhjálmur Einarsson, Guöbjörg E. Guömundsdóttir, Erla Siguröardóttir, Jónína Hallgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Legsteinar Framleiðum allar stærdir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf _______um gerð og val legsteina._ ÍB S.HELGASON HF | STEINSMHUA I SKBvlMUÆGI 48 SÍMl 76877

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.