Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 1
64 SIÐUR MEÐ IÐUNNARBLAÐI OG LESBOK STOFNAÐ 1913 278. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Arafat vill flýja undir fána Sam- einuðu þjóðanna Sameinudu þjódunum, Beirút og New York, 2. desember. AP. ÖRYGGISRÁÐ Sameinudu þjóðanna sat í kvöld á lokuðum fundi, þar sem rædd var sú ósk Yasser Arafats, leiðtoga PLO, að skipin er kynnu að flytja Palestínumenn frá Trípólí bæru öll fána Sameinuðu þjóðanna. Arafat kom þessari beiðni á framfæri við Javier Perez de Cuellar, aðalritara SÞ, í gærkvöldi og það var de Cuellar, sem óskaði eftir lokuðum fundi um málið. Hussein Jórdaníukonungur lýsti því yfir í morgun, að hann væri reiðubúinn til þess að taka upp þráðinn að nýju í viðræðum við Yasser Arafat um afstöðu Jórd- ana og PLO til samningaviðræðna við ísraela um Vesturbakka Jórd- anár og Gaza-svæðið. Þá lét Huss- Nýir kassar með tölvubún- aði finnast Stokkhólmi, 2. desember. AP. GÁMAMÁLIÐ svonefnda í Sví- þjóð tók á sig nýja mynd í dag þegar tollverðir tilkynntu, að fundist hefðu sex nýir kassar með háþróuðum bandarískum tæknibúnaði í vöruskemmu f Stokkhólmi. Fullvíst þykir að þessi búnaður hafi átt að fara til Sovétríkjanna. Á sama tíma tilkynnti sænska lögreglan, að mikil leit stæði yfir að v-þýskum manni, sem grunaður er um að vera úsendari Sovétmanna í Svíþjóð. Er hann talinn vera höfuðpaur- inn að baki hóps manna, sem hefur undirbúið smygl þessa búnaðar til Sovétrikjanna. Yfirmenn sænsku tollgæsl- unnar hafa þegar sett kassana í samband við vörugáma, sem fundust í skemmum á hafnar- bakka í Helsingjaborg og Malmö og höfðu einnig að geyma háþróaðan tölvubúnað, sem ætlunin var að smygla til Sovétríkjanna. ein jafnframt svo um mælt, að samkomulag Bandaríkjanna og ísrael i þessari viku væri „smánarlegt og sverti ótvírætt ásjónu Bandaríkjamanna í Mið- austurlöndum." Allsherjarverkfall var í vestur- hluta Beirút í dag og lamaði allt athafnalíf þar þegar útför Sheikh Halim Takieddine, æðsta lögspek- ings drúsa, var gerð. Mikið fjöl- menni var við útförina. Verkfallið var boðað til þess að mótmæla morðinu á Takieddine. Ekki frétt- ist af neinum hefndarvígum í dag vegna morðsins í gær þrátt fyrir yfirlýsingar drúsa um hefndarað- gerðir. Símamynd AP. Eiginkona Sheikh Halim Takieddine kveður mann sinn hinsta sinni, þar sem lík hans liggur á viðhafnarbörum. Bandaríkjamenn segjast ekki friðmælast við Rússa Yfirvöld í Sovétríkjuniim bjóða til blaðamannafundar vegna kjarnorkumála Washington, Bonn, Moskvu og Lundúnum, 2. desember. AP. AÐ SÖGN heimildarmanna AP- fréttstofunnar í Washington hafa Bandaríkjamenn ekki í hyggju að friðmælast við Sovétmenn eftir þá ákvörðun þeirra að ganga út af samningafundum stórveldanna í Genf. Bandaríkjamenn segjast bíða þess, að Sovétmönnum snúist hugur, en bæta því við, að ekki stefni í óefni þótt Sovétmenn haldi fast við sinn keip. Hans-Dietrich Genscher, utan- ríkisráðherra V-Þýskalands, sagði í dag, að nú væri rétti tíminn fyrir Vesturlönd til að sýna Sovét- mönnum, að þau væru í raun reiðubúin til samninga um meðal- drægar eldflaugar. Utanríkisráð- herrar NATO koma saman til fundar í næstu viku. Vill Genscher að ráðherrarnir lýsi því yfir í sam- einingu, að þeir séu tilbúnir til samkomulags. Þrír háttsettir sovéskir embætt- ismenn í Kreml, þar á meðal yfir- maður alls sovéska heraflans, hafa boðað til fréttamannafundar á mánudag. Þykir þetta nokkrum tíðindum sæta, þar sem frétta- mannafundir eru ekki daglegt brauð í Sovétríkjunum. Á fundinum á mánudag munu þeir Nikolai V. Ogarkov, mar- skálkur, yfirmaður alls sovéska heraflans og fyrsti aðstoðar- varnarmálaráðherra, Georgei M. Kornienko, fyrsti aðstoðarutan- ríkisráðherra, og Leonid M. Zamy- atin, aðaltalsmaður yfirvalda, svara spurningum, sem „komið hafa upp vegna staðsetningar fyrstu meðaldrægu flauga Banda- rikjamanna í Vestur-Evrópu" eins og það hefur verið orðað. Lambsdorff sviptur þing- helgi fyrir hálftómum sal Bonn, 2. desember. AP. ÞEIR V'ORU fremur þunnskipaðir bekkirnir í þingsal neðri deildar v-þýska þingsins í morgun þegar gengið var til atkvæða um hvort svipta bæri Otto Lambsdorff, efnahagsmálaráðherra landsins, þinghelgi svo hægt væri að ákæra hann vegna gruns um aðild að mútumáli. Aðeins 50 þingmenn af þeim 498, sem þar eiga sæti, voru mættir til fundar í neðri deildinni í morgun. Allir viðstaddir þingmenn, þar á meðal Lambsdorff sjálfur, greiddu atkvæði með tillögunni. Mál ráðherrans hefur vakið feiki- lega athygli í V-Þýskalandi að und- anförnu eftir að saksóknarinn í Bonn krafðist þess að hann yrði sviptur þinghelgi svo leggja mætti fram ákæru á hendur honum. Um er að ræða greiðslur frá fyrirtæki að nafni Flick, sem Lambsdorff er sagður hafa tekið á móti og látið renna í sjóði frjálsra demókrata gegn því að fyrirtækið fengi skatta- ívilnanir. Alls er talið að ráðherrann hafi veitt 135.000 mörkum (um 1,4 millj. ísl. króna) viðtöku í þágu flokks síns. Sjálfur neitar ráðherrann öll- um sakargiftum og segist ekkert hafa brotið af sér. Talið er, að form- leg ákæra á hendur honum verði lög fram í næstu viku. Ekki hefur áður komið til þess í sögu sambandslýð- veldisins, að ráðherra í embætti hafi verið ákærður fyrir svo alvar- legt afbrot. Slmamynd AP. Otto Lambsdorff, efnahagsmálaráðherra V-Þýskalands (lengst til hægri) greiðir atkvæði í þinginu með því að hann verði sviptur þinghelgi. Jacques Chirac, fyrrum ráð- herra og nú einn kunnasti stjórn- málamaður stjórnarandstöðu- flokkanna í Frakklandi, sagðist í dag efast um að sú ákvörðun Sov- étmanna að ganga út af viðræðu- fundunum í Genf ylli einhverjum vandkvæðum. „Þeir snúa aftur. Það tekur þá kannski nokkrar vikur, e.t.v. mán- uði, en þeir munu snúa aftur að samningaborðinu, kannski þó með breyttu hugarfari. Rússarnir eru raunsæir. Þeir gera sér það ljóst að þeir léku af sér vitlausu spili og hafa tapað. Þeir skilja það full- komlega, að herbragð þeirra mis- heppnaðist," sagði Chirac. Jafntefli l.undunum. 2. desember. AP. JAFNTEFLI varð í 6. einvígisskák þeirra Ribli og Smyslov í gær- kvöldi. Léku þeir 42 leiki áður en þeir sættust á jafnteflið. Smyslov hefur hlotið 3'A vinning, en Ribli 2'A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.