Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 1
80 SIÐUR STOFNAÐ 1913 283. tbl. 70. árg. FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hörð átök á Persaflóa: írakar sökkt Nicosiu, 8. des. AP. SEX skipura írana var sökkt og ein írönsk herþota skotin niður í dag í mikilli orrustu á norðanverðum Persaflóa, sem bæði skip og flugvél- ar tóku þátt í. Skýrði INA, hin opin- bera fréttastofa íraks frá þessu í dag en viðurkenndi jafnframt, að ein herþota frá frak hefði verið eyðilögð. Var gefíð í skyn, sð flugvélin hefði hrapað yfír írönsku landi og sagt, að íranir bæru ábyrgð á öryggi flug- mannsins. INA skýrði ekki frá, um hvers konar skip hefði verið um að ræða, heldur aðeins, að sézt hefði til fjölda óvinaskipa á siglingu á norðausturhluta Persaflóa. „Skip og herþotur frá írak réðust strax á óvinaskipin og grönduðu sex þeirra, sem sáust sökkva brenn- andi í hafið, en önnur skip írana segjast hafa sex skipum flýðu í ofboði til írönsku hafnar- borgarinnar Bandar Beilam," sagði í tilkynningu herráðs fraka í Korchnoi frestaði áttundu skákinni London, 8. desember, frí Hjálmari Jónssyni bladamanni Morgunblaósins. ÁTTUNDA einvígisskák Kasparovs og Korchnoi, sem átti að hefjast klukkan fjögur í dag, var frestað að beiðni Korchnoi. Hvor keppenda um sig hefur rétt til að fresta skák einu sinni og hefur Kasparov þegar nýtt sér sinn rétt til þess. Næsta skák í einvígjunum hér í London er níunda skákin í einvígi þeirra Riblis og Smyslovs, sem þeir tefla á morgun, föstudag. dag. Sú borg liggur um 80 km fyrir norðan helztu olíuútflutningshöfn írana á Kharg-eyju. Þá sagði ennfremur ■ í tilkynningunni, að herþotur íraka, sem flugu á vett- vang til aðstoðar herskipunum, hefði mætt herþotum frá Iran og skotið eina þeirra niður í loftbar- daga. Hins vegar hefðu öll skip og herþotur íraka snúið heim heilu og höldnu nema ein flugvél, sem hrapað hefði „sökum tæknigalla". franska herráðið sagði í dag, að íranskar flugvélar hefðu skotið niður eina herþotu fraka af gerð- inni Sukhoy-22, sem smíðuð var í Sovétríkjunum. Hins vegar var hvergi minnzt á þær staðhæfingar fraka, að þeir hefðu sökkt sex skipum fyrir frönum og skotið niður eina flugvél þeirra. Frá NATO-fundinum í Briissel. Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra fslands sést hér ræða við U. Elleman- Jensen, utanríkisráðherra Danraerkur í aðalstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Briissel við upphaf fundar utanríkisráðherra bandalagsins þar í gærmorgun. Einhugur á iundi NATO í Briissel Briissel, 8. des. AP. UTANKÍKISKÁDHEKRAR Atlantshafsbandalagsins ræddu í dag á fundi sínum í Briissel þá neitun Rússa að halda áfram viðræðum um takmarkanir á langdrægum kjarnorkueldflaugum (START), en viðræður þessar hafa farið fram í Genf. Haft var eftir brezkum sendistarfsmanni, að „þetta kæmi ekki mjög á óvart. Þessi afstaða Rússa nú þarf samt ekki að þýða það, að þessar viðræður verði ekki teknar upp að nýju“. Fundur NATO, sem utanríkis- ráðherrar 16 aðildarríkja banda- lagsins sitja, fer fram fyrir lukt- um dyrum, en engin formleg til- kynning var gefin út um efni fund- arins í dag. Slík tilkynning verður hins vegar væntanlega gefin út í lok fundarins á morgun, föstudag. Samkomulag mun hafa orðið um að taka þátt í öryggismálaráð- stefnu þeirri í Stokkhólmi, sem hefjast á í næsta mánuði með að- ild 35 þjóða, þar sem þjóðir Aust- ur-Evrópu munu einnig eiga full- trúa. Mikill einhugur „Ég tel, að umræður á þessum fundi hafi verið mjög fróðlegar og gagnlegar og e.5 mikill einhugur hafi komið þar fram,“ sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra í viðtali við Morgunblaðið frá Brussel í gær, en hann situr NATO-fundinn fyrir Islands hönd. Sagði ráðherrann, að fundurinn hefði verið lokaður að undanskil- inni setningu hans, en fundinum lyki á morgun, föstudag, með sam- eiginlegri yfirlýsingu. Þá sagði utanríkisráðherra ennfremur, að engin sérstök mál varðandi ísland hefðu verið til umræðu á þessum fundi. Norðursjór: Leyfa mínni fiskveiðar BríÍMsel, 8. des. AF. Framkvæmdaráð Efnahags- bandalags Evrópu (EBE) hefur ákveðið, að heildarmagn þess fisks, sem aðildarríkjum banda- lagsins verði heimilað að veiða í Norðursjó á næsta ári verði 1.457.960 tonn eða 162.680 tonn- um minna en á árinu 1982, en þá voru veiðikvótar aðildarríkjanna síðast ákveðnir. Skýrði talsmaður EBE frá þessu í dag. Verður heild- armagn á þeim þorski, sem veiða má á næsta ári 439.470 tonn, sem er 82.870 tonnum minna en í fyrra og leyfilegar veiðar á markríl eiga að nema 330.000 tonnum eða 45.000 tonnum minna en í fyrra. Þá verður ekki heimilað að veiða nema 163.400 tonn af ýsu, sem er 38.300 tonnum minna en áður. Þessir veiðikvótar eiga að ná jafnt til þess hlutar Norðursjáv- ar, sem tilheyrir landhelgi aðild- arríkja EBE sem til svonefndra sameiginlegra hafsvæða, þar sem ríki utan EBE mega einnig veiða. Að því er veiðar á síld snertir, sem er sú fisktegund, er verið hefur í hvað mestri hættu á þessu svæði, hefur fram- kvæmdaráðið til athugunar að leyfa veiðar á 150.000 tonnum, sem er 82.000 tonnum meira en 1982._________________________ Norskur rækju- togari sekkur Osló, 8. des. AP. ÓTTAZT er um líf sjö norskra ra'kjusjómanna, eftir að rækjutog- aranum „Bellsund" hvolfdi og hann sökk um 180 sjómílur fyrir vestan Bjarnarey á þriðjudags- kvöld. Níu manna áhöfn var á skip- inu, en tveir þeirra fundust seint á miðvikudagskvöld og var bjargað lifandi, cftir að hafa verið 29 klukkustundir á reki. í kvöld var enn haldið áfram ákafri leit, þar sem Bellsund sökk og tók fjöldi skipa og flugvéla þátt í leitinni. Samkvæmt frásögn þeirra, sem bjargað var, sökk skipið á örfáum mínútum. Einum skip- verja tókst ekki að komast frá borði og fór hann niður með skip- inu. Enda þótt öllum hinum tæk- ist að ná í sérstaka björgunar- búninga, komust aðeins tveir þeirra upp í gúmbjörgunarbáta, sem blésu sig upp sjálfir. Tilviljun olli því, að mönnun- um tveimur var bjargað. Enn hefur ekkert spurzt til hinna sjö, sem saknað er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.