Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.12.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983 79 M'M VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Um líf og dauða Þessir hringdu . . . Rangt aö hringla með gamla siöi og rugla börnin í ríminu Björk Tryggvadóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mér finnst skjóta skökku við, að jólasveinar skuli vera farnir að tromma inn í bæinn með pomp og pragt snemma á aðventu. I eina tíð tíðkaðist að þeir kæmu 13 dögum fyrir jól og fæ ég ekki séð, að nokkur ástæða sé til að breyta þeim gamla og góða sið. Ég held líka að flest dagvistar- og barna- heimili kenni krökkunum, að það séu bara platjólasveinar, sem séu fyrr á ferðinni. í fram- haldi af þessu er það með öllu ófært, að sumir foreldrar taki forskot og gefi börnum sínum í skóinn allt frá 1. desember. Auðvitað kemur ekkert í alvör- unni í skóinn fyrr en með jóla- sveinunum 13 dögum fyrir jól. Og óþekku börnin fá bara kart- öflu. Öfgar og yfirboð gera börnunum illt eitt. Og svo er það líka rangt að vera að hringla með gamla siði og rugla börnin í ríminu. Hefur e.t.v. seink- aö tíma annarra sjúklinga Ásgeir Guðmundsson, Kópa- vogsbraut 16, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Guðmundur Jóhannsson skrifar í Velvakanda 6. des- ember um langa bið eftir röntgenmyndatöku á Borg- arspítalanum. Hann átti að mæta kl. 10, en gafst upp á að bíða kl. 12.20. Ég hef mjög oft legið á Bsp. Vil ég vekja at- hygli á eftirfarandi: Eitt sinn er ég lá þar fór ég í röntgen- myndatöku kl. 8 að morgni. Með nokkrum millibilum var verið að taka myndir. Ekki skynjaði ég, að í þetta færi meiri tími en með þurfti, en kl. 12.30 var þetta búið. Trúlega var ekki fyrirfram vitað, að myndatakan tæki svo langan tíma sem raun varð á og e.t.v. hefur þetta seinkað tíma ann- arra sjúklinga. Útlendir ostar á boðstólum Soffía Guðmundsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að sema: — Eg hélt það væri óleyfi- legt að flytja landbúnaðaraf- urðir inn í Landið. A.m.k. er tekið af fóiki kjöt, og annað slíkt, sem það kemur með til landsins. En svo heyri ég nú, að eitt veitingahúsanna hér í bænum auglýsir, að það sé með útlenda osta. Hefur það fengið sérstakt leyfi til slíks innflutn- ings eða hvernig er þessum málum háttað? Fyrir fréttir Haraldur, fimm ára, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar að fá Dúfur í Dúfubæ og Palla póst og geim- ferðamyndina og Prúðuleikar- ana fyrir fréttir. Gunnar Eyþórsson skrifar: „Venjulega er ekki ágreiningur um hvort sé eftirsóknarverðara, líf eða dauði. En sá ágreiningur getur komið upp og vakið til um- hugsunar um sjálft hugtakið líf. Því geri ég þetta að umræðuefni að mér hefur nýlega borist bókin Horfst í augu við dauðann, sem er samtalsbók við 12 íslendinga, sem hafa persónuleg kynni af dauðan- um, rituð af Guðmundi Arna Stef- ánssyni og önundi Björnssyni. Margt vekur til umhugsunar við lestur þessarar bókar. Meðal ann- ars rifjaðist upp fyrir mér atvik, geymt í undirmeðvitundinni, þar sem mér sjálfum var forðað frá vísum dauða. Það bar reyndar svo eldsnöggt að og batinn svo alger að mér tókst aðeins að sjá dauð- ann hverfa en ekki koma. Ekki eru allir svo heppnir í þessari athyglisverðu bók. Mikill fengur þykir mér að viðtali við Bjarna Hannesson lækni, ekki síst því sem þar kemur fram um líkn- ardauða. Hversu lengi á með nú- tímatækni að halda lífi f manni, sem á sér enga von um bata, og hvenær getur læknir verið viss um að batavon sé engin? Hversu lengi á að láta mann tóra tengdan öndunarvél, eftir að varanlegar heilaskemmdir hafa orðið og hann verður ekkert annað en lifandi lík? Mér er kunnugt um slík tilfelli úr eigin fjölskyldu. Samkvæmt ummælum Bjarna læknis eru öndunarvélar aldrei teknar úr sambandi hér á landi. Spurningin er, hvers vegna ekki? Það er ótrúlegt álag fyrir aðstandendur að horfa upp á ást- vini sína vikum, mánuðum og jafnvel árum saman, í gjörsam- lega vonlausu ástandi. Er ekki tímabært að settur verði einhvers konar viðmiðun- arkvarði, sem létti af læknum persónulegri ábyrgð af því að slökkva á tækinu? Þarf ekki að skilgreina líffræðilega og lög- fræðilega hvað teljist líf? Sið- fræðilega verður aldrei samkomu- lag um það atriði, en einhverjar viðmiðanir ættu að fyrirfinnast þeim til stuðnings sem fást við dauðann í raunveruleikanum, en ekki á háleitu vangaveltuplani. Ekki trúi ég því að óreyndu að ég sé einn um þá skoðun. Þetta atriði er aðeins eitt af mörgum sem vek- ur athygli í þessar bók. Hún er þarft innlegg sem kallar á frekari umræðu og efni hennar kemur öll- um við sem vilja vita að eitt sinn skal hver deyja." GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Þeir ganga í nýju verkalýðsfélög ríkisins. Rétt væri: Þeir ganga í ný verkalýðsfélög ríkisins. Eða: Þeir ganga í hin nýju verkalýðsfélög ríkisins. Andrés herradeild, Karlmannaföt terylene/ ull kr. 1995,00. Terylene/ ull/ mohair kr. 2450,00. Terylene/ull, dökkröndótt, kr. 2975,00. Terylenebuxur kr. 575,00. Gallabuxur kr. 350,00. Karlm.- og unglingastæröir. Gallabuxur m/belti. Karlm.- og unglingastæröir kr. 445,00. Canvasbuxur kr. 395,00 og 445,00 meö belti. 6 litir. Gallabuxur, kvensniö kr. 490,00. Gallabuxur karlmannastæröir kr. 555,00. Úlpur kr. 495,öö til kr. 1250,00. Skyrtur, nærföt o.fl. ódýrt. Andrés herradeild, Skólavöröustíg 22. Sími 18250. Bastmottur frá Kína Kínversku bastmotturnar sem fást í Teppalandi, Grensásvegi 13, eru alltaf jafnvinsælar. Þær fást í mörgum stæröum og geröum. Kínversku bastmotturnar eru mjög fallegar skrautmottur sem hægt er aö nota í eldhús og parketgólf sem á aöra staöi í íbúöinni. Þaö fást kringlóttar, ferkantaöar og ýmsar aörar gerðir í Teppalandi. Tilvaldar jólagjafir. TEpprlrnd Grensásvegi 13, Reykjavík, síma 83577 og 83430. Ertu að komast í vandræði með bókhaldið? Tölvubúðin h.f. býöur nú upp á alhliöa rekstrar- þjónustu meö sérhæföu starfsliði og notkun tölvu. VIÐ TÖKUM AÐ OKKUR M.A.: ★ Fjárhagsbókhald — merkingu fylgiskjala, færslu, afstemmíngu og uppgjör. ★ Launabókhald — launaseölar. ★ Áætlanagerð — töfluvinnsla. ★ Rekstrarráögjöf og ráögjöf varðandi tölvuvinnslu. Sérhæft starfsliö á sviöi rekstrarhagfræöi og for- ritunar tryggir skjóta og örugga þjónustu fyrir smærri jafnt sem stærri fyrirtæki. Reyniö viöskiptin. TOLVUBÍmiN HF Skipholti 1 Sími 25410 NÚ SPÖKUMVIÐ FENINGA og smíðum sjálf! Við eigum fyrirliggjandi flest það efni, sem til þarf þegar þið smíðið sjálf. Til dæmis efni í fataskápa, eldhús- innréttingar, húsgögn, hvers konar vegghillur o.fl. Enn- fremur loftbitaefni, viðarþiljur, límtré og spónaplötur. Þið getið fengið að sníða niður allt plötuefni í stórri sög hjá okkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.