Morgunblaðið - 13.12.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.12.1983, Blaðsíða 1
88 SIÐUR MEÐ AUGLYSINGABLAÐI FRÁ ERNIOG ÖRLYGI STOFNAÐ 1913 286. tbl. 70. árg. ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins RíkisfjölmiÖlarnir úthúða Lech Walesa Lech Walcsa lygnir hér aftur augum þegar hann hlýöir á beina útsendingu frá afhendingu friöarverölauna Nóbels í Osló, þar sem kona hans veitti þeim viötöku. Útscndingin var á pólsku og hlustaði Walesa á hana ásamt öörum í kirkju heilagrar Brigidu í Gdansk. Símamynd AP. Varsjá, 12. desember. AP. LECH Walesa, leiðtogi Sam- stöðu, fagnaði í dag Danutu konu sinni og elsta syni þeirra þegar þau komu heim frá Ósló með friðarverðlaun Nóbels. Ríkisfjölmiðlarnir pólsku réö- ust mjög harkalega að Lech Walesa í dag. Pólska lögreglan var við öllu búin þegar Danuta og sonur hennar komu til Varsjár og var flugvallarins stranglega gætt af sérþjálfuðum sveitum óeirðalögreglumanna. Þegar Walesa hafði fagnað konu sinni og syni héldu þau strax af stað til Czestochowa í Suður-Póll- andi en Walesa ætlar að gefa mesta helgidómi Pólverja Nób- elsverðlaunapeninginn, Hinni svörtu madonnu í klaustrinu í Jasna Gora. Verðlaunaféð, sem er um fimm og hálf milljón ísl. kr., ætlar hann hins vegar að láta renna til kaþólsku kirkj- unnar og aðstoðar hennar við sjálfseignarbændur í Póllandi. Stjórnvöld í Póllandi réðust í dag mjög harkalega á Walesa fyrir að hafa hvatt ríkisstjórnir á Vesturlöndum og einkum Bandaríkjastjórn til að láta af refsiaðgerðum gegn Pólverjum. Sögðu pólsku stjórnarmálgögn- in, að Walesa væri að reyna að bjarga „misheppnuðum" að- gerðum Bandaríkjastjórnar. Dollarinn stígur enn London, 12. desember. AP. SPRENGINGARNAR í Kuwait í morgun ollu í dag gengishækkun á dollarnum gagnvart vestur-evr- ópskum gjaldmiðlum og hefur gengi hans vart verið hærra í ann- an tíma. Vestur-þýski seðlabank- inn seldi í dag 140 milljónir doll- ara til aö styrkja gengi marksins. Þegar fréttist um spreng- ingarnar í Kuwait hækkaði gengi Bandaríkjadollars eins og jafnan þegar einhvers óróleika gætir í alþjóðamálum. Peninga- eigendur telja þá dollarann ör- uggustu fjárfestinguna, öfugt við það, sem áður var þegar gull- ið var álitið tryggast. Dollarinn hefur verið að hækka að undan- förnu og stafar það ekki síst af því, að vextir eru taldir munu verða stöðugir í Bandaríkjunum næsta misserið a.m.k. „Heilagt stríö“ að baki hryðjuverkum í Kuwait Sömu samtökin og myrtu á fjórða hundrað bandarískra og franskra gæsluliða í Beirút Kuwait, 12. desember. AP. VÖRUBIFREIÐ, sem hlaöin var sprengiefni, var í morgun ekið í gegnum lokaö garöhliö viö banda- ríska sendiráöiö í Kuwaitborg og sprengd í loft upp á sendiráöslóö- inni. Fimm aörar bifreiöir sprungu skömmu síöar annars staðar í borg- inni. Þegar síðast fréttist voru fimm menn látnir og 64 höföu slasast. Kasparov vann í 30 leikjum London, 12. deMember. AP. GARY Kasparov vann í kvöld ní- undu skákina í einvíginu við Viktor Korchnoi og hefur nú tveggja vinn- inga forskot. Viröist nú fátt geta koraið í veg fyrir sigur hans. Staðan er nú þannig, að Kasp- arov hefur fimm og hálfan vinning en Korchnoi þrjá og hálfan og þarf Kasparov aðeins að fá einn vinning enn til að bera sigur úr býtum. Skákin í dag stóð aðeins í fjóra tíma og gafst Korchnoi upp eftir að Kasparov hafði leikið sín- um 30. leik. Þykir Korchnoi hafa sýnt slaka taflmennsku í síðustu skákunum og komið jafnvel á óvart með undarlegum leikjum. Sjá nánar á miöopnu. Hringt var á erlendar frétta- stofur í Kuwaitborg í dag og sagt, að samtökin „Heilagt stríð" bæru ábyrgð á sprengingunum. Það eru sömu samtökin og kváðust hafa staðið að baki sprengingunum í Beirut þegar nærri 300 franskir og bandarískir hermenn létu lífið. Auk bandaríska sendiráðsins urðu sprengingar í dag við franska sendiráðið, við raforkuver, við stjórnturninn á flugvellinum í Kuwait, við verksmiðju í borginni og við aðsetur bandarísks sendi- ráðsfólks nokkuð fyrir norðan borgina. Að sögn vitna sprakk vörubif- reiðin, sem stefnt var gegn banda- ríska sendiráðinu, strax eftir að hún var komin í gegnum hliðið og áður en hún náði að húsinu sjálfu. í hinum tilfellunum hafði sprengj- unum verið komið fyrir í kyrr- stæðum bílum. Tveir menn voru í bílnum, sem sprakk við banda- ríska sendiráðið, og lést annar samstundis en hinn þeyttist út úr bilnum og er nú á sjúkrahúsi þungt haldinn. Yfirvöld í Kuwait brugðust mjög skjótt við eftir spreng- ingarnar og hafa „óopinberlega" bannað fólki frá ýmsum öðrum Arabaríkjum að yfirgefa landið. Vegatálmum hefur verið komið upp víða og er mikið eftirlit í borginni. George P. Shultz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sem nú er staddur í Lissabon, höfuðborg Portúgals, sagði í dag um spreng- ingarnar, að þær væru staðfesting á „ískyggilegri aukningu" hryðju- verka víða um lönd og kenndi hann um ónefndum ríkisstjórnum. Ríkisstjórnir víða í Arabaheimin- um hafa fordæmt sprengingarnar mjög ákaflega. „Ótímabær játning“ ('bester, Englandi, 12. desember. AP. MAÐUR nokkur í Chester í Englandi, sem í vor er leiö játaöi að hafa myrt konu sína fyrir 20 árum, hefur dregiö játninguna til baka. Gerði hann það þegar í Ijós kom, að sönnunargagnið var ekki tveggja áratuga gamalt eins og raenn höföu haldið heldur 1500 ára. f maí í vor þegar verið var að vinna að byggingarfram- kvæmdum rétt við sumarhús manns að nafni Peter Reyn- Bardt kom hauskúpa upp með greftinum. Verkamönnunum datt í hug að sýna húseigandan- um kúpuna og varð honum þá svo mikið um, að hann játaði umsvifalaust að hafa fyrir tutt- ugu árum myrt konu sína, brytjað líkið og brennt og grafið leifarnar á umræddum stað. „Það er svo langt um liðið og mér datt ekki í hug, að upp um mig kæmist," sagði Reyn-Bardt. Að sjálfsögðu var höfðað mál á hendur Reyn-Bardt og haus- kúpan, aðalsönnunargagnið í málinu, rannsökuð nánar af þar til bærum sérfræðingum. Kom þá í ljós, að hauskúpan var 1500 ára gömul, líklega frá árinu 410 þegar rómverskt herlið hafði aðsetur á þessum slóðum. Þegar Reyn-Bardt komst að þessu var hann ekki seinn á sér að taka játninguna aftur. Málið gegn honum er hins vegar rekið áfram og bíða nú margir spenntir eftir niðurstöðunni. Lögreglumenn eru hér aö kanna skemmdirnar á lóö bandaríska sendiráðsins í Kuwait eftir aö vörubifreið hlaðin sprengiefni haföi sprungiö þar í loft upp. Fimm aðrar sprengjur sprungu í borginni skömmu síöar og munu a.m.k. fimm manns hafa farist og yfir sextíu slasast. Símamynd ap

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.