Morgunblaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 1
80 SIÐUR STOFNAÐ 1913 288. tbl. 70. árg. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Prinsinn fær aðstoð Karl Bretaprins og Díana prinsessa gáfu sér tíma í gær til að leyfa Ijósmyndurum að festa á filmu Vilhjálm litla prins, en hann er sýnilega orðinn hinn stæðilegasti. sím.rmnd ap. Walesa mætti ekki í yfir- heyrsluna Varsjá, 14. desember. AP. LECH WALESA, leiðtogi Sam- stöðu í Póllandi og Nóbels- verðlaunahafi, mætti ekki til yfirheyrslu hjá lögreglunni í gær, eins og honum hafði verið skipað að gera. Hann lá heima í rúmi með flensu og háan hita. Viðbrögð voru engin hjá her- stjórninni, en Walesa hefur verið gífurlega niðurníddur af yfirvöldum og málgögnum þeirra að undanförnu. Á þriðju- daginn, er hann var á heimleið til Krakow frá Czestochowa, þar sem hann lagði Nóbelspen- ing sinn við fótstall „Svörtu Maddonunar", var hann 13 sinnum stöðvaður af lögreglu og í eitt af þeim skiptum, tafinn í tvær klukkustundir við leit og yfirheyrslur. Walesa hefur sagst ætla að flytja ræðu á föstudaginn við minnisvarða um fallna verka- menn, sem lögreglan drap fyrir 13 árum. Yfirvöld hafa hótað að koma í veg fyrir það, en nú er Walesa með flensu og ekki út- séð hvort á yfirlýsingar beggja aðila reynir. ismann sinn um, siðan myndi hann halda guðs- þjónustu og ræða við fanga og gefa þeim jólagjafir. Að lokum segir ANSA að Páll páfi og Agca muni hittast í einrúmi í litlu her- bergi og muni páfi vilja rabba við tilræðismann sinn. Dollarinn stígur enn Lundúnum, 14. desember. AP. BANDARÍKJADOLLAR hélt í gær áfram stígandinni frá síðustu dög- um. Var um metstöðu dollara gagn- vart breska pundinu og ítölsku lir- unni að ræða. Hins vegar hægðist mjög á dollaranum vegna þess að seðlabankar víða gripu til aðgerða til styrktar öðrum gjaldmiðlum. Þetta var þriðji dagurinn í röð sem dollar náði meti gagnvart pundinu, í gærkvöldi var pundið á 1,4178 dollara. V atíkaninu og Rómarborg. 14. desember. AP. PÁLL PÁFI II hefur í hyggju að hitta tilræðismann sinn, Tyrkjann Mehmet Ali Agca, er hann heldur guðsþjónustu í ítölsku fangelsi 27. desember næstkomandi. Það var ít- alska fréttastofan ANSA sem greindi frá þessu í gær, en talsmaður Páfagarðs hvorki játaði eða neitaði að fundurinn væri ákveðinn, stað- festi hins vegar að páönn myndi halda guðsþjónustu í umræddu fang- elsi í útjaðri Rómar, en þar afplánar Agca lífstíðar fangelsisdóm fyrir að reyna að myrða páfann. Páll páfi II Mehmet Ali Agca „Ég get ekki staðfest það sem ekki er endanlega ákveðið," sagði talsmaður Páfagarðs í gær. Fréttastofan sagði svo frá, að páfi myndi staldra við í fangelsinu í tvær klukkustundir, fyrst myndu dómsmálaráðherra Ítalíu og fleiri embættismenn taka á móti hon- Jafntefli Lundúnum, 14. deitember. AP. Skák þeirra Victors Korchnois og Garry Kaspar- ovs í áskorendaeinvíginu í skák í gær lauk með jafntefli. Er þvi enn tveggja vinnninga munur Kasparov í\hag og þarf hann aðeins hálfan vinning til viðbótar. Sjá nánar frásögn á mið- opnu. Alfonsin og Isabella Peron ræðast við Raul Alfonsin tók við embætti forseta Argentínu á sunnu- daginn eins og greint hefur verið frá. Mynd þessi þykir merkileg fyrir þær sakir, að þarna ræðast við Alfonsin og Isabella Peron, síðasti forseti Argentínu áður en herforingj- ar hrifsuðu til sín völdin. Al- fonsin er fyrsti lýðræðislega kosni forsetinn síðan. Er Al- fonsin leiðtogi Radíkala- flokksins, en Peron leiðtogi Peronistaflokksins og fundur þeirra þótti benda til batnandi sambúðar flokkanna.sím«n.ynd ap. Amin Gemayel forseti Líbanon var í Lundúnum í gær, þar sem hann ræddi við Margréti Thatcher forsætisráðherra og fleiri hátt- setta embættismenn. Fór Gemay- el fram á það við Breta að þeir kölluðu friðargæslulið sitt ekki heim frá Líbanon og lofaði frú Thatcher áframhaldandi stuðn- ingi bresku stjórnarinnar. Stærsta herskípið skaut á stöðvar Sýrlendinga Beirút, Trípólí og víðar. 14. deNember. AP. RÓSTUSAMT var í Líbanon í gær og víða bardagar og skærur, banda- rísk hcrskip skutu af fallbyssum sín- um á stöðvar á yfirráöasvæöi Sýr- lendinga, eftir að þaðan hafði verið skotið á bandarískar könnunarflug- vélar, og drúsar og líbanskir stjórn- arhermenn áttu í væringum í Beirút. Stríöandi fylkingar innan PLO voru einnig í eldlínunni í Trípólí. Þetta var annan daginn í röð sem bandarísk herskip skjóta á stöðvar Sýrlendinga og að þessu Mjög róstusamt í Líbanon í gær sinni var það herskipið New Jer- sey sem beitti 406 millimetra fall- byssum sínum. „ótrúlega hrif- næm aðferð til að þagga niður í árásaraðilum," sagði Caspar Weinberger varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, aðspurður hvers vegna skotið var frá skipum en skothríð ekki svarað með loftárás- um eins og á dögunum. Sagði Weinberger einnig að herskipin hefðu verið notuð vegna þess að ekki hefði eins mikillar nákvæmni verið krafist, þetta hefði verið hugsað fyrst og fremst sem varúð- arskot. Skothríð New Jersey hófst eftir að flugskeytum var skotið að tveimur bandarískum könnunar- þotum yfir fjöllunum á sýrlenska yfirráðasvæðinu. Það var einnig barist í suður- hverfum Beirút og áttust þar við stjórnarhermenn og stjórnar- andstæðingar úr röðum drúsa. Voru sprengjuvörpur mikið notað- ar í átökum þessum og féllu marg- ar sprengjur m.a. við stöðvar bresku friðargæsluliðanna. Tveir stjórnarhermenn féllu og einn óbreyttur borgari, en nokkrir særðust. Drúsar og falangistar skiptust einnig á skothríð í fyrri- nótt í hæðunum skammt frá flugvellinum, en ekki fréttist um mannfall. Þá laust stríðandi fylkingum PLO saman í gærmorgun og hóf- ust átökin með ákafri fallbyssu- skothríð Sýrlendinga. Síðan freistuðu uppreisnarmenn PLO þess að ná nokkrum hverfum í út- jaðri Trípólí á sitt vald, en sóknin var brotin á bak aftur. Engin til- kynning kom frá höfuðstöðvum Yasser Arafats um hvenær brott- flutningur hermanna hans hæfist frá Trípólí og grísk yfirvöld sögðu að þau biðu þess að yfirmenn frið- argæsluliðanna staðfestu að allt væri í stakasta lagi. Þá sögðust ítalir vera tilbúnir með skip til að flytja særða Palestínuskæruliða á brott frá borginni og um borð væri hið prýðilegasta læknalið. Páfi ætlar sér að hitta tilræð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.