Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 3 Ný bók með áður ókunnum bréfum Þórbergs Þórðarsonar: Ástarbréf til Sólrúnar Steindórsdóttur barnsmóður hans frá árunum 1922 — 1931 Á blaðamannafundi (tilefni útkomu bókar með bréfum Þórbergs Þórðarsonar, talið frá vinstri: Brynjóifur Bjarnason framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins — dreifingaraðila bókarinnar — Gunnar Guðmundsson prófessor, frændi Guðbjargar, Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur sem ritar formála bókarinnar og Þórður S. Gunnarsson lögmaður Guðbjargar Steindórsdóttur. Guðbjörg gefur bókina sjálf út. Ljóam. Ólafur K. Magnússon. „BRÉF til Sólu“ nefnist bók, sem út kom í gær, og hefur að geyma 51 bréf Þórbergs Þórðarsonar til Sól- rúnar Jónsdóttur, sem ritað var á árunum 1922 til 1931. Þórbergur og Sólrún stóðu í ástarsambandi á þessum árum, og það er dóttir þeirra, Guðbjörg Steindórsdóttir, sem hefur haft bréfin undir höndum og hún gefur þau nú út. — Til eru skriflegar yfirlýsingar Þórbergs og Sólrúnar, um að Guðbjörg sé dóttir þeirra, en það hefur þó ekki fengist viðurkennt fyrir dómstólum, en Sól- rún var gift öðrum manni er Guð- björg fæddist, Steindóri Pálssyni. — Hann lést skömmu eftir fæðingu Guðbjargar. í formála sínum að bókinni seg- ir Indriði G. Þorsteinsson meðal annars: „Þau bréf sem birtast í þessari bók hafa varðveist með ýmsum hætti. Sum urðu eftir í fórum við- takanda, þegar hann lést. Hluti þeirra geymdist þó fyrir tilviljun. Bréfin eru merkileg fyrir tvennt. Þau eru skrifuð af miklum tær- leika af mesta ritsnillingi okkar á þessari öld, og tilvist þeirra sann- ar svo ekki verður um villst, að rithöfundur á afkomendur á lifi, sem ekki var opinberlega vitað um áður. Hér er átt við ástir og bréfaskriftir Þórbergs Þórðarson- ar og Sólrúnar Jónsdóttur, og dóttur þeirra, Guðbjörgu, sem býr nú ekkja í Kópavogi. Hún var gift fvari Jónssyni, járnsmið, og eign- uðust þau þrjú börn, sem öll eru uppkomin. Kynni Sólrúnar og Þórbergs hófust á árinu 1918 og stóðu þá i ár eða svo. Sumarið 1919 giftist Sólrún Steindóri Pálssyni úr Sel- vogi. Hann var sjómaður og vann á togurum og var oft langdvölum að heiman. Virðist sem skjótt hafi skipast um mál Þórbergs og Sól- rúnar að þessu sinni. Þeir eru ekki orðnir margir, sem þekktu til þessara atburða, og ástarsambandsins sérstaklega, enda fór það alltaf mjög leynt. Vitneskjan um það tengdist að- eins nánum vinum og fjölskyldum þeirra. Þrátt fyrir að Sólrún virð- ist hafa horfið með öllu úr lífi Þórbergs við giftinguna, tóku þau upp kynni sín að nýju þremur ár- um síðar. Stóðu þau kynni með litlum uppihöldum allt fram að árinu 1932. Steindór Pálsson and- aðist úr óðatæringu 24. mars 1924. Nokkru áður, 29. febrúar 1924, eignaðist Sólrún dóttur, sem látin var heita Guðbjörg. Þórbergur vissi að Guðbjörg var dóttir hans allt frá því að Sólrún gekk með hana, enda lagði hann fé með henni til þess tima að hann gifti sig á haustmánuðum 1932.“ Á blaðamannafundi, sem efnt var til í gær í tilefni útkomu bók- arinnar, kom fram að hugsanlegt er að málið um faðerni Guðbjarg- ar verði tekið upp að nýju, en það var á sínum tíma tekið upp að ósk Þórbergs og Sólrúnar, en var dæmt þeim i óhag í héraði og vís- að frá vegna formgalla í hæsta- rétti. Jólaéiafimar firá Heimil istæk j um 'lBk Sinclair Spectrum 48 K. Pínutölvan. Ótrúlega fullkomin tölva bceði fyrir leiki, nám og vinnu. Verð kr. 8.508.- Samlokurist frá Philips. Þú þarft ekki út í sjoppu til þess að fá samloku með skinku, osti og aspas. Verð kr. 1.811.- Forrit fyrir Sinclair. Leikja- og kennsluforrit, l.d. skák, pacman, stjörnustríð, flug og stœrðfrœði. Verð frá kr. 400.- Utvarpsklukkur frá Philips Morgunhanann frá Philips þekkja flestir. Hann er bæði útvarp og vekjaraklukka í einu tœki. LW, MW og FM bylgjur. Verð frá kr. 2.577.- Brauðristir frá Philips eru með 8 mismunandi stillingum, eftir því hvort þú vilt hafa brauðið mikið eða lítið ristað. Verð kr. 1.243.v'j: Rafmagnsrak -' vélar frá Philips Þessi rafmagns- rakvél er tilvalinn fulltrúi fyrir hinar velþekktu Philips rakvélar. Hún er þriggja kamba með bartskera og stillan- legum kömbum. Hún er nett og fer vel í hendi. Verð frá kr. 2.604,- Hárblásarasett frá Philips Fjölbreytt úrval hársnyrtitækja. Verð frá kr. 1.090.- Philips kassettutæki. Ódýru mono kassettutækin standa fyrir sínu. Verð frá kr. 3.463.- KafTivélar frá Philips Þær fást í nokkrum gerðum og stærðum sem allar eiga það sameiginlegt að laga úrvals kaffi. Verð frá kr. 2.250,- Teinagrill frá Philips snúast um element, sem grillar matinn fljótt og vel. Grillið er auðvelt í hreins1 og fer vel á matborði Verð kr. 2.191.- Útvarpstæki frá Philips fyrir rafhlöður, 220 volt eða hvort tveggja. Mikið úrval. LW, MW og FM bylgjur. Verð Jrá kr. 1.926.- Ryksuga frá Philips gæðaryksuga með 830 W mótor, sjálfvirkri snúruvindi og 360 snúningshaus. Útborgun aðeina^þOO. - Verð kr. 4.916.-' f !! L Philips Maxim með hnoðara, blandara, þeytara, grænmetiskvörn, hakkavél og skálum. Verð kr. 5.236.- Philips solariumlampinn til heimilisnota. Aðeins 2.500 kr. útborgun. Verð kr. 11.160.-, Kassettutæki fvrir tölvur. Ödýru Philips kassettu- tækin eru tilvalin fyrir Sinclair tölvurnar. Verð frá kr. 2.983.- Handþeytarar frá Philips með og án stands. Þriggja og fimm hraða. Þeytir, hrærir og hnoðar Verð frá kr. 1.068.- Steríó ferðatæki Úrval öflugra Philips sterríótækja. Kassettutæki og sambyggt kassettu- og útvarpstæki með LW, MW og FM bylgjum. Verð/ró kr. 5.984.- Grillofnar frá Philips. / þeim er einnig hægt að baka. Þeir eru sjálfhreins- andi og fyrirferðarlitlir. Verð kr. 3.737.- Tunturi þrek- og þjálfunartæki. Róðrabálar, þrekhjól, hlaupabrautir og lyftingatæki Verð frá kr. 4.947,- Straujárn frá Philips eru afar létt og meðfærileg. Verð frá kr. 846.- Gufustraujárn. Verð frá kr. 1548.- Heyrnatólin frá Philips. Tilvalin jólagjöf handa unga fólkinu í fjölskyld- unni. Heyrnatólin stýra tónlistinni á réttan stað. Verð frá kr. 535.- Café Duo. Frábær ný kaffivél fyrir heimilið og vinnustaðinn. 2 bollar á 2 mínútum. Verð kr.,1^7»j„ Djúpsteikingarpottur frá Philips. Tilvalinn fyrir frönsku kartöflurnar, fiskinn, kleinurnar laufabrauðið, kjúklingana, laukhringina, camembertinn, rækjurnar, hörpufiskinn og allt hitt. Verð kr. 4.157.- heimilistæki hf Hafnarstræti 3 — 20455 Sætúni 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.