Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 5 Virkið í norðri kemur út á ný í fímm bindum Aldrei höfum við haft jafn stórglæsilegt úrval af fatnaði og nú. Sjón er sögu ríkari. Ljóftm. Kanadískur hermaður á tali við felenzkar konur. Fyrsta bindi þessa rit- verks Gunnars M. Magnúss að koma í verslanir VIRKIÐ í norðri eftir Gunn- ar M. Magnúss kom út á ár- unum 1947—50 í þremur stórum bindum. Þar var rak- in samtímafrásögn af her- námi íslands, þrfbýlisárun- um og styrjaldarslysum ís- lendinga, einkum vegna sæ- fara. í þeirri útgáfu voru birt- ar myndir sem snertu her- námið og slys á sjó og landi á þessu örlagaríka tímabili, um það bil fjögur hundruð mynd- ir. Virkið í norðri seldist fljótt upp og nú hefur Helgi Hauksson bóksölumaður hafist handa um nýja útgáfu og safnað til hennar ásamt höfundi margs konar við- bótarupplýsingum og þó einkum miklum fjölda nýrra mynda. Helgi hefur í því sambandi leitað til erlendra hermanna, sem hér voru á stríðsárunum og orðið drjúgt til fanga. Er áætlað að hin nýja útgáfa verði fimm bindi í stóru broti og er hið fyrsta þeirra að koma í bókaverzlanir þessa dagana. Jón úr Vör hefur ritað formála fyrir útgáfunni. Hann er í við- Gunnar M. Magnúss rithöfundur. talsformi og rekur Gunnar M. Magnúss ritferil sinn í stórum dráttum og segir frá lífsskoðun- um sínum af hreinskilni. f fyrsta bindi Virkisins eru um það bil 400 myndir og nákvæmur annáll um viðburði styrjaldar- innar varðandi ísland og íslend- inga. Nýja útgáfan telur 1200 lesmálssíður með nálega 1500 myndum. Heiti bindanna eru Hernámsárin, Þríbýlisárin, Sæ- farendur, Samtíð og saga og Þeir, sem féllu og fórust á styrjaldar- árunum. Ljósm. Þorsteinn Jósefsson. Sandpokar fyrir gluggum safnahússins og Þjóðleikhússins á styrjaldarárun- um, en birgðastöð hersins var f Þjóðleikhúskjallaranum. Viö tökum á móti Eurocard- og Visa-korthöfum meö brosi á vör. Viö viljum minna viöskiptavini okkar á greiöslu- skilmálana og skoöanakönnunina og aö allt getur skeð hjá okkur. Aö lokum vekjum viö athygli á innihaldi einkunnar- oröa batamerkis desember: „ÁFRAM MIÐAR í ANDA FRIÐAR“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.