Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.12.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1983 og steinullar verði rannsökuð Skaðsemi gler- EFTIRFARANDI tillaga var sam- þykkt á félagsfundi Trésmiðafélags Reykjavíkur, 24. nóvember sl.: „Félagsfundur Trésmiðafélags Reykjavíkur, haldinn 24. nóvem- ber 1983 að Suðurlandsbraut 30, lýsir áhyggjum sínum vegna þess hve hægt miðar til framfara í að- búnaðarmálum verkafólks. Ekki er hægt að marka verulegar úr- bætur, þrátt fyrir nýjar stofnanir og lög. Fyrir skömmu voru birtar ( Danmörku niðurstöður rannsókna á heilsufari verkafólks, sem vinn- ur við málningu og lökk. I ljós kom að nær helmingur þeirra sem ran- nsakaðir voru, höfðu hlotið var- anlegt heilsutjón vegna áhrifa eit- urefna. Þá hefur danskt verkafólk krafist þess að fram fari rannsókn á hugsanlegri skaðsemi stein- og glerullar, því sterkur grunur leik- ur á að þessi efni geti valdið krabbameini. Þar sem íslenskir iðnaðarmenn hafa unnið við framangreind efni mörg ár, og allar líkur benda til að þau verði notuð í auknum mæli á komandi árum, krefst fundurinn þess að fram fari rannsókn á skað- semi framangreindra efna, auk annarra efna sem hugsanlega geta valdið varanlegu heilsutjóni. Leiði slík rannsókn f ljós að hér séu í umferð einhver þau efni sem vald- ið geta varanlegu heilsutjóni, er það skýlaus krafa fundarins að komið verði í veg fyrir notkun þeirra, nema ef óhjákvæmilegt reynist í undantekningartilfellum, og ber þá að setja strangar reglur um meðferð þeirra. Innan skamms verður sett á stofn steinullarverksmiðja hér á landi. Grundvöllur slíkrar verk- smiðju er að notkun steinullar aukist stórlega. Fundurinn leggur áherslu á að verksmiðjan fái ekki starfsleyfi fyrr en fyrir liggur að steinull valdi ekki varanlegu heilsutjóni." KENWOOD chef Kalflkvörn Malar kaffið eins gróft eóa flnt og óskað er og ótrúlega fljótt. Hraðgengt rifjárn Sker niður og afhýðir grænmeti á miklum hraóa og er með fjórum mismunandi járnum. Þrýstisigti Aðskilur steina og annan úrgang frá ávöxt- um. Auóveldar gerð sultu og ávaxtahiaups. Rjómavól Býr til Ijúffengan, fersk- an rjóma á nokkrum sekúndum, aðeins úr miólk og smjöri. Stálskál Endingargóð og varan- leg skál, tilvalin I alla köku- og brauógerð. Ávaxtapressa Skilar ávaxta- og græn- metissafa með öllum vltamlnum. Dósahnífur Opnar allar tegundir dósa án þess að skilja eftir skörðóttar brúnir. 00 Grænmetisrifjárn Sker og raspar niður I salat. — Búið til yóar eigin frönsku kartöflur með til þess gerðu járni. AUkNIR MOGUtEIKAR KENWOOD chef Kr. 8.430.- (Gengi 26.11.83) Til í tveimur litum. Kartöfluhýðari Hetta Eyðió ekki mörgum Yfirbreiðsla yfir Ken- stundum I að afhýóa wood Chef vélina. kartöflur sem Kenwood afkastar á svipstundu. mji <£? HJÁLPARKOKKUHINN KENWOOD chef IhIReklahf Laugavegi 170-172 Sími 21240 Sitrónupressa Býr til Ijúffengan fersk- an sltrussafa á litlu lengri tlma en tekur að skera sundur appelslnu. Grænmetisrifjárn Sker niður rauðrófur, agúrkur, epli, kartöflur. Raspar gulrætur, ost, hnetur og súkkulaði. Er engin venjuleg hrærivél. Verð með þeytara, hnoðara, grænmetis- og ávaxtakvörn, ásamt plasthlíf yfir skál: Hakkavél Hakkar kjöt og f isk jafn- óðum og sett er I hana. Einnig fljótvirk við gerð ávaxtamauks. Grænmetiskvörn Blandar súpur, ávexti, kjötdeig og barnamat. Saxar hnetur, o.fl., malar rasp úr brauði. Bridge Arnór Ragnarsson Bridgeklúbbur Akraness Starfsemin hófst með aðal- fundi um miðjan september 1983. í stjórn til næsta árs voru kjörnir: Formaður Guðmundur Sigurjónsson, ritari Kjartan Guðmundsson, gjaldkeri Bent Jónsson. 1. keppni klúbbsins var firma- keppni, sem jafnframt var ein- menningskeppni. Sigurvegari I þeirri keppni og Akranesmeist- ari í einmenningi varð Kjartan Guðmundsson. í firmakeppninni sigraði Samvinnubankinn, spil- ! ari Bent Jónsson. 15. nóvember var haldið opna Akranesmótið, sem kennt er við Hótel Akranes. Hótel Akraness gefur 1. og 2. verðlaun á þessu móti og voru þau vegleg að venju. 1. verðlaun, kr. 15.000, hlutu: Þórarinn Sigþórsson og Guðm. P. Arnarson. 2. verðlaun, kr. 10.000, hlutu: Sigurður Vil- hjálmsson og Sturla Geirsson. 3. verðlaun, kr. 5.000, hlutu: Aðal- steinn Jörgensen og Runólfur Pálsson. Þá var spilaður hausttvímenn- ingur með barometer-fyrir- komulagi. Sigurvegarar urðu: Þórir Leifsson og Oliver Kristó- i fersson. Nr. 2 Guðjón Guð- mundsson og Ólafur Gr. ólafs- son. Nr. 3 Árni Bragason og Sig- urður Halldórsson. Þátttakend- ur í hausttvímenningnum voru 22 pör. í október heimsóttu okkur konur úr Bridgefélagi kvenna í Reykjavík. Spiluð var sveita- keppni á 7 borðum og unnu Ak- urnesingar á 5 en konurnar úr BK á tveimur. Nú stendur yfir sveitakeppni með 16 spila leikjum. Efst er sveit Alfreðs Viktorssonar með 92 stig. Nr. 2 sveit Vigfúsar Sig- urðssonar með 71 stig og nr. 3 sveit Þóris Leifssonar með 64 stig. Um áramótin er fyrirhugað boðsmót til minningar um Donna (Halldór) Sigurbjörns. Spilað verður um bikar, sem vin- ur Donna gaf til þessarar keppni til minningar um hann. Síðar í vetur verða síðan spil- aðar aðalkeppnir klúbbsins, þ.e.a.s. sveitakeppni og tvímenn- ingur, auk þess er bæjarkeppni við Hafnarfjörð einhvern tíma vetrar. Frá Hjónaklúbbnum Nú er hraðsveitakeppninni lokið og sigraði sveit Erlu Sigur- jónsdóttur, en sveitina skipa ásamt fyrirliðanum Kristmund- ur Þorsteinsson, Ester Jakobs- dóttir og Sigurður Sigurjónsson. Bestu skor síðasta kvöldið fengu eftirtaldar sveitir: Sveit Stig Eddu Thorlacius 605 Erlu Sigurjónsd. 582 Rúnars Haukssonar 579 Ragnars Þorsteinss. 561 Lokastaðan varð þá þessi: Sveit Stig Erlu Sigurjónsd. 1767 Dóru Friðleifsd. 1753 Gróu Eiðsdóttur 1705 Eddu Thorlacius 1698 Ólafar Jónsdóttur 1696 Erlu Eyjólfsd. 1681 Valgerðar Kristjónsd. 1668 Húseigendafélag Reykjavíkur: Alþingi lækki nú þegar eignaskatta Fasteignamat hækkar um 57%, en laun um 29% STJÓRN Húseigendafélags Reykja- víkur hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á Alþingi að lækka nú þegar eignaskatta og aðrar álögur á eigendur húsnæðis. í ályktuninni segir að aukin skattbyrði megi ekki valda því, að fólk missi eigið hús- næði. Alyktun Húseigendafélagsins fer hér á eftir: „Stjórn Húseigendafélags Reykjavíkur skorar á Alþingi að lækka nú þegar eignaskatta og aðrar álögur á eigendur húsnæðis. Vegna mikillar kjaraskerðingar og hækkunar fasteignamats um- fram hækkun launa er fyrir- sjáanlegt að skattbyrði húseig- enda muni enn þyngjast og getur hún stefnt í voða þeirri stefnu að sem flestir búi í eigin húsnæði. Til þess að auka ekki skattbyrði húseigenda frá því sem verið hef- „K-álma ... “ í SAMBANDI við svör sérfræð- inga og forsvarsmanna í heil- brigðismálum í blaðinu í gær und- ir greinarheitinu „K-álma — geislalækningar — línuhraðall" skal tekið fram að læknarnir Kjartan Magnússon og Þórarinn Sveinsson eru sérfræðingar í krabbameinslækningum. — Höf- undur formála og umsjónarmaður efnisins var Áslaug Ragnars. ^^kriftar- síminn er 830 33 ur, verður að lækka þær álagn- ingarprósentur, sem eignaskattur og fasteignagjöld miðast við, þannig að skattbyrði af venjulegri fasteign í einkaeign verði EKKI aukin frá því sem verið hefur sem hlutfall af tekjum. Fasteignamat mun t.d. hækka í Reykjavík um 57% en laun munu fyrirsjáanlega einungis hækka um 29% frá febrúar 1983 til febrúar 1984. Þá verður að lækka álagn- ingaprósentur eignaskatts (sem og annarra eftirágreiddra skatta) vegna þess að fyrirsjáanleg er um- talsverð lækkun á verðbólgu, enda hafa þessar prósentur verið hækk- aðar á undangengnum árum til þess að ríki og sveitarfélög fengju sinn hlut þrátt fyrir síaukna verð- bólgu. Nú þegar að verðbólgan fer lækkandi, verða þessar prósentur að lækka, þar sem verðbólgan hjálpar ekki lengur skattgreiðand- anum til þess að ráða við eftirá- greidda skatta. Ef spár stjórn- valda um lækkun verðbólgu í 10% á næsta ári rætast, þá ber að margfalda allar prósentur í eftirá- greiddum sköttum með 0,7 til þess að skattbyrðin breytist ekki. Þetta þýðir að eignaskattur ætti að lækka úr 1,2% í 0,84% eingöngu vegna hjöðnunar verðbólgu. Staða ríkissjóðs og sveitarfé- laga er eflaust slæm um þessar mundir, en staða hins almenna íbúðareiganda er ekki betri. Ríki og sveitarfélög verða að taka tillit til þess að aðstæður hafa breyst vegna minnkandi verðbólgu og skertra launatekna. Aukin skatt- byrði vegna þessa má ekki valda því, að borgararnir missi eigið húsnæði."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.