Morgunblaðið - 24.12.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.12.1983, Blaðsíða 1
64 SIÐUR STOFNAÐ 1913 296. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1983 Prentsrniðja Morgunblaðsins Páfinn hvetur til sinnaskipta Páfagarði, 23. desember, AP. JÓHANNES Páll páfi II hvatti í dag mennina til sinnaskipta, að þeir sneru hjörtum sínum frá valdadýrkun og stríðshyggju og beittu sér fyrir friði í heimi, sem „fastur er í neti óttans.“ „Það er höndin, sem heldur á sverðinu, sem drepur, ekki sverðið," segir páfi í boðskap sínum til þjóðarleiðtoga og bætir við, að „komandi ár bíð- ur okkar með spurn á vör og áhyggjufullt á svip en þó vonglatt og biðjandi." Páfi sagði, að á heimsbyggðina herjuðu stríð, „afvegaleiddur hugsunarháttur hryðjuverka- mannsins" og virðingarleysi fyrir mannréttindum. Hann áfelldist líka ríku þjóðirnar, sem vilja gleyma hlutskipti fá- tæku þjóðanna á sama tíma og „vígbúnaðarkapphlaupið gleypir fé, sem betur mætti nota.“ Páfi var óvenju harðorður í garð þeirra, sem „umbera óréttlætið" og sagði, að „sá, sem vill frið af öllu hjarta, hafnar þeirri friðarstefnu, sem er í ætt við hugleysið eða er aðeins ósk um óbreytt ástand eða sýndarró." Ljósm. Snorri Snorrason Thatcher fer í jólaheimsókn Beifast, 23. desember. AP. MARGARET Thatcher forstæis- ráðherra fór í dag í jólaheimsókn til Norður-írlands og sagði: „Við látum enga sigra okkur með um Newtonwards, 20 km austur af Belfast, og í fylgd 'með henni voru tugir vopnaðra leynilög- reglumanna. Á sama tíma var birtur jóla- boðskapur Sinn Fein, stjórn- málahreyfingar IRA. Þar var itrekuð sú krafa að Bretar færu frá Norður-írlandi. Gerry Adams, forseti Sinn Fein, sendi „pólitískum föngum" kveðjur sinar og sagði að „von- andi“ yrði friður um jólin. En hann varaði við því að friðun mundi ekki haldast fram á næsta ár nema Bretar létu af „nýlendustefnu". Gleðileg jól ítalir vilja kalla gæslu- liðana heim M Líbanon Kairó. Róm og Beirút, 3. desember. AP. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta sprengjum og byssukúlum, hvorki hér né nokkurs staðar í heimin- um.“ Thatcher fór í þessa heim- sókn, sem var ekki boðuð fyrir- fram, sex dögum eftir árás Irska lýðveldishersins (IRA) á Harr- od’s-verzlunina í Lundúnum, þegar fimm menn biðu bana og 95 særðust. Hún hélt rakleiðis til brezkrar herstöðvar í mótmælendabæn- YASSER Arafat, leiðtogi PLO, var í dag sagður á leið til Norður-Yemen eftir óvæntan fund hans og Hosni Mubarak, Egyptalandsfor- seta, í gærkvöld. Fundurinn olli gífurlegri reiði á meðal andstæðinga Arafats innan PLO. Svipuð viðbrögð voru hjá ísraelum, en Bandaríkja- menn lýstu velþóknun sinni á fundinum. Fundurinn virð- ist hafa orsakaðað djúpa gjá á milli Israela og Bandaríkja- manna. Sendiherra ísraela í Wash- ington bar fram harðorð mót- mæli við Lawrence Eagleburg- er, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, vegna fundar- ins og taldi Bandaríkjamenn eiga frumkvæðið að honum. Þeim ásökunum var þegar vís- að á bug, en almennt er talið að fundurinn hafi verið liður í að halda lífinu í 15 mánaða gam- alli áætlun Reagan um frið í Miðausturlöndum. Áður en Arafat lagði upp frá Kairó í morgun sagði hann í viðtali við dagblaðið Al- Ahram, að hann hefði í hyggju að endurskipuleggja PLO- samtökin frá grunni. Arafat sagði við blaðið, að hann myndi koma á fundum á milli leiðtoga stærstu fylk- inganna innan hreyfingarinnar fljótlega til þess að ræða það sem hann orðaði „nauðsynlegar skipulagsbreytingar". Fyrsti fundurinn er talinn munu verða í febrúar. Sandro Pertini, forseti Ítalíu, var í dag harðorður í garð Bandaríkjamanna fyrir að kalla her sinn ekki heim frá Libanon. Sakaði hann þá um að hafa her sinn þar aðeins til þess „að vernda ísrael". Jafn- framt hvatti hann til þess, að ítalir kölluðu 2100 gæsluliða sína í landinu heim hið fyrsta. Átök voru enn í Beirút í dag og særðust þrír starfsmenn al- þjóða Rauða krossins er sprenging sprakk skammt frá búðum þeirra. Meiðslin voru ekki talin alvarleg. Þremur Sovétmönn- um vísað frá Svíþjóð Stokkhólmi, 23. desember. AP. SÆNSK stjórnvöld skipuðu í gær þremur sovéskum ríkisborgurum að hverfa úr landi eftir að sannað þótti að þeir höfðu fengist við njósnir. Tveir hinna landræku eru diplómatar við sovéska sendiráðið í Stokkhólmi, hinn þriðji er kaup- sýslumaður. Lars Lonnbak, talsmaður sænska utanríkisráðuneytisins, greindi frá því að sænska lög- reglan hefði haft umrædda þre- menninga undir eftirliti og greint ráðuneytinu frá njósnum þeirra fyrir viku. Hann gat þess einnig, að „blessunarlega hefðu njósnir Rússanna ekki náð að skaða Svíþjóð. Leynd hefur nokkur verið um mál þetta og Lonnbak upplýsti lítið annað en það litla sem vit- að var. Forðaðist hann að svara áleitnum spurningum frétta- manna um eðli njósnanna. Hann gat þess heldur ekki hvenær Rússarnir ættu að fara, en sagði að þeir væru ekki lýstir „persona non grata“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.