Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.1984, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 33. tbl. 71. árg.____________________________________FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Herstjórnin í Nicaragua: Managua, 9. febrúar. AP. KJÖRNEFND ríkisráðsins í Nicar- agua hefur lagt fram frumvarp að kosningalögum, sem felur í sér að flokkar stjórnarandstæöinga fá að- gang að ríkisfjölmiðlum og fjárveit- ingar frá ríkinu til kosningabaráttu. Carlos Nunes, forseti ríkisráðs- Tilræði í Aþenu Aþenu, 9.febrúar. AP. ÁÐUR óþekktur hópur öfga- manna, sem segjast vera foringjar í griska flughernum, sagðist í dag hafa staðið fyrir fjórum spreng- ingum í Aþenu í nótt. Tveir slös- uðust. Hópurinn krefst þess að yfir- maður flughersins, Nicos Kour- is hershöfðingi, segi af sér og segir að að öðrum kosti verði einnig unnin spellvirki á flug- vélum. Blaðsöluturn við eina af aðal- götum Aþenu eyðilagðist í einni sprengingunni og skemmdir urðu á þremur nálægum síma- klefum. Lögreglan telur að sprengiefninu hafi verið stolið frá heraflanum. ins, segir að þessar tillögur séu einn þáttur í þeirri byltingu sem stendur yfir í landinu. Umræður um tillöguna eiga að fara fram í ríkisráðinu einhvern tímann á næstu tveimur vikum. Ráðið fer með hlutverk löggjafar- þings í landinu. Stjórnarandstæðingar hafa hót- að því að leiða kosningarnar, sem fyrirhugaðar eru árið 1985, hjá sér ef hin vinstri sinnaða stjórn sand- inista fellst ekki á að eiga viðræð- ur við þá um umbætur í stjórnmál- um landsins. Stjórnarandstæðingar, fjórir stjórnmálaflokkar, samtök kaup- sýslumanna og nokkur verkalýðs- félög hafa stofnað með sér Sam- einaða lýðræðisráðið og gera kröf- ur um að ritskoðun verði aflétt, útifundir og aðrir fundir verði leyfðir, lög um neyðarástand verði afnumin og alþjóðlegt eftirlit verði með hinum fyrirhuguðu kosning- um til að hindra misferli yfirvalda. Tilkynning ríkisráðsins í dag er fyrsta svar herforingjastjórnar- innar í Nicaragua við kröfum stjórnarandstöðunnar. Ríkisráðið er skipað herforingjum úr flokki sandinista sem fara með hin raunverulegu völd í landinu. Hlaupið í skjól í Beirút. Tveir hermenn úr liði kristinna falangista hraða sér í öruggt vígi til að verða ekki fyrir byssukúlum stjórnarhermanna og shíta sem skiptust á skotum í nágrenninu. Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra Bandarfkjanna: „Við erum ekki að yfirgefa Líbanon“ Beirút, London, Tel Aviv, Wuhinfton, 9. feb. AP. HERMENN drúsa og shíta héldu áfram bardögum við stjórnarherinn Sveinbarní Malaysíu fæðist með rófu Þessi myndarlegi litli sveinn, sem er malayískur og heitir Zulkarnaini Zulkifli, fæddist í Kuala Lumpur 27. desember sl. með þriggja þumlunga rófu á afturendanum, en slík vansköpun er mjög sjaldgæf. Móðir piltsins, sem er 17 ára gömul og heitir Maziah, telur að rófan sé fyrirboði um merkilega framtíð barnsins. á mörkum austur- og vesturhluta Beirút í morgun, en þeim var hætt síðar um daginn að hvatningu Nabih Berni, leiðtoga shíta. Ut- varpsstöðvar í borginni sögðu hins vegar að drúsar hefðu haldið áfram átökum við kristna falangista, og síðdegis í gær staðfesti talsmaður Bandaríkjahers að skotið hefði ver- ið á fallbyssuhreiður drúsa í fjöll- unum fyrir ofan Beirút úr bandar- íska herskipinu Moosburger. Kvað hann það gert í hefndarskyni fyrir árásir á flóttamannabúðir í austur- hluta borgarinnar. Þessar aðgerðir hafa verið mjög gagnrýndar meðal andstæðinga Reagans forseta í Bandaríkjunum. Fjöldi erlendra borgara hefur farið frá Beirút undanfarna daga, og sendiráð í borginni hafa áætlanir á prjónunum um aðstoð ef til frekari flutninga þarf að koma. „Við erum ekki að yfirgefa Líb- anon,“ sagði Caspar Weinberger varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna á fundi með utanríkisnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Kvað hann fyrirætlanir Bandaríkjamanna í Líbanon i engu hafa breyst þrátt fyrir tímabundinn brottflutning hluta friðargæslusveita Bandaríkja- manna í skip úti fyrir strönd landsins. Bandaríska sendiráðið í Beirút gaf jafnframt út fréttatil- kynningu þar sem sagði að það breytti engu um stefnu Banda- ríkjastjórnar þótt múhameðstrú- armenn hefðu vesturborgina á valdi sínu, en sendiráðið hefur haft skrifstofur sínar þar. Framtíð Gemayels forseta Líb- anons er nú í mikilli óvissu, og hafa fréttaskýrendur jafnvel tal- ið að hann eigi ekki eftir nema mánuð í embætti þar sem ljóst sé orðið að honum hafi mistekist að koma á þjóðarsáttum í landinu. E1 Salvador: Skæruliðar felldu 29 stjórnarhermenn San Salvador, 9. feb. AP. SKÆRULIÐAR vinstri manna felldu a.m.k. 29 hermenn stjórnar- innar f E1 Salvador í hörðum átök- um í norðausturhluta landsins í gær. Fregnir hafa borist um mann- fall f röðum óbreyttra borgara, en ekki er nánar vitað um það. Talsmaður stjórnarhersins sagði að skæruliðar hefðu tekið mennina af lífi með því að skjóta í höfuð þeirra eftir að þeir gáfust upp. Fréttamenn sem fóru um átakasvæðið eftir bardagann sögðu að aðeins sex hinna 29 virt- ust hafa verið skotnir f höfuðið. Jafnframt höfðu þeir eftir íbúa í La Libertad-héraði, þar sem átökin áttu sér stað, að sumir hermannanna, en ekki allir, hefðu verið leiddir fyrir aftöku- sveit og skotnir. Að sögn fréttamannanna féll einn úr hópi skæruliða í bardag- anum. Lofar að virða stjómarandstöðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.