Morgunblaðið - 14.02.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.02.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984 35 NM í skólaskák: „Hamingjudísirnar gengu í lið með mér“ Karl Þorsteins, Noröurlandameistari í skák, á þarna í höggi við Lars Schandorfí frá Danmörku. Hann tryggði sér sigur í mótinu með því að leggja Danann að velli. EINBEITNIN skein af hverju and- liti, leikgleðin í algleymingi í llvassaleitisskóla um helgina. Þar fór fram Norðurlandamót í skóla- skák og 50 unglingar frá öllum Norðurlöndum voru mættir til leiks. Þar skiptust á skin og skúrir, gleði og vonbrigði en íslendingar höfðu ríka ástæðu til að gleðjast. íslend- ingar eignuðust Norðurlandameist- ara í þremur flokkum af Hmm og íslenskir skákmenn urðu í öðru sæti í tveimur flokkum. Sannarlega góð útkoma á velheppnuðu móti. Karl Þorsteins vann í flokki 17—20 ára, Davíð Ólafsson í flokki 15—16 ára og llannes Hlífar í flokki 11 — 12 ára. Þeir Karl Þorsteins, Verslun- arskólanum, og Elvar Guðmunds- son, Garðabæ, höfðu mikla yfir- burði í A-flokki og kom á óvart að Jonny Hector frá Svíþjóð og Lars Schandorff frá Danmörku, sem talið var að myndu veita þeim harða keppni, stóðu Karli og Elv- ari langt að baki. Kepnnin í A-flokki snerist upp í einvígi Karls og Elvars. Þeir gerðu inn- byrðis jafntefli í 3. umferð og úr- slitin réðust ekki fyrr en í síðustu umferð mótsins. Þá vann Karl Þorsteins Schandorff frá Dan- mörku og tryggði sér sigur. Dan- inn lék af sér í jafnteflislegri stöðu og Karl stóð uppi sem sigur- vegari. Hlaut 5Vi vinning en Elvar hlaut 5 vinninga. Karl Þorsteins er 19 ára gamall og hefur þegar unnið mörg alþjóð- leg mót. Hann sló í gegn í Puerto Rico 14 ára gamall þegar hann vann skákmót Sameinuðu þjóð- — sagöi Karl I»orsteins eftir að hafa orðiö Norö- urlandameistari — íslendingar sigursælir í NM í skólaskák anna. I Brazilíu vann hann mikið unglingamót, þar sem saman voru komnir unglingar víðs vegar að úr heiminum og í fyrra várð hann Norðurlandameistari í skólaskák og tókst nú að verja titil sinn.. Þá eins og nú var Elvar Guðmunds- son helsti keppinautur hans. Hamingjudísirnar gengu í lið með mér — En hver er skýringin á vel- gengni Karls við skákborðið — hæfileikanum til að verða fremst- ur? „Ég get ekki skýrt það, en auð- vitað spilar heppni inn í og oftast næ ég að halda ró minni og það held ég sé mikilvægt," svaraði Karl Þorsteins og bætti við; „svo er mér mjög illa við að gefa fyrsta sætið eftir, þannig að þetta hefst einnig á skapinu. Annars var Elv- ar óheppinn að hafna í öðru sæti. Við gerðum stutt jafntefli, en í síðustu umferð lék Daninn illa af sér í jafnteflislegri stöðu. Ég var kannski með heldur betra þegar hann lék af sér hrók, eða varð mát ella. Þannig snerust hamingjudís- irnar á sveif með mér.“ — Standa íslenskir unglingar jafnöldrum sínum á Norðurlönd- um framar í skák? „Já, tvímæla- laust — skákin nýtur almennra vinsælda hér og eins er ungl- ingastarf innan Taflfélags Reykjavíkur mjög gott. Þar hefur Ólafur H. Ólafsson ásamt fleirum unnið mikið þrekvirki." — Hvað er framundan? „Ég mun taka þátt í Reykjavík- urskákmótinu og síðan snúa mér að náminu en ég lýk stúdentsprófi í vor. Hvort ég legg skákina fyrir mig? Ég get ekki svarað því — það yrði mjög freistandi ef árangurinn yrði viðlíka og hjá Jóhanni Hjart- arsyni," sagði Karl Þorsteins. Elvar í þriðja sinn í öðru sæti „Þetta er í þriðja sinn sem ég hafna í öðru sæti á NM,“ sagði Elvar Guðmundsson í samtali við blm. Mbl. „En ég er þokkalega ánægður með taflmennsku mína. Ég lít á mótið fyrst og fremst sem æfingu fyrir Reykjavíkurskákmót- ið,“ sagði Elvar ennfremur. „Sigurinn kom mér á óvart“ I B-flokki — flokki unglinga 15 og 16 — ára vann Davíð Olafsson, Hólabrekkuskóla, öruggan sigur — hlaut 5 vinninga af 6 möguleg- um. Hafði tryggt sér sigur fyrir síðustu umferð mótsins og tapaði þá fyrir Fredrik Dahl frá Noregi. Þetta var í fyrsta sinn, sem Davíð náði að bera sigur úr býtum á Noðurlandamótinu í fjórum til- raunum. Hann hefur tekið þátt í öllum mótunum. Því lá beinast við að spyrja hvort sigurinn hefði komið honum á óvart. „Já.það kom mér nokkuð á óvart, sérstaklega þar sem ég er á fyrra ári í flokkn- um. Ég hafði ekki verið nærri því að sigra áður — komst næst því í Svíþjóð í fyrra. Þá þurfti ég að vinna í síðustu umferð til að ná efsta manni, en gerði jafntefli. En sigur hefði ekki einu sinni dugað, þar sem andstæðingur minn hefði verið hærri á stigum. Það ber að hafa í huga að sterkasti skákmaður Norðurlanda í þessum aldursflokki, Norðmað- urinn Simen Agdestein, tefldi ekki hér í Reykjavík. Hann er mjög öfl- ugur, varð Noregsmeistari í fyrra,“ sagði Davíð. Lærði mannganginn 5 ára gamall Þriðji Norðurlandameistarinn okkar er Hannes Hlífar Stefáns- son, 11 ára gamall. Hann varði tit- il sinn frá í fyrra, hlaut 5 vinninga af 6 mögulegum. Gerði 2 jafntefli. „Ég lærði mannganginn 5 ára gamall og fór í Taflfélag Reykja- víkur 7 ára,“ sagði Hannes Hlíðar. Sigur í mótinu kom honum ekki á óvart, enda að verja titil frá í fyrra þegar hann sigraði í flokki skákmanna 10 ára og yngri. „Það er því miður ekki mikill áhugi fyrir skák í Fellaskóla, svo ég fer oft í Taflfélag Reykjavíkur,“ sagði hann. Hannes les skákbækur og Encyclopediu í skák. „Ef ég skít- tapa fyrir einhverjum þá fer ég í gegn um afbrigðið í encyclopedi- unni og stúdera,“ sagði þessi ungi skákmaður. Ferdinand Hellers frá Svíþjóð varð hlutskarpastur í C-flokki, flokki 13—14 ára, en Tómas Björnsson og Þröstur Þórhallsson höfnuðu í 2.-3. sæti með 4'k vinn- ing. I E-flokki, skákmanna 10 ára og yngri sigraði Thomas Habekost, Danmörku. Hann hlaut 5 vinninga en Andri Björnsson hlaut 4yk vinning og hafnaði í 2. sæti. Elvar hafnaði í öðru sæti þriðja sinn f röð. Morgunhlaðió Kristján Kinarsson. Davíð Ólafsson til vinstri og Hannes Hlíðar — þeir urðu NM-meistarar í sínum flokkum. Breiöholtsbúar athugið V/SA Viö höfum nú tekiö upp nýja opnunartíma sem hér segir: Virka daga opið kl. 9—19. Föstudaga kl. 9—19.30. Laugardaga kl. 9—16. VERIÐ VELKOMIN í VERSLANIR OKKAR. Ásgeir Breiöholtskjör Hólagaröur Tindaseli Arnarbakka Lóuhólum Kjöt og fiskur Straumnes Valgaröur Seljabraut Vesturbergi Leirubakka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.