Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.02.1984, Blaðsíða 1
56 SIÐUR MEÐ LESBOK OG OLISBLAÐI STOFNAÐ 1913 40. tbl. 71. árg.__________________________________LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1984________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Stefiiir í stórorrustu milli írana og íraka Hálf milljón hermanna albúin í mestu styrjaldarátök frá stríðslokum Washin^ton, 17. febrúar. AP. HALF milljon íranskra og íraskra hcrmanna bídur þess nú albúin að taka þátt í mestu stórorrustu frá dögum síðari heimsstyrjaldar, orrustu, sem vegna aðstæðna og gíf- urlegs mannfjölda mun þó minna mest á hildarleikinn í fyrri heims- styrjöldinni. Eru þessar upplýsingar hafðar eftir háttsettum bandarískum embættismanni. „Stórorrusta eins og þær gerð- ust í fyrri heimsstyrjöld virðist nú j vera í uppsiglingu í Persaflóa- stríðinu," sagði í dag háttsettur, bandarískur embættismaður, sem ekki vildi þó láta nafns síns getið. Kvað hann líklegast, að átökin yrðu um miðja víglínuna en heita má, að íranir og írakar berjist á endilöngum landamærunum, sem eru 1.180 km löng. Vildi hann engu spá um leikslokin en benti þó á, að íranski flugherinn stæði þeim ír- aska langt að baki. Bandaríkjamenn fylgjast mjög grannt með þróun mála í stríðinu vegna hagsmuna sinna og annarra vestrænna þjóða í olíufram- leiðslulöndunum við Persaflóa. ír- anir hafa margoft hótað að loka j Hormuz-sundi og þar með olíu- flutningum um Persaflóa en I Bandaríkjamenn segjast stað- ráðnir í að halda siglingaleiðinni opinni. íranir hafa að undanförnu flutt fleiri F-4-orrustu- og sprengjuflugvélar til suðurhluta landsins og er haft eftir fréttum, að sjálfsmorðsflugmenn muni fljúga þeim á bandarísk herskip ef reynt verður að koma í veg fyrir lokun Hormuz-sunds. Grátið af gleði yfir gullinu jtalska stúlkan Paoletta Magoni bar í gær sigur úr býtum í stórsvigi kvenna á vetrarólympíuleikunum í Sarajevo og er sú yngsta, sem það hefur gert, aðeins 19 ára. Myndin var tekin af Magoni þegar henni varð Ijóst, að gullið hafði fallið henni í skaut. Þá réð hún ekki við sig og brast í grát af fögnuði. Amin Gemayel: Samþykkir til- lögur S-Araba Beirút, Tel Aviv, Washington, 17. febrúar. AP. AMIN Gemayel, forseti Líbanons, hefur ákveðiö að fallast á friðartillögur Saudi-Araba og segja upp samkomulaginu við ísraela frá 17. maí á fyrra ári. í tillögunum er gert ráð fyrir, að ísraelar og Sýrlendingar flytji allan sinn her samtímis frá landinu en á þaö hafa þeir síðarnefndu og skjólstæðingar þeirra aldrei viljað fallast. Það var utanríkisráðherra líb- I önsku stjórnarinnar, Elie Salem, j sem skýrði frá ákvörðun stjórnar- j innar og Gemayels, en nokkru áð- j ur höfðu tveir helstu leiðtogar , stjórnarandstöðunnar sagt, að j þótt Gemayel félli frá samkomu- laginu við ísraela myndu þeir áfram krefjast afsagnar hans. Salem gaf í skyn, að samþykki Sýrlendinga og ísraela væri að vísu nauðsynlegt til að friðartil- lögur Saudi-Araba næðu fram að ganga en kvaðst viss um „ákafan stuðning líbönsku þjóðarinnar" við þær. Utanríkisráðherra Saudi-Arabíu er nú í Damaskus í Sýrlandi til viðræðna við stjórn- völd þar en síðustu fréttir herma, að þau hafi hafnað tillögunum. Tillögur Saudi-Araba eru um aðskilnað stríðandi fylkinga í landinu; að sagt verði upp sam- komulaginu við ísraela og að tryggt verði, að ísraelar þurfi ekki að óttast herhlaup skæruliða frá Suður-Líbanon. Opinber viðbrögð hafa engin verið enn í Bandaríkj- unum eða öðrum vestrænum ríkj- um við ákvörðun Gemayels og virðist enginn hafa mikla trú á að tillögur Saudi-Araba nái fram að ganga. Eftir óopinberum heimild- um í ísrael er haft, að stjórnvöld þar séu algerlega andvíg tillögun- um en ætli þó að ekki að hrapa að neinu á næstunni. Grænlenska landstjórnin vill semja við Efnahagsbandalagið Julianeháb, 17. Tebrúar. Frá Henrik Lund, frétíaritara Mbl. á (irænlandi. „GRÆNLENSKA landstjórnin leggur á það höfuðáherslu, að Grænlendingar komist að sam- komulagi við Efnahagsbandalag Evrópu, sem tryggi útflutningsvör- um þeirra tollfrelsi á sameiginleg- um markaði bandalagslandanna og að útflutningurinn verði ekki takmarkaður að neinu leyti.“ Þannig segir m.a. í fréttatilkynn- ingu, sem grænlenska landstjórnin hefur látið frá sér fara, en í dag fór sendinefnd á vegum landstjórnar- innar til Kaupmannahafnar og mun í næstu viku eiga viðræður við embættismenn EBE í Briissel. Grænlendingar munu, eins og kunnugt er, ganga úr EBE um næstu áramót og hafa af þeim sökum átt í viðræðum við emb- ættismenn í Bríissel um við- skilnaðinn. EBE hefur farið fram á veiðileyfi fyrir fiskiskip bandalagsþjóðanna innan græn- lenskrar lögsögu og boðið á móti tollfrelsi fyrir grænlenska út- flutningsvöru og um 450 milljón- ir ísl. kr. að auki. í framhaldi af þessu var fyrir nokkrum dögum lögð fram á alþingi íslendinga ályktun þar sem ríkisstjórninni er falið að kanna „til fullnustu möguleika á samkomulagi við Grænlendinga um sameiginleg hagsmunamál, sérstaklega að því er snertir verndun fiski- stofna og fiskveiðar". í fréttatilkynningunni í dag leggur landstjórnin á það höfuð- áherslu, eins og fyrr segir, að komist verði að samkomulagi við EBE um tollfrelsi og óheftan út- flutning en einnig er það skilyrði sett, að lögsaga Grænlendinga yfir veiðunum verði að fullu við- urkennd. Landstjórnin mun út- hluta veiðileyfum og ákveða búnað fiskiskipa, t.d. möskva- stærð og aflakvóta í samræmi við tillögur fiskifræðinga. í Grænlandi eru menn ekki á einu máli um fjárupphæðina, sem EBE hefur boðið fyrir veiðileyf- in, en landstjórnin er þeirrar skoðunar, að hugsanlegur afla- kvóti til fiskiskipa frá EBE- löndunum skuli ráðast af þeim peningum, sem á móti eru boðn- ir. Þarf að endur- meta varnirnar á norðurvæng? Ódó, 17. rebrúar. AP. JOSEPH Luns, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, segir, aó njósnir Arne Treholts, skrifstofustjóra í norska utanríkisráöuneytinu, kunni að hafa svo alvarlegar afleiöingar fyrir bandalagið, að nauðsynlegt reynist að endurskipuleggja varnir þess á norðurvængnum. I viðtali við dagblaðið Verd- ens Gang segir Luns, að hann fái jafnharðan fréttir af yfir- heyrslunum yfir Treholt og „ég met þær þannig, að Sovétmenn hafi komist yfir mjög mikil- vægar upplýsingar, einkum hvað varðar varnirnar á norð- urvæng bandalagsins". Joseph Luns sat í Ósló ráðstefnu á vegum NATO ásamt rúmlega 150 stjórnmálamönnum og yf- irmönnum í herjum bandalags- þjóðanna. „Rannsóknin á Treholt- málinu mun taka nokkurn tíma og það er langt í frá að henni sé að Ijúka. Það verður að vera ljóst hvaða upplýs- ingar Treholt gaf Sovét- mönnum og það kann að reyn- ast nauðsynlegt að endurskipu- leggja varnirnar og viðbúnað- inn á norðurvæng Atlants- hafsbandalagsins," sagði Luns í viðtalinu. Luns sagði ennfremur, að norsk stjórnvöld hefðu full- vissað sig um, að Treholt hefði ekki haft aðgang að leyniskjöl- um síðustu árin eftir að grun- urinn beindist að honum. Kadar hvetur til viðræðna Búdapest, 17. febrúar. AP. JANOS Kadar, formaður ungverska kommúnistaflokksins, hvatti í dag til nýrra viðræðna stórveldanna um afvopnunarmál í ræðu, sem hann flutti þegar þess var minnst, að 39 ár eru liðin frá lausn Ungverja undan oki nasista. „Ungverska þjóðin vill vinna að friði og telur, að honum verði best borgið með viðræðum og sam- komulagi allra aðila,“ sagði Kadar í ræðu sinni. Ungverjar hafa opin- berlega tekið undir allar yfirlýs- ingar Sovétmanna um afvopnun- armál, en ekki dregið þó neina dul á, að erfiðleikarnir í sambúð stór- veldanna væru þeim mikið áhyggjuefni. Sagði Kadar, að allar þjóðir, hvert sem þjóðskipulagið væri, ættu að lifa saman í sátt og samlyndi enda væri ekki hægt að sætta ólík sjónarmið með vopnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.