Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 1
96 SIÐUR STOFNAÐ 1913 41. tbl. 71. árg. SUNNUDAGUR 19. FEBRUAR 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Feðgar flýðu frá Austur- Þýskalandi Bad Bram.stedt, V Kskalandi, 18. febr. AP* FEIKJUM tveimur tókst í gær að flýja frá Austur-Pýskalandi á kajak, sem þeir reru út á Eystra- salt þar til skipverjar á sænsku skipi tóku þá um borð. Peir eru nú komnir til Vestur-Þýska- lands. Talsmaður vestur-þýsku strandgæslunnar í Bad Bram- stedt segir, að eiginkona manns- ins og móðir drengsins hafi á liðnu hausti fengið leyfi austur- þýskra stjórnvalda til að fara vestur yfir vegna áríðandi fjöl- skyldumála en síðan ákveðið að verða um kyrrt. Yfirvöldin létu feðgana gjalda flótta konunnar á ýmsa vegu og þá ákváðu þeir að reyna að flýja hvað sem það kostaði. Maðurinn er 47 ára gamall rafvirki en sonur hans er 22 ára. Þeir feðgarnir lögðu af stað í rökkurbyrjun og hjálpaði byr- inn þeim því að aflandsvindur var. Þeir reru alla nóttina en um morguninn, þegar þeir þóttust vissir um að styttra væri orðið til Danmerkur vöktu þeir á sér athygli með blysi. Skömmu síð- ar voru þeir teknir um borð í sænskt skip og síðan afhentir vestur-þýsku strandgæslunni. Þykir ganga kraftaverki næst, að feðgarnir skyldu komast þessa leið á kajak heilir á húfi því að veður eru válynd á þess- um árstíma og mjög kalt. Kaj- akinn mun ekki hafa sést í rat- sjám austur-þýsku varðbátanna, sem halda uppi mikilli gæslu við ströndina. >?,/ f* 0 Ssj • ./A J;. *> /A ¥ 4* ég «w u. Ljóffm. RAX. Harðir bardagar í Beirút næturlangt Sýrlendingar hafna áætlun Saudi-Araba Beirút, 18. febrúar. AP. BAKDAGAR stóöu næturlangt við „græna beltid“ í Beirút og voru harö- ari en nokkru sinni frá því shítar náðu vesturhluta borgarinnar úr höndum stjórnarhersins. Stjórnarher- inn beitti skriðdrekum og stórskota- bys.sum frá miðhluta borgarinnar en sveitir múhameðstrúarmanna rifflum og sprengjuvörpum. í morgun var vit- að um 15 manns, þar af tvo hermenn, sem týndu lífi og 27 sem særst höfðu. Persaflóastríðið: Þúsundir fallnar á tveimur dögum — en átökin aðeins sögð undanfari enn ægilegri orrustu Nikósíu, Bagdad, 18. febrúar. AP. FJÖGIJR þúsund manns hafa fallið í valinn í átökunum milli frana og ír- aka síðustu tvo daga, ef marka má yfirlýsingar beggja stríðsaðila. Er harðast barist um 160 km fyrir aust- an Bagdad, höfuðborg fraks, en talið er, að þessi orrusta sé aðeins undan- fari enn stórkostlegra blóðbaðs. Hálf milljón íranskra og íraskra hermanna bíður þess að láta sverfa til stáls i styrjöld þjóðanna. Herstjórnir beggja segja, að um 4.000 manns hafi fallið aðeins á tveimur dögum og hefur hvor- tveggja betur í átökunum að eigin sögn. franir segjast sækja aft þjóð- veginum til Bagdad og hafa fellt 1.100 íraska hermenn í þriggja stunda bardaga en frakar segjast halda frönum í herkví og að gífur- legt mannfall sé í liði þeirra. franir og frakar hafa dregið saman hálfa milljón hermanna og er haft eftir bandarískum heimild- um, að líklega sé skammt að bíða allsherjarorrustu, sem ekki muni gefa neitt eftir blóðbaðinu á víg- völlum fyrri heimsstyrjaldar. Er þá átt við það, að báðar þjóðirnar tefla fram gífurlegum fjölda fót- gönguliða, sem berjast munu í ná- vígi ef til stórtíðinda dregur. Mondale 1 dag, laugardag, sendu frakar fjölda orrustuvéla langt inn yfir fr- an til blekkingarárása á 11 íransk- ar borgir, m.a. Teheran, sem var myrkvuð í nokkurn tíma. Vildu ír- akar með því minna á, að í lofti hafa þeir algera yfirburði. Á fjallgarðinum austur af Beirút varðist stjórnarherinn áhlaupi drúsa á síðustu útstöð stjórnar- hersins í fjöllunum, Souk-EI- Gharb. Frá borginni er leiðin greið að forsetahöllinni, og þaðan blasir flugvöllurinn í Beirút við. Á flug- vellinum hefur verið bækistöð bandaríska gæsluliðsins, en i gær gaf Reagan Bandaríkjaforseti þau fyrirmæli að brottflutningur liðs- ins skuli hefjast um helgina. Sýrlendingar höfnuðu í nótt frið- aráætlun Saudi-Araba, sem Amin Gemayel forseti Líbanons hafði áð- ur samþykkt. Kallaði Assad Sýr- landsforseti áætlunina „hrekkja- bragð" og sagði hana hugmynd Gemayels, sem væri að reyna kaupa sér tíma, en ekki opinbera tillögu Saudi-Araba. í morgun neituðu yfirvöld í Saudi-Arabíu svo aðild að átta liða friðartillögu, sem mikla umfjöllun hefur fengið, og sögðust aðeins hafa varpað fram ýmsum möguleikum í tilraunum til að brúa bilið milli deiluaðila í Líbanon. Kom yfirlýsingin arabísk- um diplómötum í höfuðborgum Persaflóaríkja í opna skjöldu. Lincoln- púkinn hrósaði sigri Lincoln, Knglandi, 18. febrúar. AP. LINCOLNPÚKINN, sem myrkra- höfðinginn sendi aó sögn upp á jörðina fyrir 900 árum mönnunum til skapraunar, er enn að verki og þótt bæjarstarfsmönnunum í Lin- coln leiðist það að vera kallaðir „litlu skrattakollarnir" og öðrum púkalegum nöfnum verða þeir að sætta sig við það enn um hríð. Skjaldarmerki Lincolnbæjar er lítill púki og er fyrirmyndina að finna í dómkirkjunni á staðn- um, sem er 892 ára gömul. Er það gömul sögn, að skrattinn hafi sent árann til jarðarinnar fyrir 900 árum og að hann hafi síðan orðið að steini og tróni nú efst innan um allan englaskarann í kirkjunni. Púkamyndin er að sjálfsögðu á öllum eignum bæjarins, ökutækj- um, pappírum, stimplum, til- kynningum og auglýsingum, en starfsmenn bæjarins hafa lengi liðið fyrir það að vera aldrei kall- aðir annað en „litlu skrattakoll- arnir“ og öðrum enn afkáralegri heitum manna á meðal. Þess vegna fóru þeir fram á að tekið yrði upp nýtt skjaldarmerki. „Púkinn hefur hleypt illu blóði í mannskapinn, sem getur ekki sinnt skyldum sínum án þess að verða fyrir meinfýsnum háðs- glósum frá alls kyns strákalýð," sagði bæjarritarinn á staðnum en þegar gengið var til atkvæða um málið í bæjarstjórninni var hins vegar samþykkt, að púkinn væri og ætti að vera einkennis- merki Lincolnskíris Fengu aðstoð bandarískra sérfræðinga Ballimore, 18. febrúar. AP. ÞRÍR bandarískir læknar fóru til Moskvu í desember sl. þar sem þeir báru saman bækur sínar við sovésku læknana, sem stunduðu Andropov í veikindum hans. Var frá þessu skýrt í dag í blaðinu Baltimore Sun. Læknarnir, sem ekki voru nefndir á nafn í frétt blaðsins, sáu aldrei sjúklinginn sjálfan en höfðu hins vegar samvinnu við sovésku lækn- ana og lögðu þeim þau ráð, sem þeir kunnu. Jeane Kirkpatrick, sendi- herra Bandaríkjanna hjá SÞ, hefur einnig upplýst, að Bandarikjastjórn og embættismenn SÞ hafi greitt fyrir viðræðum og samvinnu banda- rískra nýrnasérfræðinga við sovéska kollega sína. Forkosningar demókrata: Mondale spáð sigri í Iowa Washington, 18. febrúnr. AP. MIKII. SPENNA ríkir um úrslitin í forkosningum demókrata í Iowa á mánudag, þar sem úrslitin þar eru talin ráða miklu um hver verður keppinautur Ronald Keagans við forsetakosningarnar 6. nóvember nk. Walter F. Mondale, fyrrum varaforseti, er talin sigurstrang- legastur í prófkjörinu, sem fram fer í 2.500 flokksdeildum víðs veg- ar í Iowa-ríki. Átta keppendur um útnefningu flokksins hafa varið hundruðum þúsunda dollara í kosningabaráttu í Iowa og hefur keppni þeirra þar vakið athygli um Bandaríkin öll. í forkosningum verða kjörnir fulltrúar á flokksþing demókrata, sem ákveður frambjóðanda flokksins við forsetakosningarnar, og fylgja kjörmennirnir jafnan þeim frambjóðanda sem sigrar í forkosningunum. Iowa á innan við 2% kjörmanna á flokksþinginu, en úrslitin þar eru talin mælikvarði á afstöðu bandarískra kjósenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.