Morgunblaðið - 21.02.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.02.1984, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 42. tbl. 71. árg.___________________________________ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1984_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Lýstir óæskilegir í Sovétrfkjunum Moskvu, 20. febrúar. AP. RÚSSAR lýstu tvo norska sérfræðinga í sovézkum málefnum „óæskilegar persónur“ í Sovétríkjunum í hefndarskyni við brottrekstur sovézkra dipló- mata vegna afhjúpunar Arne Treholts sem njósnara KGB í Ósló. Fulltrúi norska sendiráðsins var kallaður í sovézka utanríkisráðu- neytið í morgun og tjáð að brott- vísun fimm sovézkra diplómata frá Ósló og bann við heimsóknum fjögurra annarra, hefði verið al- gjörlega tilefnislaus, og í hefndar- skyni væru mennirnir tveir lýstir óæskilegir í Sovétríkjunum. Norðmennirnir, sem nú fá ekki framar að koma til Sovétríkjanna, eru Oyvind Nordsletten, sem var fyrsti ritari við norska sendiráðið í Moskvu þar til í sumar, og Tore Borresen, sem ferðast hefur með opinberum sendinefndum til Moskvu sem túlkur, en hann var síðast í Moskvu 1 nóvember sem slíkur. Líbanon: Reynt til þrautar að finna sáttaleið Beirút, 20. febrúar. AP. ÍTALIR DRÓGU friðargæzlulið sitt frá Beirút í dag og það bandar- íska bjóst til brottfarar, á sama tíma og stjórnarandstæðingar hétu því að herða baráttuna gegn Amin Gemaeyl, forseta. Ákafar tilraunir voru gerðar til að koma á friði í Líbanon í dag. Saudi-Arabar sendu Abd- ulaziz krónprins og Bandar prins, sendiherra í Washington, til Damaskus í dag til viðræðna við Assad forseta, en einnig var búist við fundum þeirra með Jumblatt drúsaleiðtoga og Berri, leiðtoga shíta, sem luku samráðsfundum í Damaskus með því að heita harðari bar- áttu gegn Gemayel. Gemayel sendi Salem, utan- ríkisráðherra sinn, og Haddad, öryggisráðgjafa, til Washing- ton í gær til viðræðna við Reag- an um leiðir út úr deilunni í Líbanon, og samningamaður Saudi-Araba, Rafik Hariri, kom til Beirút og ræddi við Gemayel og Salem, sem komin var aftur frá Washington, áður en hann hélt til Damaskus til fundar við fulltrúa Saudi- Araba þar. Bardagar voru háðir yfir græna beltið í Beirút og einnig við síðasta virki stjórnarhers- ins í fjöllunum austur af Beir- út, Souk El-Gharb. Beittu báðir aðilar skriðdrekum í átökunum og öðrum stórskotavopnum. Tugir manns voru sagðir hafa fallið í bardögum í nótt og í dag, þar af fjöldi óbreyttra. Israelar gerðu á sunnudag loftárásir á skotmörk „hryðju- verkamanna" nærri borginni Damour á strandlengjunni suð- ur af Beirút, og í Bhamdoun og Hammana ^ fjallahéruðum. Tugir hermanna shíta og drúsa voru sagðir í byggingu, sem varð illa úti í árásunum. Shamir, forsætisráðherra Israels, sagði á fundi með utan- ríkisráðherrum V-Þýzkalands og Frakklands, Dietrich Genscher og Claude Cheysson, að ísraelar teldu hugmyndir um friðargæzlulið SÞ í Suður- Líbanon ófullnægjandi til að tryggja öryggi ísraels. Aðgerð- ir vöru- bflstjóra fjara út Parús, 20. febrúar. AP. FRANSKIR vörubíl.stjórar héldu að- gerðum sínum á þjóðvegum landsins áfram á nokkrum svæðum, en í gær hvatti formaður stærsta vörubíl- stjórafélagsins félaga sína til að láta af aðgerðum, þar sem Charles Fiter- man samgönguráðherra hefði fallizt á viðræður um kröfur bflstjóranna. Flestir bílstjóranna hættu að- gerðum, en þeim var þó haldið áfram í 17 héruðum landsins af 96 og ollu þær vandræðum t.d. í Alpahéruðum. Búist var við að þeim lyki á mánudagskvöld. Að- gerðirnar hafa haft í för með sér versta umferðaröngþveiti í sögu Frakklands. Varð þeirra vart í flestum héruðum landsins. Bílstjórarnir gripu til aðgerða sinna til að krefjast lægri elds- neytisskatta, breytinga á starfs- háttum í landamærastöðvum og að slakað yrði á öryggiskröfum varðandi vöruflutningabifreiðir. Samtök bílstjóra aflýstu að- gerðum er Fiterman féllst á við- ræður við fulltrúa bílstjóra, en þær hefjast á þriðjudagsmorgun. Eitt dauðsfall má rekja beint til aðgerðanna, sem hófust á fimmtu- dagskvöld. Ung kona fórst er mað- ur hennar bakkaði á aðra bifreið er hann kom að vegartálma í mið- hluta landsins. Fimm manns slös- uðust í átökum vörubílstjóra og bílstjóra fólksbifreiða, en býsna oft var ansi heitt i kolum og lítill fögnuður ferðalanga með aðgerðir vörubílstjóranna. Fri vegartálma franskra vöruflutningabflstjóra við Tancarville-brúna við Rúðuborg í Normandí í gær. Nú hafa flestir bflstjóranna hætt aðgerðum sínum og samgöngur um frönsku þjóðvegina eru að færast i eðlilegt horf eftir fimm daga aðgerðir. AP/Simamynd. Veðjað á Mondale Des Moines, 20. febrúar. AP. Kjörmannafundir í forkosn- ingum demókrata í Iowa áttu að hefjast klukkan tvö að íslensk- um tíma í nótt og búist var við að úrslit lægju fyrir stuttu seinna. Walter Mondale fyrrum varafor- seti var talinn lang sigurstrang- legastur átta frambjóðenda. Samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum var búist við að baráttan um annað sætið stæði milli John Glenn, Alan Cranst- ons og Gary Hart, sem allir eru öldungadeildarmenn. Úrslit forkosninganna í Iowa eru tal- in mikilvægur vitnisburður um afstöðu kjósenda Demókrata- flokksins. Grænlendingar semja um fiskveiðiréttindi SAMKOMULAG náðist í Briissel í gærkvöldi milli Efnahagsbandalags- ins (EBE) og Grænlendinga um veiðiréttindi EBE-ríkja við Græn- land, og samkvæmt því greiðir bandalagið Grænlendingum 216 milljónir danskra króna á ári, eða 648 milljónir íslenzkra, næstu fimm árin fyrir veiðiréttindi við Grænland. í stað samkomulagsins fá Græn- lendingar tollfrjálsan aðgang að mörkuðum bandalagsríkjanna. Sá fyrirvari er á samkomulag- inu, að ríkisstjórn Vestur-Þýzka- lands þarf að samþykkja það fyrir sitt leyti, og einnig þarf Jonathan Motzfeldt formaður grænlensku landsstjórnarinnar að fá sam- þykki stjórnar sinnar til að sam- komulagið verði að veruleika. Motzfeldt samþykkti samkomu- lagið fyrir sitt leyti í Brussel í gærkvöldi. Samningurinn felur í sér, að EBE-Iöndin geti stundað veiðar við bæði austur- og vesturströnd- ina frá 1985. Gerði samningsupp- kastið ráð fyrir að Grænlendingar sjálfir gætu ákvarðað stofnstærð- ir hinna ýmsu fisktegunda, sem EBE-ríkin sækjast eftir við Græn- land, í samráði við fiskifræðinga. Minnki stofnar væru það EBE- rikin sem yrðu að draga úr veiðun- um, ekki Grænlendingar. I samningsuppkasti, sem fram- kvæmdastjórn EBE lagði fram fyrir hálfum mánuði, voru Græn- lendingum boðnar 150 milljónir danskra króna á ári, en samkomu- lag hefur orðið um nær 50% hærri upphæð. Þýðir þetta, að Græn- lendingar hafa fengið þá fjárhæð hækkaða. Á morgun, þriðjudag, hefjast í Brússel lokaviðræður um úrsögn Grænlendinga úr Efnahagsbanda- laginu. Grænlendingar óskuðu eft- ir tollfríðindum í bandalagsríkj- unum eftir að þeir hyrfu úr EBE, og verða þeir að gjalda þau því fiskveiðisamkomulagi, sem náðist í Brússel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.