Morgunblaðið - 25.02.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.02.1984, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 46. tbl. 71. árg. LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins fsraelar í átökum vid óbreytta shíta í Suður-Líbanon Beirúi, Sídon, 24. feb. AP. ÍSRAELSKIR hermenn skutu fjóra óbreytta borgara til bana og særðu tuttugu og fimm í átökum í þorpinu Maaraka í suðurhluta Líbanons í dag. Stríðandi fylkingar í landinu virða að mestu vopnahléið sem komið var á í gær að forgöngu Saudí-Araba. Bandaríkjamenn hafa haldið áfram að flytja gæsluliða sína með þyrlum í herskip fyrir utan strönd Líban- on. Til átaka kom í dag milli ísra- elskra hersveita og shíta sem búa i þorpinu Maaraka í suðurhluta Líbanons. Hersveitirnar, sem 30 skriðdrekar fóru fyrir, tóku hóp þorpsbúa höndum, og söfnuðust þá vinir þeirra og ættingjar sam- an við mosku í þorpinu og fleygðu grjóti í hermennina og höfðu uppi hróp gegn þeim. Hermennirnir skutu þá á mannsöfnuðinn með þeim afleiðingum að fjórir týndu lífi og tuttugu og fimm særðust. Talsmaður hernaðaryfirvalda í Tel Aviv fullyrti hins vegar að að- eins tveir þorpsbúa hefðu særst í átökunum. Útvarpið í Beirút heldur því fram að fimm ísraelskir hermenn hafi látið lífið þegar handsprengju var fleygt inn í herbíl í Sídon í dag, en hernaðaryfirvöld í ísrael segja að enginn hermaður hafi látist í Sídon. Friðargæsluliðar Bandaríkja- manna héldu áfram að taka sam- an pjönkur sínar og framhaldið var flutningi nokkurs hóps þeirra í bandarísk herskip fyrir utan strönd Líbanons, en aðalsveitirnar eru þó í Beirút. Jonathan Motzfeldt ---------------------- Mjög hefur dregið úr bardögum í Beirút og nágrenni eftir að sam- komulag náðist með Sýrlending- um og stjórn Gemayels um vopna- hlé. Leiðtogar múhameðstrúar- manna og drúsa segja að þeim hafi ekki verið formlega skýrt frá vopnahléinu, en hefðu hins vegar gefið liðsmönnum sínum fyrir- mæli um að virða það. Hormuz-sund í brennídeplí Loka íranir einni mikilvægustu olíuflutningaleið heims? Nicosa, Stokkhólmi, 24. feb. AP. Motzfeldt á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn: Meirihluti fyrir EBE-samningnum Kaupmannahöfn,24. feb., Niels-Jörgen Bruun, fréttaritari Mbl., símar. JONATHAN Motzfeldt, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, sagði á blaðamannafundi í Kaup- mannahöfn að hann væri sannfærð- ur um að mikill meirihluti manna á grænlenska landsþinginu mundi samþykkja samkomulagið um fisk- veiðiréttindi EBE við strendur Grænlands. Motzfeldt benti á að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af fiskistofnunum við Grænland, við strendur landsins væri aukin fiskigengd og ákvarðanir um veiðikvóta væru í höndum Græn- lendinga. Hann kvaðst hitta Steingrím Hermannsson forsætisráðherra á fundi Norðurlandaráðs í Stokk- Svíar sprengja Stokkhólmi 24. feb. Frá Olle Kkström, frétta- ritara Mbl. SÆNSKI sjóherinn varpaði í dag sprengju í skerjagarðinum suður af Karlskrona, en grunur leikur á að þar hafi kafbátur verið á ferð. Ekki er neitt vitað um árangur sprengjunnar, en Svíar hafa mikinn viðbúnað í grenndinni. hólmi og tók fram að Grænlend- ingar hefðu áhuga á samstarfi um fiskveiðimál við íslendinga. ÍRANIR hótuðu í dag aö loka Hormuz-sundi, einni mikilvægustu olíuflutningaleið heims, ef Banda- ríkjamenn veita írökum stuðning í stríði þeirra og írana. Ef marka má fréttir hernaðaryf- irvalda í löndunum tveimur hafa um tíu þúsund manns, fimm þús- und í hvoru liði, fallið í átökum síðan íranir hófu hina miklu sókn inn í frak, en þeir virðast hafa sótt um 40 kílómetra inn í landið og halda því fram að úrslit styrjaldar- innar, sem staðið hefur á annað ár, ráðist á næstu dögum. Lögreglumenn og flutningabílstjórar orna sér við lítinn bálköst á þjóðbraut skammt frá París, en þar var þá engin umferð vegna þess að flutningabíl- stjórar höfðu lokað brautinni. Upplýsingum stríðsaðila ber ekki saman um mannfall og hve langt íranir hafa sótt inn í Irak. íranir fullyrða að þeir hafi rofið hina mikilvægu samgönguleið milli borganna Bagdad og Basra, en ír- akar neita því eindregið. Staðfest hefur verið að frakar hafi snúið sér ýmissa aðila og beðið þá að beita sér fyrir því að binda enda á átökin. M.a. hafa þeir haft samband við Cuellar framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna og Chedli Kleibi leiðtoga Araba- bandalagsins. Saddam Hussein for- seti fraks hefur haft símasamband við forystumenn Arabaríkjanna og sendifulltrúi fraks í Stokkhólmi hefur beðið sænsku ríkisstjórnina að reyna að hafa áhrif til þess að vopnahléi verði komið á. Bandaríkjastjórn hefur gefið í skyn að hún muni beita hervaldi til að opna Hormuz-sund ef franir loka því. Allir frambjóðendur til embættis forseta Bandaríkjanna hafa lýst sig samþykka valdbeit- ingu ef til lokunar sundsins kemur. Frakkland: Flutningabflstjór- ar hætta aðgerðum París, 24. Tebrúar. AP. FRANSKIR vöruflutningabflstjórar hafa fallist á að binda enda á aðgerðir sem lamað hafa samgöngur víða í landinu undanfarna átta daga. Þegar er tekið að greiðast úr þeim umferðarflækjum sem hindr- að hafa Frakka í að komast leiðar sinnar og öllum vegartálmum sem komið hafði verið fyrir hefur verið rutt burt. Talsmenn flutningabílstjóra segja að þeir hafi hætt aðgerðum sínum eftir að fjármálaráðherra Frakklands lofaði að eldsneytis- tollar yrðu lækkaðir, en lækkun þeirra var ein aðalkrafa bílstjór- anna, sem með aðgerðum sínum voru einnig að mótmæla seina- gangi á afgreiðslu við landamæra- hlið. . Fundir hafa verið boðaðir í ríkis- stjórnum ftalíu og Frakklands til að ræða hinar miklu samgöngu- truflanir að undanförnu, og forsæt- isráðherra Hollands hefur hvatt til þess að haldinn verði skyndifundur samgönguráðherra EBE-ríkjanna þar sem rætt verði um ráðstafanir til að hindra að atburðir af þessu taki endurtaki sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.