Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.04.1984, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984 / Ríkisútvarpið verði áfram þungamiðja útvarpsrekstrar — þótt slakað verði á einkarétti þess — eftir Ingvar Gíslason „Frjálsræði í útvarpsrekstri" hefur orðið nokkuð fyrirferðar- mikið slagorð á síðustu árum ásamt einbeittri fordæmingu á því, sem menn kalla „einokun" Ríkisútvarpsins. Þessi krafa um frjálsræði getur auðvitað verið til komin af ýmsum ástæðum og at- vikum. Hún getur m.a. verið sprottin af þeirri tandurhreinu frjálsræðisstefnu, að athöfnum manna eigi ekki að setja neinar hömlur, allt eigi að vera athafna- mönnum frjálst, ef þeir hafa fé til að hefjast handa um eitthvert verk eða athafnir. Þá má hugsa sér, að krafan sé sprottin af þeirri sannfæringu einhverra, að lög- bundinn einkaréttur ríkis til út- varpsstarfsemi sé í raun og veru ritskoðun af stærri gerðinni og ósamrýmanlegt grundvallar- reglum lýðræðis. Enda hefur það verið borið fram, að einkaréttur ríkisins á útvarpi samsvari því að lög ákvæðu ríkinu einkarétt á blaðaútgáfu. Það eru m.ö.o. sjálf- valdir merkisberar tjáningarfrels- isins, sem í þessu tilfelli bera fram kröfuna um frjálsa útvarpsstarf- semi. Ósk um fjölbreytni En þegar til kastanna kemur, held ég, að það sé hvorki krafa örfárra hreinræktaðra frjáls- hyggjumanna né krafa enn færri sjálfvalinna vörslumanna tján- ingarfrelsisins, sem mestu hafa ráðið um gang umræðunnar um frjálslegri útvarpsstarfsemi hér á landi. Eg held, að umræðan sé fyrst og fremst sprottin af ósk al- mennings um fjölbreyttari út- varpsdagskrá, að útvarpshlust- endur og sjónvarpsnotendur hafi úr meiru að velja, að útvarps- og sjónvarpsrásir séu fleiri en ein, en þessari ósk um fjölbreytni hefur í sjálfu sér ekki fylgt nein alvöru- krafa um „frjálst" útvarp í merkingu frjálshyggjumanna, né að almenningi hafi þótt þrengt að tjáningarfrelsinu með starfsemi Ríkisútvarpsins. Ég tel að meiri- hluti þjóðarinnar sætti sig fylli- lega við það, að Ríkisútvarpið haldi einkarétti sínum í höfuð- atriðum, og yfirleitt gerir almenn- ingur ekki kröfur sínar um fjöl- breytni í útvarpsdagskrá á hendur neinum öðrum en Ríkisútvarpinu. Ég hef ekki orðið var við annað. Almenningur vantreystir ekki Ríkisútvarpinu hvað snertir mannréttindamál eða athafna- frelsi. En fólk vill að Ríkisútvarp- ið sé fjölbreytt og frjálslegt, en tréni ekki sem óumbreytanlegt kerfisbákn, þ.á m. held ég að al- menningur telji það varla geta skaðað hagsmuni Ríkisútvarpsins, þótt slakað yrði á stífustu kröfum um einkarétt þess, s.s. eins og það að reka staðbundna fréttastöð í einhverju byggðahverfi eða húsa- samstæðu eða kaupstað, ef íbúar hefðu áhuga á slíku. Ef Ríkisút- varpið þolir ekki slíka samkeppni, eða ef íslenskri menningu stafar hætta af þess háttar staðbundinni útvarpsstarfsemi heimamanna, þá er Ríkisútvarpið heldur valt á grunni og íslensk menning í veik- ara lagi. Ég vil því að það komi skýrt fram, að ég tel fráleitt að ætla að standa í vegi fyrir því með einhverri hörku og stífni að leyfa „grenndarútvarp" með litlum sendingarstyrk og þröngu afnota- Ingvar Gíslason „Þaö er gott og blessað að slaka eitthvað á einkarétti Ríkisútvarps- ins og opna möguleika fyrir staðbundnum stöðvum sem víðast í landinu eftir skynsam- legum reglum. En affarasælast verður að efla Ríkisútvarpið og gera því kleift að vera um ókomin ár þunga- miðja útvarpsrekstrar landsmanna í heild.“ svæði, sem kannske væri ekki ann- að en kaupstaðarland eða bæj- arhverfi. Ég sé ekkert vit í því að Ríkisútvarpið sé svo ofverndað, að fólk megi ekki taka sig saman á þröngu byggðasvæði um rekstur smástöðva til þess að þjóna sínum sérstöku hagsmunum eða stað- bundnum áhugaefnum. Hér á ég t.d. við það að sveitarfélög geti rekið staðbundið útvarp, sem sam- tök um sveitarstjórn viðurkenna. „Algert frelsi“ stenst ekki í raun Hins vegar sé ég ekki hvers virði það væri í aivöru — í prakt- ískri framkvæmd — að samþykkja lagabókstaf um að engar hömlur skuli vera á því að menn fái að setja á stofn útvarpsstöð, og lög- jafna þá út frá því, sem viður- kennt er, að öllum er frjálst að setja upp prentverk og hefja bóka- útgáfu, gefa út blöð og tímarit og hvers kyns prentað mál. Hér er í raun verið að bera saman það sem ekki er sambærilegt, a.m.k. eins og nú háttar tækninni og þar með möguleikanum til þess að nýta slíkt frelsi í raun og veru. Ég sé því enga ástæðu til þess að vera að gefa fólki undir fótinn með það að algert frelsi til útvarpsrekstrar sé mögulegt, jafnvel þó að það kynni að vera æskilegt. Það er því óraunhæft og reyndar órökrétt að keppa að slíku marki. Algert frelsi í útvarpsrekstri er því miður eins konar „absólút" ómöguleiki. Það væri mikill tímasparnaður, ef slíkt hjal væri lagt til hliðar. Sem betur fer afskrifaði útvarpslaga- nefndin frjálst útvarp í þessari óraunsæju merkingu og hélt sig þannig við jörðina. M.a. af þeirri ástæðu hef ég talið útvarpslaga- frumvarp nefndarinnar nothæfan grundvöll undir skipulegar um- ræður um breytingar á útvarps- lögum. Ég fagna því að félagar Hvað merkir Fjalaköttur? — eftir Helga Þorláksson í gær var birt hér í blaðinu grein eftir Bessí Jóhannsdóttur sem nefnist „Leikmannsþankar um Fjalaköttinn". Þar kemst höf- undur að þeirri niðurstöðu að hús- ið sé „nánast ónýtt" enda hafi það verið illa byggt í upphafi eins og nafnið sýni. Bessí er ekki ein um að túlka heiti Fjalakattar með þessum hætti og er það gert með mjög hæpnum rökum. Nafnið Hér verður að athuga að húsið Aðalstræti 8 eða Fjalaköttur skiptist í bakhús, sem var reist sem leikhús árið 1893, og í fram- hús sem varð til í nokkrum áföng- um. í framhúsinu miðju er stórt port með glerþaki yfir en hér var leikhúsgestum ætlað að spóka sig i langa hléi. Það var einungis bak- húsið, leikhúsið, sem nefndist Fjalaköttur í upphafi. Ýmsar allmismunandi skýr- ingar eru til á nafninu Fjalaköttur en ég held að ljóst sé hver uppruni þess er. Sá hét Valgarður Breiðfjörð sem reisti Fjalaköttinn, framhús að mestu og leikhúsið að öllu leyti. Valgarður tók mikinn þátt í fé- lagslífi, lét sér reyndar fátt óvið- komandi og gaf út sérstakt blað um bæjarmálefni, Reykvíking. Þar segir í grein árið 1901 að andstæð- ingar Valgarðs hafi nefnt leikhús- ið Hristing, Skjálfanda og Fjala- kött, gefandi í skyn, segir þar „að það væri lífsháski að koma þar inn því að það mundi hrynja". Orðið fjalaköttur var haft um músagildru sem þannig var gerð að tvær fjalir skelltust saman og krömdu mús- ina þegar hún hreyfði við agninu. í blaðinu ísafold er aðsend grein um Valgarð, 23. des. 1893; þar seg- ir m.a. um hann „sem tildraði upp leikhripinu í Bröttugötu er sumir kalla Fjalaköttinn og aðrir Hrist- ing, því kofahreysið kvað sem sé leika á skjálfi við lófaklapp ..." Leikhúsið hafði verið vígt 16. júlí 1893, smiðirnir voru að góðu kunnir fyrir fyrri störf sín og sjálfur var Valgarður margreynd- ur smiður. Að innan var leikhúsið gert að fyrirsögn dansks manns, Edw. Jensens, „sjónleikadírekt- örs“. Hann var hér aftur á ferð- inni árið eftir, 1894, og var að sögn ráðið frá að nota leikhúsið. Um það segir í Reykvíkingi: „Herra Jensen varð því að fara til bæjarfógeta og fá hann til að útnefna færustu smiði bæjarins til þess að skoða þetta nýja leik- hús. En sem vænta mátti dæmdu þeir það traust og sterkt í alla staði og var svo þessi dómur þeirra festur hér upp á götunum." (1/8 1901). Ekki virðist fara á milli mála að nafnið Fjalaköttur sé komið frá þeim sem töldu leikhús Breið- fjörðs óvandað. Andstæðingar Valgarðs virðast hafa verið iðnir við að koma skoðun og nafni á kreik. Eins og fram kom færðist nafn- Helgi Þorláksson „Samtökin Níu líf, sem ætla sér aö bjarga Kett- inum, hafa sett fram hugmynd um makask- ipti lóða þannig að Þorkell Valdimarsson, eigandi Fjalakattar, fái lóð á Hallærisplani en borgarsjóður lóð Katt- arins.“ ið yfir á framhúsið líka, alla húsa- samstæðuna. Ekki kannast ég þó við að neinir hafi haldið því fram á sinni tíð að framhúsið hafi verið óvandað. Valgarður var sjálfur húsasmiður og flutti inn bygg- ingarefni, var stórhuga og vildi hafa glæsilega hluti í kringum sig eins og skrif hans sýna. í skýrslu Árbæjarsafns, Grjóta- þorp 1976, segir m.a.: „Leikhússal- urinn var nefndur Breiðfjörðssal- ur. Þótti húsabákn þetta lítt vönd- uð smíð og fékk brátt skopnafnið Fjalakötturinn:" Enn segir: „Burð- argrind virðist að mestu heil en tæplega nógu traust, t.d. í stóra salnum." í kostnaðaráætlun, sem borgar- verkfræðingur lét gera í desember sl. um endurreisn Fjalakattar, segir m.a. um húsin, þ.e. Fjala- köttinn: „Auk þess kemur fram í „Grjótaþorp" að þau voru talin óvönduð frá upphafi." Ég get ekki séð að fram komi í skýrslu Árbæj- arsafns að framhúsið eða fram- húsin hafi verið „óvönduð í upp- hafi“. Hið sanna í málinu varð- andi burðargrind framhússins kemur ekki í ljós fyrr en þil hafa verið rifin frá veggjum. Þangað til held ég að okkur leyfist að efast um að framhúsið eða framhúsin hafi verið „óvönduð ( upphafi". Nafnið Fjalaköttur er ágætt svo framarlega sem menn oftúlka það ekki. Viðgerðarkostnaður í áætlun borgarverkfræðings segir að viðgerð Fjalakattar muni mínir í Framsóknarflokknum hafa að lokum og eftir vandlega umhugsun greitt fyrir því að þetta frumvarp væri lagt fram til um- ræðu án þess að því fylgi nokkurt fyrirheit um stuðning við frum- varpið í óbreyttri mynd. Óhiutdrægt Ríkisútvarp í 50 ár Það hefur verið útbásúnað að þetta frumvarp útvarpslaganefnd- ar sé tiltakanlega róttækt, stefni að gífurlegum breytingum, ef ekki byltingu í útvarpsrekstri hér á landi. Það er rétt að frumvarpið hefur fólgna í sér þá meginbreyt- ingu að opnaðir eru augljósari möguleikar til þess að losa um einkarétt Ríkisútvarpsins en finna má í gildandi lögum. Þetta frum- varp gerir vissulega ráð fyrir því að fleirum en Ríkisútvarpinu verði heimilað að reka útvarp með viss- um skilyrðum. En ég vil vekja á því sérstaka athygli að í frumvarpinu er gengið út frá þeirri meginstefnu að Ríkis- útvarpið hafi áfram einkaleyfi til þess að reka landsútvarp, þ.e. út- varp sem nær til landsins alls. Undantekningar frá þessu má að- eins binda við svæðisstöðvar, sem hafa takmarkað sendisvið og af- notasvæði. M.ö.o. Ríkisútvarpið mundi áfram hafa einkarétt á hljóðvarpi og sjónvarpi, þegar um er að ræða sendistöðvar, sem eiga að þjóna landinu í heild. Útvarps- laganefndin leggur mikla áherslu á eflingu Ríkisútvarpsins. En þá er ég kominn að því at- riði, sem ég persónulega vil gera að meginmáli í sambandi við þá endurskoðun á útvarpslögum, sem nú er verið að ræða: Það er gott og blessað að slaka eitthvað á einkarétti Ríkisút- varpsins og opna möguleika fyrir staðbundnum stöðvum sem víðast í landinu eftir skynsamlegum reglum. En affarasælast verður að efla Ríkisútvarpið og gera því kleift að vera um ókomin ár þungamiðja útvarpsrekstrar landsmanna í heild. íslenska Ríkisútvarpið á orðið alllanga sögu, meira en hálfa öld. Útvarpið hefur að vísu verið ríkiseign og rekið á ríkisábyrgð fjárhagslega kosta 44 milljónir króna, sé dýr- asta aðferð valin, og er jafnan vitnað til þessarar tölu í opinberri umræðu. En menn borgarverk- fræðings mæla með aðferð sem kostar 38 milljónir. Hér er áætlað- ur kostnaður á m2 kr. 36.728 og 26.388 en kunnáitumenn, sem ég hef rætt við og stjórnað hafa við- gerð gamalta húsa, segja með öllu ástæðulaust að fara yfir 20.000 kr. á mz. Þar með erum við líklega komin niður í um 30 milljónir. Borgarverkfræðingur ætlar að húsið verði rifið til grunna og gerður nýr kjallari undir því upp á fjórar milljónir króna. Nú kann vel að koma í ljós að burðargrind- in í framhúsinu sé allsæmileg og að ekki þurfi að fella það heldur megi lyfta því og steypa undir það sökkul. Þar með yrði kostnaður minni. Mjög líklegt er að í fjár- skorti velji menn þá leið að styrkja grindina og það er reynar æskilegast, séð af hóli húsvernd- unarmanna. Ætli megi því ekki lækka töluna 30 milljónir allmik- ið? Makaskipti Samtökin Níu líf, sem ætla sér að bjarga Kettinum, hafa sett fram hugmynd um makaskipti lóða þannig að Þorkell Valdi- marsson, eigandi Fjalakattar, fái lóð á Hallærisplani en borgarsjóð- ur lóð Kattarins. Samtökin munu að þessu frágengnu stefna að því að kaupa húsið. Ég vona að þetta nái fram að ganga og heiti á þá sem ekki vilja kasta menningar- verðmætum á glæ að styðja sam- tökin. Helgi iHtrliksson er sagníræðingur og kennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.