Morgunblaðið - 18.05.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.05.1984, Blaðsíða 1
64 SIÐUR STOFNAÐ 1913 112. tbl. 71. árg. FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkin bjóða vernd á Persaflóa London, 17. maí. AP. BANDARÍKIN hafa boðið Saudi- Aröbum og grönnum þeirra að veita tankskipum á Persaflóa flugvéla- vernd, en bandarískur embættis- maður, sem skýrði frá þessu, cfaðist um að ríkin kærðu sig um slíkt af ótta við að nærvera Bandaríkja- manna virkaði fremur sem benzín á bálið. I>að kynni þó að breytast ef átök írana og íraka færðust á nýtt og alvarlegra stig. Flugvélavernd er einn möguleiki af mörgum er til greina kemur til að draga úr hættu á því að olíutankskip verði fyrir árás á flóanum. Utanríkisráðherrar sex Persa- flóaríkja ákváðu á fundi í Riyadh að leita eftir samstöðu Arabaríkja og stuðningi á alþjóðavettvangi. við aðgerðir gegn írönum fyrir árás þeirra á eitt tankskip frá S-Arabíu og tvö frá Kuwait á fló- anum frá því um helgina. Hermt er að þeir íhugi helzt að senda sér- stakar flotadeildir til verndar tankskipunum, en jafnframt eru Persaflóaríkin í beinu sambandi við stjórnvöld í Washington vegna árásarhættu á skipaleiðum i Persaflóa. Bandarisk flotadeild heldur til á Arabahafi, en ef Persaflóaríkin óskuðu eftir aðstoð Bandaríkja- manna er deildin of langt í burtu til að fullt gagn yrði af henni, og því yrðu þau að veita flugsveitum afnot af herstöðvum sínum ef gagn ætti að verða af. Bandaríkja- menn hafa lýst því yfir að þeir muni halda siglingaleiðinni um Hormuzsund opinni ef átök írana og íraka færðust út á Persaflóann. Egyptar vöruðu við afleiðingum frekari árása Irana og íraka á skip á Persaflóa, þar sem það kynni að leiða til beinnar íhlutun- ar stórvelda þar um slóðir. íransk- ur orrustuflugmaður flýði á þotu sinni til Saudi-Arabíu og leitaði þar hælis eftir að hafa neitað að taka þátt í árás á tánkskip frá Kuwait á Persaflóa á mánudag, að n diplómata. rakar kváðust í dag hafa fellt 12 íranska hermenn og tekið þrjá til fanga í átökum á landamærum ríkjanna. Rússi rekinn frá París París, 17. maí. AP. Sovézkur diplómat við sovézka sendiráðið í París hefur verið kvaddur hcim til Moskvu að kröfu franskra yf- irvalda eftir að franska leyniþjónustan skýrði frá tilraunum hans til að fá yflr- menn og verkfræðinga nokkurra fyrir- tækja á sviði háþróaðs tæknibúnaðar til iðnaðamjósna. Frakkar ráku 47 sovézka dipló- mata úr landi fyrir rösku ári vegna meiriháttar tilraunar þeirra til að komast yfir leynilegan tæknibúnað. AP/ Simamynd. Brezki heimskautakönnuðurinn David Hempleman-Adams sigri hrós- andi á nyrðra segulskautinu, Norðurpóinum, en þangað gekk hann einn síns liðs. Hempleton-Adams, sem er 27 ára, er fyrstur manna til að ganga að segulskautinu einn síns liðs, en það tók hann 22 daga að ná þangað frá bækistöð nyrst í Kanada. Næsta takmark pólfarans er að fara fótgangandi að pól þeim sem kenndur er við landnorður. Lýbíumenn stofna sjálfs- morðssveitir Trípólí, 17. maí. AP. LÍBÝUMENN hafa ákveðið að stofna „sjálfsmorðssveitir" til þess að útrýma andstæðingum Khadafys Líbýuleiðtoga, að sögn hinnar opin- beru fréttastofu landsins, Jana. Ákvörðun þessa efnis var tekin á neyðarfundum alþýðusamtaka víðs vegar um landið, að sögn Jana. „Alþýðan hefur ákveðið að stofna sjálfsmorðssveitir til þess að elta uppi svikara, flóttamenn og flökkuhunda hvar sem er og út- rýma þeim hiklaust," sagði í frétt Jana. Stutt er síðan andstæðingar Khadafys gerðu tilraun til að ráða hann af dögum, en voru brotnir á bak aftur f blóðugum fimm stunda bardaga við bústað hans. Jana sagði árásina verk bræðralags múhameðstrúarmanna, en þjóð- frelsissfylking Líbýu, sem ekki er tengd bræðralaginu, lýsti ábyrgð á verknaðinum. Talið er að stofnun sjálfsmorðssveita standi í beinu sambandi við tilræðið við Khadafy. Ólympíuleikarnir: Pólskir hætta við af ótta við flótta Varsjá, 17. maí. AP. PÓLVERJAR ákváðu í dag að hætta við þátttöku í ólympíuleikunum í Los Angeles vegna ótta yfirvalda við að íþróttamennirnir myndu flýja í stórum stíl ef þeim yrði leyft að taka þátt í leikunum, að sögn Marian Renke forseta pólsku ólympíunefndarinnar. Renke sagði á fundi með frétt- amönnum að ákvörðunin hefði verið „erfið" og „hryggileg". Hann sagði að Pólverjar hefðu spurnir af því að efnt hefði verið til samskota í Bandaríkjunum til að gera flótta eftirsóknarverðan fyrir pólska íþróttamenn. Renke sagði að ákveðið hefði verið með „öllum greiddum at- kvæðum" að hætta við þátttöku, en ólympíunefndarmaðurinn Janusz Peciak, sem vann gull- verðlaun 1976 og vonaðist til að endurtaka afrekið í Los Angeles, lýsti miklum vonbrigðum sínum í samtali við AP-fréttastofuna. „Þetta er öllum á móti skapi, og beiskja mín er mikil, því ég ætl- aði að hætta keppni eftir leik- ana,“ sagði Peciak. AP/ Símamynd. Frá sameiginlegum blaóamannafundi varnarmálaráð- herra Atlantshafsbandalagsríkjanna í Brtissel við lok fundar þeirra í gærmorgun, þar sem ákveðið var að beita nýrri tækni við endurnýjun venjulegra varna bandalagsins og auka útgjöld til mannvirkja sem kom- ið gætu að notum á stríðstíma. Á myndinni eru (f.v.): E. Da Rin aðstoðarframkvæmdastjóri NATO, Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jos- eph Luns, framkvæmdastjóri NATO, og Michael Hes- eltine, varnarmálaráðherra Bretlands. EBE-aðgerðir í Sakharovs-máli Stokkhólmi og Bonn, 17. maí. AP. MITTERRAND, Frakklands- forseti, sagði að ríki Efnahags- bandalags Evrópu (EBE) hefðu ákveðiö að efna til sameigin- legra aðgerða til að reyna að fá sovézk yfirvöld til að leyfa And- rei Sakharov og konu hans að fara úr landi. „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja frelsi og góða heilsu þessa fólks,“ sagði Mitterrand. Hann sagði að utanríkisráðherrar EBE myndu hittast sérstaklega á föstudag til að ganga frá áskorunarskjali um mál Sakharovs. Helmut Kohl, kanzlari V-Þýzkalands, hvatti ráða- menn í Moskvu til að finna Jákvæða lausn“ á máli Sakh- arovs-hjónanna og sagði að þau væru aufúsugestir í Þýzkalandi. Sagði hann að það mundi gjörbreyta andrúms- lofti í samskiptum austurs og vesturs ef þeim yrði leyft að fara úr landi. Sakharov-hjónin eru í hungurverkfalli til að krefjast þess að frú Bonner fái að fara úr landi til að leita sér lækn- inga. Dóttir hennar sagði í París að dagaspursmál væri hvenær annað hvort þeirra Sakharov-hjónanna dæi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.