Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ1984 36 Morgunblaðlð/Símaniynd AP. • Kevin Ratcliffe, fyrirliöi Everton, hefur betur í viöureign viö George Reilly í úreliteleiknum á laugerdag. Mo Johnston fylgiat meö. Þriðji bikarsigur Aber- röð í Skotlandi deen í Glasgow, 19. maí. AP. ABERDEEN sigraði Celtic í úr- slitaleik skosku bikarkeppninn- ar á Hampden Park í dag, 2:1, eftir framlengíngu og er þetta þriðja áriö í röð sem Aberdeen vinnur bikarinn. Liðið varð einn- ig skoskur meistari í ár — vann úrvalsdeildina. Mark McGhee, sem þarna lék sennilega sinn síöasta leik fyrir Aberdeen áður en hann fer til Hamburger SV í Þýskalandi, skoraði sigurmark leiksins á 98. mín. með föstu skoti utan úr teig. Doug Bell átti þrumuskot utan teigs í stöng, boltinn hrökk til Gordon Strachan, sem sendi á McGhee. Eric Black hafði náö forystu fyrir Aberdeen á 23. mín. og er skoski landsliðsmaðurinn Jim Aitken, einn varnarmanna Celtic, var rekinn af velli skömmu fyrir leikhlé, virtist sígur Aberdeen ör- uggur. En Paul McStay náði að jafna fyrir Celtic á 85. mín. McGhee tryggði svo sigurinn. Lióin ABERDEEN: Leighton. McKinnie. McLeish. Míller. Rougvie, Cooper. Strachan. Simpson, McGhee, Black. Weir. CELTIC: Bonner, McGrain. Reid, Atkin, McStay, Macleod, Provan, McGarvey, McStay, Burns, McCtair. Aberdeen hefur unnið skoska bikarinn fimm sinnum. Liðiö sigr- aði nú þriöja áriö í röö I bikar- keppninni eins og áður segir og er aöeins annað liðiö sem nær því. Aöeins þrjú liö hafa náö aö vinna tvöfalt (deild og bikar) í Skotlandi: Celtic og Rangers og nú Aberdeen. „Þeir buðu meiri sór' - sagði fulltrúi Sovétríkjanna eftir að ítölum var úthlutað HM-keppninni í knattspyrnu 1990 7Hrirh 1Q maí AP " " " Æ FIFA, alþjóðaknattspyrnusam- bandið, ákvað á fundi sínum hér í dag, að veita Ítalíu rétt til aö halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu áriö 1990. Sovét- menn sóttu einnig um að halda keppnina. Joao Havalange, formaöur FIFA, tók skýrt fram aö sú ákvörö- un Sovétmanna að hunsa Ól- ympíuleikana í Los Angeles í sumar heföi ekki haft nein áhrif á ákvöröun FIFA. „Stjórnmál voru ekki höfö til hliösjónar viö ákvörö- unina,“ sagöi hann. „í samanburöi viö þaö sem við buöum uppá var aðeins eitt sem italir höföu fram yfir. Þeir buöu meiri sól,“ sagöi fulltrúi Sovétríkj- anna, sem óskaöi nafnleyndar. „Þaö virtist nóg til þess aö fá aö halda keppnina." ítalir hafa einu sinni áöur haldið HM-keppnina, árið 1934. Sovét- menn hafa hins vegar aldrei haldið keppnina og úrslitaleikir í Evrópu- keppni félagsliða hafa heldur aldr- ei fariö fram í Sovétríkjunum. „Það sem mestu máli skipti viö þessa ákvöröun forráöamanna FIFA voru skipulagsmöguleikar okkar, góður árangur landsliös okkar upp á síökastiö, rökrétt hugsun og auknar vinsældir knattspyrnunnar á ítaliú,“ sagöi Federico Sordillo, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, glaöur í bragöi eftir aö tilkynnt haföi verið um valið. ítalir eru núverandi heimsmeist- arar og tvö ítölsk liö, Juventus og Roma, leika til úrslita í Evrópu- keppnum félagsliöa í vor. Juventus hefur reyndar þegar tryggt sér sig- ur i Evrópukeppni bikarhafa. Á fundi FIFA á laugardag var einnig rætt um heimsmeistara- keppnina í Mexíkó 1986. Hún hefst 31. maí og lýkur 29. júní. Leikirnir hefjast klukkan 11 og 15 aö staö- artíma til þess aö Evrópubúar geti fylgst meö leikjunum í beinni sjón- varpsútsendingu. • Socrates Brassar til Italíu Rio de Janetro, 19. m»». AP. ALLT bendir nú til þess að tveir af snföilustu letkmonnum Brasilíu í knattspyrnu, Socrates og Junior, leiki a ítatiu næsta keppnistímabit. Socrates viðurkenndi í viOtali við dagblað í dag að hann hefdi raett við forráðamenn Fior- entina og Junior hefur etnnig áhuga á að fara til Ítalíu. Logfraeðmgur hans stað- fasti það i dag. Fiorentina hefur boðið Corinthíans 4 milljónír dollara í Socrates (tæpar 120 milljónír islenskra króna) og Napoli er reiöubuið aó greiða Flamengo 1,3 millfón- ir dollara, andviröi 38 milljóna istenskra króna. Socrates er 30 ára. Junior ári yngri. „Sigurinn er mjög mikils Wembley, London, 19. maí. AP. „ÞESSI SIGUR er okkur mikils virði. Við höfum staöiö í skugga Liverpool í svo mörg ár. Ég er sérstaklega ánægður vegna allra hinna dyggu stuðningsmanna okkar,“ sagði Howard Kendall, framkvæmdastjóri Everton, eltir sigur liðsins á Watford (2:0) í úr- slitaleik ensku bikarkeppninnar hér í dag. Sigur Everton var lylli- lega sanngjarn — liöið lék mun betri knattspyrnu en leikurinn í heild var ekki mjög skemmtileg- ur. Þetta var fjóröi FA-bikarsigur Everton, en fyrsti bikar sem liöiö vinnur síðan 1970 er það varö Englandsmeistari. Kendall lék ein- mitt meö liöinu þá. Fyrri hálfleikurinn var jafn og Watford fékk jafnvel betri mark- tækifæri og var liöiö óheppiö aö vera undir í leikhléi. Enski lands- Kári með silfur EVRÓPUMÓTIÐ í kraftlyftingum var haldið um síðualu helgi í Fredrikstad, Nor- liösmaöurinn John Barnes, sem geröi Everton-vörninni lífiö leitt meö hraöa sinum og leikni, átti máttlausan skalla úr góöu færi sem var varinn og fyrirliöi Watford, Les Taylor, átti tvö skot sem fóru naumlega framhjá markinu. Everton hafði reyndar veriö betra liðiö í upphafi leiksins og Kevin Richardson átti skot i hliö- arnetið. Peter Reid átti einnig gott skot utan teigs. En þaö var engu aö síður gegn gangi leiksins er Ev- erton náöi forystu. Graeme Sharp fékk knöttinn inn á teig — einn varnarmanna Watford gleymdi rangstööutaktíkinni eitt augnablik þannig aö Sharp var ekki rang- stæöur, og skoraöi meö skoti í stöngina og inn. Andy Gray skoraði síöara mark Everton í seinni hálfleik meö skalla eftir fyrirgjöf Trevor Steven. Engin hætta virtist vera á feröum er Sherwood markvöröur hugöist grípa knöttinn en þá kom Andy Gray á fullri ferö og skallaöi í netiö. Viö markiö brotnuðu hinir ungu Watford-leikmenn alveg og sigur Everton var í höfn. egi. 80 keppendur msttu til leik* fré 12 þjóðum, 12 féllu úr keppni, þar af einn frá íslandi Hjalti Arnason, KR, í þyngstaflokki. Hinn keppandinn frá íslandi Kári Elison, ÍBA, atóð sig frábærlega vel og hlaut silfurverðlaun. Einungis Skúli Óskarsson og Jðn Páll Sígmarsson hafa komist svo ofarlega í þeasu móti. Kári var vel aó þessum verðlaunum kominn, hefur stðóugt verið að bæta sinn árang- ur og er núverandi Noröurlandameiatari. Níu keppendur voru í flokki Kára og náðu þeir eftirfarandi árangri: Flokkur 67,5 kg. HB. BP. RL. SL. E. Pengelly Bretlandi 250 142,5 255 647,5 K. Elíson ísiand 220 152,5 250 622,5 I. Theys Belgía 235 140 242,5 617,5 B. Holmsen Noregur 225 105 270 600 P. Eriksson Svíþjóö 220 137,5 242,5 600 Hvd Brandt Holland 200 115 230 545 Mihok Tékkósl. 177,5 125 220 522,5 W. Dörner Þýzkaland féll úr Ev. Wemmel Belgía féll úr Graham Taylor, framkvæmda- stjóri Watford, sagöi eftir leikinn aö Sherwood, markvöröur liösins, heföi ekki veriö ánægöur meö aö seinna markiö heföi veriö dæmt. „Gray mun örugglega viöurkenna aö hann snerti ekki knöttinn heldur hendur Sherwood,“ sagöi Taylor. „En dómarinn var ekki á sama máli og viö sættum okkur viö hans úr- skurö.“ Taylor sagöi aö Watford heföi veriö óheppiö aö vera undir í hálf- leik. „Viö gátum veriö búnir aö skora tvívegis í fyrri hálfleiknum en Southall bjargaöi þeim. Við lékum okkur virði" gegn reyndri vörn og áttum erfitt meö aö venjast rangstööutaktík þeirra. Viö höföum ekki nauösyn- lega heppni meö okkur í þessum leik, en Gray haföi heppnina á sínu bandi er hann skoraöi. í niu skipti af hverjum tíu hugsa dómarar fyrst og fremst um markvöröinn. Hann geröi þaö ekki í dag — viö vorum tveimur mörkum undir og áttum okkur ekki viðreisnar von eftir þaö." __ __ Lokastaðan íBelgíu SÍÐASTA umferðin í belgísku knattspyrnunni var leikin um helgina. Urslit leikja urðu þessi: Ghent — Anderlecht 1—2 Beerschot — Kortryk 2—0 Líerse — Seraing 2—2 FC Liege — FC BrUgge 3—1 Waterschei — Beveren 1—2 SK BrUgge — Beringen 3—1 Lokeren — FC Mechlin 2—3 Waregem — Antwerpen 1—2 RWDM — Standard 3—0 Lokastaöan í deildinni varö sem hér segir: Beveren 34 22 7 5 59:33 51 Anderlecht 34 20 7 7 80:39 47 FC BrOgge 34 17 10 7 73:39 44 Standard 34 17 6 11 55:44 40 Seraing 34 15 8 11 62:51 38 FC Mechlin 34 12 14 9 47:43 38 Waregem 34 13 9 12 50:44 35 Waterschei 34 13 7 14 45:50 33 Antwerpen 34 12 11 11 50:44 35 Lokeren 34 12 7 15 43:50 31 SK BrOgge 34 12 7 15 36:46 31 Kortryk 34 10 9 15 34:45 29 Lierse 34 10 9 15 41:58 29 Ghent 34 10 8 16 37:43 28 FC Liege 34 10 9 15 40:51 29 Beerschot 34 7 12 15 43:71 26 Beringen 34 8 7 19 32:65 23 RWDM 34 7 11 16 35:48 25 Stuttfréttir Englandi, 17. mai. Frá Bob Hennessy, fréttamanm Morgunblaðsíns. ... Everton keypti í dag miö- vallarleikmanninn Paul Brace- well frá Sunderland á 250.000 pund. Þess má geta aö Howard Kendall hefur skrifaö undir nýj- an fjögurra ára samning viö Ev- erton en liðiö hefur tekiö mikl- um breytingum til hins betra eftir aö hann tók við fram- kvæmdastjórastöðunni... ... Sam Alierdyce hefur fengið frjálsa sölu frá Coventry, vegna fjárhagsvandræða, treysti fé- lagiö sér ekki tii aö greiöa hon- um laun áfram. Coventry hefur látiö níu leikmenn fara aö und- anförnu þ.á m. Tommy Lang- ley og markvörðinn Raddy Avramovic ... ... Nottingham Forest skoraöi flest mörkin í 1. deildinni ensku í vetur, 76, og fær félagiö 5.000 pund fyrir þaö afrek hjá Canon, japanska fyrirtækinu sem styð- ur deildarkeppnina ... ... Hans van Breukelen, markvöröur Nottingham For- est, snýr aftur til Hollands í sumar, og Forest leitar nú aö markveröi í hans staö. Þeir hafa mestan áhuga á 29 ára gömlum Júgóslava, Zoran Simovic sem leikur meö Hajduk Split. Hann hefur hug á aö leika meö liði Júgóslavíu á Ólympíuleikunum, þannig aö fari hann til Forest skrifar hann ekki undir samning fyrr en eftir leikana í LA ... ... Colin Appleton, fram- kvæmdastjóri Hull, sagöi upp hjá félaginu eftir 2:0-sigurinn á Burnley í vikunni. Heföi fétagið unniö 3:0 heföi þaö komist upp í 2. deild. „Ég heföi hætt hjá félaginu hvort sem viö heföum komisf upp eöa ekki,“ sagöi Appleton á eftir, en hann var ekki á samningi viö félagiö. Hann tók í gær viö Swansea, skrifaði þá undir tveggja ára samning viö félagiö, en þaö féll sem kunnugt er í 3. deild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.