Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 120. tbl. 71. árg. SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Saka Búlgari um tilræði við páfa Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC segist hafa fyrir því heimildir að í skýrslu, sem enn hefur ekki verið gerð opinber, en samin er að tilhlut- an Antonio Albano, ríkissaksókn- ara Ítalíu, og fjallar um banatil- ræðið við Jóbannes Pál páfa á Pét- urstorgi í Róm vorið 1981, sé fullyrt að Búlgarir hafi skipulagt tilræðið vegna ótta um að óháða verka- lýðshreyfingin í Póllandi, sem sótt hefur siðferðilegan styrk til páfa, kynni að breiðast út um alla Aust- ur-Evrópu. Fjölmiðlar hafa margsinnis áð- ur leitt að því getum, eftir heim- ildum frá rannsóknaraðilum á ít- alíu, að leyniþjónustur Búlgara og Sovétmanna hafi ráðið tyrkn- eska hermdarverkamanninn Ali Acca, sem nú situr í fangelsi á Ítalíu, til að myrða Jóhannes Pál páfa. Stjórnvöld i Búlgaríu hafa 1 vísað þessum staðhæfingum á Japanir minnast sigurs á Rússum Moskvu, 25. maí. AP. RÚSSAR báru í dag fram opinber mótmæli vegna fyrirætlana Japana um að minnast sigurs flota síns á sjóher Rússakeisara í ófriðnum 1904—05, sem greiddi fyrir byltingu bolsévíka. höldunum, en Tass neitar því að svo sé. Tass segir að japanskir „þjóð- rembumenn" ætli að gera sigur- vegarann, Togo aðmírál, að „skurðgoði og tákni" japanskrar stríðsmannahefðar og búa Japani undir þriðju heimsstyrjöldina. 1 orðsendingu frá Rússum segir að þeir telji hátíðahöldin fjandsam- leg. í orðsendingunni segir að með þessu móti séu japanska stjórnin og aðrir aðilar að kynda undir þjóðrembu- og hefndartilfinn- ingar í því skyni að ala þjóðina upp í hernaðaranda og fjandskap í garð Sovétríkjanna. Japanska stjórnin segir að ein- staklingar standi fyrir hátíða- bug og segja að þær séu liður í ófrægingarherferð aðila á Vest- urlöndum gegn kommúnistaríkj- unum. Samkvæmt skýrslu ítalska sak- sóknarans, sem NBC segist hafa komist yfir, töldu þeir, sem skipulögðu tilræðið við páfa, að hann hefði gegnt svo þýðingar- miklu hlutverki við myndun óháðu verkalýðshreyfingarinnar í Póllandi, að nauðsynlegt væri að ryðja honum úr vegi. NBC segir, að í sömu skýrslu komi fram, að Búlgarir hafi ætl- að að ráða Lech Walesa, leiðtoga óháðu verkalýðshreyfingarinnar í Póllandi, af dögum, en hætt við þá fyrirætlun af ókunnum ástæð- um. Búist er við því að i júlí verði tekin ákvörðun um það hvort þrír Búlgarir og fjórir Tyrkir verði ákærðir fyrir hlutdeild í tilræð- inu við páfa, en tilræðismaðurinn sjálfur hefur þegar verið dæmdur í ævilangt fangelsi. Viðburðatími Stúdent í vor og faðir innan skarams. Olafur K. Magnússon tók þessa mynd er verið var að undirbúa brautskráningu stúdenta í Menntaskól- anum við Hamrahlíð. Hin verðandi móðir hagræðir stúdentshúfunni á mannsefni sínu. Japönsk olíuskip hætta við siglingar til Kuwait DamiflkuH, 26. m»í. AP. * ARABÍSKIR diplómatar gerðu ráð fyrir því í dag að íranir myndu fljót- lega hefna síðustu árása Iraka á olíu- flutningaskip á Persaflóa. f gær sögð- ust frakar hafa sökkt átta olíuskip- Símamynd: AP. Geir Hallgrímsson og Shultz GEIR Hallgrímsson, utanríkisráðherra, heilsar George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í upphafi fundar þeirra í Washington í gær. Fundurinn stóð í tvær klukkustundir og voru vöruflutningar fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli helsta umræðuefnið. Niðurstaða fékkst ekki á fundinum, en eins og fram kom í Mbl. í gær hyggst Geir Hallgrímsson árétta sjónarmið fslendinga um jafnrétti í vöruflutningum þegar hann hittir Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að máli á þriðjudaginn. Japanskir skipaeigendur sögðu í dag að þeir væru hættir að senda olíuskip til og frá Kuwait og norð- urhluta Saudi-Arabíu vegna síð- ustu árása. Hins vegar halda Jap- anir áfram olíuflutningum til aðal- olíuhafnar Saudi-Arabíu, Ras Tannurah, og frá. Ákvörðunin var tekin til að hlífa mannslífum. í umræðum öryggisráðs SÞ hafa fulltrúar arabaríkja hvatt til þess að franir verði fordæmdir fyrir árásir á olíuflutningaskip á Persa- flóa. Fulltrúi írans sagði að íranir myndu hætta árásunum ef írakar gerðu slíkt hið sama. Utanríkisráð- herra Kuwait sagði að stigmögnun átakanna gæti leitt til árekstra risaveldanna. Utanríkisráðherrar NATO koma saman í næstu viku í Washington á 35 ára afmæli bandalagsins m.a. til að ræða ástandið á Persaflóa. Samkomulag er að nást í Banda- ríkjastjórn um að senda 200 Stinger-loftvarnaflaugar til Saudi-Arabíu að sögn Washington Post. Sýrlendingar sökuðu fraka í dag um að magna átökin við frani í þvi skyni að draga Persaflóaríkin inn í þau. Ásökunin fylgir í kjölfar við- ræðna Hafez Assads forseta við Khaddam utanríkisráðherra, sem er kominn úr sáttaför til Teheran. Khaddam gefur í skyn að íranir hafi samþykkt að hætta árásum á olíuskip, ef frakar hætta þeim líka. Ritstjóri í Saudi-Arabíu hélt því fram i dag að Bandaríkjamenn hefðu fengið írani til að ráðast á olíuflutningaskip Saudi-Araba og Kuwaitmanna í vikunni til að und- irbúa jarðveginn fyrir „bandaríska íhlutun" á Persaflóasvæðinu. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, bauð í dag aðstoð samtaka sinna til að binda enda á átökin. Þetta gerð- ist á fundi islamskra þjóðarleið- toga. Rúmlega 200 eru fallnir í Bombay Bombay, 26. maí. AP. EFTIR tíu daga harða bardaga hindúa og múhameðstrúarmanna er 221 fallinn. Þar sem herinn hefur ver- ið kallaður út virðist hafa tekist að ná stjórn á ástandinu. Þó er enn nokkuð um íkveikjur og grjótkast. Tveir hafa verið stungnir til bana síðan bæld voru niður snörp átök hindúa og múhameðstrúar- manna í tveimur hverfum Bombay ií gærkveldi. Útgöngubann var fyrirskipað og þúsundir hermanna gengu um göturnar. Sonur Indiru Gandhi, Rajiv Gandhi, fór um bardagasvæðin og sagði að ástandið væri að lagast, þótt fólk væri hrætt við að yfirgefa hús sín. Hindúaleiðtoginn Bal Thackerey er | sakaður um að hafa hrundið óeirð- unum af stað með því að fara niðr- andi orðum um spámanninn Mú- I hameð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.