Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.05.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ1984 5 Sjónvarp mánudag kl. 20.40: Hans Collin Kanínan Á mánudagskvöldirt verður sýnd fraeðslumynd um villtu kanínuna á Bretlandseyjum. Kanínan á marga fjendur og á hverjum degi þarf hún að berj- ast fyrir tilveru sinni og komast undan óvinum sínum. Meðal óvina kanínunnar er maðurinn sem veiðir hana, ref- urinn, sem drepur hana sér til matar, og lundinn sem herjar á kanínuna við strendurnar þann- ig að hún getur ekki einu sinni verið hult i holu sinni. I kvöld verður sýnd vestur-þýsk sjónvarpsmynd, sem gerð er eftir sögu Stefan Heym. myndin fjallar um þekktan rit- höfund, Hans Collin að nafni, sem verið hefur fylgispakur flokki og valdhöfum. Hann ákveður að skrifa ævisögu sína og draga ekk- ert undan. Collin er síðan lagður inn á sjúkrahús, sem einungis er fyrir hátt setta embættismenn flokks- ins og virðulegri borgara. Á sjúkrahúsinu liggur einnig einn forkólfa öryggisþjónustunnar, Wilhelm Urack að nafni, og eru þeir báðir haldnir alvarlegum hjartasjúkdómi. Collin og Urack þekkjast frá fornu fari og eru þeir ekki skoð- anabræður. Sjúkrahúsið verður brátt að vígvelli þar sem þeir tveir berjast hatramlega og er eina markmiðið að lifa andstæðinginn. Ekki dregur það úr baráttugleði þeirra að Collin er { ævisögu sinni að segja frá ýmsu, sem við kemur starfi Uracks í öryggisþjónust- unni. Höfundur sögunnar, Stefan Heym, fæddist í Þýskalandi árið 1913 og var hann bæði kommún- isti og gyðingur. Sem unglingur lenti hann í útistöðum við yfirvöld og allar götur síðan var hann mjög gagnrýninn á þau. Þegar nasistar komust til valda í Þýskalandi fór hann til Banda- ríkjanna og gerðist bandarískur ríkisborgari. í heimsstyrjöldinni síðari barðist hann svo með þeim i Evrópu. Eftir að öldungardeildarþing- maðurinn, Joseph McCarthy, fór að láta til sín taka í Bandaríkjun- um var Heym ekki lengur vært vegna gagnrýni sinnar á banda- rískt þjóðfélag. Hann fór því til Austur-Þýskalands árið 1952 þar sem honum var tekið opnum örm- um, því það er ekki á hverjum degi sem hind hremmir hlébarða. Heym býr nú í Austur-Berlín og hefur hann fengið nokkur verð- laun fyrir verk sín. Stefan Heym, höfundur sögunnar um Hans Collin. með glaðværum hópi Sjónvarp kl. 21.25: Samtök íslenskra myndbanda- leiga stofnuð SAMTÖK íslenskra myndbandaleiga voru formlega stofnsett 23. maí sl. Um 50 myndbandaleigur víðs vegar af landinu standa að stofnun samtak- anna en heimili þeirra og varnarþing verður í Reykjavík. í fréttatilkynningu samtakanna segir að tilgangur þeirra sé að gæta hagsmuna félagsmanna og efla stöðu þeirra innbyrðis og út á við. Tilgangi sínum hyggjast samtökin m.a. ná með þvi að gæta réttar fé- lagsmanna gagnvart samkeppnis- aðilum og með því að stuðla að hag- kvæmum innkaupum á mynd- bandaefni, annast dreifingu þess og jafnvel framleiðslu. Samtök íslenskra myndbanda- leiga munu nota skammstöfunina SÍM og stjórn samtakanna skipa eftirtaldir menn: Ingimundur Jónsson, Ægir Gíslason, Snorri Hallgrímsson, Gunnar Gunnars- son, Björgvin Ólafsson og Gunnólf- ur Árnason Morgunblaðinu hefur borist yfir- lýsing frá stjórn SÍM þar sem hún harmar þær aðgerðir, sem mynd- bandaleigur hafa orðið fyrir hér á landi af hálfu samtaka rétthafa myndbanda á íslandi. í yfirlýsing- unni segir m.a. orðrétt: „Það að heita almennum borgurum pen- ingaverðlaunum fyrir að brjóta lög í landinu, nánar tiltekið ákveðið ákvæði i auðgunarkafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, gerir samtök rétthafa myndbanda á ís- landi að hlutdeildarmönnum í meintri brotastarfsemi skv. ákvæð- um sömu laga. Samtök íslenskra myndbanda- leiga munu stuðla að sáttum i þessu máli, en krefjast réttlætis og réttsýnni i staðinn. Verði slegið á útrétta sáttarhönd SÍM munu sam- tökin kæra brotamenn hvern fyrir sig auk ábyrgra forsvarsmanna samtaka rétthafa myndbanda á ís- landi.“ í yfirlýsingu SÍM kemur einnig fram að samtökin fagni lögum um höfundarrétt, sem nú nýverið voru samþykkt á Alþingi. SÍM mun krefjast þess af rétthöfum mynd- bandaefnis, að þeir sanni svo ekki verði um villst, rétt sinn til fjöl- földunar, sölu, leigu og dreifingar á myndböndum hérlendis. Ennfremur segir að stjórn SÍM muni nú þegar hefja samningavið- ræður við stjórn samtaka rétthafa myndbanda á íslandi. Norðurlönd 14. júlí til 2. ágúst í hinni bráðskemmtilegu rútuferð okkar um Norðurlönd gefst þér tækifæri til þess að kynnast á einstakan hátt náttúru og menningu frænd- þjóða okkar - og góðum ferðafélögum. Flogið er í leiguflugi til Luleá í Norður-Svíþjóð. Þaðan er ekið um mörg fallegustu héruð Finnlandstil höfuðborgarinnar Helsinki. Þá liggur leiðín til Turku þaðan sem farið er með ferju yfir Eysfrasaltið til höfuðstaðar Svíþjóðar, Stokkhólms. Frá Stokkhólmi liggur leiðin til Oslóar og,síðan um hin rómuðu fjallahéruð Nor^gs til Þrándheims. Þaðan er haldið aftur til Svíþjóðar og flogið heim á ný 20 dögum síðar frá lluleá. Verð aðeins kr. 26.700 Innifalið: Flug, rútuferð, gisting á góðum hótelum, hálft fæði og íslensk fararstjórn (Pétur Kristjónsson). Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér sæti í rútuferðir okkar í sumar: Átta landa sýn 5/6 - 26/6 Uppselt/Biðlisti Austurrútan 8/7 - 28/7 4 sæti laus Suðurrútan 2/8 - 23/8 Uppselt/Biðlisti Suðurrútan 10/8 - 1/9 Uppselt/Biðlisti Sovétríkin 17/8 - 7/9 6 sæti laus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.