Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1984 21 Venezuela: Stórsigur forsetans Caracas, Venezuela. 28. mai. AP. Stjórnarflokkur Jaime Lus- inchi, forseta Venezuela, vann um helgina mikinn sigur í sveit- arstjórnakosningum sem haldnar voru. Talningu atkvæða var ekki endanlega lokið, en flest benti til að Framkvæmdaflokkur forset- ans hefði hlotið allt að tvo þriðju hluta atkvæðanna. Fyrstu óopinberu tölurnar sýndu fram á að Fram- kvæmdaflokkurinn hefði hlotið 46,3 prósent atkvæða, en helsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Kristilegi demókrata- flokkurinn, hefði hlotið 20,61 prósent. Aðrir mun minna. Skoðanakönnun á vegum stjórnarflokksins benti hins vegar til þess að yfirburðir hans væru enn meiri, eða eins og greint var frá í byrjun frétt- ar. Átta milljónir eru á kjör- skrá, en talið var að allt að 40 prósent þeirra hefðu ekki neytt kosningaréttar síns. V estur-Þýzkaland: Einn af bílræningjunum fjóram sést hér skotinn til bana, eftir að víkingasveit ísraelshers hafði ráðizt til uppgöngu í langferðabflinn. Atburður þessi gerðist í aprfl sl. Israelsk rannsóknarnefnd: Tveir bfiræningjar barðir til dauða NEFND ísraelshers hefur kveðið upp þann úrskurð, að tveir af fjór- um Aröbum, sem rændu langferða- bfl, hafl verið barðir til dauða, eftir að ísraelskir hermenn brutu sér leið inn í bflinn til þess að frelsa gísla þá, sem Arabarnir höfðu tek- ið. í tilkynningu ísraelskra stjórnvalda segir, að hermenn- irnir kunni að „hafa brotið lög- in“ og að sérstök málsrannsókn verði látin fara fram til könnun- ar á því, hvort þeir skuli saksótt- Vinnuveitendur bjóða 3,3 % launahækkun Bonn, 28. maí. AP. TUGÞÚSUNDIR verkamanna í Vestur-Þýzkalandi komu saman til útifundar í Bonn í dag til þess að krefjast 35 klukkustunda vinnuviku og bóta handa þeim, sem misst hafa vinnu sína vegna verkbanns atvinnurekenda. Komu fundarmenn til Bonn alls staðar að úr landinu. Atvinnurekendur hafa gert verkalýðsfélögunum tilboð um nýjan samning, sem felur í sér 3,3% launahækkun, starfsaldur verði ekki lengri en 58 ár og vinnu- tími verði sveigjanlegri en áður varðandi sumar starfsgreinar. Þeir halda því hins vegar fram, að 5 klukkustunda stytting vinnuvik- unnar með óskertum launum verði til til þess að hækka framleiðslu- kostnað á vesturþýzkum vörum um allt að 20 % með þeim afleið- ingum, að þær verði ekki framar samkeppnishæfar við vörur ann- arra ríkja. Á útifundinum í dag gagnrýndi aðalræðumaðurinn, Ernst Breit, forseti sambands verkalýðsfélag- anna í landinu, samtök atvinnu- rekenda harðlega fyrir verkbönn- in, sem hann sagði, að jafngiltu „stríðsyfirlýsingu" á hendur verkalýðsfélögunum. Jafnframt ásakaði hann vinnumálastofnun sambandslýðveldisins um lögbrot fyrir að neita að greiða þeim bæt- ur, sem hefðu misst vinnuna af völdum verkabannanna. Kerfisbund- in umbreyt- ing til sovézks þjóðfélags Afganskur sendi- starfsmaður lýsir ástandinu í heima- landi sínu Peshawar, 28. maí. AP. Afganskur sendistarfsmaður, sem fyrir skömmu flúði til Pakist- ans, sagði á laugardag, að allt yfir- bragð mannlífsins í Afganistan væri nú sem óðast að breytast í samræmi við sovézkar fyrirmyndir „Ilmfangsmikil áætlun til langs tíma hefur verið gerð í Moskvu til þess að treysta tök stjórnvalda þar á heimalandi mínu,“ sagði Abdul Majid Mangal á fyrsta fundi sínum með fréttamönnum, síðan hann kom til Peshawar í síðustu viku. „Kerfisbundin umbreyting á öllum sviðum mannlífsins í átt til svoézks þjóðfélags á sér nú stað f Afganistan," sagði Mangal ennfremur. „Sérhverri stofnun þar er nú stjórnað af sams konar stofnun í Sovétríkjunum." íX. / M Abdul Majid Mangel Klofningur á meðal finnskra kommúnista Moskvukommúnistar biðu mikinn ósigur á nýafstöðnu flokksþingi llelsingfors, 28. maí. Frá fréttaritara Morgun blaðsins, llarry Cranberg. Kommúnistaflokkurinn í Finn- landi tók um helgina skref til móts við svonefndan evrópukommún- isma. Meirihlutamenn í flokknum undir forystu Arvo Aaltos unnu þar mikinn sigur, er kosið var í mið- stjórn og forystu flokksins. Minni- hlutamenn studdu hins vegar fyrri leiðtoga flokksins, Jouko Kajanoja, sem nú varð að fara frá völdum í flokknum eftir tveggja ára forystu. Varð hann að lúta í lægra haldi fyrir Aarno Aitamurto, sem kjörinn var aðalritari flokksins. Nicaragua: Saumað að tján- ingarfrelsinu Managua, 28. maí. AP. GERT er ráð fyrir, að ný og ströng lög um fjölmiðla verði sett í Nicaragua í þessari viku. Samkvæmt þeim verða fjölmiðlar í landinu alfarið settir undir stjórn hins opinbera og fréttamönnum gert að skyldu að birta allar heimildir fyrir fréttum sínum. Lög þessi ciga einnig að ná til erlendra fréttastofnanna, sem starfa að staðaldri í Nicaragua. Stjórnarandstaðan hefur for- andstöðublaðið í landinu: „Ef að- dæmt þetta frumvarp og segir það fela í sér „miklar tálmanir" á prentfrelsi í landinu. Augljóst sé, að það sé sniðið eftir prent- löggjöf kommúnískra þjoða. f dag sagði Pedro Joaquin Cham- orro, annar aðalútgefandi La Prensa, sem er eina stjórnar- eins 10 % af þessu lagafrum- varpi verða samþykkt, þá eru þar með upprættar síðustu leifar prentfrelsisins í Nicaragua." „Þeir eru að herða skrúfurnar á La Prensa," sagði Pedro Joa- quin ennfremur. „Aðgerðunum er beint gegn okkur. Ef La Prensa væri ekki til, þá þyrftu þeir ekkl á þessum lögum að halda." Benti hann á, að aðrir fjölmiðlar í landinu styðja stjórnvöldin almennt. Það er svonefnd alþýðufylk- ing, sem ber þetta frumvarp fram. Hún er samsteypa þriggja vinstri flokka, sem nær m.a. til svonefndrar þjóðfrelsisfylkingar sandinista, en þeir ráða öllu inn- an stjórnarinnar og hafa jafn- framt yfirgnæfandi meirihluta í ríkisráðinu. Kosningin í miðstjórnina vakti þó mesta athygli á þessu 20. flokksþingi finnska kommúnista- flokksins. Þar sigraði listi meiri- hlutans með 183 atkvæðum gegn 163. Minnihlutinn, sem átt hefur fulltrúa til þessa í forsætisnefnd og miðstjórn flokksins, stendur nú algerlega fyrir utan og hótar nú að láta þau 8 kjördæmi, þar sem minni hlutinn hefur enn tök á flokknum, kalla saman sérstakt aukaflokksþing í haust. Sérstök sendinefnd frá komm- únistaflokki Sovetríkjanna fyldist með flokksþinginu I Finnlandi. Hafði hún gefið það skýrt til kynna, að í Sovétríkjunum kysu menn helzt, að Kajanoja yrði endurkjörinn flokksleiðtogi og komizt yrði hjá því, að flokkurinn klofnaði. Valdabaráttan innan finnska kommúnistaflokksins kann að eiga eftir að hafa mikil áhrif á stjórnmálaþróunina í Finnlandi. Stuðningsmenn Aaltos hyggjast fylgja finnskri tegund af komm- únisma í framtíðinni og eru þeir reiðubúnir til þess að taka upp samvinnu við jafnaðarmenn. Minnihlutinn vill hins vegar ekki fyrir nokkra muni eiga aðild að slíkri stjórnarsamvinnu, heldur bíða þess tækifæris, er flokkurinn geti tekið öll völd í landinu í sínar hendur. Miklar líkur eru því taldar á því nú, að kommúnistaflokkarnir I Finnlandi verði orðnir tveir innan skamms. Er búizt við, að þetta muni skýrast strax f haust, ef krafa minnihlutans um sérstakt flokksþing nær fram að ganga. Hvernig finnst þér sýning ,0MAR í aldarfjóröung"? Spurt á IBIP'OAID WVaVT Siguröur Einarsson „Sýning sem á engann sinn líka herlendis" Anna Dóra Steingrímsdóttir „Eg skemmti mér konunglega i kvöld;' Birna Loftsdóttir „Eg hef ekki skemmt mér svona vel i áraraöir" Ingi Björn Albertsson og Magdalenda Kristinsdóttir „Ömar er meiriháttar" Linda Bjarnadóttir „Eg gat ekki hætt aö hlæja all- ann timann" Guójón Gíslason „Frábær skemmtun sem hölöar til allra aldurshópa" María Jakopsdóttir „Eg hef dáö hann lengi: Hann Ömar er dýrlegur í einu orði sagt"1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.