Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.05.1984, Blaðsíða 42
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAl 1984 Stúdentar úr dagskóla og öldungadeild Fjölbrautaskólans í Breiöholti fyrir utan Bústaðakirkju þar sem skólaslitin fóru fram. Mynd: Ljósmyndastofa Reykjavíkur. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti útskrifar 107 stúdenta Fjölbrautaskólinn í Breiðholti brautskráði 107 stúdenta í Bústaðakirkju laugardaginn 19. maí síðast- liðinn. A sama tíma voru brautskráðir 11 sveinar í iðngreinum, 11 sjúkraliðar og tveir matartæknar. Enn- fremur voru 17 nemendur brautskráðir með sérhæft verslunarpróf og 27 með al- mennt verslunarpróf. Af bóknámssviði vóru brautskráðir 36 stúdentar, fimm af heilsugæslusviði, sex af lista- sviði, einn af hússtjórnarsviði, sex af tæknisviði, 16 af uppeldis- sviði og 22 af viðskiptasviði. Úr dagskóla voru brautskráðir 97 stúdentar og frá kvöldskóla (öldungadeild) voru 15 stúdentar brautskráðir. Hæstu einkunn á stúdentsprófi í dagskólanum hlaut Eggert Þorgrímsson sem brautskráðist frá eðlisfræði og náttúrufræðisviði. Hæsti nem- andi í öldungadeild var Sólbjörg Karlsdóttir sem var á viðskipta- sviði. Eins og áður segir voru braut- skráðir 11 sveinar i iðngreinum. Einn vélvirki var útskrifaður, fimm rafvirkjar og fimm húsa- smiðir. Við athöfnina í Bústaðakirkju flutti Guðmundur Sveinsson, skólameistari, yfirlitsræðu um dagskólann, afhenti stúdentum dagskólans prófskírteini og einn- ig viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Kristín Arnalds aðstoðarskólameistari flutti yfir- litsræðu um öldungadeildina og útskrifaði stúdenta þaðan. Þá tók Jóhann Hlíðar fráfarandi for- maður nemendafélagsins til máls og afhenti Loga Sigurfinnssyni embætti formanns nemendafé- lagsins formlega. Þorvaldur Friðriksson deildarstjóri í ensku flutti ávarp fyrir hönd kennara og það gerði einnig Gunnar Dal kennari í heimspeki og íslensku. Fyrir hönd nýstúdenta talaði Helga Hilmarsdóttir stúdent úr öldungadeild skólans. Tveir kórar sungu nokkur lög við athöfnina, en það voru Lögreglu- kórinn og kór skólans sem söng undir stjórn Jónasar Þóris. Glaðar stúdínur á góðri stund. Ljósm. ÓI.K.M. Hvítu kollarnir settir upp í Háskólabíói. „Hamingjuóskir og málin rædd“ gæti þessi skemmtilega mynd heitið sem Kristján Orn Elíasson tók að lokinni skólaslitaathöfninni í Háskólabíói. Menntaskólinn við Sund brautskráir 178 stúdenta Mcnntaskólanum við Sund var slitið við hátíðlega athöfn í Háskólabíói föstu- daginn 25. maí síðastliðinn og lauk þar með 15. starfsári skólans. I upphafi skólaársins voru 816 nemendur skráðir til náms í skólanum, 416 stúlkur og 389 piltar. í Menntaskólanum við Sund er bekkjakerfi, en boðið er upp á fimm mísmunandi kjör- svið og að auki tónlistarkjörsvið í samvinnu við einstaka tónlist- arskóla. Alls voru að þessu sinni braut- skráðir 178 stúdentar af sex kjörsviðum. Flestir stúdentar brautskráðust af náttúrufræði- kjörsviði eða 63 talsins. Af mála- kjörsviði útskrifuðust 18 stúd- entar, af félagsfræðikjörsviði 35, af hagfræðikjörsviði 22, af eðlis- fræðikjörsviði 38 og tveir stúd- entar voru brautskráðir af tón- listarkjörsviði. Stúdentahópurinn stóð saman af 90 stúlkum og 88 piltum og að þessum hópi meðtöldum hefur skólinn brautskráð 2.019 stúd- enta á tólf árum. Hæstu einkunnir á stúdents- prófi hlutu Harpa Rúnarsdóttir með 9,3 og Bjarni Birgisson með 9,2. Þau útskrifuðust bæði af eðl- isfræðikjörsviði. Einn nemandi, Kjartan Stefánsson, lauk stúd- entsprófi af tveimur kjörsviðum í senn, eðlisfræði- og hagfræði- sviði. Rektor skólans, Björn Bjarna- son, flutti ávarp og afhenti ein- kunnir og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Kjartan Stefánsson ávarpaði samkom- una fyrir hönd nýstúdenta og söngflokkur úr skólanum söng stúdentalög undir stjórn Þóru Fríðu Sæmundsdóttur sem brautskráðist frá skólanum árið 1976.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.