Morgunblaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 2
CFT*'»“» * '^tTrrw riry-.v • Kí»r»^.'T'^r r * > »<r . r» cfTrr, * rrrtmv^mirvr.T <•* rr* MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1984 Hluthafar Iðnaðarbankans: Hafa nú neytt for- kaupsréttar á 65 % hlutafjár ríkisins HLUTHAFAR Iðnaðarbankans höfðu í lok dagsins í gær neytt for- kaupsréttar á 65% af því hlutafé, Vindling- ar hækka Verð á amerískum vindlingum hefur verið hækkað upp í 54 krón- ur hver pakki, til að samræma verðið verði á öðrum vindlingum. Það er allar vindlingategundir amerískar sem hækka, nema teg- undin Lucky Strike, sem kostar áfram kr. 49,60. Vindlingarnir kostuðu áður kr. 53,50. sem ríkissjóður hefur ákveðið að selja. Vegna fjölmargra fyrirspurna var frestur til þess að skrá kaup á hlutahréfum framlengdur til morg- undagsins, föstudagsins 1. júní. Rík- issjóður á 27% hlutafjár í bankan- „Líkur benda til að hluthafar neyti forkaupsréttar á um 70% hlutafjár ríkissjóðs," sagði Valur Valsson, bankastjóri, í samtali við blm. Mbl. í gærkvöldi. Hann sagði að mikill fjöldi hluthafa hafi greinilega ákveðið að nýta sér for- kaupsréttinn, en hluthafar eru ails um 1.450, aðallega iðnaðar- menn, iðnfyrirtæki og starfsfólk í iðnaði. Gott vor í Skagafirði Bær, Mofrta-sirond, 30. maí, 1084. HÉR í Skagafirdi er allur gróður mikid fyrr á ferð en síóastlidió ár og er kýrgróður kominn í tún. Skúrir hafa komið í framhéraðinu sem ekki hafa náð í úthéraðið og vantar þar vætu. Sauðburður hefur gengið vel en nokkur vanhöld munu hafa verið sumsstaðar á refabúum. Silungsveiði virðist lofa góðu í sjó, enda er meiri hiti í sjónum en undanfarin ár. Vegna hlýinda, sem dag hvern hafa verið, 8 til 15 stig, hefur mýfluga verið óvenju mikil ná- lægt vötnum svo varla nær mað- ur andanum, enda er silungur þar úttroðinn af mýflugum. Fiskafli er tregur hér í Skaga- firði enda fiskveiði lítil eins og Fuglalíf er svo mikið að allt er syngjandi og iðandi af dásam- legu lífríki. — Björn Eigendur hins nýja húss að Logalandi 126, Arnar Sigurbjörnsson og Sigrún Sverrisdóttir, taka við lyklunum úr hendi Gunnars Haraldssonar framkvæmdastjóra. Grafarvogur: Fyrsta húsið risið og fullbúið Fyrsta húsið í hinu nýja Grafarvogshverfi er risið og fullfrágengið. Hér er um einingahús á Logafold 126 að ræða en það er Trésmiðjan Ösp hf. í Stykkishólmi sem er framleiðandi. Húsið er á einni hæð, 145 fermetrar ásamt 40 fermetra bflskýli. Á blaðamannafundi sem Ösp hf. hélt af þessu tilefni kom fram að kaupendur hafa sjálfdæmi um það á hvaða bygingarstigi þeir taka við'húsi sínu. Þau eru seld fokheld, tilbúin undir tréverk, eða fullbúin. Trésmiðjan Ösp tekur eldri íbúðir upp í kaup- verð húsanna á markaðsverði. Fyrirtækið sér og um lánaumsóknir og alla snúninga sem slíkri byggingu er samfara. Hið nýja hús verður almenningi til sýnis sem hér segir: Fimmtudag 31. maí kl. 14.00—22.00. Föstu- dag 1. júní kl. 14.00—22.00, laugardag 2. júní kl. 10.00—22.00 og sunnudag 3. júní kl. 10.00—22.00. Fíkniefnasmyglið í Eyrarfossi: Gæzluvarðhöld styttri en lögregla krafðist Fornminjagröftur á tveimur stödum Fornleifarannsóknir á vegum Þjóðminjasafns íslands verða í sumar með sama hætti og verið hef- ur undanfarin ár. Hjá Guðmundi ólafssyni, forn- leifafræðingi Þjóðminjasafnsins, fengust þær upplýsingar að haldið yrði áfram rannsóknum að Þing- nesi við Elliðavatn, en talið er að þar hafi verið fyrsti þingstaður ís- lands, og sé hann jafnvel eldri en Alþingi. Einnig verður haldið áfram rannsóknum að Stóruborg undir Eyjafjöllum, en þar eru leif- ar af bæjarhól sem nú er að hverfa vegna sjávareyðinga. Ennfremur sagði Guðmundur að í sumar yrði unnið við forn- leifaskráningu, þar sem gerð yrði skrá yfir allar þær fornleifar sem leynst gætu á höfuðborgarsvæð- DÓMARAR við Sakadóm í ávana- og fíkniefnamálum úrskurðuðu mennina flmm í styttra gæzluvarð- hald en embætti lögreglustjóra fór fram á. Tveir mannanna voru úr- skurðaðir í 30 daga gæzluvarðhald en lögreglan fór fram á 60 daga. Tveir menn voru úrskurðaðir í 21 dags gæzluvarðhaid. í öðru tilvikinu var fallist á kröfu lögreglunnar, en í hinu tilvikinu fór lögreglan fram á 30 daga varðhald. Loks var flmmti maðurinn úrskurðaður í 15 daga gæzluvarðhald, en lögreglan fór fram á 21 dag. Flest bendir til, að hann hafl einungis verið bflstjóri í flutningunum með flkniefnin milli skips og áfangastaðar í Breiðholti. Alls tók lögregla 700 grömm af amfetamíni og um 400 grömm af hassolíu og er líklegt verðmæti fíkniefnanna talið um 10 milljónir króna. Þá hafa tveir mannanna viðurkennt að hafa í janúar síð- astliðnum smyglað um 300 grömmum af amfetamíni og um hálfu kílói af hassi með svipuðum hætti og nú. Fíkniefnadeild lögreglunnar yf- irheyrði áhafnarmeðlimi á Eyr- arfossi í gær. Ekkert hefur komið fram, sem bendir til að einhver þeirra eigi aðild að smyglinu og virðist sem fíkniefnunum hafi ver- ið komið fyrir á þilfari skipsins án vitundar skipverja. Tveir lýtalæknar á ráðstefnu til Kína TVEIR íslenskir lýtalæknar, þeir Árni Björnsson og Leifur Jónsson, eru á för- um til Peking, þar sem haldin verður ráðstefna um lýtalækningar dagana 4—8. júní. Aðspurður kvað Árni ráðstefnu þessa haldna 1 tilefni þess að fyrir stuttu var stofnað félag lýtalækna í Hópdráp á helsingjum kært til sýslumanns í Skagafirði — rannsókn málsins miðar vel áfram, segir Halldór Jónsson Stjórn Fuglaverndarfélags fs- lands hélt fund sl. sunnudag í kjölfar fréttar Morgunblaðsins sama dag um hópdráp á helsingj- um í Skagafirði. Samþykkti stjórn félagsins að senda sýslumannsembættinu í Skagafirði þegar í stað bréf með þeirri eindregnu ósk að rannsókn fari fram án tafar. í bréfinu til sýslumannsins er á það bent að helsinginn njóti algerrar friðunar hér á landi á þessum árstíma. Leiði rannsókn embættisins í ljós að menn þeir sem, sagt er frá í fréttafrásögn Morgunblaðsins, hafi gerst brot- legir við lögin, beri að skoða Helsinginn er fallegur fugl. þetta bréf sem framlagða kæru Fuglaverndarfélagsins á hendur mönnum þessum fyrir hópdráp á helsingjum. 1 samtali er blaðamaður átti við sýslumann Skagafjarðar, Halldór Jónsson, kom fram að rannsókn stæði yfir og beindust böndin að ákveðnum aðilum á Akureyri. Óvíst er hvenær rannsókninni líkur en haft verður samráð við rannsóknarlögregluna á Akur- eyri um lausn þess. Að sögn Halldórs var embættinu alls ókunnugt um hópdrápið fyrr en frétt Morgunblaðsins birtist, hins vegar hefði lögreglan á Sauðárkróki haft afskipti af helsingjaskyttum áður, er skotið hefðu einn og einn fugl. Hins vegar er eftirlit erfitt og bændur lítt áhugasamir að tilkynna brot af þessu tagi. Kína. Kínverjar halda ráðstefnuna í samráói við bandaríska lýtalækna, og aðallega þá sem vinna á New York University Hospital. Árni sagði að ráðstefnan yrði vafalaust mjög fróðleg, þar sem kín- verjar væru með fremstu þjóöum i heimi hvað varðaði græðslu alvar- legra brunasára. Auk þess væru þeir frumherjar í ágræðslu afhöggvinna lima, og væri árangur af starfi þeirra betri en gerðist annars stað- ar. Árni sagði að lokum, að ráðstefnu- gestir færu að þinginu loknu i 10 daga ferðalag, á vegum svo til sömu ' aðila og stæðu fyrir þinginu. Ætlun- in væri að skoða sjúkrahús víðs veg- ar um Kína í þeirri ferð. í heimsókn til Færeyja HALLDÓR Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra heldur til Færeyja í opinbera heimsókn nk. mánudag, og stendur heimsókn hans til fimmtudags, 7. júní. í for með sjávarútvegsráðherra verður sendiherra Dana á íslandi, Pallutin, sem nú er að hætta störfum hér sem sendiherra og Einar Ágústsson, sendi- herra íslands í Kaupmannahöfn. „Mér var boðið í þessa heimsókn í júní í fyrra, en ég hef ekki haft tæki- færi til þess að þiggja boðið fyrr en nú,“ sagði Halldór Asgrimsson, sjáv- arútvegsráðherra í samtali við Morgunblaðið í tilefni Færeyjaferð- ar hans. „Við eigum mikil samskipti við Færeyinga, og ég ætla að nota þann tíma sem ég dvel í Færeyjum til þess að kynna mér vel sjávarút- vegsmál Færeyinga," sagði Halldór jafnframt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.